Tíminn - 16.06.1962, Qupperneq 8

Tíminn - 16.06.1962, Qupperneq 8
foiaraverkfaiið Nýlið'inn er nú 25. sjómanna-, dagtlrinn. Yfir þessum hátíðis- degi sjómanna hvíldi dimmur skuggi að þessu sinni, en ég á þar við verkfallsskuggann og á hinu' leitinu verkbann útgerðarmanna á síldarflotanum. Vel getur svo ver- ið, að betra sé að þrátta um nokkr ar krónur til eða frá og láta all- an togaraflotann liggja af þeim orsökum mánuðum saman heldur en að gera hann út. Og kannski1 er það rétt, sem stöðvarbílstjóri sagði eitt sinn við mig, er hann ók mér heim frá skipi mínu, eftir j að ég hafði verið 6 vikur við Vestur-Grænland á veiðum í salt. Það, sem þessi ágæti náungi sagði, var einfaldlega það, að þeir þ. e. bílstjórar og aðrir, sem bíla keyptu, væm nú orðnir langþreytt- ir á því að halda þessu togaradóti gangandi og átti hann þar við bilaskattinn, sem víst gekk til styrkveitinga til reksturs togur- unum. Nú sýnist mér, að breytzt hafi til batnaðar að hans áliti, togararnir bundnir og innflutn- ingur bíla frjáls og vonandi, að bilstjórastéttin og aðrir, sem bíl- a-na fá, skili jafnmiklum gjaldeyri og hinir aumu togarar geiðu þó, á meðan þeir voru gerðir út. En til gamans ætla ég að taka smá dæmi um það, hvað 40 togarar, sem allir hefðu verið gerðir út á veiðar og fiskað í salt við Vest- ur-Grænland mánuðina airíl og maí, hefðu getað komið til með að afla á tímabilinu. Það er óhætt að gera ráð fyrir, að hver togari hefði farið eina veiðiferð, afli hefði að öllum líkindum verið að meðaltali 300 tonn af fullstöðn- um saltfiski eða um 12000 tonn af öllum skipunum. tJr þessum afla hefði fengizt' um 400 tonn af lýsi. Ekki er gotf að gizka á afla- verðmætið, ef aflanum væri land- að hérlendis, en í Esbjerg hefur fengizt um £ 100 fyrir tonnið upp úr skipi. Hefði þessum afla verið landað hérlendis, skapast vinna fyrir fiskvinnslustöðvarnar, sem nú eru velflestar verkefnalaus ar og þurrkhúsin ekki verið í notk un langtímum saman. Á þessu verður ekki ráðin bót á þessu ár- inu, en vonandi eigum við ekki eftir að horfa á allan flotann í höfn um hátojargræðistímann næsta ár. Við það, að skipin legðu í land saltfisk, skapaðist mikil vinna í bæjunum, sem togarar hafa, og þá gætu unglingar unnið í fiskvinnu í stað þeirrar óarðbæru og vanhugsuðu skófluvinnu, sem Alþýðublaðið hefur barizt mest fyrir að undanförnu. Annars er Alþýðublaðið aðeins að koma: fram hugmynd nfturhaldsins að! vilja heldur innleiða „Siberíu-1 vinnu“, eins og var í gamla daga, en skipin lágu þá langtímum sam- an og hefur þá Alþýðublaðið snú- izt e^ns rækilega og hægt er frá fyrri stefnumálum. Sú ráðstöfun að koma þeim manninum frá framkvæmdastjórn hjá BÚR, sem einna bezt barðist fyrir þeirri útgerð á sínum tíma og hafði stjórpað þar af röggsemi, er harla einkennileg. Kannski er það liður í þeim framkvæmdum1 íhaldsins að leggja niður bæjar- reksturinn og er hægara hjá þeim um það, þegar allir ráðandi menn við útgerðina eru íhaldsmenn jafnt í útgerðarráði, sem i framkvæmda stjórn.. Það er varla einleikið, að bæjarútgerðin skuli láta skip sín liggja í höfninni mánuðum sam- an, eða vilja þeir góðu herrar skýra bæjarbúum frá því, hvað það kostar BÚR daglega, að hafa öll skipin í höfninni? Hefur sjálf- sagt margur maðurinn gaman af því að sjá það, og væri fróðlegt, ef fylgdi með yfirlit yfir vortíma skipanna á saltfiskveiðum við Vestur-Grænland, á undanförnum árum, þá væri auðveldur saman- burðurinn, hvoit væri betra að fiska í salt eða láta skipin liggja. Nýlega birti SÍF saltfiskverðið eins og það er um þessar mundir og virðist það vera vel við unandi Eitt af aðkallandi verkefnum út- gerðarmanna í Reykjavík er að fá betri aðstöðu við höfnina og væri alveg fráleitt að láta Eimskip eins og farið mun fram á, hafa athafna svæði í vesturhöfninni. Þar á að ganga fyrir svæði fyrir fisk- vinnslustöðvar Nú hefur h.f. Klett ur sett sild til geymslu í tanka Faxa heitins og ætlaði verksmiðj an þannig að hafa hráefni til vinnslu nokkum tíma eftir að út- gerðarmenn höfðu stoppað síld- veiðiflotann. Bætist þarna einn flutningur á bílum við það, sem á undan var komið, og sést það enn, hversu illa staðsett sú verk smiðja er, sem vinnur allan fisk- úrgang í Reykjavík ásamt síldinni. Alþýðublaðsmenn voru nýlega í myndatökufeið um borð í m.b. Guðmundi Þórðarsyni og tóku mynd af skipstjóranum og í bak- sýn var svo löndunarkrani. Var myndatökumönnum bent á, að þeir ættu nú bara að taka sér far með einum bilnum og fyigja aflanum á leiðarenda, enda gæti þá hent sig, að þeir gætu birt mynd, er sýndi annan aðajatvinnu veg landsmanna. þa, sem ekki væri óhugsandi, að eitthvað af rollum væri kannski á beit í sveitasælunni i kringum verk- smiðjuna á Kletti. Ingólfur Mmningarorð: Georg Jónsson Grundfjörð AFMÆLISKVEÐJA ti! Skarphéðins Skarphéðinssonar ujwu^tJ X.A-M4J í Króki Gullbrúðkaup Ef við lítum yfir sögu íslenzku; Þegar vel lét i ári, svo fénaður heiðarbýlanna sjáum við að hún gekk vel fram og fólk hafði i sig hefur löngum verið hrakfallasaga., 0g á, þá þandist byggðin út, en Allt frá því landið var fullnumið1 þegar hart var í ári dróst hún sem kallað er, og fram á þessa öld, saman og þá fóru fyrst og fremst hefur oltið á ýmsu um búsetu heiðarbýlin í eyði. Þó fór fyrst manna á þeim. í verulega að halla á þau eftir að ! bæir og þorp fóru að myndast og byggðin að þéttast og nú má segja að sága þeirra sé öll. Einstaka býli hélt þó velli, helzt þar seril kjarnakarlar voru til staðar og er svo enn í dag. Gullbrúðkaup eiga á morgun | hjónin Kristín Friðriksdóttir og Jón Sigurðsson, bóndi að Sandfells ■ haga í Öxarfirði. — Jón er ættað-i ur úr Þistilfirði, sonur Sigurðar Jónssonar, bónda í Laxárdal og Þóru Einarsdóttur konu hans. — Laust fyrir aldamótin andaðist Sig urður bóndi, og fluttist þá Þóra með börn sín öll að Sandfellshaga til Björns hreppstjóra og dbrm. Jónssonar, sem var bróðir Sigurð- ar. En Jóhanna kona Björns var systir Þóru. — Jón ólst svo upp hjá föðurbróður sínum, ásamí öll- um sínum systkinum, og vann síð- an á hans stóra búi, þar til hann fór að búa sjálfur. Kristín er dóttir Friðriks Er- lendssonar, snikkara, er síðast bjó að Syðri-Bakka í Kelduhverfi. En hann var sonur Erlendar Gott- skálkssonar, alþingismanns, sem bjó að Garði og Ási í Kelduhv. Kona Friðriks og móðir Kristínar var Guðmunda Jónsdóttir, Árna- sonar, frá Víðihóli á Hólsfjöllum. Hún andaðist fyrir fáum árum, 102 ára gömul, mikil manndóms- og gáfukona. Hún mundi vel Kristj án Fjallaskáld og hafði rætt við hann. En 97 ár eru nú síðan skáld ið andaðist. Þau Jón og Kristin hófu búskap á hálfri jörðinni Sandfellshaga sama árið og þau gengu í hjóna- band, og hafa búið þar síðan með miklum myndarbrag. Hefur jörðin tekið stórfelldum umbótum á þess ari hálfu öld. Húsakosturinn einn hinn bezti í sveitupi norður þar með fyllztu nútímaþægindum, þar á meðal heimilisrafstöð. Ræktun afar mikil, svo að jörðin er sem óþekkjanleg við það, sem áður var. Þau Jón og Kristín hafa eignast sjö börn og haft mikið b''rnalán. Þau eru þessi: 1. Árni, cand. agric., tilraunastjóri á Akureyri, 2. Sigurður, bóndi í Sandfellshaga, hefur verið hreppsnefndaroddviti Öxfirðinga síðastliðin tólf ár, 3. Friðrik, kennari í Reykjavík, fram- kvæmdastj. starfsíþrótta, 5. Hrefna frú í Reykjavík, 6. Guðmunda, frú í Reykjavík, 7. Ragnheiður. ógift heima. Á þessum heiðursdegi þeirra Sandfellshagahjóna mun margur senda þeim hugheilustu árnaða óskir. B. S. Það hefur farið um heiðarbýlin hér í Víðidal eins og svo víða ann ars staðar. Þau eru komin í eyði, —flest. Eitt þeiira, Krókur, er þó enn í byggð, þar hefur búið s.l. 46 ár Skarphéðinn Skarphéðinsson Hann varð sjötugur 2. júní s.l. Hann er einn af þessum kjarna- körlum, sem ég gat um áður, ó- drepandi að orku og áhuga og læt- ur engan bilbug á sér finna við búskapinn, þrátt fyiir þennan ald- ur. Það lætur þó að líkum, að ekki hefur búskapur í Króki verið tek- inn út nieð sitjandi sælu, þvi þangað var til skamms tíma eng- inn vegur og heyskapur sóttur í flár og flóa; forblauta, því túnið var lítið. Þrátt fyrir vegleysi og samgönguerfiðleika' var Skarphéð- inn búinn að byggja íbúðarhús úr steinsteypu fyrir allmörgum árum og túnið stækkaði hann eftir því sem ástæður leyfðu með þeirii tækjum, sem þá voru. En síðan hinar stórvirku vélar komu til sög- unnar, má segja að Skarphéðinn hafi farið hamförum. Fljótlega fékk hann sér dráttarvél og hvorki liafa hinar stórvirku beltavélar né kurðgröfur farið þar fram hjá ía>-ði þegar þær hafa verið á ferð hér í sveit. Nú er komið í Króki „Fyrr var stóra furan keik, fjörg við erjur harðar.“ Bólu-Hjálmar. Skömmu eftir að ég fluttist suífur (1947), bar svo við eitt kvöld, þegar ég kom heim úr vinnu, að roskinn maður stóð fyr- ir dyrum úti hjá mér. Hann var hinn vörpulegasti, röskur meðal- maður á hæð, þéttur á velli, þrek- inn um herðar, stórskorinn og svipmikill og að öllu hinn geð- þekkasti. Hann heilsaði mér glaðlega og spurði um nafn mitt. Eg sagði honum það. — Já, ég þóttist kannast við svipinn. Þú ert svo líkur henni mömmu þinni, sagði hann, enda var ég búinn að spyrja þig uppi. Eg hef svo gaman að að sjá af- komendur vina minna í Breiða- fjaiðareyjum. — En þú þekkir mig líklega ekki? — Nei, ég kvaðst ekki kannast við manninn. — Það er nú varla von, að þú þekkir mig, hélt hann áfram. því að býsna langt er síðan við líöf- um sézt — yfir 40 ár — og þá varstu svolítill tappi. En for- eldrar þínir mundu þekkja mig, væiu þau hérna. Til þeirra kom ég pasturslítili og langsoltinn strákvæskili um fermingaraldur ulan af Snæfellsnesi. eftir ýmiss konar hrakninga og flæking frá níu ára aldri. En fór frá þeim eft ir fjögur ár, fílhraustur og röskur meðalmaður að burðum, og hef ég búið að því síðan. Það munu þeir kannast við. gömlu eyjamennirnir Mín beztu ár voru í eyjunum Þetta voru fyrstu kynni mín af Georg Grundfjörð, því að ekki mundi ég eftir, þegar hann var vinnumaður hjá foreldrum mínum í Skáleyjum skömmu eftir alda- mótin. En heyrt hafði ég hans getið, og ýmislegt rifjaðist nú upp I fyrir mér. þegar við fórum að ! rabba saman í stofukytrunni i minni. Var það sammæli allra, að röskari og ósérhlífnari ungling ur hefði ekki í eyjar komið. og voru þeir þó margir á þeim árum. I en nokkuð mikill fyrir sér þótti I hann stundum. Eftir þetta bar fundum okkar stöku sinnum saman þau á’'. sem síðan eru liðin — en þó sjaldnar en skyldi — og var það ekki hans | sök. En þess varð ég vísari, að i hann hafði víða verið, mörgum kynnzt og kunni frá mörgu að segja. En helzt vildi hann tala við mig um eyjarnar og veiu sína þar. — Það, sem mér hefur verið mið- eitt af stærstu túnum sveitarinnar og mikið búið að grafa þar af skurðum bæði til túnræktar og þurrkunar beitilands. Bílvegur er kominn að Króki, að vísu ekki full gerður, enda um langan veg að ræða, og það er óhætt að fullyrða að sá vegur væii stutt kominn ef Skarphéðinn hefði ekki lagt fram og útvegað til hans lánsfé. Bíll er þar í hlaði, sem sonur hans á, svo auðvelt er nú að skreppa til bæja ! ef á liggur og einnig með aðdrætti 1 alla. | Ekki þykir Skarphéðni gott að ; hafa bæ sinn illa lýstan. Hann var um mörg ár búinn að hafa vind- rafstöð. en svo var hún að segja af sér og þá brá hann við og fékk sér dieselrafstöð síðastl vetur Sem' að líkum lætur. hefur j Skarphéðinn ekki búið einn í : Króki. Hann er kvæntur dugnað- |arkonu Kristínu Árnadóttur og ' hafa þau eignazt 5 börn. sem öll eru á lífi og hafa þrjú þeirra hald ið tryggð við heiðarbýlið ,fram að ; þessu. Þó er nú svo komið. að ekki er eftir heima að staðaidri 1 Framhald a t5 sí'ðu ur gert og af litlum heilindum, minnist ég helzt aldrei á og læt vera sem gleymt sé; en gleði- stundanna og þeirra, sem hafa greitt götu mína, hef ég gaman af að minnast, sagði hann einhvern tíma við mig. — Georg Jónsson Grundfjörð fæddist að Hömrum í Grundar- firð'i 7. ágúst 1884. Til níu ára aldurs var hann með foreldrum sínum, en fór þá til vandalausra og var á mörgum stöðum á Snæ- fellsnesi fram um fermingu, m.a. hjá sagnameistaranum séra Arna Þórarinssyni. Bar hann honum vel söguna. Eftir það réðst hann inn í Breiðafjarðareyjar, sem fyrr i segir, en þaðan fór hann út á i Hjallasand til foreldra sinna, sem þá, og jafnan síðan, voiu búsett þar. Fram af því hófst hin við- burðaríka og að sumu leyti sér- stæða ævisaga hans, sem ég því ! miður — sökum skeytingarleysis og trassaskapar — kann of lítil skil á. Þó veit ég, að hann var sjómað- ui á öllum tegundum veiðiskipa, sem tíðkuðust hér við land frá aldámótum og gegndi þar öllum störfúm nema skipstjórn, fisksali, beykir á síldarvertíðum, neta- : gerðarmaður og lifrarbræðslumað- ur. bóndi á mörgum jörðum í þrem ur landsfjórðungum og margt fleira, sem hér verður ekki rakið, enda er þetta ekki ævisaga. Benti ég honum einhvern tíma á, að hann ætti að láta hæfan mann skrifa ævisögu sína. Tók hann því að vísu ekki illa, en hræddur er ág um að ekkert hafi af því orðið, og er það skaði. Áreiðanlega var ævi hans efni í mikla og merka , bók. Georg Grundfjörð var tvíkvænt- ur. Hét fyrri kona hans Jónína Jónsdóttir. Þau munu hafa skil- ið. Seinni kona hans var Guðfinna ! Bjarnadóttir. og lifir hún mann sinn ásamt mörgum bömum þeirra. Georg Grundfjörð var hið mesta karlmenni til líkama og lundar. Víkingur til vinnu á sjó og landi, enda eftirsóttur til hvers konar starfa. Áhugamaður hinm mesti, skapheitur og skjótráð'ur og nídd- ist á engu því. er honum var trú- að fyrir. Auði mun hann ekki ha-fa safnað nema til daglegrá þarfa, enda grær seint um þann stein, sem oft er færður. Georg hafði verið heilsugóður lengst af, en fyrir tveimur árum eða svo kenndi hann sér meins, og var þá gerð á honum skurðað- gerð. Eftir það náði hann heilsu aftur og hlífði sér þá ekki heldur en fyrr. Hann var beykir um tíma á Siglufirði s.l. sumar og llagði mikið að sér. Fundum okk- 1 ar bar síðast saman, þegar hann kom aftur í bæinn. — Þetta verð- ur síðasta síldarvertíðin mín, sagði hann. Eg held ekki lengur í við þá ungu, og þá er bezt að hætta. — Og þessum hrausta, harðfenga manni var brugðið. Það hafði slaknað ótrúlega fljótt á starfsorku hans, enda vinnudagur inn orðintúlangur, og hinn mikli j áhugi og lífsfjör var horfið úr ! svipnum. Eg veit ekki, hvernig honum vegnaði í vetur, en hann I andað'ist á sjúkrahúsi Hvítabands I ins 4. júní s.l Georg Grundfjörð var mikili drengskaparmaður. kannski ekki ýkja vinmargur. en vinum sínum trölltryggur og óbrigðull í hvi- vetna. — Við foreldra mína og jfleiri eyjamenn batt hann ævi- langa tryggð og vináttu, og mig. alls óverðugan. lét hann njóta ; þeirra mannkosta sinna eftir í þeirra dag. Eg þakka honum sam verustundirnar og þykir vænt um að hafa Vvnnzt honum. 13. júní 1962. B. Sk. 8 T f M I N N , laugardáginn 16. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.