Tíminn - 18.05.1962, Side 14
Fyrrí hlutí: Undanhald, eftír
Arthur Bryant. Heimildir eru
STRIÐSDACBÆKUR
ALANBROOKE
sem fyrr alvarlegt í annarri viku
júlímánaðar, þá hafði Brooke
samt enn meiri áhyggjur út af
þeirri ti’lhneigingu forsætisráðherr
ans að hefja árás of fljótt og hann
lagði á sig mikið erfiði til að
hindra það. Þag var eins með
Winston Churchill og hund, sem
losnað hefur úr klónum á stærri
og sterkari hundi og hugsar um
það eitt að ráðast tafarlaust aftur
á óvin sinn og bíta hann á bark-
ann. Þann 11. júlí átti Brooke við
mikla erfiðleika að etja vegna
„óþægilegs símskeytis“, er hann
hugðist senda Auchinleek, þrátt
fyrir miklar og ítrekaðar tilraunir
hins háttvísa Ismay hershöfðingja
til að telja hann frá að gera slíkt.
Daginn eftir gat Brooke um annað
langt „símtal við forsætisráðherr-
ann eftir morgunverð . . . þar
sem hann féllst loks á að breyta
símskeyti sínu“. Samtímis var bog
ag til herforingjafundar, til þess
að ræða enn annað áform um
innrás í Noreg. í þetta shipti lagði
forsætisráðherrann það til, að
Kanadamönnum yrði falig að
framkvæma innrásina.
En Churchill var heldur ekki
sá eini, er hafði árásaraðgerðir í
hyggju, en skipakosturinn var enn
sem fyrr alltof takmarkað-
ur og leiðin til Mið-Austurlanda
ótryggð. Þeir, sem ákafast kröfð-
ust tafarlausra hernaðaraðgerða
og erfiðast var að standa á móti,
voru Bandaríkjamenn. Þeir voru
nú orðnir mjög óánægðir með af-
stöðu Breta, sem þeir töldu bæði
seinlæti og hentistefnu og kröfð-
ust þess að endanleg ákvörðun
yrði tekin þegar í stað. Þeir gátu
með engu móti skilið hik banda-
manna sinna. Ag þeirra áliti var
hik og tafir einungis merki um
hálfvelgju. Það hafði verið sam-
þykkt í Washington, að meðan
víðtækur undirbúningur yrði gerð
ur ag innrás í Frakkland árið
1943, með hraða og krafti, skyldu
einnig gerðar tilraunir til að sigr
ast á þeim örðugleikum, sem við
sókn yfir sundið árið 1942 voru
bundnir. Ag vísu átti samkvæmt
beiðni Churchills að íhuga og
meta möguleikana á hernaðarleg-
um aðgerðum í Norður-Afríku,
Noregi eða á Pyrenea-skaganum.
En í miðjum júlí voru þeir Mars-
hall og Stimson aðstoðarmaðux
hans farnir að verða þreyttir og
reiðir yfir hinni stöðugu óákveðm
brezku embættisbræðranna og sí-
felldum endurtekningum þeirra á
þeim erfiðleikum, sem tefja
myndu og e. t. v. hindra með öllu
framkvæmd árásar yfir sundið,
jafnvel árið 1943. Þeir hvöttu þvi
forsetann með eindregnum stuðn-
ingi King aðmíráls, sem eftir sig-
urinn við Midway hafði ávallt
hvatt til stórárásar a Japani til
að setja Bretum tvo kosti, annað
hvort að gera innrás í Frakkland
þá um haustið eða að meginhluti
bandarísks herstyrks á Atlants-
hafinu yrði fluttur til Kyrrahafs-
svæðisins . . .
Viðbrögg Roosevelts sjálfs ein-
kenndust öll af miklu meira jafn-
vægi og rökfastri íhugun. Hann
hélt því enn fram, að Þýzkaland
væri höfuðóvinurinn og yrði að
sigrast áður en Bandaríkin gætu
einbeitt sér gegn Japan. Hann
neitaði algerlega að trúa því, að
Bretar væru á báðum áttum við-
víkjandi innrás á meginlandið,
i
enda þótt hann fengi naumast
skilið tregðu þeirra og hik við að
hefjast handa þegar á þessu ári.
En þar sem hernaðaraðgerðir ein
hverrar tegundar væru nauðsyn-
legar á árinu 1942, til að hjálpa
Rússum, þá hélt hann því fram,
ag ef ekki yrði hægt að fram-
kvæma innrásina á meginlandið
fyrir veturinn, ætti að kanna
möguleikann á t.afarlausri milli-
göngu Bandaríkjanna annaðhvort
í frönsku Norður-Afríku eða
Egyptalandi. „Ég hef ekki trú á
því“, sagði hann við Hopkins, —
„að vig getum beðið með það til
ársins 1943 að ráðast á Þýzkaland.
Ef við getum ekki gert innrás á
meginlandið, verðu.m við að gera
það næstbezta — og það er ekki
Kyrrahafig.........Gymnast“ (en
það var nafnið á ensk-amerískri
landgöngu í Marokkó) . myndi
tryggja Vestur-Afríku og vernda
hafnarborgirnar fyrir óvinunum;
það myndi verða upphafið að
endanlegum yfirráðum á Miðjarð
arhafinu; það er stytzta aðflutn-
ingsleiðin". Það sæði, er Churchill
sáði í Washington, hafði fallið i
frjósaman jarðveg.
Daginn eftir fengu þeir Hopk-
ins, Marshall og King fyrirmæli
um það að fara tafarlaust til
London. Þeir áttu að ræða við
yfirforingja landhers og flota
Bandaríkjanna, sem þangað voru
komnir, þá Eisenhower, Mark
Clark, Spaatz og Stark — og
brezka hershöfðingja, um :nögu-
leikana á framkvæmd „Sledge-
hammers“ (en það var heitið á
ensk-amerískri innrás á megin-
land Evrópu) og gera allt. sem í
þeirra valdi stæði til þess að
koma henni i framkvæmd. En ef
þeir sannfærðust um það. að tiún
væri ekki framkvæmanleg ve'gna
óbifanlegrar andstöðu, þs — og
þá aðeins — áttu þeir að ákveða
einhvern annan stað, þar sem
bandarískar herdeildir gætu bar-
izt á árinu 1942. „Ég vonast eftir
algeru samkomulagi“, sagði for-
S2
setinn að lokum — „innan einnar
viku frá komu ykkar . . “
Með þessi fyrirmæli lögðu sendi
menn hans af stað daginn eftir í
flugferð yfir Atlantshaf'ð, lentu
í Prestwick árla morguns þann'
18. júlí og héldu tafarlaust af stag
með sérstakri lest til London.
„Þetta verður undarlegur hópur“,
skrifaði Brooke, „þar sem Harry
Hopkins er algerlega fylgjandi
aðgerðum í Afríku, Marshall i Evr
ópu og King á Kyrrahafinu“.
Þann 17. júlí skrifaði hann í
dagbók sína:
„Herforingjafundur haldmn til
þess að undirbúa heimsókn þeirra
Harry • Hopkins, Marshalls og
Kings, sem eru nú á leiðinni hing-
ag og eru væntanlegir snemma í
fyrramálið. Þeir koma hingað
vegna þess, að þeir eru ekki
ánægðir með stuðning okkar við
áformaða innrás í Frakkland árið
1943 og ef mögulegt reynist, 1942.
Að mínum dómi er árið 1942 úti-
lokað og algerlega vonlaust. Árið
1943 hlýtur að verða undir því
komið, hvag fyrir Rússland kem-
ur. Ef það fellur og bíður lægri
hlut, getur ekki orðið um neina
innrás að ræða og þá ætlum við
ag vera því viðbúnir að halda í
þess stað inn í Norður-Afríku.
En Marshall virðist vilja einhverja
stranga áætlun, sem við séum
skuldbundnir að fylgja, hvað sem
öðru líður . . . “
Klukkan 7,50 f. m., laugardag-
inn 18. júlí, fór Brooke til Euston
til þess ag taka á móti hinum
virðulegu gestu.m, er höfðu ákveð
ið að verja helginni til skrafs og
ráðagerða við bandarísku ráðgjaf-
ana í London og hafði hann því
afþakkað boð Churchills um að
dvelja í Chequers. Seinna sat
hann á löngum herforingjafundi
til að ákveða ýmis atriði, er rædd
skyldu við þá á mánudag. „Klukk
an 4 e. m.“, skrifaði hann, —
„þegar ég var að enda við vinnu
mína og var farinn að hugsa til
heimferðar, var mér tilkynnt, að
BJARNI ÚR FIRÐI
Stúdentinn
j Hvammi
52
óþvinguð í návist hennar, en vita;
þó og skilja, að amma má ekkert j
ljótt sjá og laga sig eftir því. Hún
er og góg við litlu börnin ráðs-
mannsins. En þau eru samt sem
áður ekki börn á sama hátt og
hin. Þetta sjá allir. Hún finnur
þag líka, en getur ekki hvikað
frá eðli sínu. Hún nýtur þess, að
yfirleitt finnst fólki þetta eðlilegt.
Meira að segja móður litlu barn-
anna. Ráðsmaðurinn einn kennir
nokkurra sárinda vegna sinna eig-
in afkvæma, en lætur þó ekki á
neinu bera. Hann, sem um ára-
tugi hafði gengið fram, er honum
þóttu hinir tignu húsbændur halla
á lítilmagnann, fann s'ig ekki
mann til þess að rétta hlut sinna
eigin barna.
II.
Hvammur hefur nú í rúman ára-
tug verið höfuðból sveitarinnar.
Þar býr sýslumaðurinn, sem nú
er sagður vera einn af ríkustu
búendum landsins. Hann á tvær
dætur. Er sú eldri 12 ára, en hin
tæpra 10 ára. Eru það hvort
tveggja efnisbörn hin mestu. Frú
Ragnheiður Torfadóttir er nú
rúmlega fimmtug. Og er því von-
laust um fleiri börn. Sýslumaður
hefur ekki lengur von um að eign
ast son með konu sinni, en sá
hcfur verið óskadraumur hans.
Draumurinn nóttina myrku á
Stóru-Völlum kemur aftur og aft-
ur í hug hans. Var sá draumur
markleysa ein?
Látum sýslumanninn einan um
hugsanir sínar og hugsanaflækjur
Guðmundur sýslumaður er í senn
mikill hugsuður og maður, sem
framkvæmir fyrirætlanir sínar og
lætur þær draumsýnir rætast, sem
hann vill að rætist. Hverfum nú
að framkvæmdum hans og reyn-
um jafnframt að skyggna hugarþel
þessa rismikla höfðingja. Sýslu-
maður hefur nýlega hýst bæ sinn
ag verulegu leyti. Hann hefur rif
ið gestastofuna og byggt á grunni
hennar og fleiri framhúsa staðar-
ins tvö mikil, samstæð burstahús
með heilstöfnum úr timbri, sem
vita fram á hlaðið. Annað húsið
var- svo mikil gestastofa, ag hún
átti vart sinn líka á þessari öld á
sveitasetri hér á landi. Yfir stof-
unni var svefnloft, sem rúmaði
nálægt 20 gesti. Hitt húsið, sem
var miklu minna að flatarmáli,
var skrifstofa sýslumanns með
geymslulofti yfir, þar sem sýslu-
maður geymdi vínföng, silfurmuni
og ýmiss konar varning sem hann
greip til, þegar meira lá við. Þar
stóðu stórir, ramgerðir geymslu-
skápar. Frúin hafði einkaaðgang
að einum slíkum geymsluskáp,
stórri, járnbentri kistu og birgða-
skrínu.
Bregðum nú upp nýrri mynd.
Nokkru eftir lát Guðrúnar í Ási
gerðist sá atburður eina nótt, að
sýslumaður reig á úrvalsgæðingi
sínum einhesta á kirkjustaðinn,
þar sem Guðrún var grafin os sat
hjá leiði hennar lengi nætur.
Tveir drengir. sem vöktu yfir vell
inum. urðu hans varir og sögðu
frá. Annar drengjann* átti heima
á kirkjustaðnum. Sýslumaður
gekk til fundar vig hann. gaf hon
um pening og bað hann að segja
ekki frá þangaðkomu =inni. nema
á hann væri leitað af öðrum. sem
hefði spurnir af ferðinni En hinn
drengurinn á næsta bæ. sem sá
til sýslumanns um nóttina, sagði
frá. Var þag til þess, að leitað var
á vökusvein kirkjustaðarins og
allt upplýstist. Spannst út nf
þessu heilmikig skraf í allri sveit
inni. Og lögðu menn ýmsan skiln-
ing í framferði sýslumanns.
Kirkjustaður þessi var ekki í sókn
sýslumannsins, þó að hann væri
í sveitinni, þar sem sýslumaður
bjó. Sá orðrómur komst á kreik,
ag sýslumaður hefði oftar vitjað
grafar fyrstu ástmeyjar sinnar.
Þar hefði hann eitt sinn hitt Þór-
odd. Krossað yfir leiði Guðrúnar
og rætt svo um stund við Þórodd
og börnin hans. Solveig sýslu-
mannsfrú var þá ekki á kirkju-
staðnum. Og var um það rætt,
hvort sýslumaður hefði gengið að
gröf Guðrúnar í návist frúarinn-
ar. Það duldist engum, að gamla
frúin gat aldrei hrakið það úr
huga sínum, að sýslumaður hefði
verið óþarfur Ásheimilinu og vald
ið þar straumhvörfum, allt annað
en góðum.
III.
Fimm árum eftir dauða Guðrún-
ar í Ási var ag gerast það í
Hvammi, sem gekk nær ró hús-
ráðenda og reyndar fleiri heima-
manna en allt annað, sem hingað
til hafði raskað ró sýslumanns-
hjónanna.
Stofustúlkan í Hvammi, hin
kornunga, fagra mær. frænka
sýslumannsins, stúlkan, sem allir
sveinar héraðsins renndu augurn
til og þráðu með brennandi hug,
þó ag flestir vissu, að það var von
laus þrá, gekk með barni Og þó
að enginn vissi þá um barnsföður
inn, grunaði ýmsa sýslumann
Sigþrúður hét hún þessi unga
kona. Þetta sumar var hún nítján
ára. Og þetta var annað árið henn
ar í Hvammi. Ilún var langt að
komin. En þag vissu menn, að
þau sýslumaður og hún voru að;
öðrum og þriðja að frændsemi. I
Hafði amma Sigþrúðar verið syst-
ir Guðmundar, föður sýslumanns.
Foreldra sína báða hafði Sigþrúð-
ur misst sama árið. Þá skrifaði
hún frænda sínum og spurði hann
ráða. Brá sýslumaður fljótt við,
heimsótti frænku sína og kom
með hana að Hvammi. Var hún
þar sem ein úr fjölskyldunni. leik
systir sýslumannsdætranna og að-
stoðarstúlka frúarinnar Kenndi
frúin henni hannyrðir, en sýslu-
maður bókleg fræði Enginn varð
var við óeðlilegan samdrátt milli
Sigþrúðar og nokkurs karlmanns
á heimilinu. Það þótti því með
ólíkindum, er heimasætan unga
tók að þykkna undir belti. Fyrst
gátu griðkonur sem fyrstar upp-
götvuðu ástand Sigþrúðar, sér til
að Guðmundur Björnsson væri
barnsfaðirinn. Hann var maður á
bezta aldri og mennilegasta hjúið
í Hvammi En er Guðmundi
Björnssyni sást ekki bregða, þó
að glósum eða tvíræðum setning-
um væri að honum beint. féll
grunu.r á sjálfan húsbóndann, og
óx hann. er það var sýnt, að frú
Ragnheiður gerðist annarleg í
sama nnind. er þungi Sigþrúðar
| gerðist áberandi, sem var síðsum-
I ars. Sýslumannshjónin áttu þá
margar og langar viðræður og
tíðar göngur saman upp í hvamm-
inn góða. Þar munu málin hafa
verið ráðin til lykta.
Einn dag undir haust í indælu
veðri fóru þær frú Ragnheiður
og fröken Sigþrúður, eins og þær
voru jafnan ávarpaðar, á göngu
til næsta bæjar, sem hét Dæld.
Seint um kvöldið kom frúin aftur,
en fröken Sigþrúður var eftir.
Þóttust menn þá vita, að þar ætti
hún ag ala bamið. Og varð sá grun
ur ag fullvissu, er Guðmundur
Björnsson var sendur daginn eft
ir að Dæld með farangur Sigþrúð-
ar.
Áður en hann færi þessa ferð,
kallaði frúin hann á einmæli fram
í gestastofu. Er hún hafði lokað
ag sér hurð stofunnar og boðið
Guðmundi sæti, sagði hún: —
Guðmundur. Þú hefur lengi litið
fröken Sigþrúði vonaraugum.
Guðmundur spratt úr sæti og
spurði hvatskeytlegar en hann
átti vanda til: — Á ég að skilja
org þín þannig, að þú kennir mér
þunga þann, sem stúlkan gengur
með?
— Nei, Guðmundur minn,
sagði frúin. — Barnið, sem fröken
Sigþrúður gengur með, verður
14
TÍMINN, föstudaginn 18. maí 1962