Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 2
Margir telja, a8 skemmti- rit nútímans, kvikmyndir og útvarpsefni sé lítið nema ofbeldisssögur og hryllings- atburðir. En þeir, sem hneykslast mest og eru há- værastir út af þessu, ættu að komst í sumt það lestrarefni, sem vinsælast var fyrir lið- lega hundrað árum. Kannski litu þeir fyrir bragðið mildi- legar á óaldarlýð vorra tíma. Vestan hafs var til dæmis eitt sinn gefinn út bæklingur, sem nefndist Bostonaralmanakið fyr- ir árið 1845. Það hefst eins og viðskiptaskrá, telur upp úrsmiði, skipamiðlara, snikkara og aðra Elnvígi milli kvenna voru tíð. máttarstólpar atvinnulífsins. En síðan kemur kafli, sem heitir: Helztu atburðir ársins 1844. Kaflann ritar einhver dr. J. V. C. Smith, og hann er greinilgga ekki á þvi, að stjórnmál, vísinda- uppgötvanir, menningarmál eð'a nýjungar í iðnaði só að telja til tíðinda. Það eina, sem honum þykir fréttnæmt eru morð, íkveikjur, misþyrmingar, stórsvik EFTIR NOKKRA mánuðl ætla 6 ungir Danlr í ævlntýralelt. Þelr kynntust fyrir nokkrum árum, gerðust vlnlr og dreymdl um að komast í ferð kringum hnöttinn, en ekkert útllt var þá fyrlr, að af því mættl verða. En þeir glöt- uðu ekki lönguninni, og í fyrra tókst þeim að komast yfir gamlan fisklbát. Slðan hafa þelr haft nóg að gera vlð að gera við hann, mála og koma fyrir öllum útbún- aði. Þelr hafa nefnllega í hyggju, að sigla bátnum kringum hnött- og þaðan af verri glæpir.. Dr. Smith er svo ákafur að hrúga saman frásögnum af þessu tæi, að lesandanum verður skjótt á, að gleyma alvöru atburðanna, en tekur lestur'inn meira sem grín, rétt eins og hann væri setztur við sögur eftir suma blóðþyrstustu reyfarahöfuda nú á tímum. Slegizt á þingi Árið byrjar tiltölulega rólega. í janúar em einungis 10 atburð- ir af þeim 13, sem nefndir eru, um stórglæpi. RíkisstjórinTi í Marylandfylki var handtekinn fyrir að hafa hótað að drepa lækni, en málið var ekki rakið nánar. Fimm ára gamall dreng- ur skaut systur sína, en ástæðu er þar heldur ekki getið. 1 full- trúadeild þingsins kom til handa- lögmáls, en það er eini stjórn- málaviðburðurinn, sem dr. Smith telur taka því að geta um. Amelia nokkur Norman í New York borg, var leidd fyrir rétt ,',sakir morðtilraunar á Mr. Ballard, sem hafði féflett hana“. í febrúar kemst höfundurinn í feitt. Þá gerðust 12 frásagnar- verðir atburðir, og allir voru þeir heldur hryllilegir. Ungur maður var myrtur af föður sínum og stjúpmóð'ur; tveir menn í New York létu lífið í einvígi, og sama dauðdaga hlutu þó nokkrar kon- ur. Þá varð Theo Jones í New Jersey það á í sama mánuði, að stinga sig í finguiinn með penna. „Óráð fylgdi og hann andaðist skjótlega", segir dr. Smith ekki laus við ánægjuhreim. inn. Enginn þeirra er þó sjómað- ur fyrlr, en þeir fullyrða, að sú bók um sjómennsku og skips- stjórn, sem þeir hafi ekki lært spjaldanna á milli, sé ekki til Þar að auki hafa þeir sótt sjó- mannanámskeið síðas'tliðið ár. Og nú í sumar ætla þeir að leggja f hann og koma ekki aftur fyrr en ævintýraþránni er fullnægt, og segja einu gtlda, þótt ferðin takl nokkur ár. Við skulum vona, að áformið heppnist og óskum þeim góðrar ferðar. Skiptu á konum í marzmánuði fóru þeir Henry Adams og Jacob Ensperger í konukaup. „Frú Adams var skjót lega handtekin", segir dr. Smith, en ekki er orð' um, hvernig hin- um reiddi af. Apríl var höfundi afladrjúgur mánuður. Þá gerðust 21 atburð- ur og flestir þess eðlis, sem hon- um var kærast. Frú Betsy Bee- mis í Portland hálfdrap son sinn af því að hann nennti ekki að skreppa út og kaupa henni rommflösku. „Húri var send i betrunarhúsið", segir dr. Smith. Þrír menn í Ohio átu villirætur, og tveir þeirra létust samstund- is, og hjúkiunarkona ein drakk einhvern lög, sem hún hélt að væri viskí. „Hún andaðist skömmu síðar eftir geysilegar kvalir", segir dr. Smith án þess að bregð'a. Símans ekki getið Nú skyldu menn ætla, að dr. Smith teldi uppfinningu Samuels Morses, ritsímann, meðal höfuð atburða í maímán. 1844. En því fer fjarri, sú nýjung hefur greini lega ekki verið nógu æsileg tíð- indi. Hins vegar getur hann um fíl, sem réðst á mann í Ohio- fylki, en sá maður hafði reynt að' gæða fílnum á tóbaki. „Með einu ranahöggi steindrap fíllinn ertingarmanninn“. Engin leið er að tína upp allt, sem gerðist þetta merkisár, 1844. En engu er logið, þótt sagt sé, að allt til ársloka héldu menn áfram að detta niður í brunna, verða fyrir eldingum, falla út- byrðis á hafi úti, eyðileggja líf og heilsu hver annars o.s.frv. Lesendunum varð ekki um scl. Heil fjölskylda í Bedford lét t.d. lífið af rabarbaraáti, og í Bolton reyndi Julia nokkur Strong að' komast inn um gluggann í skóla húsi bæjarins. Glugginn féll aftur að hálsi hennar, „og að öllum líkindum hafði hún hangið þannig hálfa klukkustund, þeg- að hún fannst, en þá var hún með öllu látin“. I Baltimore fór ung- ur maður að hlýða á tónleika hjá svissneskum klukkurum, en fékk æðisgengin krampaköst, sem stöfuð'u af of þröngum skóm. Át sprengjuna Makalausast var þó það, sem kom fyrir konu eins í Brooklyn (nafns er ekki getið). Dr. Smith Fílllnn vildi ekki sjá tóbak. gefur svohljóðandi skýrslu um þann atburð: „17. júlí var kona ein í Brook- lyn að eta kókoshnotu, en gleymdi í viðræðum við aðra, að hún var með sprengju í hinni hendinni, og stakk hún sprengj- unni upp í sig í stað hnotarinn- ar. Það varð sprenging . . “ Við getum sleppt framhaldinu, en því lýsir dr. Smith með geysi- legri nákvæmni og svo lifandi, að ótrúlegt er annað en að les' endur kversins hafi hugsað sig um tvisvar, áður en þeir gæddu sér á kókoshnot næst. ISagan segir, að á 14. öld l’.afi norskur ábóti, er Grímur hét, náö biskupsvígslu og setzt á Skálholtsstól. Hann hafi unn ið þiað’ helzt til afreka, eftir því’ sem Vitað er, að hann hélt svo miklar veizlur, að skera varð niður bústofninn í Skál- holti ti'l þess að greiða kostn- ac'inn. Var liann því nefndur Skurð-Grímur. Þessi saga rifjast upp, þegar litið er á feril ríkisstjórnarinn- ar. Ef athugaðir eru ríkisreikn- imgar 1958 og 1960, kemur m. a. þetta í Ijós; Heildarupphæð rekstrar reiknings ríkissjóðs hefur hækkag úr 913 millj. kr. 1953 í 1487 mil'Ij. kr. 1960. Hækk- uriin er 64%. Enn heldur þessi þróun áfram í höndum ríkis- stjórnarinniar, svo að fjárlög 1962 eru rúmlega tvöfalt hærri en fjárlög 1958. Niðurskurður verk- iegra framkvasmda Á þessum tíma hefur ríkis- stjórnin og liðsmenn hennar á þingi, fylgt þeirri stefnu við afgreiðslu fjárlaga, að framlög til verklegra framkvæmda skuli hialdast nær óbreytt að krónu- tölu frá því sem var 1958. Það jafngildir miMum samdrætt! verklagra fnamkvæmda vegna hækkaðs verðlags. f sumum gre'inum hafa fram lög beinlínis verið: lækkuð að krónutölu, svo sem atvininu- aukningarfé. Það var 13,5 millj. kr. 1958, um 10 miMj. kr. 1962. Áríð 1958 var atvinnu-. aukningarfé 1,67% af hæð fjárlaga, 1960 0,67% og 1963 0,57%. Þessar tölur sýnia þró- unina á þessu sviði í höndum ríkisstjórnarinnar. í fótspor Skurð-Gríms Þótt samdráttur hafi orðið í verklegum fmmkvæmdum rík- isins á stjórnarárum viðTeisn- armanna, þá hefur vöxturinn verið ör í ýmsum öðrum grein um. Samkvæmt ríkisreikningi 1958 var kostniaður við ýnisar Iaunaðar nefndir 1,2 millj. kr„ en 1960 var samsv.arandi kostn aður 1,9 míllj. kr., — hækkun 58%, enda hafði slíkum nefnd- um þá verig fjölgað' um meira en þriðjunig frá 1958. Skurð-Grímur í Skálholti lét skera niður bústofn staðarins til að standa undir veizlukostn aði. Núverandi valdhafar koma á samdrætt'i verklegra fram- kvæmda, en látia þó árleg ríkis- útgjöld tvöfaldast á fjórum árum. (Austri). „Tapsigur“ Mbl. heldur áfram að halda því fram a3 Sjálfstæðisflokkur inn hafi unnið sigur í kosning unum og kjaraskerðingunni og samdrættinum hafi verið vott a3 traust. Mbl. er sjálfu sér verst með slíkum skrifum. ís- lendingar hlustuðu mjög al- mennt á kosningaúrslitin í út- varpinu og þess vegna hljóta slík skrif að verka hlægilega á allan þorra manna. Framsókn arflokkurinn bætti við sig 3750 atkvæðuin og vann 8 bæjarfull- trúa í kaupstöðunum og víðar af Sjálfstæðisflokknum, sem tapaði 700—800 atkvæðum og tapaði bæjarfulltrúum víða, og sums staðar hangir meirihluti þeirra á broti úr atkvæði. Það er ekki nema von að menn hafi búið til nýyrðið „tapsigur" eftir lestur Mbl. 2 T í M I N N, laugardagur 2. júní 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.