Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.05.1962, Blaðsíða 16
Föstudagur 11. maí 1962 106. tbl. 46. árg. Á SKRAUTVAGNI NIDUR í MIÐBÆ í gær var haldið áfram leitlnni að Einari Árnasyni, skipstjóra á m.b. Gullþór, sem lýst var eftir á miðvikudjjg- inn. Leitin hefur ekki borlð árangur, og hefur engin vttneskja borizt um hvarf hans. Rannsóknarlögreglan lét froskmann leita báðum megin við syðstu bryggjuna vlð Grandagarð eftir hádegið í gær, en Gullþór hefur leg- Ið þar síðan á flmmtudaglnn. Myndin er tekin þegar froskmaðurinn kemur upp á bryggjuna. Ljósm; Tíminn GE Ekki fullvíst um aflakónginn enn í dag er lokadagur, og ríkir mikill áhugi meðal manna um það hver verður aflakóngur í ár. Blaðið hafði tal af frétta- riturum sínum á noklcrum helztu verstöðum hér sunnan- lands, og tjáðu þeir okkur, að ekki yrði úr því skorið hver verður af lahæstur fyrr en eftir einn til tvo daga, þar eð marg- ir munu halda áfram veiðum í dag. Þó má telja líklegt, að aflakóngurinn verði úr Grinda vík, því að þar var aflahæsti báturinn í gær með 914 lestir. Gæftir hafa verið góðar hjá Grindavíkurbátum. Aflahæsti bát- (Framhald a 15 síðu i Á fegurðarsamkeppninni á laugardagskvöldið kemur, er Ungfrú ísland 1962 verður val- in, verður alveg nýtt atriði, sem líklegt er til að verða vin- sælt meðal borgarbúa. Feg- urðardísirnar allar munu aka um bæinn í skrautvagni í fylgd lúðrasveitar og skrúðgöngu. Einar Jónsson, framkvæmda- stjóri keppninnar, skýrði blaðinu frá þessu í gærkveldi, er ákvörð- un var tekin um þetta. Þegar skemmtuninni í Austurbæjarbíói lýkur klukkan níu um kvöldið, mun dráttarvagn bíða fyrir utan með stóran og skreyttan vöruvagn aftan í. Á vöruvagninum verður stór landgöngubrú frá Loftleiðum, sem verður skreytt enn þá meira en vagninn, því að þar munu feg- urðardísirnar tíu standa meðan á ferðalaginu um bæinn stendur. Krýnd á miðnætti Á pallinum fyrir neðan brúna mun Lúðrasveitin Svanur standa og spila á meðan á skrúðgöngunni stendur. Skrúðgangan fer Snorra- brautina, niður Laugaveginn og Bankastræti og síðan suður Lækj- argötu að Glaumbæ, þar sem skemmtunin heldur áfram og feg- urðardrottningin verður krýnd á miðnætti. Framhald á 15. sfðu. Aðferð til að rjúfa skýjalög Tveir bandarískir heim- skautakönnuðir, Carl R. Ek- lund og Cyril Downie, eru staddir í Kaupmannahöfn um þessar mundir til að leggja á ráðin um áframhaldandi sam- vinnu ríkjanna um rannsóknir á Grænlandi. Eklund og Downie eru for- stöðumenn bandarískra jarðeðlis fræðirannsókna í Grænlandi. Þeir hafa meðal annars skýrt frá aðferð, sem Bandaríkjamenn hafa notag til að rjúfa skýjaþykknin, sem hindra flugsamgöngur í Norð ur-Grænlandi. Flogig er upp fyrir skýjalögin og dreift yfir þau fín- gerðum snjósalla. Rakinn í skýj- unum þéttist utan um ískristallana í snjósallanum og verður að snjó, sem fellur til jarðar. Á þennan hátt eru myndaðar langar geilar í skýjalögin. Skýin þurfa að vera af sérstakri gerg til að aðferðin komi ag gagni; hitastig þeirra verður að vera hærra en í snjósallanum, sem dreift er á þau. En slík ský eru þau algengustu á þessum slóð- um, svo aðferðin hefur reynzt mjög gagnleg. Merkjasala SVFI Að venju safnar Siysavarnafélag íslands fé meðal almennings í dag, lokadaginn, til styrktar starfsemi sinni og jafnframt til þess að geta aukig hana. Fé er safnað með merkjasölu, og hefur fólk alla jafna brugðizt vel við og lagt ríkulega að mörkum til heilla- drjúgrar starfsemi SVFÍ. Ag þessu sinni er áformað, að fé það, sem safnast á lokádaginn, skuli renna til þess ag endurnýja tækjakost fé lagsins, að svo miklu leyti sem hann er farinn að ganga úr sér, og afla nýrar tækja, sem orðið geta tii þess að bjarga manns- lífum, en á umliðnum árum hefur starf Slysakarnafélageins forðað miklum fjölda manna frá fjör- tjóni. Er þess að vænta, að fólkið í landinu bregðist vel við að vanda og leggi sitt af mörkum til þess að efla starf þeirra samtaka, sem vinna ag því að koma í veg fyrir slysin. VIDREISN ADVERKI Stjórnarflokkarnir þreytast aldrei á því að lofsyngja lækk- unina á tekjuskattinum, sem þó var þannig framkvæmd, að einn hátekjumaður fékk jafn mikla Iækkun á tckjuskatti og 23 láglaunamenn. Þá er sí og æ talað um „hinar miklu fjöl- skyldubætur“. Nú eru greiddar tæpar 3000 krónur með hverju barni á ári, en ef við þurfum að kaupa barnavagn, en barna- vagnar kosta nú allt að 5.750.— krónum — og sumir miklu meira, þá tekur ríkissjóður með alls konar óbeinum sköttum tæpar 2.700.— kr. af söluverði barnavagnsins. Við verðum að borga Gunnari Thoroddsen svipaðan sl^att fyrir að kaupa vagninn og nemur fjölskyldu- bótum á heilu ári. — Þannig mætti lengi felja. Ungu hjónin, sem eru að hefja búskap og kaupu sér rafmagnseldavél á 6.950.— krónur, verða að borga Gunnari Thoroddsen 2. 885.— krónur i ríkissjóð af kaupverðinu og sá, sem kaupir sér pott á 200 krónur, greiðir þar með ríkissjóði 79.50 og af hverri matskeið, sem kostar 37.50 tekur Gunnar Thoroddsen kr. 14.90. Kr. 2.700,— Kr. 5.750,— Skattar ríkissjóðs Kaupverð af barnavagni barnavagns

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.