Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 8
Áburðarþðrf korns er minni en grass og garðjurta, en til þess, að korn nái eðlil. vexti og þroska, þarf að sjá fyrir áburðarþörf- inni, og kemur hér margt til. Jarð vegur er misfrjór og því frjórri sem jörðin er, þeim mun minna þarf að bera á. Náttúrleg frjósemi Jarðvegs getur falið í sér arðgæf ari ræktun en þar sem jarðvegur er næstum snauður af jurtanær- andi efnum eins og t. d. gróður- litlir eða gróðurlausir sandar, en af slíku landi eru víðáttumiklar lendur, einkum í Rangárhéraði og imeð allri suðurströnd landsins. Örfoka sandar hafa reynzt vel við kornrækt, af séð er fyrir því að bera hæfilega mikið á af öllum helztu næringarefnum, sem korn ið þarf til fulls vaxtar og þroska. Óforræktuð sandjörð þarf stærstu áburðarskammtana vig kornrækt, og mun þar varla veita af 100— 150 kg af kalíáburg 50%, 200— 250 kg af þrifosfati og 250—350 kg af kjarna á ha. Oftast mun vera óþarfi aó fara hærra með fosforáburð en hér er greint, því að varast verður að bera á svo mikið af þessu mikilvæga efni,1 að stuðlað geti að kornhruni. Fos foráburður styður að þroskun kornsins, en hér er hægt að bera hóflítig á eins og þegar farið er, upp í 350 kg þrifosfat á ha. Allan' steinefnaáburð er bezt ag bera á, áður en sáð er, en kjarna (þ.e. köfnunarefni) 6—10 dögum eftir sáningu eða um það leyti, sem kornið byrjar að spíra í jörðinni. Oftast mun 200 kg kjarni vera nægilegur áburður af þessu efni á sandjörð, sem er ekki því gróf- ari í sér. Ef sandjörðin er mjög malarkennd, þarf sennilega stærri skammtinn af kjarna þ.e. 350 kg. Ef vorin eru mjög þurrviðarsöm, þarf meira af kjarna en ef úr- komumagnið er hæfilegt þ.e. 50 —60 mþn á mánuði. Annars er meðalhófið erfitt til ákvörðun- ar fyrir koi^nrækt, því ag ákveð inn skammtur, sem er um og yfir 200 kg kjarni á ha, getur í hlýjum vorum lagt allt korn í legu, þótt sama áburðarmagn geri það ekki í svalari vorum og sumrum. Þessa gætir þó síður á óforræktaðri san jörð en á öðrum jarðvegstegund-, um. Þar sem korn er ræktað á mýr ar- og móajarðvegi getur oft verið erfitt að ákveða hæfilegt áburðar magn. Áburðarmagn, sem ekki stefnir að því, að kornið falli I legu. Á uppplægðum túnum er! venjulega ekki þörf að bera á kalí, en 100—130 kg þrífosfat á ha og venjulega ekki yfir 100— 120 kg kjarna. Þessum áburði má dreifa strax fyrir sáningu, og láta allan áburð á akurinn, áður en j sáð er. Á þurrkag mýrlendi í fyrstu vinnslu verður að bera j 100—150 kg kalí, 170—200 kg; þrifosfat og 100—150 kg kjarna. \ Ef korn er ræktað næstu tvær. ársvinnslur sama lands, má vel draga úr kjarnamagninu allt nið- ur í 100 kg á ha. Á lyngmóa og þurrlendan jarðveg, en leirborinn má ætla, að 1 árs vinnsla þurfi 100 kg kalí, 200 kg þrifosfat og j 200—250 kg kjarna á ha. Næstu, 2 ár á sama landi má draga úr forforskammtinum niður í 150— 170 kg, kjarna 170—200 kg á ha. Þetta áburðarmagn, sem ég hef hér nefnt, er miðað vig það, sem mér hefur virzt þurfa á þær jarð vegstegundir, sem hér hafa verið nefndar. Ef um ákveðið sáðskipti er að ræða og korn kemur eftir græn fóður eða kartöflur í sáðskipta- röðinni, verða ofangreindir skamtar of stórir. T. d. eftir kartöflurækt hefur oft verið lítil þörf að bera á annað en ca 100 kg þrifosfat á ha, en öðrum áburð arefnum sleppt. Líkt má segja um land, sem ræktað hefur verið með belgjurtagrænfóðri eða fóðurkáli, ag þar þarf lítinn. áburð fyrir kornið, helzt dálítið af fosfór- áburði, 100 kg. þrífosfat, en hvort Klemenz Kristjánsson, Sámsstööum: Ui Kornrækti Sámsstaðir á að bæta köfnunarefni við, fer eftir jarðvegi. Á mýrajörg er þess venjulega engin þörf, en getur verið réttmætt á móajörð og sand- jörð, 100—120 kg kjarna á ha. Ef hafrar eru ræktaðir til þroskunar á móa- eða sandjörð, er oft nauð- synlegt að bera á 50—60 kg af mangansúlfati. Má blanda þessu saman við steinefnaáburðinn. Þetta efni á að fyrirbyggja díla- veiki á höfrum, en sá sjúkdómur getur dregig mjög úr uppskeru, ef mikil brögð eru að honum. Allt influtt bygg og hafraútsæði, sem ætlað er til kornræktar, þarf að vera sótthreinsað, því að ýmsir sjúkdómar geta fylgt erlendu út- sæði, sem er sáð hér á landi ósótt- hreinsuðu. Það eru því fleiri atriði en jarð- vegur, áburður og veðrátta, sem hafa áhrif á kornframleiðslu. Kornyrkjan þarf ag vera byggð á ósjúku útsæði, eins og þörfin krefur um allar aðrar nytjajurtir. Uppskerumagn á gnauða. Sigurbygg, Tamperbygg og Flojabygg eru þau einu, sem eru veðurþolin, og þess vegna öruggust til ræktunar. Tvíraða Hertabygg þolir betur vinda en 6 raða, en það er ekki eins ár- visst að ná þroska eins og 16 ára, reynsla hefur sannað um þau 6 raða byggafbrigði, sem að framan ; bændur eigi almennt að taka upp kornframleiðslu á búum sín- ivm og á samhjálpargrundvelli. Þessu hef ég alltaf haldið fram, en svo hafa staðreyndimar komið meg þá eðlilegu sönnun, að upp- skeruvinnan að haustinu er víða mjög erfið, vegna anna við önn- ur hauststörf. Hefur þetta komið eru nefnd. Það, sem gera verður i betur fram, síðan fólki fækkaði korni Misjöfn hafa árin reynzt, uppskerumagn af ha snertir. ast hefur það verig um 20 ha miðag við sáðtíma fyrri hvað . Tíð- tn á hluta en svo eru verstu á næstu árum, er, að stofnrækta þessi afbrigði í svo stórum stíl, að nægjanlegt útsæði verði til í þá kornakra, sem árlega er í sáð. Þetta útilokar ekki það, að leitað sé fyllstu fanga um leit að öðr- um afbrigðum, sem gætu reynzt betur og svo auðvitað kynbætur á korni, en þetta er framtíðarverk sem tekur tíma. Notast verður við það, sem öruggast er og tiltækt til kornframleiðslu hér á landi. Fyrirkomulag kornyrkju Vafalaust nær kornyrkjan tölu- verðri útbreiðslu í veðursælli sveitum landsins á næstu áratug- um, og verður hún óefað mikil lyftistöng fyrir innlenda fóðuröfl um og gerir hana fjölbreyttari en áður hefur tíðkazt. Bygg- og kornframleiðsla get- mai, sem aðeins hafa skilað 10 tn af ha, en þá hefur hálmur kornsins verið betri en þegar þroski korns- ins er meiri en 2/3 kornþyngdar. Mesta uppskera af korni, sem ég hef fengið, er um 35 tn af ha, og er þá um mjög arðsama rækt- un að ræða, en slíkt uppskeru- magn verður ekki nema 1 ár af hverjum 5 og ekki ávallt reglu- bundið. S.l. sumar gaf Floja- byggið 2—6 tn. ar ha. Tamperbygg 18 tn og Sigurbygg 28 tn og hefði orðið meira, ef tíðarfarið vig upp skeru hefði verið betra en raun varg á. Yfirleitt má gera ráð fyr- ir, ag kornakrar með þeim af- brigðum, sem hér hafa verið nef'nd, gefi af sér að meðaltali 20 tn af ha, og má þá telja, að ræktunin borgi sig fjárhagslega miðað við þá tækni, sem nú er far ig að nota vig kornframleiðslu. Forðast þarf að byggja kornrækt- ina á kornafbrigðum, sem missa kornið við fullþroskun, ef vindar sumrin, | ur náð föstu, árlegú framleiðslu- magni um mestan hluta Suður- lands og í mörgum héruðum á Austurlandi. í sumum veður- sælli sveitum vestan- og norðan- lands og jafnvel víðar, ef tekst meg vetrarbyggrækt, en þær til- raunir hefjast nú í vor. Með vetr- arbyggrækt verður hægt að ná þroska á byggi fyrr en með vor- byggrækt. Vetrarbyggi er annað hvort sáð meg vorbyggi á venju- legum sáðtíma eða í júlí, og fást þá tvær uppskerur af einni sán- ingu. Fyrst þroelkast vorbyggið og árið eftir vetrarbyggið, ef það lifir yfir veturinn, en þetta er nú rannsóknarefni næstu ára og talsverðar vonir tengdar vig þessa aðferð í byggkornsframleiðslu. Hin aðferðin er að sá vetrar- byggi í júlí til þroskunar í ágúst árið eftir, og fæst þá aðeins ein uppskera af einni sáningu, allt þó háð því, að norski vetrarbyggs stofninn þoli ísl. veturinn, Ég er þeirrar skoðunar, að á heimilunum, og þær uppskeru- aðferðir, sem notaðar hafa verið, eru tímafrekar á móts við nýj- ustu tækni við kornuppskeru. Það er úti sá tími, að bogin bök, sigð, komljár eða sláttuvél og binding kornstanga með handafli sé við- höfð við kornuppskeru. Verður hliðstæð tækni annarra þjóða að glein -sonia til framkvæmda, eins og 6 svo mjög Víða annars staðar við ísl. framleiðslu. Til þess ag ís- lenzkir bændur geti fengig korn af eigin akri, þurfa þeir ag rækta það heima á bújörðum sínum. Annast jarðvinnslu, sáningu, á- burðardreifingu og völtun að vor- inu, en uppskerustörfin séu fram kvæmd af sérstökum stöðvum í hverri sveit, með þeim fullkomn- ustu vélum, sem völ er á. Með þeirri tilhögun væri uppskeru- vinna, þurrkun og mölun á korn- uppskeru hvers hausts ekki unn- in af bændum, heldur af öðrum aðilum, sem hefðu þetta fyrir að- alatvinnu, þriggja mánaða tíma eða svo, að haustinu. Hitt, að sérstakir aðilar- óvi«:ctmandi rekstri búanna, hafi fóðurbætis- framleiðslu með höndum, tel ég, að varla komi til greina, svo að neinu nemi. Kornyrkjan þarf að verða eign bændastéttarinnar, tengd búum þeirra með nauðsyn. legri tækni, sem vel er viðráðan- leg fyrir hvert hreppsfélag. Get- ur hér komig til greina aðstoð frá kaupfélögum sveitanna, svo og það, að stuðningur ríkisvalds- ins komi til með hagstæðum lán- um og óafturkræfu framlagi til vélastöðva, er reistar væru af bændum til þes's að handsama hin gullnu öx kornyrkjunnar, þegar haustar að. Vélastöðvarn- ar þyrfti ag byggja upp á sam- vinnufélagsgrundvelli, og um þá tilhögun alla þarf að fylgja á- kveðnum reglum, sem fela í sér sem hagkvæmasta framkvæmd uppskerunnar ár hvert. Verður eigi í þessum línum komið nánar inn á þetta mál. Sú leiðbeiningar þjónusta, sem verður á kornyrkju á næstu árum, hlýtur, eftir fram komnum óskum bændanna og fé- lagsstofnana um vélastöðvar, að benda á forystuleiðir við fram- kvæmd þessara mála. En undir- staða alls fyrir hagstæða fram- kvæmd, er og verður rétt val þeirra kornafbrigða, sem þola ís- lenzka veðráttu á skjóllausu landi. Og kornrækt, byggð á korn tegundum, sem eru veðurþolnar, getur verið búin ag gera mikið gagn, áður en menningarkapítuli lifandi skjólbelta kemur til fram kvæmda á þessari öld og næstu öldum. Jón S. Forstjóri Ólafsson — Sjötugur I dag, ll.'maí 1962, er Jón Sig- ursteinn Ólafsson, forstöðumaður bifreiðaeftirlits ríkisins, sjötugur. Jón réðst snemma til bifreiðaeftir- 1 ,.ins, var skipaður 1. jan. 1928, og hefur verið forstöðumaður þess síðan. — Hann fæddist að Stóra- Dunhaga í Hörgárdal, Eyjafjarðar sýslu, ólst þar upp og í Skriðu í sömu sveit. Hann er kominn af góðu bændafólki í báðar ættir. — Hann fluttist til Akureyrar ungur, og komst þá strax í kynni við fólks og vöruflutninga, reyndar þá á hestvögnum, en þetta hreif hinn unga og myndarlega bóndason, og hann fluttist til Reykjavíkur 1914 og lærði meðferð og akstur vél- knúinna vagna, sem kallaðir eru bílar. Þar hófst hans lífsstarf, bif- reiðaöld var hafin á íslandi. Jón var einn af stofnendum fyrstu bif reiðastöðvar á fslandi, BSR árið 1921. Ég tel það hafa verið mikið happ fyrir löggæzlu og bifreiða- eftirlit ríkisins, að hafa fengið slík an elju- og dugnaðarmann til starfa. Það hefur verið erfitt verk að stjórna og byggja upp þetta fyr- irtæki, sem fer ört vaxndi með hinni öru fjölgun bifreiða í land inu, en Jón hefur sýnt það í verki, að hann er starfi sínu vaxinn. — Hér áður fyrr, þegar Jón fór sjálf ur í bifreiðaskoðunarferðir um landið, prófaði menn og annaðist lögeæzlu, þá eignaðist hann marga góða vini, kynntist mönn- um fljótt enda nýtur hann mikils trau?ts þeirra manna, sem hann þekkja, og hefur ætíð reynzt holl ur og góður ráðgjafi, viljað hvers manns vandræði leysa, en verið (Framh. á 15. síðu). 8 T í M I N N, föstudaginn 11. maí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.