Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.05.1962, Blaðsíða 6
Um árabil hafa, svo sem al- kunna er, farið fram athuganir á virkjun fallvatna hér á landi með það fyrir augum að nýta orku þeirra til stóriðju. Athuganir hafa leitt í ljós, að einkum tvö| vatnsföll koma til greina í þessu skyni, Jökulsá á Fjöllum (D'etti- fossvirkjun) og Þjórsá (Búrfells- virkjun). Bæði þessi vatnsföll búa yfir. nægri orku, sem hagnýta mætti j til raforkuframleiðslu, er nægja ætti stóriðju, t. d. aluimíníum- verksmiðju. Nákvæmur kostnaðarsaman- burður á Dettifossvirkjun og Búr fellsvirkjun liggur ekki fyrir opin berlega, en þrátt fyrir þag er skoðun margra, sem hafa nokkra nasasjón af undirbúningi kostnað aráætlana um stórvirkjanir þess- ar, að ekki orki tvímælis ag virkj unarkostnaður Dettifossvirkjunar, ársorkustund, sé sambærilegur við það, sem talið er vel sam- keppnisfært erlendis. Enn fremur er það staðhæft af vel fróðum mönnum um þessi efni, að Detti- fossvirkjun geti látið í té ódýrari orku á verksmiðjustað við útflutn ingshöfn, heldur en orkan frá Búrfellsvirkjun kostaði, á verk- smiðjustað við Faxaflóa, en aðrir staðir austan fjalls koma tæplega til greina sakir hafnleysis. Það er staðreynd, að fylgjend- ur Þjórsárvirkjunar til stóriðju hafa ekki treyst sér að kveða upp úr um það, að sú virkjun mundi verða ódýrari miðað við orku- stund en Dettifossvirkjun. Hins vegar er ekki að efa það, kæmi dæmig. þannig út, að Þjórsárvirkj un sé mun hagkvæmari, að þá stæði ekki á þeim aðilum, sem gert hafa Þjórsárvirkjun að mark miði, að kveða hreinlega upp úr með það. Margir af ráðamönnum þjóðar- innar munu telja það skyldu sína vegna umbjóðenda sinna, að vera frekar hliðhollir Þjórsárvirkjnn og enn fremur gætir þeirra áhrifa meðal forystumanna í raforkumál um. Ekki er ag efa, að fullkomin ástæða er til þess fyrir Norð lendinga og Austfirðinga, að fylgjast vel með framvindu þess- ara mála og gæta þess að hlutur þeirra sé ekki fyrir borð borinn. Ýmsar blikur eru á lofti, t. d. eru það nú orðin rök í þessu máli, að raforku skorti sunnan lands til almennra þarfa og eigi aukin raforkuþörf Sunnlendinga að hafa úrslitaáhrif á staðsetningu stór- virkjunar í sambandi við stóriðju. Allir sjá, sem vilja, hve þessi rök eru í rauninni haldlaus. Gerum við t. d. samanburð norðan og austan lands, þá blasir við sú stað reynd, að Grímsárvirkjun er ófull nægjandi fyrir Austurland, Laxár virkjun að verða of lítil fyrir Eyjafjarðarsvæðið og Suður-Þing- eyjarsýslu, Gönguskarðsárvirkjun og Laxárvatnsvirkjun gera ekki meira en að nægja lágmarksþörf sinna orkusvæða, sömu sögu er að segja um orkusvæði Skeiðfoss. Á öllu svæðinu frá Hrútafirði að Lónsheiði er hverfandi lítill iðnaður, sé Akureyri undanskilin. Telja má fullvíst, að iðnaður stór aukist á Akureyri, jafnvel á Húsa- vík og vig Mývatn, einnig mun iðnaður rísa upp í vaxandi mæli austan lands og annars staðar norðan lands, sem mun í æ vax- andi mæli krefjast aukinnar orku. Með aukinni hags'æld norð- lenzku bæjanna og sjávarþorp- anna í kjölfar landhelgisstækk- unarinnar, vegna aukinnar vetrar útgerðar og bættra aflabragða, eflast nýjar atvinnugreinar, t. d. fjölbreyttur iðnaður hröðum skrefum. Sú var reynslan sunnan lands, í kjölfar togaraútgerðarinn ar, sem var lyftistöng Reykjavik- ur, efldist t. d. iðnaðurinn. Aust- an lands er líka sögu að segja og norðan lands, en auk þess hafa opnazt geysilegir möguleikar til iðnaðar í sambandi við nýtingu síldaraflans, sem krefst vaxandi Staðsetning stóriðju og byggð landsins Greinargerð, sem Áskell Einarsson, bæjarstjóri á Húsavík sendi bæjarstjórnum á Horður- og Austurlandi um virkjunarmál þessara landshluta faldast orkuþörfin á hverjum 10 árum. Sú hefur reynslan verið hér á landi, ag hans dómi. Fyrir skömmu lét raforkumálastjóri þess getið, að samkvæmt þessum niðurstöðum gæti svo farið um það bil eftir um 100 ár þyrfti Suðurland alla virkjanlega orku í Sogi, Hvítá og Brúará og hálfa Þjórsá til venjulegra þarfa, þótt veruleg stóriðja kæmi ekki til. Þetta bendir til, ag teflt sé í nokkra tvísýnu og gæti skamm- sýni, þegar hugsað er að tengja saman orkuþörf Suðurlandsins og þjóðhagslegt atriði, sem hlýtur að orka mikið í hverja rás uppbygg ing þjóðfélagsins stefnir. Það hefur oft verið látið í það skína af háværum, en miður ábyrgum en þó of mikilsráðandi öflum i þéttbýlinu, að dreifbýlið sé á eins konar bónbjörgum hjá þéttbýlinu. Þeim fullyrðingusn hefur verið haldið rajög á loft, að dreifbýlið þrásæki eftir þjóð- hagslegri óhagstæðri fjárfestingu nánast styrktar fjárfestingu. Höf uðvígorð margra þéttbýlisforvígis manna, gagnvart kröfum dreif- orku. Almennt er talið, að leysa eigi úr vaxandi orkuþörf Austfirð inga með raflínu frá Laxárvirkj- un eða annarri norðlenzkri virkj- un. Því er ljóst, að Austfirðingar eiga samstöðu með Norðlending- um í aðstöðunni til virkjunar Jökulsár á Fjöllum. Um byggðirn ar vestan orkusvæðis Laxár gegn- ir sama máli. Viðkomandi virkj- anir eru smáar og dýrar og stækk unarmöguleikar litlir eða hverf- andi, svo að ekki verður bætt úr frambúðarþörf þessara orku- svæða, nema þau séu tengd aðal- orkusvæði Norðurlands. Sé gerð- ur samanburður á aðstæðum sunn an lands annars vegar og norðan- og austan lands hins vegar, kem- ur í Ijós, að þörfin fyrir aukna orku er ekki síður til staðar norð- an og austan lands en sunnan lands. Hitt er jafn augljóst, að íbúar Norður- og Austurlands búa við mun óhagstæðara rafknagnsverð, ef undan er skilin Akureyri, Húsa vík og Sauðárkrókur en Sunnlend ingar. Þessi munur mun aukast enn meir, ef Norðlendingar og Austfirðingar fá bætt úr raforku- þörf sinni með dýrum smávirkj- unum og dieselrafstöðvum. En líklegt má telja, að viðbótarorka sú, er Sunnlendingar ættu kost á, þótt ekki væri hugsað til stóriðju, og ráðizt væri í virkjun Hvítár, mundi ekki verða dýrari virkjun (grunnverð) án verðbreytinga cn orkan frá Soginu er nú. Samkvæmt upplýsingum í skýrslum raforkumálastjóra tvö- DETTIFOSS orkuþörf stóriðju, t. d. aluminíum verksmiðju. Raforkan og jarðhit.inn eru einu orkugjafarnir, sem náttúra landsins býr yfir og verður að gæta þess ag nýta þá fyrst og fremst til almennra þarfa, áður en við bindum orkunotin fyrir fram til stóriðju. Sé ekki þessi aðgát höfð, er líklegt, að fyrir- hyggjuleysið komi í koll síðar. Öðru máli gegnir um orkuþörf ina norðan- og austan lands, þótt hún ykist að mun meiri hraða til almennra þarfa en sunnan lands og þar að auki kæmi stóriðja til. Þá er hægt að mæta henni, t. d. með Jökulsárvirkjun um ókomna framtíð, til vara mætti hugsa sér Skjálfandafljót og stórárnar aust an lands. Þá er þag sú hlið máls- ins, sem er þýðing stóriðju fyrir byggð landsins. Þróunin hefur verið sú síðustu áratugina, að æ meira hlutfall íbúafjölda landsins hefur leitað bólfestu í Reykjavík og nágrenni, jafnframt hefur fjár magn þjóðarinnar fylgt í kjölfar- ið. Þessi þróun á djúpar rætur í þjóðlífinu, sem erfitt er að graf- ast fyrir á þann hátt að dreifa þeim stofnunum og atvinnutækj- um, sem þar eru þegar staðsett. Hins vegar virðist það eðlilegt, að landskostir séu sem víðast nýtt ir og einnig sé spornað gegn því á meðan svo er ekki, að haldið sé þannig á málum, að ekki séu jafn góðir framtíðarmöguleikar í dreif býlinu og í byggðum Faxaflóa. Staðsetning stórvirkjunar með möguleikum til stóriðnaðar er býlisins um aukna fjárfestingu hjá sér, er sú ag það eitt verði að ráða hvar hagkvæmast sé að fjárfesta, hvar hún sé arðbærust. Það má líta á það á margvíslegan hátt, hvaða fjárfesting sé heppi- legust. Sé litið almennt á þau efni, er alveg óvíst hvort hlutur þéttbýlisins er betri. Þegar líta á frá þjóðhagslegu sjónarmiði, hvar staðsetja eigi stórvirk at- vinnutæki, sem jafnvel þurfa í sinni þjónustu jafnmarga menn og eru á togaraflot- anum og fjárfestingin skiptir jafnvel milljörðum króna, þarf að hafa mörg atriði í huga, bæði vegna þjóðarheildarinnar og svo hagsmuni þeirra er fjármagnið leggja til. Rétt er ag benda á nokkur veigamikil atriði á sambandi við stóriðju. 1) Að hægt sé að tryggja nægi- lega orku á samkeppnisfæru verði. Þetta er tvímælalaust hægt á Norðurlandi. 2) Að staðarval verksmiðju sé með hliðsjpón af viðunandi hafnarskilyrðum og verk- smiðjan hafi nægil. landrými. Þessi skilyrði eru ekki síðri norðan- og austan lands en við Faxaflóa. 3) Að staðsetningu sé hagað með hliðsjón af því að auka. at- vinnu og beina fjármagni til þeirra landshluta, sem bjóða upp á hagstæð rekstrarskil- yrði stóriðju, en eru þurf- andi fyrir fjármagnsaukningu og aukið atvinnulíf. 4) Ag staðsetning valdi ekki því að vinnuaflið dragist frá þeim landshlutum, sem búa við ó- nýtta landskosti, sem fjármagn skortir til að nýta. Sé litið á málið í heild virðist augljóst, ag frá sjónarmiði fjár- magnseiganda ætti ekki að vera óhagkvæmara, að stóriðja sé stað sett norðan lands. Hér er aðeins farið fram á ag réttlætið ráði niðurstöðum mála. Það er hægt að benda á það með óyggjandi rökum að öll skil yrði eru hagstæg norðan lands fyrir stórvirkjun og stóriðju. Þá er það þjóðhagslega hagkvæmt, að stórvirkjun og stóriðja sé stað sett þar. Ef svo verður ekki er brotinn réttur á Norðlendingum og Austfirðingum og látin ráða meiru tímabilshugsjónarmið Faxaflóabyggðanna. Afleiðingin er augljós, ef svo fer. Þéttbýlið við Faxaflóa mun sjúga til sín á skömmum tíma til viðbótar drjúg an hluta af vinnuaflinu úr dreif býlinu. Eftir stendur dreifbýlið fáliðaðra og veikara en nokkru sinni áður. Skammt er þá undan framleiðslurýrnun, bæði til sjávar og sveita, sem bein afleiðing af tilflutningi vinnuaflsins í sam- bandi við stóriðjuna. En séu hins vegar þær staðreyndir látnar ráða rás viðburðanna, að norðan lands séu jafnvel hagstæðari skilyrði fyrir stórvirkjun og stóriðju en sunnanlands, þá er sennilegt að skapað sé það mótvægi í byggð landsins að dugi til að stoppa þá öfugþróun að fjármagni og vinnu afl leiti það ört til Faxaflóabyggð arinnar að landkostir dreifbýlisins séu vanyrktir. Margar þjóðir reyndari okkur fs lendingum, sem eiga ekki í jafn- ríkum mæli að stríða við þau vandamál, að byggðin þéttist um of á litlum blettum, meðan landskost ir eru ekki nýttir í 'drcifbýlinu og jafnvel falla í vanrækt, hafa gert margvíslegar ráðstafanir til að dreifa undirstöðuiðnaði sínum og veitt í því sambandi ríkisaðstoð og skattfríðindi. Þetta hafa þeir gert af brýnni þjóðfélagsnauðsyn. Hér á íslandi er um enn stærra að tefla en vío- ast annars staðar. Við stöndum frammi fyrir lausn eins stærsta vandamáls í atvinnusögu þjóðarinn ar, hagnýting fallvatna til stóriðju frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Velt- ur því á miklu hverja stefnu þessi mál taka. Bæjarstjórn Húsavíkur og bæjar stjóri, ásamt sýslumanni Þingey- inga, áttu forgöngu um að haldinn var fundur sveitarstjórnarmanna úr Húsavík og Þingeyjarsýslum, á Húsavík 24. sept. s.l. Á fundinn mættu milli 60—70 sveitarstjórn armenn og var þar einróma gerð svohljóðandi ályktun, þar sem stefnan er skírt mörkuð. „Fundurinn lítur svo á, að miklir áframhaldandi flutningar fólks til búsetu í þéttbýlinu, sem myndazt hefur við Faxaflóa og þar í grennd stofni til þjóðhagslegra erfiðleika í stórum stíl og hlutfallslega því meiri erfiðleika, sem sú þróun á sér lengur stað. Þetta telur fund- urinn að beri að hafa í huga við allar nýjar, stórar þjóðfélagslegar atvinnulífsframkvæmdir nú og eftirleiðis og yfirleitt við hvers konar stuðning hins opinbera vig atvinnulífið í landinu. Komi þá ekki sízt til greina að framkvæmd ir séu gerðar í þeirri röð, sem heppilegast er til jafnvægis að því er búsetuna snertir. Fundurinn bendir á, að atvinnu- lífið á Norður og Norðausturlandi vantar mótvægiskraft gegn aðdrátt arafli atvinnustöðvanna syðra. Hafi þess vegna hugmyndin um að virkja Jökulsá fyrst íslenzkra fall- vatna til stóriðju, verið fagnað hér um slóðir sem heppilegri jafnvæg isframkvæmd er nauðsyn líðindi stundar kallar eftir .Út frá því sjónarmiði, sem til mun vera, að (Framh. á 15. slðu). 6 TÍMINN, þriðjudaginn 29. maí 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.