Tíminn - 16.06.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.06.1962, Blaðsíða 2
 VID SOFUM ÖLL ALLTOF MIKIÐ svo marga, að allir geti veitt sér átta tíma svefn hverja nótt. Sé hins vegar svefntíminn skorinn Amerískir herlæknar telja, aS hægt sé að minnka svefn- þörf manna niður í 2—3 tíma á sólarhring. Til þess þarf að gefa mönnum létt rafmagnslost við gagnaugun, og veldur það svo djúpum svefni, að óþarft verður að sofa átta tíma, eins og eðli- legt er nú talið. Rafmagnið á að hafa áhrif á svefnstöðina, en hún er í þeim hluta heilans, sem kallast hypot halamus. Þessi svefnstöð fannst við' tilraunir á köttum. Þeir voru deyfðir og boruð örfín göt í höf- uðskeljar þeirra, og inn um göt in voru leiddir rafþræðir. Endar þeiria voru óeinangraðir og snertu hypothalamus. Þegar kettrnir vöknuðu upp frá deyfingunni, var ekki að sjá, að þræð'irnir gerðu þeim neitt til. En nú voru þræðirnir sett- ir í samband við léttar rafleiðsl ur, en þó svo að kettirnir gátu farið allra sinna ferða í til- raunabúrinu. Þegar straumur var settur á, féllu kettimir þeg- ar í svefn, en vöknuð'u aftur um leið og straumurinn var rofinn. Gert vegna geimferða Bandaríkjamenn ætla sér greinilega að hafa þau áhrif á taugakerfi manna, að 2—3 tíma svefn á sólarhring dugi til að hlaða taugakerfið orku til sól- arhrings starfa. Þessar áætlan- ir sfanda í sambandi /við geim- ferð'alög. Þau munu óhjákvæmi- lega taka langan tíma, jafnvel mánuðum saman, og verður ekki hjá því komizt, að áhöfnin sofi á leiðinni. En eldflaugar eru ekki sé Þol'nmæðin nóg, er alltaf hægt svo rúmgóðar, að hægt sé að taka að sofna. niður, mun það spara mannafl'a og um leig útrými. Átta tíma svefn á sólarhring er ekkert lífsskilyrði. Það sést m.a. á því, að ýmsir nafnkunn ir menn hafa mestalla ævina sofið mun skemur, eða ekki nema 4—5 tíma. Þannig var til dæmis háttað með Napoleon, Alexander mikla, Edison og Darwin. Enginn deýr-1 af sveFrtléysi Og þótt ótrúlegt megi virðast, er til fólk, sem sefur aldrei. í Englandi er til maður, sem hef- ur ekki sofið síðan í heimsstyrj- öldinni, og í vísindaritum um huilasjúkdóma er getið' sjúkl- inga, sem ekki sváfu í meira en þrjátíu ár. Orsökin er hjá þessu fólki öllu skaðsemd á hypothalamus. Hjá Englendingum orsakaðist hann af höfuðhöggi, hjá hinum af heilabólgu. En af þessu má sjá, að svefnleysi getur ekki verið banvænt. Sjúklingunum ber öll- um saman um það, að þeir legg- ist til hvíldar á venjulegum tíma á kvöldin. Alla nóttina liggja þeir rólegir og afspenntir, en halda meðvitund, og um morg- uninn eru þeir eins vel hvíldir og aðrir, sem sofa. Sé venjulegum manni haldið vakandi, kemst hann eftir 3—4 sólarhringa í ástand, sem minn- ir á sinnisveiki. Á endanum fell ur maðurinn saman og sefur fast og lengi. Það er þess vegna hægt að venja sig af svefntöfl- um, ef þolinmæðin er nóg. Gald- urinn er bara sá að bíð'a þess, að svefninn komi af sjálfu sér En það getur tekið talsverða bið. Kona ein á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn var t.d. svipt svefntöflum, en sofnaði ekki fyrr en þrettán dögum síð'ar. SJúkrasamlagi Reykjavíkur Frá og með 1. júlí n.k. hættir Esra Pétursson að gegna heimilislæknisstörfum fyrir sjúkrasamlag- ið, vegna burtflutnings. Þess vegna þurfa allir þeir, sem hafa hann fyrir heimilislækni, að koma í afgreiðslu samlagsins, Tryggvagötu 28, með samlagsbækur sínar, hið fyrsta, til þess að velja sér lækni í hans stað. Skrá yfir samlagslækna þá, sem velja má um, liggur frammi í samlaginu. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. með ámoksturstækjum til leigu. Tek að mér að grafa skurði fyrir vatnsveitur, skolp- leiðslur, rafstrengi og símaleiðslur. Enn fremur minniháttar framræsluskurði og að hreinsa upp úr eldri skurðum. Verð mjög hagkvæmt miðað við af- köst. Flutningskostnaður hverfandi. Allar nánari upplýsingar gefur STEINÞÓR STEINGRÍMSSON, Bogahlíð 16, Reykjavík, Sími 34073 og 17227. Galdratrú ekki aldauða enn Galdratrú er síður en svo útdauð alls staðar. Það hef- ur glöggt komið fram við réttarhöld í Þýzkalandi að undanförnu. Borgarstjórinn í smábænum Mailach í Bæjaralandi kom fyr- ir rptt nýlega sem vitni. Hann lýsti þar yfir sem skoðun sinni, að til væri fólk, sem hefði „visst vald“ á öðrum. — Eg trúi því, að til séu galdranornir, sagði borgarsrtjórinn, sem er á áttræð- isaldri. — En ég trúi því líka, að til sé guð. Málið, sem borgarstjórinn vitn aði í, var höfðað gegn ungum manni, sem fyrir tveimur árum kveikti í húsi einu, er roskin kona átti Við yfirheyrslur kvaðst hann einungis hafa haft í hyggju að svæla hana út, þar eð hún væri galdranorn, en ekki sótzt eftir lífi hennar. Hann vildi einungis koma því til leiðar, að hún flytti burt úr bænum. Konan, sem fyrir íkveikjunni varð, gat líka bjargað sér úr elds- voðanum, en allar eigur hennar glötuðust. Hún lézt skömmu síð- ar. Ákærandinn krefst þess, að brennuvargurinn verði dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir íkveikju og morðtilraun. Yfirvöldin líta greinilega ekki á galdraorð konunnar sem afsök- un eins og bæjarbúar virðast sjálfir gera. 2 TÍMINN, laugardaginn 16. júní-1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.