Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramKvæmdastjóri Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson 'áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSí G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- mgastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu; afgreiðsla auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7 Símar 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusimi 12323 Askriftao-gj kr 55 á mán innanl í lausasölu kr. 3 eint, — Prentsmiðjan Edda h.f. — A a5 votta þessu stjérnaríari traust? Hér á eftir verða rifjuð upp nokkur helztu einkenni þess stjórnarfars, sem þjóðin býr nú við: |g Stærstu atvinnufyrirtæki þjóðarinnar, togararnir, eru nú búnir að liggja aðgerðalausir í tvo mánuði. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur ekkert verið gert til þess að greiða fyrir lausn þeirrar deilu, sem veldur stöðvuninni. Gjaldeyristjónið af völdum þessarar deilu nemur vafalaust orðið hátt á annað hundrað millj. kr. g Verið er að hefja síldarflutninga til Noregs, því að stærsta síldarverksmiðjan í Reykjavík, sem Reykjavíkurbær og Kveldúlfur létu byggja, er ónýt og ekkert hefur verið gert til þess að gera hana nothæfa. Er þar um að ræða dýrustu mistök í allri framkvæmdasögu þjóðarinnar. Meiri og minni stöðvun vofir yfir síldveiðunum í sumar vegna þess að ríkisstjórnin hindraði á sein- ustu stundu samkomulag, sem hafði náðst milli járnsmiða og atvinnuveitenda. Þess vegna er nú verkfall járnsmiða. g| Vegna kjaraskerðingarinnar, sem hefur hlotizt af hinni óþörfu gengislækkun í fyrra, hefur skapazt alger glundroði í launamálum. Einstakir starfs- hópar hafa knúið fram miklar hækkanir og fleiri hljóta að fara á eftir. Jafnvel eindregnustu stuðningsmenn stjórnarinn- ar, eins og forystumenn Lækjartorgsfundarins 1. maí, viðurkenna, að kjaraskerðingin af völdum hinnar óþörfu gengislækkunar í fyrra, sé nú orðin svo mikil, að launin hrökkvi ekki lengur fyrir nauð- þurftum meðalfjölskyldu. Meðan þrengir að öllum almenningi, græða ein- stök gróðafyrirtæki meira en nokkru sinni áður. H| Stjórnin heldur svo klaufalega á málum tækni- menntaðra manna, að þeir flytjast af landi burt í stórum stíl og getur það tafið uppbyggingu at- vinnuveganna meira og minna á næstu árum. Það er víst, að það fylgi, sem stjórnarflokkarnir fá i bæjarstjórnarkosningunum 27. maí; munu þeir telja stuðning við þá stjórnarstefnu sína, sem framangreindum einkennum veldur. Finnst mönnum rétt að votta þessu stjórnarfari traust? Stéttarfriðurinn, sem var rofinn Það liggur nú ljóst fyrir, að atvinnuvegirnii’ hefðu vel getað risið undir þeim hóflegu kauphækkunum, sem sam- vinnufélögin og verkalýðsfélögin sömdu um þá. Það er jafnvíst, að hefði sú kjarabót fengið að haldast. myndu menn hafa sætt sig nú við hina umsömdu 4% kauphækk- un og því góður stéttafriður ríkja í landinu. B Allt annað blasir nú við sjónum Hin mikla verðbólga, sem hlotizt hefur af hinni óþörfu gengisfellingu í fyrra, hefur neytt launastéttirnar til ’ nýrrar nauðvarnar. Því standa nú yfir stórverkföll og fleiri virðast framundan. Með hinni óþörfu gengislækkun i fvrra hleypti ríkis- stjórnin verðbólguflóðinu af stað og rauf stéttafriðinn. Allt var þetta gert i þágu hinna ríku Finnst kiósendum að slík stjórn eigi að fá traust í kosningunum 27. maí? JOHN DANSTRUP: Stefna Bandaríkjanna gagnrýnd Ný bók eftir William J. Lederer vekur mikla athygli vestanhafs Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1960 hittust þeir Krustjoff og Fidel Castro frá Kúbu. Krustjoff faðmaði hinn skeggjaða byltingarfor- ingja að sér, en sagði síðar í ræðu: „Þessi maður er ekki kommúnisti, en hann verður það áður en lýkur, ef Banda- rikin halda fast við þá stéfnu, sem þau 'hafa tekið.“ Þetta hefðu sem bezt getað verið einkunnarorð William J. Lederers fyrir nýju bókinni hans, „A Nation of Sheep“. Að þessu íeyti er hún framhald af bók þeirra Eugene Burdicks, „The Ugly American“.Hún vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og hana lásu miklu fleiri en venjulegt er um þær bækur, sem fjalla um utanríkismál. í eldri bókinni er ádeilan færð í skáldsögubúning, þótt skáldskaparhjúpurinn sé þunn- ur og gagnsær. Söguhetjurnar eru gamlir ■ kunningjar og at- burðirnir eru einnig kunnir áð- ur. Á því leikur enginn efi, að bók þessi á sinn þátt í aukinni óánægju með aðferðir Banda- ríkjanna í utanríkismálum og gagnrýni á þeim. EN LEDERER hlýtur að liafa fundizt, — og það með réttu — að þetta væri aðeins upphafið að öðru meira. Sú bar átta, sem hér er um að ræða, er svo stórfelld og rætur hins gamla kerfis standa svo ákaf- lega djúpt. Þess vegna fylgir hann nú á eftir með því að draga nokkur verstu mistök Bandaríkjanna í utanríkismál- um fram í dagsljósið. Gagnrýn- in er hin sama og fyrr, en bein skeyttari og ákveðnari en áður. Af þessum sökum er síðari bók in betri — en um leið veikari — en sú fyrri. Það er fjallað um staðreyndir á hversdagsleg an hátt — og hér er um raun- verulega atburði að ræða, sem hvorki verða ertir burtu né vik- ið til hliðar með afsökun skáld skaparins. En ef til vill hefur þetta ekki eins mikil áhrif á lesendurna og skáldskapurinn, enda skortir atburðina helzt til oft hið persónulega aðdráttar- afl. RÉTT er það að vísu, að Lederer gengur hart að verki við að bæta sjálfur um það, sem áður skorti á í frásögn. En þarna er óneitanlega veikasta hliðin á bókinni. Fáfengileiki annarra og þröngur stakkur hinnar mestu skynsemi græðir ekkert á því, að raustin sé brýnd eða hrópað. Mörg vanda- mál eru gerð of einföld og val þeirra ef til vill of tilviljana kennt. .Aðfarir Lederes eru samt sem áður djarflegar og réttar. Það er ekki hægt að ganga of hart fram í því að vekja Banda ríkjamenn (A nation of sheep eins og hann kallar þá sjálfur) af hinu djúpa meðvitundarleysi um það, sem fram fer utan Bandaríkjanna og stjórn þeirra sjálfra eru meðábyrg fyrir. Þeir sem nú eru að reyna að endur- nýja utanríkisstefnu Bandaríkj- anna og aðferðir, hljóta að fagna bók Lederes, enda þótt hún hljóti einnig að eignast öfl uga andstæðinga í stjórn Banda ríkjanna. Lederer lýsir mörgum tilvik- um, sem við þekkjum sæmilega Frjáls gagnrýni er eitt höfuð einkenni lýðræðislegra stjórn arhátta, í iýðræðisríkjum geta áhrifamiklir blaðamenn og rít höfundar oft komið miklu tii leiðar með gagnrýni sinni, en slíkt er útilokað í einræð. ;j unum. Það er ekki sízt al- gengt i Bandaríkjunum að blaðamenn og rithöfundar noti sér þennan rétt sinn. — Þannig vakti bók eftir tvo ameríska blaðamenn, þar sem utanríkisþjónusta Bandaríkj- anna var harðlega gagnrýnd, nýlega mikla athygii. Nú hef- ur annar þessara manna gat- ið út nýja bók um svipað efni, jar sem deilt er jöfnum hönd um á sl jórnarvöldin og al- menning. Helzti sérfræðingur danska blaðsins „Politiken" í utanríkismálum, John Dan- strup, hefur nýlega skrifað um þessa bók ritdóm þann, sem hér birtist: DEAN RUSK — hann reynir nú að bæta úr ýmsum fyrri yfirsjónum Banda- ríkjanna. vel í okkar heimshluta, en virð ast falin undir enn þykkara á- róðurs- og óvitundarlagi í Banda ríkjunum en við eigum að venj ast. Þetta á við' um hið mikla svindl, sem nefnt er Laos-að- ferðin, en í skjóli hennar hafa stjórnir í Laos oftar en einu sinni notað frásagnir um stór- fellda innrás frá Vietnam til fjárkúgunar gagnvart skamm- sýnum og auðtrúa yfirvöldum í Bandaríkjunum. Svipað er að segja um meðferð leiðandi afla í Thailandi á hernaðarsérfræð ingum og stjórnmálamönnum . frá Bandaríkjunum, þótt þar sé óneitanlega um hæverskari að- ferðir að ræða. Þetta á einnig við um stjórn Chiáng Kaisheks á Formósu og nýtingu hennar á Bandarikjunum. Og enn á þetta við um hliðstæða stefnu Syngmann Rhee í Suður-Kóreu, þar til stjórn Bandaríkjanna tók loks af skarið, en að vísu tíu árum of seint. ANNAR hluti bókar Lederes ræðir ábyrgðina á því, er drep- ið er á hér á undan. Hann ræð- ir að vísu ekki hin sögulegu og rótlægu rök fyrir viðhorfum hans bandaríska þjóðfélags til þessara mála. Eg hann ræðst harkalega gegn ónógum upplýs ingum frá nálega öllum ábyrg- um stofnunum i Bandaríkjun- um, og leynimakki, sem stend- ur þar á hærra stigi en í flest- um öðrum löndum, þrátt fyrir það, hve Bandaríkjamenn eru yfirleitt opinskáir og gefnir fyr ir að heimta spilin á borðið. Lederer lætur sér ekki nægja að ráðast gegn yfirvöldunum, heldur ræðst hann einnig á flest blöðin, að undanteknum þeim fáu, ágætu málgögnum, sem einnig eru til í Bandarikjunum. Mörg blaðanna, sem yfirleitt stuðla að frelsi og aukinni fræðslu með sífelldum spurn- ingum sínum, virðast sjaldnast vita um hvað ber að spyrja, þeg ■ ar launungin er annars vegar. Að lokum leggur Lederer fram nokkrar uppástungur um aukna fræðslu og meira raun- sæi í utanríkismálum, menntun og þjálfun duglegs starfsfólks í utanríkisþjónustuna og allt, sem hana snertir. Frumkrafan er þessi: Sérfræðingar á þau svið, þar sem misgóðir viðvan- ingar hafa valdið hvað mestu tjóni. ÞAÐ, sem Lederer er að lýsa, er innri gerð og ytri aðstæður utanríkisstefnu eins af stórveld unum. Þjóðin, sem um er að ræða, getur bæði kennt sjálfri sér og leiðtogum sínum um, að hún verður ekki vakin til áhuga og afskipta nema höfðað sé til samúðar, beitt stjórnmálalesti, ýmist raunverulegu eða tilbúnu, eða stagazt látlaust á samsæri gegn hinni saklausu, banda- rísku þjóð. Þessi sjúkdómslýsing er ekki ókunn og á jafnvel við um aðrar þjóðir, sem nær okkur standa en Bandaríkjamenn. Og Lederer leggur af mörkum mik ið starf til breytinga á þessu ástandi. Hann ristir að vísu ekki djúpt í skýringum sínum, en einmitt vegna þess hæfir hann öllu betur ýmsa mikil- væga veikleika og getur sýnt fram á margar nytsamlegar úr- bætur, en hann nær ekki tök- um á meginkjamanum. Þetta má óbeint sjá á því, hvernig hann rökræðir við les endurna. Þrátt fyrir allt það. sem hann hefur að segja um mistökin í Kóreu og Kína — og það er hreint ekki svo lítið — þá er sérstaklega eftirtektar- vert, að hann gengur alveg fram hjá Kóreustríðinu í kafla sín- um um Syngman Rhee. Þegar að Kína kemur má heita að hann fari á hundavaði yfir or- sakirnar að sigri kommúnista í bókinni er ekki eitt orð um viðhorfin til Kúbu, en í veru- leikanum er þar að finna mun ljósari dæmi en gagnvart Suð- austur-Asíu. í bókinni koma fram alhuga semdir, sem gefa til kynna, að Lederer er ljóst, að finna má leið að gleggri skilningi á þeim vandamálum. sem hann tekur til meðferðar En hann slær oftast undan. þegar á á að herða. Vill hann ekki vera of þu-0höggui á lesendum sínum eða þeirri stjórn. sem nú leit ast við að bæta um mikinn hlut- be=;s. í. i hann er að.ráð ast gegn? Á því er að minnsta kosti eng mn efi, að hann leggur af mörk um drjúgan skerf til að vekja auknar umræður og auka á þá óvissu, sem einkennir svo ljós lega hægfara vöknun banda rískra yfirvalda Með þessu hef ur hann Mí'lnnð til að koma af (Framh á 15 síðu) T í M I N N, föstudaginn 11. maí 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.