Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 7
'w <$■ Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson fáb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- tngastjóri: Egili Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur f Bankastræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Áskriftargj kr 55 á mán innanl t lausasölu kr. 3 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Ríkisstjómin fékk viðvörun Aðalmálgögnum ríkisstjórnarinnar, Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu, kemur illa saman um úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna. Mbl. reyijir hiklaust að túlka þau sem „traustsyfirlýsingu til ríkisstjórnarinnar“. Það hefur þegar birt margar greinar til þess að reyna að sanna þetta. Alþýðublaðið sagði hins vegar í fyrstu for- ustugrein sinni eftir kosningarnar: „Það væri engin raunsæi að telja, að Framsóknar- flokkurinn hefði ekki töluvert hagnazt á stjórnarand- stöðunni í kosningunum". Enn fremur sagði svo í Alþýðublaðinu sama dag: „Við drögum ekki dul á, að úrslit kosninganna hafa orðið Alþýðuflokksmönnum mikil vonbrigði". Það kemur jafnframt greinilega fram í þessum og öðr- um skrifum Alþýðublaðsins, að það telur óvinsældir stjórnarstefnunnar eiga meginþátt í tapi Alþýðuflokks- ins. Það ber vissulega að viðurkenna, að Alþýðublaðið bregzt hér ólíkt heiðarlegar við en Mbl. Alþýðublaðið viður- kenir hiklaust, að Alþýðuflokkurinn hafi orðið fyrir áfalli vegna stjórnarstefnunnar. Kosningaúrslitin í Reykja vík, á Akureyri, á Akranesi, í Hafnarfirði og í Keflavík sýna ómótmælanlega, að Alþýðuflokkurinn hefur orðið fyrir miklum hnekki, sem rekur rætur sínar til stjórn- arsamstarfsins. Það þarf ekki að koma á óvart, að óvinsældir stjórnar- samvinnunnar bitna harðast á Alþýðuflokknum. Alþýðu- flokkurinn ljær nú lið stjórnarstefnu, sem er í fyllsta ósamræmi við grundvallarstefnu hans. Fyrir þetta hlaut hann að fá refsingu og mun þó þyngri dómur bíða for- ingja hans, ef áfram verður haldið á þessari braut. Þótt Alþýðuflokkurinn hafi orðið fyrir þungum búsifj- um af völdum stjórnarstefnunnar, hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki heldur sloppið. Þrátt fyrir mjög verulega kjósendafjölgun í kaupstöðunum, hefur Sjálfstæðisflokk- urinn tapað þar nær 800 atkvæðum miðað við seinustu bæjarstjórnarkosningar. Hins vegar hefur aðalandstöðu- fiokkur ríkisstjórnarinnar bætt við sig 3550 atkv. í kaup- stöðunum. í kauptúnunum hefur tap Sjálfstæðisflokksins orðið til- tölulega enn meh’a. Það er því í senn hlægileg og furðuleg blekking, þeg- ar Mbl. er að reyna að túlka kosningaúrslitin sem „trausts yfirlýsingu til ríkisstjórnarinnar". Ríkisstjórnin sjálf mun líka vel gera sér ljóst, að eng- in traustsyfirlýsing felst í kosningaúrslitunum. Þau munu vera bein viðvörun um, að heppilegt sé að leggja á hill- una allar ráðagerðir um gengislækkun eða annað álíka. sem hiklaust myndi hafa verið gripið til, ef úrslitin hefðu orðið á annan veg. Kjósendur hafa því að öllum líkindum unnið þann varnarsigur í þessum kosningum, að nýjum kjaraskerð ingarráðstöfunum hefur verið afstýrt að sinni. Skrif Mbl og Alþ.bl. eiga hins vegar sammerkt um það að þau halda áfram að lofsyngja afturhaldsstefnu stjórnarinnar, þrátt fyrir þá viðvörlun. sem hún hefur hlotið. Þess vegna er augljóst hverju menn geta átt von á eftir næstu bing- kosningar, ef stjórnarflokkarnir halda þá velli. Þess vegna verður að herða róðurinn og leggja íhaldsstefnu ríkisstjórnarinnar endanlega að velli í næstu þingkosn- ingum. T í M I N N, laugardagur 2. júni 1962. Anatoly Fyodorovitsj Dobrynin Helzti samningsmaður Rússa í vidræðunum um Berlín VIÐRÆÐUR þær uní Berlín- armálið, sem hófust í Washing ton í aprílmánuði milli þeirra Dean Rusks utanríkisráðhem Sovétríkjanna og Dobrynins, ambassadors Sovétríkjanna þar, eru nú að hefjast að nýju eftir að hafa legið niðri í rúman mánuð Ýmsar ástæður hafa tafið viðræðurnar, sem í fyrstu vöktu nokkra von um a. m. k. bráðabirgðalausn Berlínarmáls ins. Ein ástæðan er sú, að Rusk var fjarverandi frá Wash ington fyrri hluta maímánaðar vegna funda Atlantshafsbanda- lagsins og Suðaustur-Asíu- bandalagsins. Eftir heimkomu hans hefur þag m. a. tafið fyr- ir, að Adenauer hefur haft sitthvað við þær tillögur að at- huga, sem Bandaríkin höfðu lagt fram til lausnar Berlínar- deilunni. Stjórn hans hefur nú afhent stjórn Bandaríkjanna breytingartillögur, sem aðal- lega munu ganga í þá átt að fjarlægja allt það úr fyrri til- lögum Bandarikjanna, sem gæti falið í sér beina eða óbeina viðurkenningu á Austur Þýzkalandi. Óvíst er talið, að Bandaríkin taki þessar tillög- ur til greina. A. m. k. hefur stjórn þeirra lýst yfir því, að hún standi við hinar upphaf legu tillögur sínar. !i yiÐRÆÐURNAR um Berlín- armálið hafa beint verulegri athygli að þeim fulltrúa Rússa, sem tekur þátt i þeim. Dobryn- in ambassador. Þetta stafar ekki sízt af því, að hann er fuli trúi nýrrar kynslóðar í utan ríkisþjónustu Rússa, er um margt virðist ætla að hafa aðra starfshætti og framgöngu en þeir Molotoff og Gromyko Þeir Molotoff og Gromyko hafa orðið kunnir fyrir kulda lega framkomu sína og um skeið drógu flestir Rússar í ut anríkisþjónustunni dám af þeim. í seinni tíð hefur Gromy- ko að vísu breytzt nokkuð, en eðlilegur léttleiki virðist hon- fum hi’ns vegar fjarri skapi. Um Dobrvnin gildir þetta hins vegar öðru máli. Ilann er manna þægilegastur og glað- værastur í umgengni og hefur stundum verið haft á orði, að hann gæti minnt á léttlyndan Bandaríkjamann. Hann getur haft spaugsyrði á reiðum hönd Dobi-ynin um og verið hinn kumpánleg- asti við hvern sem er. Útlit hans sPillir ekki heldur fyrir honum, en hann er hár vexti og allur hinn myndarlegasti. Það er álit margra, að Krusl joff vilji hafa starfsmenn ut- anríkisþjónustunnar mjög í stíl við Dobrynin og því eigi menn eftir á næstunni að kynnast nýrri rússneskri* diplomatastétt, er minni eins mikið á Krustjoff, eins og hin fyrri minnti á Stalin. ANATOLY FJODOROVITSJ DOBRYNIN er ekki nema 42 ára gamall, þótt hann gegni nú orðið einu veigamesta emb ætti rússnesku utanríkisþjón ustunnar. Hann gekk í *utan- ríkisþjónustuna fyrir 18 árum síðan eftir að hafa búið sig undir hana með háskólanámi sínu. Meira en helming þessa tima hefur hann dvalið í Bandaríkjunum, fyrst sem starfsmaður rússneska sendi- ráðsins í Washington en síðar. sem aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum, þar sem hann varð mjög handgeng- inn Dag Hammarskjöld, en hlutverk Dobrynins var m. a. að fylgjast með störfum örygg isráðsins og stjórnmálanefnd- ar allsherjarþingsins. Dobryni11 vann sér gott orð meðan hann starfaði í þjónustu Sameinuðu þjóðanna og vann sér vinsæld- ir margra fulltrúa þar. Óhætt mun að fullyrða, að hann hafi unnið sér mestar vinsældir þeiira Rússa, sem hafa starfað á þeim vettvangi. Árið 1960 gekk Dobrynin úr þjónustu S. Þ. og tók við stjórn amerísku deildarinnar í utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Því starfi gegndi hann, unz han-n varð ambassador Rússa í Washington á síðastliðnum vetri. ÞAÐ KOM í Ijós meðan Do- brynin dvaldi í New York, að honum er margt til lista lagt. Hann er góður skákmaður. Hann er mjög snjall Ijósmynd ari og er vel að sér á sviði hljómlistar og er sagður eiga gott hljómplötusafn. Einkum a er hann sagður aðdáandi hinn a ar nýtízkulegri hljómlistar. » Hann er sagður góður íþrótta- | maður, einkum þó skíðamað- « ur. Hann var tíður gestur í 'j leikhúsunum í New York. i Seinast en ekki sízt vann hann : í sér álit ýmissa Bandaríkja- manna vegna þess að hann las mikið amerískar leynilögreglu- sögur og gat talað tímum sam an um þau efni. Því hefur oft verið spáð um Dobrynin, að hann ætti eftir að ná langt. Hann væri t d. mjög líklegur til að fylla vel sess utanríkisráðherra. Hæfileik- arnir einir nægja honum þó ekki til þess, heldur engu síð- ur hitt, að hafa lag á að lialda hylli valdhafanna í Kreml. Það hefur reynzt mörgum gáfu- manninum erfitt, einkum ef hann hefur haft nokkuð sjálf stæðar skoðanir. En ef til vill stendur það til bóta. Fyrir framtíð Dobrynin skiptir það vafalaust miklu, hvernig við- ræðunum um Berlín reiðir af, en þar á ekki aðeins hann einn mikið í húfi, heldur öll Evrópa. ásamt Bandaríkjunum. — Þ. Þ. Vítir liarðlega skattalagn ingu bænda og neytenda — álykfun bændafuðidar á Egilsstöðum Bændafélag Fljótsdalshéraðs hélt fund í Egilsstaðakauptúni 15. maí s.l. 50—60 félagsmenn sóttu fundinn auk margra utanfélags- manna. Aðal umræðumál fundar ins var — Samgöngumál á Austur landi. Eftirfarandi ályktanir voru sam I þykktar á fundinum: 1. Fundur í bændafélagi Fljóts- dalshéraðs haldinn að Egils- stöðum 15. maí, 1962 gerir eftirfarandi samþykkt um sam göngumál Austfirðingafjórð- ungs: Fundurinn skorar á ríkisstjórn ina að hlutast til um: a) Að gert verði stórt átak í upp byggingu vegakerfis Fljóts- dalshéraðs og annarra staða í fjórðungnum, sem brýn þörf krefur. Til þessara fram- kvæmda séu stóraukin árleg fjárframlög frá ríkissjóði, auk þess verði tekin lán eftir því, sem þörf krefur, þannig að lokið verði nauðsynlegri upp byggingu á næstu 5 árum. b) Að hraðað verði sem mest nauðsynlegum brúarbygging- um á Fljótsdalshéraði og ann ars staðar í fjórðungnum, og bendir fundurinn sérstaklega á brú á Lagarfljóti á Úthér- aði. c) Að hraðað verði að endurbæia og fullgjöra flugvöllinn á Egils stöðum, og aðra flugvelli í fjórðungnum. d) Fundurinn lýsti óánægju sinni yfir því, hvað strandferðir til Austurlands eru ófullkomnar, og skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um, að þær verði auknar og færðar i meira sam ræmi við ferðir fólksins. 2. Fundur í bændafélagi Fljóts- dalshéraðs haldinn í Egilsstaða kauptúni 15. maí 1962 sam- þykkir eftirfarandi ályktun varðandi lagasetningu síðasta Alþingis um fjáröflun til stofn lánadeildar landbúnaðirins: I. Fundurinn telur að brýn nauð syn hafi verið að auka fjárráð lánadeildar Búníðarbankans (Framhald a 15. síðu). 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.