Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 8
í gær, hinn 1. júní, voru liðin 50 ár síðan Vilhjálmur Þór hóf starf sitt á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Þar sem hann er óumdeilanlega sá maður, sem staðið hefur fyrir mestum fram- kvæmdum á vegum samtakanna og ofið flestum nýjum og gild- um þáttum í samvinnustarfið, þótti Tímanum auðsætt að minn- ast þessara timamóta að nokkru, og átti af þessu tilefni samtal það við Vilhjálm, sem birt er hér á þessum síðum ásamt mynd- um frá Kaupfélagi Eyfirðinga, en því félagi lyfti hann til önd- vegis í samstarfi við aðra eyfirzka samvinnumenn. Þótti við eiga að rekja fyrst og fremst söguna, sem gerðist í Kaupfélagi Ey- firðinga, heldur en stórframkvæmdirnar hjá SÍS síðar, þó að þeim sé líka vikið, því að sú saga hefur ef til vill verið oftar og greini- legar sögð. Það er ekki seinni tíminn einn, sem metið hefur störf Vil- hjálms fyrir samvinnuhreyfinguna að verðleikum. Mönnum var Ijóst, þegar hann var á milli tvítugs og þrítugs, hver afreksmað- ur þarna var á ferð, og til marks um það er fróðlegt að líta í rit eins og „Samvinna bændanna", sem atvinnumálaráðuneytið gaf út 1930. Þar segir m.a. svo á bls. 77.: „Vilhjálmur gekk kornungur í'þjónustu Kaupfélags Eyfirð- inga, aðeins 12 ára gamall, og hefur verið þar óslitið síðan. Kaup- félagslegt uppeldi sitt hefur hann því hlotið undir handarjaðri þeirra bræðra, Hallgríms og Sigurðar. Minnist sá, er þetta ritar, þess, að Hallgrímur Kristinsson dáðist oft að vinnugefni þessa drengs í kaupfélaginu og kvað hann einhvern tíma mundu verða í liðtækara lagi. Kvað hann Vilhjálm jafnan bjóða sig fram til aukastarfa, þegar algengur vinnutími væri úti, án þess að ætlast til nokkurrar aukaborgunar fyrir. Ilallgrímur hefur reynzt sann- spár um starfsorku Vilhjálms. Hann er hqpih’eypa til vinnu. Auk þess er það margra manna mál, þeirra er til þekkja, að hann sé glöggskyggnastur kaupsýslumaður fyrir félagsins hönd allra fram kvæmdastjóra þess. Um það má deila. Hitt orkar ekki tvímælis, að Kaupfélag Eyfirðinga hefur stigið áfram stærstum risaskref- um undir hans forstöðu". Þegar þetta er ritað, hefur Vilhjálmur verið kaupfélagsstjóri KEA í sex eða sjö ár. Og í 50 ára afmælisriti KEA, árið 1935, segir m.a. svo á bls. 79: „Vilhjálmur Þór hefur gegnt framkvæmdastjórastörfum frá 1. júlí 1923. Var hann þá aðeins 23 ára gamall. Hann hefur unn- ið hjá félaginu frá því hann var 12 ára að aldri. Má því segja, að hann hafi alizt að hálfu leyti upp innan veggja kaupfélagsins und- ir handleiðslu Hallgríms og Sigurðar Kristinssonar. Var dugnaði hans snemma viðbrugðið. Undir stjórn hans hefur félagið náð mestri útbreiðslu og mest verið framkvæmt. Stórhýsi hafa verið reist og fjölmargar nýjar starfsgreinar upp teknar. Leikur það ekki á tveimur tungum, að hann muni vera með snjöllustu kaup- sýslumönnum Iandsins. Núverandi framkvæmdastjóri líkist fyrirrennurum sínum um það, að honum eru málefni félagsins hjartfólgin. Hann er einn þeirra manna, sem hefur óbifanlega trú á samvinnu og samtök- um sem heillavænlegri leið til aukinnar menningar og hvers kon- ar framfara. Vilhjálmur Þór er óvenju skyggn á allt það, er getur orðið félaginu til eflingar og hagsbóta. En hann er eigi síður glöggur á allt, sem félaginu kann að stafa hætta af. Er hann harður i horn að taka, ef honum þykir mikið við Iiggja. Hann er öruggur foringi, hvort sem er til sóknar eða varnar hag félagsins, og held- ur á málefnum þess með festu og skörungsskap“. Þessar umsagnir sýna gerla viðhorf og álit samvinnumanna á Vilhjálmi Þór þegar á ungum aldri. I — Mér er sagt, að þú eigir 50 ára starfsafmæli um þessar mundir, Vilhjálmur. Margt hefur nú á dagana drifið, sem ástæða væri til að rifja upp. — Ekki veit ég það, en eigi þetta að teljast einhver merk- isdagur, þá er það vegna þess, að 1. júní á þessu ári eru liðin 50 ár — hálf öld — frá því að ég byrjaði að starfa hjá Kaup- félagj Eyfiðinga — 50 ár síð- an ég kom til starfa hjá sam- vinnuhreyfingunni, en hjá henni hef ég unnið lengst, eð'a einvörðungu í 35 ár. Og ef við eigum að ræða eitthvað um störf mín, þá skulum við í þetta skipti halda okkur sem mest við þá merkjasteina sem kunna að finnast á slóðum sam vinnustarfsins. Um hitt getur gefizt tækifæri til að ræða síð- ar. — Hvað varstu gamall, þeg- ar þú byrjaðir hjá KEA? — Eg var 12 ára snáði, vann um sumarið við alls konar smávik, sendiferðir og aðstoð í búð við afhendingu og fleira. Um haustið fór ég svo aftur i barnaskólann til þess að Ijúka þar námi í 6. bekk. Gekk svo til spurninga hjá séra Geir Sæ- mundssyni og var fermdur um vorið. En þá var ekki heldur lengur til setunnar boðið. Byrj- aði strax að vinna á mánudag eftir fermingardaginn, enda hafði svo verið fastmælum bundið um haustið, þegar ég fór í barnaskólann. Litið um Samtal við Vilhfálm — Og hefur ef til vill alltaf unnið síðan? Urðu engin hlé við frekari skólavist? — Já, eftir það vann ég óslit- ið og hef alltaf unnið. — Nei, það varð ekkert um meiri skóla göngu. Það var enginn tími tii þess, meira en nóg að starfa, og víst var sitt hvað að fást við í vaxandi stofnun. Og það var svo gaman að læra í þessu starfi, á hverjum degi eitthvað nýtt, sem tók hugann allan. Já allt varð að lærast í starfinu sjálfu. lærast af reynslunni. Stundum var það nokkuð erfitt. satt er það. en alltaf gaman. Það var mér lán, að saman fór að mér hafði verið kennt og innrætt það heima, að starf væri hollt og gott og ætíð hvattur til þess að vera iðju- samur, láta sem fæs'tar stund- ir vera ónotaðar, og svo hitt að húsbændur mínir voru alltaf tilbúnir að leyfa mér að fást við það, sem mig langaði til að reyna að gera. Þetta hvort tveggja fæ ég seint fullþakkað. Með auknum þróska fékk ég altaf ný viðfangsefni, hætti að vera sendill en varð búðarmað ur og sí'San skrifstofumaður, og þá má ef til vill segja, að ég hafi verið þetta allt í senn 1— og meira til. Það mun ha/fa verið 1917, sem ég var búinn að fá lykla- völd að húsum og fjárhirzlum með kaupfélagsstjóranum og þá orðinn hægri hönd hans og fulltrúi við marga þætti starf seminnar. — En tildrögin að kaupfé- Iagsstjórastarfinu? — Það bar að með óvænt- ari hætti og fyrr en mig varði sjálfan. Þegar Hallgrímur Krist insson dó snemma árs 1923 var Sigurður bróðir hans kvaddur til þess að taka við íorstjóra starfi SÍS í hans stað. Aður en ég eiginlega vissi af var það orðið svo á miðju sumri 1923 að ég var orðinn kaupfélagsstj. KEA. Eg hafði ekki óskað eft- ir þessu, og það var vissulega mikið færzt í fang af mér 23 ára gömlum, en úr því að frá- farandi kaupfélagsstjóri mælti fast með því og stjórn félagsins vildi þetta einróma, því skyldi ég þá skorast undan vandan- um? — Ilver voru fyrstu við- brögð þín, þegar þessi vandi var kominn þér á hendur? — Fyrsta viðfangsefnið, sem að kallaði, fór ekki í felur — og aðeins um eitt að gera — að halda áfram starfi Sigurðar að semja um og kveða niður „gömlu skuldirnar". Kreppan harða og illvíga, sem skall yf- ir 1920—21, þegar saman fóru þær hörmungar, að bændur þurftu að berjast við harðan vetur og kaupa dýran fóður- bæti, og afurðaverðið féll stór- lega, hélt öllu enn í harðgreip sinni. Haustið 1922 fengu bænd- ur ekki nema 50 áura fyrir pundið af bezta dilkakjöti. Það er erfiðasta starf, sem ég hef átt við um dagana, að kalla eft- ir „gömlu skuldunum" hjá bændunum í Evjafirði á þeim árum. Það stafar þó ekki af viljaleysi þeirra til greiðslu, heldur hinu, hve þröngt var í búi um alla hluti. En smátt og smátt birti og batnaði og unnt að fara að hugsa til framkvæmda aftur. öxl til Þór, bankastjóra Verkefnin, sem biðu, voru mörg. Eg held helzt, að fyrstu árin mín sem kaupfélagsstjóri hafi reynt meira á þollund mtna en flest annað — að þurfa að halda að mér höndum, eins og margt kallaði að. — En hvernig stóðust ey- firzkir bæridur í þessum raun- um. — Eins og hetjur, sannar hetjur, og barátta þseirra er lærdómsríkari en flest annað í samvinnustarfinu. Hér þurfti ótrúlega mikla þolinmæði og þrautseigju, og hvort tveggja áttu Eyfirðingar í ríkum mæli. — Kreppan leið hjá, árferðið batnaði, skuldirnar borguðust, og félagið komst fullkomlega á réttan kjöl. Það. sem bændum lá mest á, var aukin ræktun. Þetta skildu bæði þeir og kaupfélagsstjórn- in. Því var tekinn upp sá hátt- ur hjá KEA að veita lán til ræktunar og kaupa á heyvinnu- vélum. Voru þessi lán til nokk- urra ára og áttu að greiðast með ræktunarstyrk þeim, sem bændur fengiu að ræktunar- lokum. Var þetta algjör ný- breytni en varð til þess að hraða mjög ræktun um allan Eyjafjörð. En það, sem setti eyfirzka bændur í fremstu röð um rækt- un og síðan um byggingar pen- ingshúsa. var stofnun mjólk- ursamlags KEA, sem tók til starfa 1928. Mér er það enn mikil gleði, að ég skyldi verða upphafsmaður þeirrar tillögu árið 1924 að hefja mjólkur- vinnslu á vegum félagsins. Mesta lán þess mikla framfara- máls var þó það, að Jónas Kristjánsson valdist til undir búnings þess og framkvæmda. en hann hefur stjórnað mjólk ursamlaginu frá upphafi með þeirri prýði, sem alkunn er. Það T í M er sannfæring mín enn í dag, að það sé þessi framkvæmd, sem fremur öðrum hefur sett svip sinn á eyfirzkan búskap, skapað velmegun og ávaxtað natni, fyrirhyggju og dugnað eyfirzkra bænda, eins og á orði er haft að verðleikum. — Og hvaffla framkvæmdir ber svo helzt að nefna aðrar. — Það er af miklu að taka, segir Vilhjálmur, en ég get varla verið að þylja það upp, en ef þú vilt vita meira, get- urðu litið í þessa bók, og Vilhjálmur réttir mér afmæl- isrit Kaupfélags Eyfirðinga frá 1935. Það þarf ekki lengi að blaða í þessari bók til þess að sjá, að margt hefur verið gert hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á fáum áirum. Minnzt hefur verið á Mjólkursamlagið hér að fram- an. Árið 1928 var byggt slátur- hús við frystihús, sem félagið hafði keypt og endurbætt á Oddeyrartanga. Það var þá stærsta og fullkomnasta slát- urhús landsins. Árið 1929 og 1930 var hið stóra og myndarlega verzlun- aihús félagsins reist við Hafn- arstræti, enda komið í óefni hjá félaginu þá með húsrými til starfseminnar. Þetta var langstærsta og veglegasta verzl unarhús, sem þá hafði verið byggt utan Reykjavíkur, og var svo lengi, enda sagði einn bankastjóri í Reykjavík um þessa framkvæmd: Hvað á að fyrsta gera með svona gríðarstórt hús utan Reykjavíkur? Þetta hús er þó löngu orðið of lítið fyrir starfsemi KEA. Árið 1930 var smjörlíkisverk- smiðja KEA fullgerð og lækk- aði verulega verð á smjörlíki á Akureyri. Þremur árum eftir að „stóra húsið" var fullgert varð KEA að hefjast handa um byggingu enn stærra húss. Þar var sett á laggirnar margvísleg staif- semi — gistihús, lyfjabúð, kjöt búð og margt fleira. Mjög full- komin brauðgerð var stofnuð, svo og pylsugerð. Hér er þó fátt eitt hið stærsta talið. í riti þessu er meðal annars getið um það, að KEA hafi tekið upp þann sið að bjóða húsfreyjum heim til sín og síð- ar fermingarbörnum. Vilhjálm ur kveðst ekki vita, hvort önn- ur félög hafi á undan KEA (1935) byrjað þennan þátt fé- lagsstarfs, en það var a.m.k. alveg nýtt á þessum slóðum. Síðar hefur þetta komizt í al- menna tízku hjá samvinnufélög unum að bjóða húsfreyjum heim og í löng ferðalög . Þá má og nefna skipaútgerð KEA, leigu erlendra skipa til vöruflutninga heim og kaup og útgerð Snæfells. Þegar ég lít upp úr ritinu um KEA fimmtugt og vík næstu spurningu til Vilhjálms, er komið að þáttaskilum í þessari sögu. — En ef við vikjum að störfum þínum sem forstjóri SÍS og aðdraganda og rótum þeirra nýju framkvæmda, þeirra nýju stoða, sem þú bætt- ir í samvinnubygginguna, Vil- hjálmur? — Þá er ég hræddur um, að þetta samtal yrði alllangt. Auk þess er um þetta ofurlítið rætt í samtali við mig, sem birtast mun i Samvinnunni innan skamms. Eg vil þó taka fram, að allir þessi þættir — skipa- I N N, laugardagur 2. júní 1962 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.