Tíminn - 22.05.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.05.1962, Blaðsíða 14
Fyrrí hluti: llndanhald, eftír Arthur Bryunt Heimildir eru STRIÐSDAGBÆKUR ALANBROOKE as stjórnaði hann hinum venju- legn morgunfundi með æðstu hers- 'höfffingjum sínum og gaf sínar síð ustu fyrirskipanir í hermálaráðu- neytinu. Saga þeirrar ferffar. er >hann hélt af stað í þá um kvöldið, er sögð í daghók hans. „31. júlí 1942, Portreath. 300 mílur — 134 klukkust. , . . Lagði af stag til Hendon klukkan 5,30 e.m. með Adam og Peter og hitt- um hjá Cranborne (Cranborne greifi, nýlehdumálaráðherra, nú markgreifi af Salisbury) og Achie son, sem báðir áttu að fara með okkur til Möltu. Okkur var feng- in Flamingo-flugvél til afnota og komum eftir mjög fljóta og þægilega flugferð til Portreath í Cornwall klukkan 7,45 e.m. Við borðuðum þar ágætan miðdegis- verð og nú er ég kominn í rúmið, til að sofa í nokkrar klukkustund- ir, áður en við leggjum af stað til Gib klukkan 2 í nótt, Kvöldið er dásamlega fagurt og ég finn enga löngun hjá mér til að fara að sofa .... Adam ætlaði með mér til Cairo og þaffan áfram til Indlands, en nú hafði hin nýja Moskvu-áætlun breytt þessu öilu, svo að við áttum að skilja í Cairo. 1. ágúst. Gibraltar. 1500 mílur — 7 klukkustundir. Vakinn eftir tæplega tveggja klukkustunda svefn og kallaður til morgunverff- ar klukkan 1,30 e.m. Stigum því næst.upp í flugvélina og vorum ■horfnir út í myrkrið klukkan 2 e.m. Eg svaf ckki sérlega vel vegna hávaðans í vélinni. Nokkr- um mínútur fyrir klukkan 9 f.m. sáum við fjallatinda standa upp úr skýjahafinu. Skömmu síðar létti þokunni og Kletturinn“ — þ. e. Gíbraltar — birtist fyrir framan okkur. Við flugum einn hring í kringum hann .... sem var mjög gaman. Mason MacFarlane (Sir Frank Noel Mason MacFarlane, brezki landsstjórmn þar), tók á móti okkur við landtökuna. Boð og morgunverður, en síðan skoðuo virki og jarðgöng undir leiðsögn Masons-Mac. Ríkulegur hádegis- verður meg helztu herstjórum staffarins og því næst fleira mark vert skoðað. Afskaplega miklar jarðgangna- pg neðanjarðarfram- kvæmdir frá því í byrjun stríðsins. Því nær allar birgðageymslur, sjúkrahús, áfengisgerðir, skotfæra- og vopnabúr hafa verið grafin inn í aðal-klettinn. Auk þess vagnbraut er tengir saman austur og vestur hliðar „klettsins". Fórum loks um borð í flugvél- ina klukkan 11 e.m. og héldum af stað út í myrkrið og óvissuna. Það var nauðsynlegt fyrir okkur að ná næsta áfanga, þ.e. Möltu, fyrir dögun, þar eff annars gátum við átt á hættu að verða skotnir niður af ítölskum orrustuflugvél- um. Á leið sinni til Grikklands höfðu þeir Dill og Eden lent fram hjá eyjunni, orðið aff snúa við til að finna hana og komizt þangað á síðustu stundu. Mér var sérstak- lega umhugað að hitta Gort á Möltu, þar sem ég vissi að hann var hugdapur og taldi sér hafa verið ýtt til hliðar, út úr hinu raunverulega stríði. Auk þess tók hann ekki í mál annað, en að lifa á hinum sama minnkaða matvæla skammtinum og aðrir á eyjunni, þrátt fyrir þá staðreynd, að hann vann helmingi meiri störf, andleg og likamleg; en allir aðrir í varn arliffinu. Vegna olíuskortsins not- aði hann reiðhjól í hinum þving- andi hita og varð oft að bera það yfir húsarústir. Þetta og fleira veikti viðnámsþrótt hans ótrú- lega“. „2. ágúst. Malta. 1250 mílur — 6V2 klukkustund. Mjög þægilegt, jafnt flug. Eg hafði fengið eyrna- hlífar lánaðar hjá Mason-Mac til þess að draga úr ganghljóði vél- anna, sem hafði haft slæm áhrif á eyru mín nóttina áður. Eg blund- aði öðru hverju, en glaðvaknaði skyndilega viff það að flugvélin tók snöggan og mikinn kipp og hélt þá í fyrstu, að eitthvað hefði kom- ið fyrir, en uppgötvaði brátt að við vorum að lcnda á Möltu í myrkr- inu. Það var rétt fyrir dögun. Gort hafði sent Munster nánasta aðstoð armann sinn til ag taka á móti okkur og Park, yfirmaður flugliðs- ins, var þar líka. Við ókum- heim til Gorts þar sem við drukkum te og sváfum í fjórar klukkustundir, til klukkan 10 f.h., en ræddum þá vig Gort fram að hádegisverði. Sagði honum frá framtíðaráform- unum í Afríku, sem vöktu mjög áhuga hans. Til hádegisverðar kom Park og Leatham aðmíláll, einnig Beckett, yfirmaður konunglega stórskota- liðsins. Fór eftir hádeg'.sverð nið- ur að skipakvínni og til Valetta. Eyðileggingin var ólýsanleg og minnir mig á Ypres, Arras Lens, þegar verst lét í síðasta stríði. Við fórum um í róðrarbáti affmíráls- ins og skoðuðum flök úr síðustu skipalest. Skoðuðum loks nýja skipakví, sem h'efur verið sprengd inn í klettinn og drukkum að því loknu te með aðmírálnum. Fimm sinnum gefið loftvarnarmerki um daginn, en engar alvarlegar árásir. Loks_klukkan 10,45 e.m., rétt þeg- ar við vorum að búast til brott- ferðar, flaug þýzk flugvél yfir, en gerði engan óskulda. * Þetta hafði verið mjög heitur og þreytandi dagur, til viðbótar 64 við erfiðan dag á Gibraltar og tveggja nálta flug án nokkurs telj- andi svefns. En heimsóknin þang að hafði samt borgað sig og vakið nýjar vonir hjá Gort, að ég held. Ástandið & Möltu var þá greini- lega ekki þannig, að það yki kjark eða vekti bjartar vonir, svo að ekki sé tekið dýpra í árinni. Skort ur á vistum, skortur á olíu, hungr aðir íbúar, eyðilegging skipakvínna og húsarústir, tortiming flutninga skipa, rétt er þau voru að nálgast eyjuna og stöðug árásarhætta . . . án nokkurra teljandi vona um hjálp eða liðsauka." Þetta kvöld, meðan Brooke beið þess að fljúga hina 1200 mílna ÍÖngu leiff frá Möltu til Egypta- lands, var forsætisráðherrann, sem lagt hafði af stað frá Englandi 18 klukkustundum áffur, á leið frá Gibraltar til frönsku Norður- Afriku, í fylgd með fjórum lang- fleygum orrustuflugvélum. Þessi för hans hafði verið embættis- mönnum og læknum hins sextíu og sjö ára stjórnmálamanns mikið áhyggjuefni, en enginn hafði verið þess megnugur að hindra hana. — Fyrir neffan amerísku Liberator- flugvélarnar tvær, er fluttu hann og fylgdarlið hans til Cairo og hinnar fjarlægu Moskvu, lá hið hrjóstuga og fjöllótta land, sem hann og bandamenn hans höfðu skuldbundjff sig til að gera árás á og hertaka. Um svipað leyti og Liberator- flugvélarnar skildu við samfylgdar vérar sínar og beygðu í austur, á fluginu yfir afrísku eyðimörkina, skrifaði Brooke eftirfarandi ferða- lýsingu í dagbók sína: „3. ágúst. Cairo. 1250 mílur — 7y2 klukkustund. Lögðum af stað í myrkri kl. 11 e. m. og feng- um hæga og þægilega ferð milli Krítar og Sýrlands. Flugum í 8— 10.000 feta hæð, eins og fyrri dag- ana. Komum rétt í dögun að mynni Deltunnar skammt fyrir austan Alexandríu og flugum inn yfir landiff til þess aff líta eftir flug- 54 ið fæðist. Eg telst faðir barnsins og lofa að reynast því ekki verr en þeim börnum, sem ég kann að eignast með konunni. Eg mun ekki biðja um neina meðgjöf meff barninu. Það er mitt barn frá þeim degi, sem ég binzt móður- þess. Ifvort sem barnið er piltur eða stúlka, þá vil ég eignast það með móðurinni. Hvað segir þú um þetta? „Þetta er vel mælt og drengi- legt, sem þín var von og vísa, sagði frú Ragnheiður. — Eg skil tilboð þitt, og ég er með þér. En eiginmaður minn neitar afdráttar laust að sleppa barninu, sé það sveinbarn. Og hann telur sig þess fullvissan, að sveinbarn fæðist. Bæði drgumar og spár segir hann að hafi fullvissað sig um það. Þeirri ákvörðun að eiga svein- barnið verður ekki þokað. Þess vegna verð ég að hafna þessu til- boði þínu. Og láttu mig svo heyra hið næsta tilboð. — Annað tilboð mitt er það, að hér verði engu breytt, fyrr en fröken Sigþrúður hefur alið barn ið, og er komin til fullrar heilsu eftir barnsburðinn. Þá geng ég fyrir hana og spyr um hug henn- ar. Ef hún þá vill eiga mig, frem ur en einhvern annan, sem býðst, fagna ég henni af heilum huga. Málið horfir öðruvísi við nú, er hún líður með barni sínu ófæddu en þegar allt er komið í kring. Þá eru allir vegir færir. Ef hún þá treystir mér, almúgamanni, og vill ganga út í lífið með mér, er ég sannfærður um ást hennar. Og þá vona ég, að við megum vænta þess í hjónabandinu, sem einkenn ir gott hjónaband. Nú var drjúglöng þögn. 'Frúin sat og drúpti höfði og var sjáan- jlega þungt hugsandi. Guðmundur; j vissi þegar að ekki líkaði henni ■, I vel. Loks rauf hann þögnina: i — Hvernig lízt þér á frú? Þá lyfti hún höfði lítið eitt og; | horfði til hans, þessu hæga stillta: j og fasta augnatilliti, sem henni j jvar svo eiginlegt, þegar mikið lá; við, og engar aðrar konur áttu ! slíkt sem hún. Svo mælti hún með I hægð: — Þetta síðara tilboð þitt erj I ekki eins gott sem hið fyrra. Það j mótast fyrst og fremst af stórhug. j Meira að segja ástin, gimsteinn j mannlífsins, lýtur stórhug þínum. Vita máttu, maður, að sá, sem bjargar í neyð, er elskaður og virtur. En sá, sem kemur, þegar þegar neyðinni er létt og býður það fram, sem átti að bjargast á degi neyðarinnar, hittir fyrir andstætt 'hugarfar. Hugarfar, sem líklegt er, að segi hið innra með sér: — Nú gaztu komið, þegar hið erfiða er afstaðið. Ekki sá ég þig þegar sár mín blæddu. Þú ræður vitanlega ákvörðun þinni, en sem vinur þinn, vildi ég ráða þér til þess.uð endurskoða hana, áður en þú segir síðasta orðið. Eða rétt- ara sagt, áður en þú lætur þessa ákvörðun þína vera síðasta orðið. — Jæja, frú mín góð, sagði Guðmundur. — Þeir sem sjá svo vel mismun góðs og ills, eins og þú, ættu er sekt barn á í hlut eins og fröken Sigþrúður skoðast frá þínum bæjardyrum, að endur- skoða framkomu sína. áður en refsivöndurinn hvin. Frú Ragnheiður fölnaði ákaf- lega. Svo mælti hún eftir stund- arþögn: — Farðu nú, Guðmundur minn. Láttu mig eina um mína sekt. Eg legg það ekki í vana minn að skattyrðast. Við erum bæði píslarj vottar. Og þegar svo er, fer margt j öðruvísi í hugsun, tali og ákvörð j un, en það, sem maður æskir j helzt. Guðmundur reis úr sæti: ; — Eg er í sárum, það skal við urkennt, hvað sem þér líður. Fyr irgefðu mér. — Við skulum fyrirgefa hvort öðru og biðja himnaföðurinn, sagð i frúin. Þanig lauk þessu móti. VII Það var org á því gert, hve oft frú Ragnheiður átti leið að Dæld þetta haust. Oftast fór hún gang andi. Og stundum, þegar veðrið var bezt, fóru dætumar með, aldrei sýslumaður. Alltaf kom frúin þangag færandi hendi. Allt Dældarheimilið naut komu henn ar. Það duldist engum, að heim- sóknin var gerð vegna Sigþrúðar. Frú Ragnheiður vildi fylgjast með líðan hennar. Jafnvel eftir komu vetrarins átti frúin gönguferðir að Dæld. En þó fækkaði þeim þá og mátti heita, að þær legðust niður með öllu, er tíð spilltist um veturnætur. Nóvember var að visu fremur kyrr. En þá voru oft mik il frost, allt að 20 gráðum. Og með desember gekk í garð hin mesta ótíð. Snjókoma og rosi, með blotaköstum á milli Með sól stöðum kom þó allmikill rigningar kafli. sem þíddi hið neðra En þar sem frosthörkur sigldu í kjölfar blotans, hleypti öllu í gadd hið efra. Var þá rifah.iarn yfir allt Slíkt var jólaveðrið Miíli hátíð , anna var vant þriggja ásauða í, Hvammi. Fyrst héldu menn, að j þær hefðu hlaupið á næstu bæi ! En er það reyndist ekki vera, var, farig að kanna hjörðina nánar. íl BJARNI ÚR FIRÐI Stúdentinn Hvammi Hvammi voru ær full tvö hundr- uð. Við athugun fjársins kom í ljós að einn ærin, sem vantaði, var frá Klifi. Landskuldarær frá síðara vori. Hafði hún verið í kvíum um sumarið og aldrei lagt á strok. Nú töldu menn víst, að hún hefði runnið á hjarnið og leitað í áttina heim. Guðmundur Björnsson bauðst til að leita ánna. Kvaðst hann fara alla leið ag Klifi, ef þess þyrfti með. En þar sem aðeins var. gamlársdagur inn eftir af árinu, aftók sýslumað ur, að hann færi þá. En hann kvaðst þiggja hjálp hans upp úr nýárinu. Guðmundi þótti lakara að sleppa góðum degi, en lét þó vera sem sýslumaður vildi. Á gamlársdagskvöld var aftan- söngur í sóknarkirkjunni. Sýslu- mannshjónin fóru til aftansöngs- ins og flest heimafólkig í Hvammi Enda var þá indælt veður með tunglskini og stjörnuljósum. Og norðurljós slógu silfurgliti og gullnum bjarma á himinhvolfið Eftir óttusönginn fór unga fólkið að skemmta sér við söng og leiki á túninu. En eldra fólkið fór flest heim. Nokkrir úr þeim hópi þágu þó bog prestshjónanna og eyddu nóttunni inni á staðnum við söng, spil og glaðværar sam ræður. Meðal þeirra voru sýslu- mannshjónin. Með degi var gengið í kirkju og nýársmessa flutt. Að því búnu dreifðist söfnuðurinn, voru þá fléstir orðnir hvíldarþurfi eftir gleffskap næturinnar. En áttu þó minningar, sem gleymdust seint. Það var fullyrt, að í það minnsta hefðu tvenn hjónefni heitbundizt þessa nýársnótt. Og fleira en eitt laarn hafið lífstarf sitt í móðurlífi undir stjörnuhimni áramótanætur innar. Ævintýri þessarar óviðjafn anlega fögru nýársnætur voru um talsefni margra bæja lengi síðar, klædd skarti hugulssamra viffauka, sem enginn reyndi að færa sönnur á, en skemmtu og leiftruðu eins og næturhiminn heiðríkrar skamm- degisnætur á álfanótt. \ VIII Þegar sýslumaður var að klæða sig um nónbilið á nýársdag, kom nafni hans ferðbúinn og sagffist nú ætla að Kljfi um kvöldið. Þang að mvndu ærnar komnar. Veður myndi breytast innan fárra daga, og mætti því engan dag missa. 14 T í I N N, þriðjudaginn 22. maí 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.