Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 3
Tveggja metra gat I Berlmarmúrinn NTB—Berlín, 28. maí. Síð- ast liðinn laugardagsmorgun heyrði fólk, sem bjó nálægt múrnum mikla, sem skilur að Austur- og Vestur-Berlín, gíf- Loftleiðir (Framhald af 16. síðu). isins, tjáði blaðinu í gær, að samn- ingar við Loftleiðir hefðu verið í undirbúningi, áður en þeir voru undirritaðir sl. laugardag. Hann sagði að víðast í nágrenni okkar tíð'kaðist það, að einstök félög sæju um slíkan rekstur á flugvöll- um. Þessi ráðstöfun væri liður í því að gera meira fyrir Keflavíkur- flugvöll en áður hefur verið gert, auk þess sem hún kæmi til með að spara ríkinu fé. Þessi breyting mun ekki hafa nein áhrif á venjulega starfsemi á flugvellinum. Flugumsjónin mun vinna á sama hátt og áður, sömu- leiðis starfsmenn þeir, sem vinna við að þrífa og hlað'a vélarnar og flugvélavirkjar, sem vinna við eft- irlit og lagfæringar á flugvélum. Rikið hefur sagt upp öllum sínum starfsmönnum, sem við þetta unnu, en í samningunum við Loft- leiðir skuldbindur félagið sig til þess að ráða aftur þá starfsmenn, sem það vilja, og fá þeir að halda þeim íbúðum, sem þeir höfðu á vellinum, sem rfkisstarfsmenn, ef þeir ráðast til starfa fyrir Loft- leiðir. Þá náði blaðið tali af Kristjáni Guðlaugssyni lögfræðingi, sem á sæti í stjórn Loftleiða, og spurði hann, hvað Loftleiðir teldu sig vinna með því að taka þennan rekstur að sér. Sagði hann, að með þessu væru Loftleiðir fyrst og fremst að afla sér betri aðstöðu, þar sem Reykjavíkurflugvöllur væri algerlega ófullnægjandi. Loft- leiðavélar myndu oftar nota Kefla víkurflugvöll til millilendinga en verið hefur, án þess að yfirstíga Reykjavíkurflugvöll á nokkurn hátt. Ennfremur væri stefnt að þvi, að flytja viðhaldið á vélunum, sem hingað til hefur verið í Nor- egi, heim til íslands, en það myndi taka langan tíma og ærið fé. Varnarliðið mun eftir sem áður annast rekstur hótelsins á Kefla- víkurflugvelli, og hefur ekki verið rætt um neina breytingu á því. urlega sprengingu, sem rauf morgunkyrrðina. Er menn hugðu betur að, kom í Ijós, að rúmlega tveggja metra breitt gat hafði verið sprengt í múrinn, austan frá. Austur-Þýzkir verðir komu fljótt á vettvang og tóku sér stöðu við sprengjugatið og vörnuðu því, að nokkur maður notfærði sér þessa undan- komuleið. Um hádegisbilið mátti sjá verka menn, sem unnu baki brotnu við að hlaða múrsteinum í gatið, en austur-þýzkir lögreglumenn stóðu yfir þeim með byssur sínar. íbúar í grennd við múrinn skýra og svo frá, að þennan sama morgun hefði mátt heyra fleiri smærri sprengingar hingað og þangað handan múrsins. Ekki munu þó þessar sprengingar hafa valdið sýnilegum spjöllum. Lögregluyfirvöld í Vestur-Berlín lýstu yfir því, að gatið á múrnum hefði verið sprengt austan frá. Töldu þau, að þarna hefði verið að verki fólk sem hefði ætlað sér að komast til Vestur-Berlínar. Austur-þýzkir verkamenn hiaða múrsteinum ( gatið á Berlfnarmúrnum, eftir sprenginguna mikiu á laugardag. Atök reglu serkneskrar lög- og Evrópumanna NTB—Algeirsborg, 28. maí. Öryggislögregla Serkja í Al- geirsborg, Force Locale, sem hefur það hlutverk meS hönd- um að halda uppi ró og spekt í Algeirsborg, þangað til þjóð- aratkvæðagreiðslan um fram- tíð Alsír fer fram 1. júlí næst- komandi, lét í fyrsta sinn í dag til skarar skríða gegn of- beldismönnum af evrópsku kyni. Þáttaskil í flokkaskipan landsins (Framhald af 1. síðu). Alþýðuflokkurinn bauð fram í 12 kjördæmum og fékk 7.619 atkv. eða 13,1% greiddra atkv. og 18 fulltrúa. Auk þess voru bomir fram í kaupstöðunum 6 listar, sem fengu 4.476 atkv. eða 7,6% greiddra at- kvæða og 15 fulltrúa. Samkvæmt þessu er Framsóknar flokkurinn nú annar stærsti flokk- urinn í kaupstöðum landsins. Hann er orðinn stærri þar en Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn hvor um sig. Þótt fylgi flokkanna komi ekki eins Ijóst fram í kosningum í kaup túnunum, er það eigi að síður ó- tvírætt, að Framsóknarflokkurinn er þar miklu stærri en Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið, og sennilega orðinn þar jafnoki Sjálfstæðisflokksins eða vel það, sbr. úrslitin í Borgarnesi, á Hólma vík Patreksfirði, á Hornafirði, á Dalvík og víðar. Þótt kosningarnar snerust að sjálfsögðu fyrst og fremst um bæj ar- og sveitarstjórnarmál, er það ótvírætt. að afstaðan til stefnu rikisstjórnarinnar hefur haft veru- leg áhrif á úrslitin. Hið mikla tap Alþýðuflokksins síðan í þingkosn- ingunum haustið 1959, er ótviræð afleiðing af stuðningi hans við „viðreisnarstefnuna", sem er þver- öfug við kosningaloforð hans. — Óvinsældir „viðreisnarinnar“ bitna auðsjáanlega fyrst og fremst á Al- þýðuflokknum, enda eðlilegt. Víst má líka telja, að kommún- istar hefðu tapað miklu meira, ef óvinsældir „viðreisnarinnar" hefði ekki hjálpað þeim. Hið litla fylgi, sem Þjóðvarnar- flokkurinn og óháðir bindindis- menn fengu í Reykjavík, er glöggt tákn þess, ásamt sigri Framsóknar flokksins, að umbótasinnaðir og frjálslyndir kjósendur eru mót- fallnir aukinni sundrungu umbóta aflanna, heldur vilja þoka sér bet ur saman um einn flokk. Þessi úr- slit munu ekki sízt íhaldinu á- hyggjuefni, því að engin græðir meira á sundrungu umbótaaflanna en það. Nánar er rætt um kosningaúr slitin í forustugrein blaðsins í dag. Atburður þessi átti sér stað í miðbiki Algeirsborgar. Hópur OAS manna hafði ráðist að nokkrum serkneskum hafnarverkamönnum og beitt skotfærum. Sérstök hafn arlögregla Serkja, sem á að vernda verkamenn við höfnina, svaraði skothríð OAS-mannanna og særði tvo þeirra. Öryggislögreglan kom brátt á vettvang og skaut nokkrum skot- um að árásarmönnunum. Tókst serknesku lögreglunni að króa 50 Evrópumenn af við bílskúr og hand tók þá þar. Meðal þeirra, sem í þessum hópi voru, voru 3 franskir blaðaljósmyndarar. Einn þeirra sagði, eftir að franska öryggislög reglan hafði losað hópinn úr prís undinni, að Serkirnir, sem hand- tóku þá, hefðu verið svo taugaó- styrkir, að skelfing hefði verið á íbróttir Framhald af bls 12 undir lokin tókst liðinu að skapa sér nokkur marktækifæri. Rétt fyr- ir leikslok skoraði svo Halldór Kjartansson annað KR mark úr leiknum — eftir að mikið i'ót hafði verið fyrir framan mark ísfirðinga. Sigurinn var sanngjarn — en greinilegt er, að erfitt verður að ná stigum af ísfirðingum á heima- velli, þegar liðið er komið í betri þjálfun! Áhorfendur standa fast með sínum mönnum — og það hefur sitt að segja, Og vissulega setur þátttaka ísfirðinga í 1. deild svip á mótið — þótt erfiðleikar séu að komast þangað og þaðan. Hjá KR vantaði að þessu sinni Ellert Schram og Örn Steinsen, og léku Halldór Kjartansson og Leif- ur Gíslason í þeirra stað. Liðið var nokkuð lengi að ná sér á strik — og eins og herzlumuninn vant- aði. að horfa. Sagð'i hann, að serkneska lögreglan hefði látið alla raða sér upp við vegg með hendur spenntar aftur fyrir hnakka. Síðan hefðu lög reglumennirnir stillt sér upp í nokkurri fjarlægð og mundað byss ur sínar. „Sumir lögreglumann- anna voru náfölir í framan og hend ur þeirra skulfu svo mjög, að við vorum dauðhræddir um, að þá og þegar myndi ríða skot úr byssun- um, sem þeir héldu á“, sagði ljós- myndarinn. Eins og áður segir sleppti frönsk lögregla Evrópumönnunum lausum en hóf í þcss stað nákvæma hús- rannsókn, eftir að svæði þessu hafði verið lokað. Sex eða sjö OAS-menn voru handteknir. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Herjó!í"r fer til Vestmannaeyja og Hornafjarðar á morgun. Vörumóttaka til Horna- fjarðar í dag. Hen'ulireið austur land í hringferð 4. júní. Vörumóttaka í dag til Djúpavogs. Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarð- ar, Borgarfjarðar. Vopna- fjarðar, Bakkafjarðar Þórs hafnar og Kópaskers. Fjallið nötraði (Framhald af 16 síðu). var um 300 metra breið, þar sem hún var breiðust. Fyrst hefur skriðan runnið í mjórri rás, sem hún hefur skafið í fjallinu. Er hún kom niður í miðjar hlíðar, breiddi hún hins vegar mikið úr sér og rann í nokkr um kvíslum niður hlíðina. Mikill flaumur féll niður Vatnslekagil og fyllti það alveg út, eins og vatn hefði runnið um það. Hún féll yfir veginn á þremur stöðum, og voru hólmar á milli. Jarðvegurinn gjörsamlega vatnssósa Skriðan hefur komið upp í gegn blautum mel ofarlega í fjallinu, og er athyglisvert, hversu lítill bratti er þar, Guðmundur tók líka sér- staklega eftir því, að skriðan hefur ekki runnið á jarðklaka eins og oftast er í skriðuföllum. Þarna voru engin merki um klaka í jörðu. Allan laugardaginn hafði rignt óskaplega mikið þarna, svo að það var skýfalli líkast, og var melur- inn líklegast orðin gjörsamlega vatnssósa, þegar skriðan féll. — Guðmundur gat þess einnig, að engin vegsummerki voru um skriðuföll annars staðar í þessari löngu fjallshlíð og þó er hún víða brattari en þar sem skriðan kom upp. Óbætanlegt tjón á skógi Mikil mildi er, að ekkert tjón skyldi verða á fólki né mannvirkj- um, en hins vegar eru skemmdirn ar á skóginum óbætanlegar. — Þarna var búið að rækta mikinn og fallegan skóg innan girðingar,. en nú er þarna urð og aur á 300 metra breiðu svæði. TÍMINN, þriðjudaginn 29. maí 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.