Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.06.1962, Blaðsíða 9
»v«sca útgerðin, samvinnutryggingar, efling iðnaðarins, stofnun olíu- félags og stofnun Samvinnu- sparisjóðsins — eigi sér djúp- ar rætur í þeirri reynslu, sem ég hafði öðlazt í starfi mínu hjá KEA. Eg hafði sannfrrvzt um nauðsynina á þessum þátt- um samvinnusamstarfsins við það að reka mig á óleystan vanda. Og við athuganir inn- an lands og utan höfðu orðið til greinilegar áætlanir um það, hvernig bezt væri að koma framkvæmdunum á. Óhagstæð flutningakjör og óréttlæti við hinar dreifðu byggðir í sigl- ingum gerði þörfina á skipaút- gerð samvinnumanna knýjandi. 111 tryggingakjör og ónóg þjón usta við fólkið í tryggingamál- um var forsenda að stofnun Samvinnutrygginga. Óhagstætt verðlag, og of lítil þjónusta knúði fram stofnun Olíufélags- ins, og það breytti hvoru tveggja mjög til batnaðar. Samvinnu- sparisjóðurinn var stofnaður til að efla fjárhagslegt sjálfstæði samvinnufélaganna, sem ég hef ætíð talið fjöregg þeirra. En af því að samvinnuiðnaðurinn er ef til vill öðrum greinum fremur tengdur Akureyri, lang- ar mig til að minnast lítillega á aðdraganda hans. Þegar ég var lítill snáði norð ur á Akureyri heyrði ég oft talað um þau undur, að Aðal- steinn Halldórsson hefði ráðizt í það nokkru fyrir aldamót að koma upp „tóvinnuvélum" til var í mínum augum, og sá ljómi þvarr aldrei, þó að ann- að margfalt stærra og mikil fenglegra væri skoðað síðar. Svo vildi til, að nokkru seinna tók Jónas bróðir minn að vinna við verksmiðjuna, og áður en langt var liðið, var hann orðinn þar verksmiðju- stjóri og var allt til dauðadags. Tók verksmiðjan stórkostleg- um stakkaskiptum undir stjóru hans, og var elja hans og áhugi við að halda verksmiðjunni gangandi á fyrri stríðsárunum óbilandi og undravert, hvernig það tókst, þrátt fyrir kolaleysi, vöntun á lit og varahlutum í ryálarnar og ótoljandi önnur vandkvæði. En það er önnur saga, sem segja þyrfti, þó að síðar yrði. — En hvert var upphaf að þátttöku samvinnumanna í þessum rekstri? — Löngu áður en ég fór frá Akureyri höfðum við í KEA byijað að kaupa hlutbréf Gefj- unar, jafnótt og þau urðu föl. Það var vegna þess, að við lit- um svo á. að þessi bezta ullar- verksmiðja landsins ætti vel heima i rekstri samvinnu- manna. Nokkru siðar keypti Sambandið svo verksmiðjuna og var hún þá þegar stækkuð og endurbætt. Varð hún þarft fyrirtæki og gott, og sérlega mikilvægt á stríðsárunum. Ullarverksmiðjan Gefjun og skinna- og skóverksmiðjan Ið- unn, ásamt sápuverksmiðjunni Hekla var keypt af ungum og dugandi brautryðjanda og hann ráðinn til að veita henni for- stöðu. Varð Hekla mikið fyrir- tæki. Þetta kostaði allt mikið fé, en líklegt tel ég, að nú sé búið að afs'krifa það að mestu eða öllu leyti. Sérstaklega finnst mér ánægjulegt. að þótt þessar fram kvæmdir þættu miklar og of stórar, þá er nú þegar svo komið, að iðnrekstur samvinnu manna á Akureyri er að sprengja utan af sér fötin og kalla eftir stærri húsum, af- kastameiii vélum og fleira fólki til vinnu. — Og hvað er nú efst í huga, þegar litið er yfir hálfrar ald- ar veg aftur til fyrstu áranna hjá KEA? — Þegar ég hugsa til komu minnar til KEA fyrir 50 árum og lít yfir farinn veg sem snöggvast, þá er mér efst í huga þakklæti og gleði yfir því að hafa fengið að vera með í því starfi, sem unnið hefur verið, með í þeirri uppbygg- ingu, sem orðið hefur í landi okkar á þessari hálfu öld. Þakk læti til þeirra, sem ég hef unn- ið fyrir og til þeirra, sem með mér hafa unnið og sýnt mér trúmennsku, vináttu og trygg- lyndi um ár og áratugi. Og þegar litið er til fram- tíðarinnar er það gleðiefni, að framundan blasa við mikil, óteljandi og risavaxin verkefni, sem bíða eftir því, að hafizt sé starfsdags fyrir 50 árum norður við Glerá, en það var nafn Gefjunar á fyrstu áratug- um fyrirtækisins. Mér var sagt, að vatni væri veitt úr Gler á um langan skurð, er féll svo gegnum pípu niður á hjól, sem knúði svo aftur margar stórar kembivélar — svo stórar, að hver þeirra kemdi á við mörg hundruð kamba eins og þá, sem ég sá oft í liöndum pabba míns — og spunavélar, sem spunnu á við eitt þúsund rokka henn- ar mömmu minnar. Þetta voru mestu stórmerki um verk- smiðjurekstur, sem mér höfðu borizt til eyrna. Og þegar ég fékk sex ára gamall að koma þarna upp eftir og líta þetta allt, þá urðu barnsaugun stór, og það, sem fyrir þau bar, gleymdist aldrei. Seinna vissi ég að vísu, að þetta var allt harla smávaxið og ófullkomið miflað við annað stærra, en það breytir ekki þvi, að þetta var þá það stórkostlegasta, sem Sjöfn, veittu mjög mikla at- vinnu á Akureyri. Samvinnu- iðnaðurinn þar hafði komið í stað fiskvinnslu og síldarsölt- unar, sem bærinn lifði að veru- legu leyti á áður fyrr. Það var augljóst, að sjálfsagt var að styrkja þetta bæjarfélagsins vegna. Það var sjálfsagt, að hin gamla og gróna Gefjun væri aukin til þess að gera iðnað samvinnumanna sterkari og af- kastameiri. Það var augljóst, að iðnaður landsmanna þurfti yfirleitt að aukast, og að sjálf- sögðu átti sá iðnaður að sitja fyrir, sem nýtti íslenzk hráefni. Þegar þetta allt er haft í huga, lá beint við að hefjast fljótt handa. Sambandsstjórn- in ákvað að taka á sig þá áhættu að byggja upp að nýju allan iðnað sinn á Akureyri. Gefjun var endurnýjuð, stór og vistleg hús byggð og nýjar vél- ar keyptar. Iðunn fékk ný húsa- kynni og prjónaverksmiðjan þaii'ítác|á!íítíá vandann og sköpuð betri lífsskilyrði með þessari þjóð. Óskir mínar til samvinnu- hreyfingarinnar allrar eru þær, að hún megi vaxa að vilja og þrótti til þess að verða áfram öflugur og vaxandi þáttur í uppbyggingu landsins, en mér er vorkunn, þó að hugurinn leiti mjög í hinn „fagra fjörð“ — norður til Eyjafjarðar, þar sem vagga mín stóð og ég hef lengst unnið, — leiti þangað með einlægri ósk til fólksins þar, bæði í sveit og við sjó, um að því auðnist ávallt að standa fast saman gegn öllum örðugleikum, sem að steðja, eins og það gerði svo vel á löngu liðnum áium — ósk um, að það megi áfram kunna að nota mátt samtaka og samvinnu til þess að gera líf sitt betra, bjartara og ríkara af ölllP því, sem gott er, sagði Vilhjálmur Þór að lokum. — AK. Efsta myndin sýnir verlunarhús Kaupfélags EyfirSinga eins og þaS var um þær mundir, sem Vilhjálmur Þór byrjaði að starfa hjá félaginu 1912! — Næsta mynd sýnir „stóra húsið“ — hiS glæsilega verzlunarhús KEA viS Hafnarstræti, sem fullbúið var 1930. — Þriðja myndin sýnir eyfirzkar húsmæSur í heim- sókn á Akureyri á vegum-KEA, eftir 1930. Myndin er tekin í hvamminum neðan við barnaskólann, en þar stóð þá yfir iðnsýning. — Neðsta myndin er af húsum Mjólkursamlags KEA. — Myndin hér til hliðar er teikning af nýbyggingunni, sem hafin var 1933, en þar er nú gistihús, lyfjabúS, kjötbúð og fleira. Hús- ið var lítiS eitt á annan veg, þegar því var lokiS, en teikningin sýnir, hvernig hún var ráSgerð í tíð Vilhjálms sem kaupfélags- stjóra. T í M I N N, laugardagur 2. júní 1962, 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.