Tíminn - 04.08.1962, Síða 15

Tíminn - 04.08.1962, Síða 15
FRUIN Nýtt nútíma kvennabla'ð, metJ góftu efni og yfir 90 myndum. — Fæst í bókaverzlunum og bla<Saútsölum. — Gerizt áskrifendur í síma 14003 og 15392. Áskriftarverð kr. 180,- árgangurinn. Kemur út mánaftarlega. Hmn fyrsti af átta . .. Framhald af 8 síðu sem hér átti að mæta ýmsum göml- um vinum og sveitungum, en Jón á Hofi þakkaði viðtökurnar af hálfu Skagfirðinga. Þá tók og farar stjórinn Ragnar til máls og lýsti ferðaáætlun, sem væri á köflum nokkuð ströng en þó ekki umfram það, sem vera yrði. Las hann upp ýmis boðorð, sem nauðsynlégt væri að halda á ferðum sem þessari, en þó væri stundvísin þeirra þýðing- armest. Það boðorð yrði hver og einn að muna og halda, því að sjálfur væri hann bæði svipulaus og hundlaus og því ekki sem bezt búinn til erfiðrar smalamennsku. Kvaðst Ragnar bera ábyrgð á mannskapnum að deginum, „en að næturlagi ekki“ og heyrði ég á ýmsum, að það þótti þeim góðar fréttir. Gaman hefði verið að dvelja lengur á Akureyri, en til þess vannst ekki tími að þessu sinni og var farið þaðan kl. 1,30. Að Laugum Var nú ekið sem leið liggur inn fyrir Eyjafjörðinn og út Svalbarðs strönd yfir Vaðlaheiði og niður í Fnjóskadal. Hinn eini stórskógur okkar Norðlendinga varð ekki skoð aður að þessu sinni, enda höfðu flestir í hópnum komið þar áður og svo var Hallormsstaðaskógur á ferðaáætluninni og sú skógarför varð að nægja. Haldið er gegnum Ljósavatnsskarð, þar sem sagt er að engar áttir séu heldur segi menn bara hérna megin og hinum megin. Snöggvast er numið stað- ar hjá Fosshóli. Gengu sumir upp að Goðafossi, en þeir, sem höfðu séð hann áður, létu sér nægja að eyða aurum í verzluninni. Brúin yfir Skjálfandafljótið er að verða hálfgert skrapatól. Þótti bílstjórun um rétt að láta menn ganga yfir hana og leyfði reyndar ekkert af því að bílunum yrði komið yfir, svo þröng er brúin. Sé ég ekki að hjá því verði komizt að byggja þar nýja brú hið allra fyrsta. Á Foss- hóli var nú ekki lengur fyrir Sig- urður Lúter til að fagna gestum og söknuðu hans margir, því að hann var góðkunnur í Skagafirði. Áfram er haldið upp úr Bárðar- dalnum og yfir Fljótsheiði, niður í Reykjadal og að Laugum. Þar skyldi kaffi drukkið í boði Búnað- arsambands Þingeyinga. Úti fyrir s-kólanum stóð mikill og myndar- legur hópur þingeysks bændafólks og fagnaði komumönnum. Átti þar ferðafólkið allt vinum að mæta og margir auk þess kunningjum. Þingeyjarsýsla hefur um langt skeið verið vagga og heimili fjöl- margra mætismanna, sem ekki hafa aðeins reynzt farsælir for- ystumenn og brautryðjendur marg háttaðrar og þýðingarmikillar menningarstarfsemi heima í hér- aði, heldur einnig átt ríkan þátt í að móta og leiða sjálfstæðis- og framfarabaráttu landsbúa allra næstliðna sjö aldarfjórðunga a. m. k. Þingeyingar hafa látið gera myndir af mörgum þessum mönn- um og geyma þær í menntasetri sínu, Laugaskóla. Flestar mynd- anna mun listamaðurinn Ríkharð-! eyinga: Jóhann Skaftason, sýslu- maður, Jón H. Þorbergsson á Laxa- mýri, Hermóður Guðmundsson í Árnesi og Egill skáld Jónasson í Húsavík. Orð fyrir Skagfirðingum höfðu þeir Gísli Magnússon í Ey- hildarholti og Björn Jónsson í Bæ. Þar að auki talaði svo Ragnar fararstjóri. Loks söng Karlakór Reykdæla nokkur lög undir stjórn Þórodds Jónassonar, læknis á Breiðamýri. Skagfirðingar og Þingeyingar hafa löngum verið taldir manna montnastir. Að vísu má vera, að allir séu ekki á einu máli um það, því að sagt er, að þegar Jónas frá Hriflu var að því spurður, hverjir þessara nágranna væri montnari, þá hafi hann svarað: Húnvetning- ar. En í ræðum manna á Laugum FRUIN Ungu hján’in lifi lengi, leiki við þau sæld og gengi, land og sjór þeim gefi gæði, guð þau leíði sérhvert spor; þeirra ást æ stöðtig stand'i, sterk, sem bjarg, er ekkert grandi; lengi hjónin lifi, ungu, lcngi oig vel, það ósk er vor. Jó.n Thoroddsen. hólum er tvíbýli. Á öðru býlinu gista þau Rögnvaldur og Ingibjörg í Flugumýrarhvammi en við á hinu, hjá Bjartmar Baldvinssyni og Guðnýju Sigvaldadóttur. Þar var gott að vera. Um tíuleytið göng um við með Guðnýju út í móana norðan við túnið. Norðangoluna hefur nú lægt. Skjálfandaflóinn liggur bláskyggður og spegilsléttur fyrir fótum okkar. Lögun hans minnir á efri hlutann af hitabrúsa og snýr stúturinn inn að landinu. Við ströndina heyrist væsJSarlegt úið í æðaifuglinum en yfir höfð- um okkar flögra herskarar af krí- um, því að þarna er mikið kríu- varp. Lambærnar lötra makinda- legar í kringum okkur. Guðný gengur að nokkru'm þeirra, gælir við þær og strýkur þeim. Þær eiga sjáanlega góða fóstru þar sem hún er. Við vöðum döggina heim túnið á Sandhólum. Fögrum degi og ánægjulegum er lokið. — mhg. í/IÐAVANGUR Framhald af 2 síðu. dómgreind fólkSins og koma fram áformum sínum“. Það er ekki gott að segja, hvort svona munnsöfnuður heyrir undir það að „falsa tungunia", en liann gefur að minnsta kosti ófalsaða mynd af hugarjafnvægi og sálarástandi þeirra, sem þetta sömdu. ur Jónsson hafa gert. Safn þetta er þegar orðið myndarlegt að vöxt um en væntanlega hafa Þingeying- ar byrjað hér starf, sem aldrei verður lokið, því að maður kemur í manns stað. Sagan varðveitir minninguna um andleg og efnisleg afrek þessara manna. En nemend- ur Laugaskóla og aðrir þeir, sem þar genga um garða nú og í fram- tíðinni, eiga þess einnig kost, að virða fyrir sér svipmót þeirra Þin| eyinga, sem með framsýni sinni, óeigingirni og atorku áttu gildan þátt í að endurreisa menningar- þjóðfélag á íslandi. Undir borðum á Laugum ríkti Iglaumur og gleði. Teitur Björns- I son á Brún bauð gesti velkomna. En auk hans töluðu af hálfu Þing- Þakka ykkur af alhug alla hjálp og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns, Jóhannesar Jörundssonar. Sérstaklega þakka ég hjónunum Margréti Jörundsdóttur og Kristni Sveinssyni, sem önnuðust útför hans. Fyrir mína hönd, barnanna og annarra vandamanna, Þórey Skúladóttir. Innilega þökkum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vlnáttu við andlát og jarðarfö'r, Þorvaldar Jónssonar, Skúmstöðum, Guðríður Ársælsdóttir, Ragíheiður Þorvaldsdóttir. Sigríður Helgadóttir frá Gularási, sem andaSist 30. f. m. verður jarffsett að Krossi í Landeyjum, miðvikudaginn 8. ágúst, kl. 2 e. h. Vandamenn. gætti nokkuð bollalegginga um þetta rómaða mont. Kom ræðu- mönnum saman um, að vel færi á, að Skagfirðingar og Þingeyingar létu þennan eiginleika birtast í því, að standa sem fastast saman um hagsmunamál sín og Norðlend inga yfirleitt, og láta hvergi ótil- neyddir undan siga fyrlr ofurvaldi og aðdráttarafli Stór-Reykjavíkur. ] Aftur á móti áleit Egill skáld, að Sunnlendingar þjáðust mjög af lít- illæti og mátti á honum skilja, að það væri aldrei nema mannúðar- verk að senda þeim nokkra pilta, sem hefðu þó einhvern grún um, að þeir væru lifandi menn. Senn líður að kvöldi. Skemmti legri en mikils til of stuttri við- dvöl á Laugum er að ljúka. Við erum þó ekki alveg að yfirgefa Þingeyinga. Það mun bíða morg- uns. En ákveðið hefur verið að sjá Uxahver í Reykjahverfi. Laugar eru kvaddar og flestir þeir, sem þar voru fyrir, en nokkrir fylgja okkur áfram út í Reykjahverfi. Uxahver tekur okkur ágætlega. Hann fær saðningu sína af sápu og borgar greiðann með myndar- legu gosi. Og úr þessu taka menn að búast í náttstað. Slíkur flokkur, sem þarna er á ferð, rúmast að sjálf- sögðu ekki í neinni einni sveit. Einn bíllinn skilar fólki af sér í Reykjahverfi og í Húsavík, annar á Tjörnesi, þriðji í Kelduhverfi og sá fjórði fer til Axarfjarðar Á flestum bæjum í þessum fjórum, sveitum verða gestir í nótt. Eg er í Tjörnesbílnum og við hjónin fá- um gistingu að Sandhólum, sem er utarlega á Tjörnesinu, nokkuð1 innan við Breiðuvík, sem skerst inn í Tjörnesið norðanvert. Á Sandí Fækkað um einn Framhald aí 16, síðu. þar eru sóttir víða að. Því hef- ur jafnvel verið fleygt, að Vestmannaeyingar hafi komið þar á dansleiki, en þeir áttu víst leiS þar um í sumarfríi. Hins vegar eru dæmi þess að fólk úr Reykjavík hafi hringt í Húnaver á laugardagsmorgun og pantað borð fyrir kvöldið, og síðan ekið norður til að dansa. Þá liggur í augum uppi að fólk úr nærliggjandi héruð- um sækir staðinn. En margir fleiri staðir en Húnaver eru vinsælir ög marg- ir munu stíga dansinn um þessa helgi ef að líkum lætur. Fólk ætti að hafa í huga að skemmta sér vel, eins og eftirfarandi tilkynning segir til um, en henni er ætlað að fylgja Reyk- vikingum í ferðalagið: „Framundan er mesta ferða- helgi ársins Þjóðvegirnir þétt skipaðir bifreiðum, sem flytja menn og konur, unga og gamla, þúsundum saman burt frá borginni og hinu daglega striti, í faðm sveitanna og ó- byggðanna, til hvíldar og hress- íngar. í slíkri umferð, sem þeirri. er senn hefst, gildir öðru framar fyllsta gætni og að vikið sé því til hliðar, sem deyfir og dregur úr öryggi. Áfengisvarnarnefnd Reykja- víkur skorar á alla þá, sem nú hyggja á ferðalög og dvöl í óbyggðum, t. d. Þórsmörk eða annars staðar, að sýna sannan þroska og þá umgengnismenn- ingu, sem frjálsbörnu fólki á að vera í blóð borið. En því aðeins- verður það, að menn almennt hafi þann mann- dóm til að bera, að hafna allri áfengisneyzlu í skemmtiferða- lögum. Áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur". Öxlar með fólks- og vörubílahjól- um fyrir heyvagna og kerr- ur. — Vagnbeizli og grind- ur. — Notaðar felgur og notuð bíladekk — til sölu bjá Kristjáni Júlíussyni, Vesturgötu 22, Reykjavík, sími 22724. Póstkröfusendi. Bræðsla Framhaid aí 16. síðu. arþrær, en þróarplássið er mjög lítið enn sem komið er. Eins og fyrr segir verða sólar- hringsafköstin um 500 mál, en nú er verksmiðjan búin að taka á móti 1500 til 1800 málum. Framkvæmdastjóri hlutafélags- ins Sandvík er Þórhallur Jónas- son, en aðrir í stjorn þess eru Magnús Jóhannesson og Einar Hjartarson. Vegaþjónusta Framhald af 16. síðu. hafa lagt til bíla og tæki, svo sem Björgunardeild þungavinnuvéla, Flugbjörgunarsveitin, Volkswag- en-umboðið, Afgreiðsla smjörlík- isgerðanna, Pólar h.f., Varahluta- verzlun Kristins Guðnasonar, og þá hefur Slysavarnafélag íslands lagt bílunum til sjúkragögn. — Landssíminn hefur lánað talstöðv- ar í'nokkra bíla og stuttbylgju- stöðin í Gufunesi mun annast fyr- irgreiðslu fyrir þá,*sem þurfa að ná sambandi við viðgerðarbílana. Megináherzla verður lögð á, að veita aðstoð á leiðunum Reykja- vík-Þingvellir-Selfoss-Reykjavík Selfoss-Hvolsvöllur, Reykjavík- Keflavík, og Reykjavík-Hvalfjörð- ur-Borgarfjörður. Þeir, sem á aðstoð þurfa að halda, geta hringt í síma 3-30-32 hjá stuttbylgjustöðinni í Gufunesi, sem mun kalla upp viðgerðarbíl- ana gegnum talstöðina. Öll þjónusta, sem veitt verður á vegum úti, og sömuleiðis að- stoð við að koma bílum á verk- stæði, verður veitt ókeypis með- limum FÍB og BFÖ, geti þeir sýnt félagsskýrteini fyrir árið 1962. — Einnig fá þeir ókeypis aðstoð, sem ganga í annað hvort félagið um helgina. Hins vegar verður inn- heimt gjald fyrir þjónustu hjá öðr- um. FRÚIl V BIs. Frú Anna Fleming skrifar: Eg hef verið svo ham- ingjusöm . 4 Bréf ftg umsagnir 7 Vortízka 9 Vigdís Finnbogadóttir: f Leiklist . 10 Benedikt Gíslason fr'á Hofteiigi: Frá Iiðnum dögum . . . 12 Lífið kvatt, heimsókn í klaustur . 14 Bréf frá K,ína: Listin að lifia . 16 Húsgagnatizkan, viðfcal vi'S Svein Kjarval arkitekt . 18 Marlon Brando: Þannig er konan . ... . 20 Handavinna . 22 Kötturinn, sem sagði Voff 24 Michael Drury: Ástin hefur þúsund andlit 06 Heimsókn í húsmæð’ra- i1 ! skóLa Rvíkur . 28 Matur er mannsins megin 29 Lesendur skrifa Þau voru alltaf að rífast . 35 I Líkamsrækt • 37 Lög og réttur . 37 íslenzkar stúikur á er- lendum vettvangi ... . 38 Góð rájj handa verffandi móður . 40 Hvíld og afslöppun • 42 Ingibjörg Lárusdóttir: Bólu-Hj'álmiar . 44 Blómaþáttur \ , . 46 Eldhúsgiarðurinn . 47 Frá „Frúnni“ til frúar- innar . 48 VeFðlaunagetraun . . 49 Ljóð á bls. 7 oig 45. Skrítlur og spakmæli á bls. 21, 29, 47, 48 og 51. T í MIN N , Iaugardaginn 4. ágúst 1962 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.