Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 6
MINNING: Ingva Sá, sem á í minningunni hvernig ástatt var um túnrækt og húsakost í sveitum um síðastl. aldamót, og 6er það saman við það, sem nú er, finnur gleggst og skilur, hve feiknamiklu hefur verið áorkað þar til bóta á rúmlega hálfri öld. Skipastóll, vegakerfi, o.fl. o.fl. segja einnig svipaða sögu. En hitt er þó ef til vill merkilegast, þegar litið er til allra aðstæðna, hve stór stígar framfarirnar í ræktunarmál um hafa orðið, og á því má sjá, að bændur landsins á þessum áratug- um hafa ekki legið á liði sínu, fremur en ýmsir aðrir, en skilað þjóð sinni og eftirkomendum stór merku dagsverki, og miklum arfi. Og leggjast þeir nú, einn af öðr- um, lúnir til hvíldar í gröf sína. Einn þeirra er Ingvar Hannes- son, bóndi á Skipum í Stokkseyr- arhr. sem jarðsprunginn verður í dag frá Stokkseyrarkirkju. Hann hóf búskap á Skipum viþ fráfall föður síns í byrjun aldarinnar, og þar hefur hann búið síðan. Ingvar Hannesson er fæddur 10. febrúar 1878. Voru foreldrar hans hjónin Hannes Hannesson og Sig- urbjörg Gísladóttir, lengst af bú- andi hjón á Skipum. Var Hannes af ætt hinna eldri Skipabænda, og fóstursonur þeirra Skipahjóna, Guðrúnar Magnúsdóttur og Símon ar Björnssonar. En kona Hannes- ar, Sigurbjörg Gísladóttir, hrepp- stjóra í Vatnsholti í Flóa, var kom in af hinni svonefndu Jötuætt úr Hreppum, og skyld þeim Birtinga holts- og Galtafellsmönnum. Hún var móðursystir Ásgríms Jónsson- ar listmálara og þeirra systkina. Eru ættir þeirra Skipahjóna kunn ar og merkar. í Mannlýsingum sínum segir Jón Pálsson um Hannes bónda á Skip um m.a.: „ . . . Reglumaður var hann og snyrtilegur í framkomu, enda naut hann almenningshylli og virðinga“. Og um konu hans, Sigurbjörgu, segir hann: „ . . . Hún var meðal hinna merkustu kvenna þar eystra, höfðingleg í sjón og reynd, björt yfirlitum, greind og góð kona“. Ingvar Hannesson ólst upp með foreldrum sínum í stórum og mannvænlegum systkinahóp. Hef- ur nákunnugur maður lýst að nokkru heimili þeirra Skipasyst- kina, og má þar sjá, hver heimilis bragurinn var. Og einu systkin- anna hef ég kynnzt allnáið, sem hefur sannfært mig um það, að þar hefur verið mikið menningar- heimili um að ræða á gamla og gróna vísu, og bragur allur til fyr- irmyndar. Þar ríkti mikil vinnu- semi og reglusemi, hver hlutur á sínum stað, margt bóka lesið á kvöldvökum, mikið lært af ljóðum og söngvum, glatt og bjart yfir sí- vinnandi og sísyngjandi ungviði. Og eftirtektarvert er það, hversu vinnugleðin og reglusemin hefur fylgt þessum hóp alla tíð. Mun móðirin hafa verið listfeng í eðli, svo sem hún átti kyn til, og mjög hög á hendur, og hefur svo orðið um afkomendur hennar. í slíkum jarðvegi óx Ingvar Hannesson úr grasi, enda bar hann jafnan ætt sinni og æskuheimili ágætt vitni. Hann var frábær reglu maður, og mikill atorkumaður, ó- sérhlífinn dugnaðarmaður, hefur stórbætt jörð sína, bæði að rækt- un og húsakosti, og synir hans tek- ið við og gert enn betur, enda býr nú Jón sonur hans stórbúi á móti föður sínum og bræðrum. Sýnir það bezt, að hér er um stór býli að ræða. Hér hefur því gerzt eitt þeirra undraverðu ævintýra þessarar aldar, að lítil jörð hefur orðið stór, vegna frábærrar atorku ir, og þetta þoli enga bið. Orð- sendingin verði að komast strax til Ingvars á Skipum. r Hannesson, bóndi á Skipum bóndans, sem trúði á mátt moldar og gróðurs, og lagði hug sinn og hjartahlýju í störfin. Ingvar Hannesson var prýðilega greindur maður og geðþekkur í framkomu allri, orðprúður og orð heldinn, jafnan glaður og reifur og bjartsýnn og einlægur sam- vinnumaður. Hann var bóndi af lífi og sál og hinn mesti sæmdar- maður. Hann var mjög nærfferinn við menn og skepnur, var oft feng inn til að leggja líknarhendur að sárum manna og dýra, og bæta úr krankleik þeirra. Notaði hann þá oft gömul og reynd „húsráð“ og þótti takast prýðilega. Ingvar Hannesson var tvíkvært ur. Fyrri kona hans var Vilborg Jónsdóttir frá Sandlækjarkoti í Hreppum, greind kona og glæsi- leg að kunnugra dómi. Þau giftust 1908. En sambúð þeirra var stutt, því að Vilborg lézt 1916 frá 5 ung- um börnum. Var það mikið áfall, og mátti nú tvísýnt heita, hvernig færi um bú og börn. Skal hér nú sögð mjög einkenni- leg og eftirtektarverð saga, er réð örlögum Skipaheimilisins, og ekki hefur verið flíkað hingað til, en þykir nú rétt að birta. Heimildar- maður er frú Guðlaug Hannesdótt- ir, systir Ingvars, og elztu börn hans, og með þeirra leyfi er þessi frásögn birt. En sú' saga er á þessa leið: Þegar Vilborg húsfreyja vissi, að hún gekk með banvænan sjúk- dóm og dauðinn ekki langt undan, ræddi hún framtíð heimilisins við mann sinn. Kom þeim saman um það, að hann héldi búskap áfram, og tæki fyrir ráðskonu stúlku, sem hjá þeim var, Guðfinnu Guðmunds dóttur frá Traðarholti, og gætu þá börnin haldið hópinn heima. Var þessi ákvörðun mjög að skapi Ingv ars. En hvað sem því olli, fór svo, er Vilborg var að bana komin, að hún vildi breyta fyrri^ ákvörðun þeirra hjóna um þetta. Óskaði hún þess nú, að Ingvar hætti búskap, og börnunum yrði komið í gott fóstur, en hann flytti með elztu dótturina til Guðlaugar systur sinnar í Reykjavík. Kom þessi ósk manni hennar í vanda, sem þótti samt einsætt að fara þar að vilja konu sinnar. Að henni látinni fargar Ingvar öllum bústofninum að kalla, og kemur börnunum til fósturs þar sem hún hafði óskað, en hyggst sjálfur flytja til Reykjavíkur með elztu dótturina„ | En nú grípur hin látna húsfreyja : í taumana á eftirminnilegan hátt.; Kemur hér til sögu gömul kona,: Þórunn Guðbrandsdóttir frá Baugs ] stöðum, sem þe&kti vel Skipafólk-i ið, en var nú á Laugarnesspitala, ■ holdsveik og blind. Nokkru eftir; andlát Vilborgar húsfreyju hef-j ur Þórunn samband við Guðlaugu, Hannesdóttur, og biður hana að; finna sig strax, sem hún og gerir. Spyr hún fyrst um það, hvort Vil- j borg á Skipum sé látin. Segir Þór unn, að Vilborg hafi komið til sín í nótt og staðið við rúm sitt, mjög áhyggjufull og ákveðin á svip, og beðið sig að koma tafarlaust þeim orðum til Ingvars, að allt, sem þau hafi komið sér saman um fyrst, í sambandi við bú og börn, eigi að standa óhaggað. Óþreyja sé í einu barninu, þar sem það er, og þetta sé nú ósk sín, hiklaus og eindreg- in. Og er blinda konan telur öll vandkvæði á því við Vilborgu sál- ugu, að hún geti orðið henni að liði í þessu efni, slíkur vesaling- ur, sem hún sé, verður Vilborg enn ákvéðnari, og segir að hún verði að gera þetta, og gera það strax, mikið sé búið, en meira sé þó eft- Nú er það bón holdsveiku kon- unnar til Guðlaugar systur Ingv- ars, að sjá um að þessi skilaboð komizt strax til ahns. Kallar Guð- laug þegar bróður sinn til Reykja víkur og tjáir honum þessa orð- sendingu .hinnar látnu húsfreyju, og allt það, sem blinda konan sagði henni frá um þessa vdraumvitran. Einjnig iþað, að hún telji, að óþreyja sé í einu barninu. Hafði Ingvar leitt hugann að því, en segir þó við systur sína, að eftir því hafi hann tekið, að þegar hann kom á bæinn, sem barniff var, hafi það jafnan hlaupið í felur. Telur Ingvar sig nú í miklum vanda staddan, ræðir þetta mál við prestinn og aðra vini sína, og verður niðurstaðan að lokum sú, sem skynsamlegast mátti telja, að reyna til að koma öllu í hið fyrra horf. Börnin voru að vísu komin að heiman, og bústofninn seldur, j en jörðin ekki, og átti hann þar enn heima. Og nú bregðast ná- grannar hans og aðrir þeir, sem keypt höfðu, þannig við, að þeir bjóðast til að skila öllu aftur, ef hann vilji halda áfram búskap, og fór það svo. Yngsta barnið, dreng á 1. ári, höfðu læknishjónin á Eyr- arbakka tekið í fóstur, þau frú Sigríður og Konráð Konráðsson, en hin komu öll heim aftur, og samheldni hópsins var bjargað. Hér urðu því mikil þáttaskil fyr ir atbeina hinnar látnu konu og milligöngu sjúklingsins í Laugar- nesi, er öllum'varð til góðs. Ráðs- konan,' sem hin látna húsfreyja hafði borið traust til, tók við bú- stjórn á Skipum, og árið eftir gengu þau Ingvar í hjónaband, og hafa síðan búið á Skipum. Reynd- ist frú Guðfinna á,gætiskona, og stjúpbörnum sínum jafnvel og sín um eigin börnum, svo að þetta hjónaband varð hamingja allrar fjölskyldunnar. Af 5 eldri börnunum eru 4 á lífi, þau Sigurbjörg og Margrét, húsfreyjur í Reykjavik, Jón bóndi á Skipum og Bjarni læknir í Reykjavík. Báðir eru þeir kvæntir. Hið 5., Gísli, mesti efnismaður, drukknaði um tvítugt með togara, sem fórst í hafi. Börnin með seinni konunni urðu 8, og eru 7 þeirra á lífi. Þau eru Vilborg, Guðmunda og Sigríður, húsfreyjur í Reykjavík, Ásdís hús freyja á Selfossi. Heima á Skipum eru Hannes, Sigtryggur og Pétur, allir ókvæntir. Einn son, Guðmund, misstu þau ungan. Allur er þessi hópur mannvænlegur, mikið at- orkufólk, reglusamt og vel gefið. Um leið og Ingvar Hannesson er kvaddur hinztu kveðju, skal eftir- lifandi konu hans, börnum og öllu venzlafólki, send innilegasta sam- úðarkveðja. Snorri Sigfússon. MINNING Theódóra Kristjánsdótti Háteigsvegi 28 Reykjavík F. 18. jan. 1883 — D. 23. april 1962 í dag er til moldar borin Theó- dóra Kristj ánsdóttir,- r Hátéigsvegi 28. Hún andaðist í Landsspítalan um eftir nokkurra vikna stranga legu, en síðastliðið ár hafði hún ekki gengið heil til skógar, enda langur starfsdagur að baki. Hún var fædd í Straumfjarðar- tungu í Miklholtshreppi á Snæfells nesi. Foreldrar hennar voru Kristján, bóndi þar, og fyrri kona hans, Sigríður Jónsdóttir, Hregg- viðssonar frá Svarfhóli, ættaður úr Dölum. Kristján var hinn merkasti búhöldur og gáfumaður. Hann flutti síðar að Hjarðarfelli í sömu sveit og bjó þar til dauðadags. Faðir Kristjáns var Guðmundur á Miðhrauni Þórðarson frá Hjarð arfelli 1807 og'hefur þar höfuðból verið í þeirri ætt lengst af síðan, og jafnan verið vel setið. Af þeim Hjarðfellingum er margt fólk kom ið, sem valizt hefur til forustu í ýmsum atvinnugreinum hérlendis og í Kanada. Móðir Kristjáns á Hjarðarfelli var Þóra Þórðardóttir frá Borgar- holti, Þórðarsonar frá Lágafelli, Jónssonar. Þórður Jónsson var kallaður hinn stóri og var líka kenndur við Skógarnes. Frá þeim alnöfnum í Skógarnesi og Hjarðar felli er fjölmennur og merkur ætt bogi kominn, því að báðir áttu fjölda barna, sem komust til full orðinsára, en slíkt var ekki alltítt á þeim árum harðréttis og barna- dauða. Þóra á Miðhrauni var í 8. lið frá Marteini presti á Staðarstað, sem um tíma var biskup, sem frægt er. Hún var fíngerð kona og hafði á sér heldri kvennahátt, að kunn- ugir töldu. Það féll í hennar hlut að ganga Theódóru i móðurstað, er hún missti móður sína fjögurra ára. Þóra var þá sjötug og bjó með seinni manni sínum, Þórði Hreggviðssyni, afabróður Theó- dóru. Þessi öldruðu heiðurshjón reynd ust henni sem beztu foreldrar og minntist hún þeirra jafnan síðan með miklu þakklæti. Hún var hjá þeim til þeirra æviloka, en 9 ára flytur hún til föður síns að Hjarð arfelli, en naut hans ekki lengi við. Kristján andaðist 1894, 41 árs að aldri. Hann hafði kvænzt öðru sinni Elínu Árnadóttur, ættaðri úr Stafholtstungum og þau eignuðust 3 börn, en með Sigríði átti hann 4 og var Theódóra næst yngst. Alsystkini hennar voru Guðbjart ur hreppstjóri á Hjarðarfelli og Alexanuer, báðir iátuir og Stefán, vegaverkstjóri í Ólafsvík, en hálf systkini þeir bændurnir í Mikl- holtshreppi Sigurður í Hrísdal. og Þórður á Miðhrauni, og Vilborg húsfreyja á Ölkeldu í Staðarsveit. Hjá stjúpu sinni og seinni manni hennar, Erlendi, dvaldi Theódóra til 15 ára aldurs, ,en flutti þá til Jósafats snikkara í Stykkishólmi og Ingveldar. Átti hún þar heimili um skeið og taldi vist hjá þeim hjónum hafa verið sér góður skóli. M.a. lærði hún á þeim árum saumaskap, sem þá var ekki algengt. Var það henni meir en nafnið eitt, því að hún afkastaði miklu og góðu verki á því sviði. n En nú verða þáttaskil í ævi þess arar ungu stúlku. 23 ára flytur hún til Ólafsvíkur. Þar hittir hún lífsförunaut sinn, Þorkel Guð- brandsson, greindan mann og harð duglegan af ætt Síðupresta. For- eldrar hans bjuggu í Ólafsvík, en hann hafði alizt upp hjá afa sín- um, merkisprestinum Þorkeli Eyj ólfssyni á Staðarstað. Mér er kunnugt um, að ungu hjónin töldu það sína mestu ham- ingju, er þau kusu hvort annað til samfylgdar. — Hjónaband þeirra var varðað ást og gagn- kvæmri tillitssemi. Þeirra hveiti brauðsdagar voru meir en 55 ár Þau settust fyrst að í Ólafsvík en hófu búskap í Staðarsveit 1909 Fyrst á Furubrekku til 1919, svo á Þorgeirsfelli til 1921. Þetta voru erfið ár til búskapar fyrir frum- býlinga, svo að þau fluttu til 1 Hellissands, þar sem Þorkell stund aði sjómennsku. 1925 fluttu þau til Reykjavíkur. Seinustu 20 árin hafa þau búið á Háteigsvegi 28, ásamt eldri börnum sínum. Börn þeirra eru: Sigríður Elín, ekkja Jóhannesar Zöega Magnús- sonar prentsmiðjustjóra; Guð- brandur Ágúst, lögregluvarðstjóri, kvæntur Friðrikku Jóhannesdótt- ur og Ragnheiður, hjúkrunarkona, gift Gunnari Steingrímssyni, loft- skeytamanni. Þau ólu upp sem eig ið barn Guðbjörgu Sæmundsdótt- ur, frænku Þorkels, sem er gift Pétri Guðmundssyni, bónda, Lax- nesi. Fleira ungt fólk dvaldi hjá þeim um lengri og skemmri tíma. í Reykjavík stundaði Þorkell verkamannavinnu, var starfsmað ur Eimskip í áratugi, allt fram til 1961. Theodóra var manni sínurn um- hyggjusamur félagi og bjó honum vistlegt heimili. Saman deildu þau kjörum frá fátækt til bjargálna í sveit og borg. Hún sá börn sín vaxa upp og verða að nýtum þjóð félagsþegnum, svo og barnabörn, sem hún hafði yndi af að umgang (Framh. á 15. síðu). 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.