Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 1
í sunnudagsblaði Tímans, sem fylgir blaðinu á morgun, er meðal annars lokaþáttur Sjöundármála, prýddur Ijós- mynd og teiknimyndum, sagt frá því er Bakkus var konungur konunganna á Norðurlöndum, rætt við frú Sigríði Sveinsdóttur, sem smíðað hefur mandólín og kirkjur, smellin smásaga eftir Erskine Caldwell og ýmislegt fleira. Fólk er beðió a,ö athuga, aS kvöldsími blaöamanna er 1 8303 Munið aö tilkynna vanskil á blaöinu í síma 12323 fyrir kl. 6. 124. tbl. — Laugardagur 2. júní 1962 — 46. árg. ÞEIR SOMDU UM •• SOLUSKATTINN Það var mikið að gera niðri við Gullfoss í gær, er verið var að skipa um borð 100 lestum af kartöflum, sem selja á til Englands. Það er Grænmetis verzlun landbúnaðarins, sem stendur að söiu kartaflanna, en svo virðlst sem nægilegt magn þeirra muni verða til fyrir innlendan markað í sumar þrátt fyrir þessa sölu. Einkaskeyti frá frétt.aritara Tímans í Khöfn, 1. júní í dag tókust samningar milli dönsku stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um efna hagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar, og er samningur þessi talinn einn mesti stjórnmála- samningur, sem gerður hefur verið í Danmörku á seinni ár- um. Aðalatriði samkomulagsins var, að samþykkt var að leggja níu prósent söluskatts á heild- söluvörur, frá og með 1. ágúst. Eftir um þag bil mánaðar deil ur og samningsviðræður um sölu skattsfrumvarp ríkisstjórnarinnar tókust loks samningar milli full- trúa hinna gömlu stjórnmála-! flokka, sósíaldemókrata, róttækra, íhaldsmanna og vinstrimanna um 9% söluskatt og gildir samning urinn til næstu tveggja ára. Undanþegnar söluskatti eru mat vörur, leðurvörur og álnavörur, sem eru skattlagðar sérstaklega. Til þess að vega upp á móti söluskattinum koma til fram kvæmda á næsta fjárhagsári nokkrar skattbreytingar, sem hafa aðallega í för með sér lækk un á beinum sköttum. Sparifjár eign mun aukast, en eignaskattur lækkar ekki. Þá mun barnalífeyr ir hækka nokkuð um leig og sölu skattsálagningin kemur til fram- kvæmda. Tekjur af söluskattinum er ætl að að verja til að greiða skuldir í Þjóðbankanum og um 60 milljón um á að verja til þess að verð launa sparifjáreigendur. Samkomulag þetta mælist að vonum misjafnlega fyrir. Eitt er þó augljóst, að söluskatturinn mun koma harðast niður á hinum almenna launþega, þar sem skatta lækkanirnar og hækkun barnalíf eyris mun hrökkva mjög skammt til að vega á móti álaginu, sem nú kemur á hinar daglegu nauð- synjar þegnanna. Á móti sam- komulagi þessu greiddi Holger Eriksen, þingmaður socialdemó- krata, atkvæði og sagði, að ráð- stafanir þessar myndu hafa and- þjóðfélagslegrar verkanir. Einn þingmaður í hópi róttækra, Aage Fogh, greiddi og atkvæði gegn frumvarpinu í næstu viku verður málið tek ið fyrir í þinginu, og er þá búizt við sterkri andstöðu Axels Lar- sen og flokks hans. Aðils. íslenzkar kartöflur seld- ar úr landi í fyrsta sinn Grænmetisverzlun landbún- aðarins hefur nú tekið upp þá nýbreytni að selja íslenzkar kartöflur úr landi. Er tilgang- urinn sá, að losna við fram- leiðsluna áður en hún fer að linast og spíra og kaupa nýjar í staðinn, þegar kemur fram á sumarið, ef með þarf, til þess að endar nái saman. Kartöfluuppskera landsmanna var allmikil á síðasta hausti, og í fyrsta sinn í sögu landsins, var kartöflum skipað um borð í skip, sem flytja á þær á erlendan mark- að. Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins hafa borizt tilboð um kaup á kartöflum bæði frá Bretlandi og Svíþjóð, og nema tilboðin um 2000 lestum. Ekki er þó fyrir hendi nægilegt magn til þess að hægt verði að anna þessu, en ætlunin er að selja 300 til 350 lestir til Englands, og flytur Gullfoss 100 lestir þangað að þessu sinni. Svo virðist sem nægilegar kart- öflur ætli að verða hér fyrir inn- lendan markað í sumar, að því er Jóhann Jónasson, forstj. Grænmet isverzlunarinnar tjáði blaðinu í gær. En þrátt fyrir það, að svo verði ef til vill ekki„ ef innlend uppskera berst ekki á markaðinn fyrr en seint í ágúst, þá er mun betra að selja nú kartöflurnar úr landi, og hindra þannig, að þær eyðileggist við of langa geymslu, og koma einnig í veg fyrir, að landsmenn verði að leggja sér til munns spíraðar og linar kartöfl- ur, þegar líða tekur á sumarið. Verði sumarið hins vegar gott, ættu nýjar kartöflur að verða komnar á markaðinn í kringum 15. til 20. ágúst. Bretar eru mjög ánægðir með þær kartöflur, sem þeir fá héðan. Þeir vilja helzt fá svokallaðar bintje-kartöflur, hollenzkar að upp runa, og eru hér taldar í 1. flokki. (Framh. á 15. síðuj. Erik Eriksen Jens Otto Krag Þessir menn báru hitann og þungann af samningsgerðinni Eichmann var hengdur og líkinu brennt NTB—Jerúsalem, .1 júní. Nazistaböðullinn Adolf Eich- mann var hengdur í Remlhe- fangelsinu, skammt fyrir utan Tel Aviv, í dögun í morgun, eftir að forseti ísraels, Yitzhak Ben-Zvi, hafði synjað náðunar- beiðni hans og konu hans. Líkið var brennt og öskunni dreift úti á Miðjarðarhafi, skammt utan við ísraelska landhelgi. Hefur þá verið full- nægt dómi, sem byggður er á þeim þyngstu sökum, sem mannkynssagan greinir. Þessi endalok Adolfs Eich- manns koma víst fáum á óvart Hann var sakaður um að hafa borið ábyrgð á dauða 6 milljóna Gyðinga á valdatíð nazista í Þýzkalandi. Eftir 15 ára þrotlausa leit, tókst ísraelsmönnum að hafa hendur í hári hans, þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni í Argentínu. Hann var fluttur til ísrael og dæmdur þar til dauða af æðsta dómstól landsins,, eftir fjögurra mánaða réttarhöld- Allt til hinztu stundar hélt hann sak- leysi sinu fram. Hann sagðist að eins hafa verið hermaður, sem hefði hlýtt kalli skyldunnar og framkvæmt þær skipanir, sem fyrir hann voru lagðar. Framhald á 3. síðu. 9 MÖRK Á AKRANESI SJA IÞRDTTA- FRÉTTIR BLS. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.