Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 1
Fólk er beðið að athuga, að kvöldsími blaðamanna er 1 8303 SÖLUBÖRN Afgreiðslan í Banka* stræti 7 opnuð kl. 7 alla virka daga ÞATTASK HAFA ORÐIÐ I FLOKKASKIPAN LANDSINS Margir forystumenn þjóðmálanna gengu snemma að kjörborðinu í fyrradag. Myndin er tekin, þegar Eysteinn Jóns son, formaður Framsóknarflokksins, var að koma frá því að kjósa í Miðbæjarbarnaskólanum, snemma dagsins. (Ljósmynd TÍMINN, GE) Framsóknarflokkurinn var sigursæll í kosningunum í fyrradag Bætti við sig átta full- trúum í bæjarstjórnum Alls bætti FramsóknarflokkJ urinn við sig átta fulltrúum í bæjarstjórnir við þessar kosn- ingar. Hann fékk tvo menn kjörna í borgarstjórn Reykja- víkur, en hafði áður átt einn fulltrúa. Bæjarfulltrúum á Húsavík og í Kópavogi var fjölgað úr sjö í níu á hvorum* stað, og þegar á heildina er litið, hefur Framsóknarflokk-! urinn fengið öll þessi nýju sæti og unnið 4 frá hinum flokkunum að auki. Alþýðu- flokkurinn tapaði tveimur, Sjálfstæðisf lokkurinn einum og kommúnistar einum. Víða munaði aðeins fáeinum at- kvæðum að Framsóknarflokk- urinn kæmi fleiri fulltrúum að, eins og í Vestmannaeyjum, þar sem ekki munaði nema broti úr atkvæði, og í Kópa- vogi, þar sem litlu munaði að Framsóknarflokkurinn fengi þrjá kjörna. Talningu atkvæða í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum var lokið skömmu eftir kl. 3 í nótt, alls staðar nema á Seyðisfirði, en þár var talningu frestað sökum vafaatkvæða og lauk henni í morg- un. Talning gekk nú miklu greiðar en oft áður, og til dæmis hefur at- kvæðatalningu í Reykjavík ekki verið svo snemma lokið mörg und- anfarin ár. Þar voru úrslitin kunn um hálf-þrjú leytið. Fyrstu úrslita- , tölur, sem fréttastofunni bárust í ! gærkveldi, voru frá Hólmavík, kl. 22:20 og á tímabilinu frá kl. 23 til tvö komu úrslit úr flestum kaup- , túnahreppum og kaupstöðum. í í kaupstöðunum 14 voru samtals 53,170 gild atkvæði. (Framhald á 2. síðu.) Þau kusu hka snemma og eru þarna á leið af kjörstað. Á undan ganga Ólafur Thors, forsætlsráðherra og frú, en á eftlr þelm Birgir Kjaran, alþ.m. og frú. — (Ljósm. Tíminn). Framsóknarfiokkurinn oröinn næst stærstur flokka í kaupstööum Úrslit bæjar- og sveitar stjórnarkosninganna marka merk þáttaskil í flokkaskipuninni. Fram- sóknarflokkurinn er orí- inn næststærsti flokkur- inn í kaupstöÖunum, næst á eftir SjálfstæÖisflokkn- um. Úrslitin benda og ákveÖitJ til þess, atJ hann sé orÖinn stærsti flokk- urinn í kauptúnunum. Þannig sýna úrslitin ótví- rætt þann vilja fleiri og fleiri frjálslyndra og fram farasinnaÖra kjósenda a<S fylkja sér um öflugan, þjóÖlegan umbótaflokk og leysa þannig sundr- ungu íhaldsaflanna af hólmi. Fyrir þá sök marka kosningaúrslitin hin mik- ilvægustu þáttaskil. í stórum dráttum urðu úrslit kosninganna í kaupstöðunum á þessa leið: Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í öllum kaupstöðunum 14 og fékk 27.390 atkv., eða 47,1% greiddra atkvæða og 52 fulltrúa. Framsóknarflokkurinn bauð fram í 12 kaupstöðum og fékk 9.480 atkv., eða 16,3% greiddra atkvæða og 23 fulltrúa. Hann stóð að fram- boði með öðrum flokkum á fsafirði og í Ólafsfirði. Alþýðubandalffgið bauð fram í 10 kaupstöðum og fékk 9.253 at- kvæði eða 15,9% greiddra atkv., og 20 fulltrúa. (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.