Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 2
Marilyn Monroe er látin. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum framdi hún sjálfs- morð aðfaranótt sunnudags á heimili sinu ■ útborg Los Angeles. Með dauða hennar er settur punktur aftan við einn kafla úr kvikmynda- sögu siðustu ára. Marilyn Monroe náði 36 ára aíJri. Hún fæddist í Los Ange- les 1. júní 1926, og hlaut í skírn- inni nafnið Norma Jean Morten- sen. Faðir hennar var norskur bakari, —i þess vegna notað'i hún um skeið nafnið Baker —, en hann hljópst á brott frá móður hans, meðan barnið var í vöggu, og því þekkti Marilyn aldrei föð- ur sinn. Hún ólst upp í sárustu fátækt og var hvað eftir annað tekin í fóstur af ókunnu fólki um stundarsakir, og fékk að reyna misjafna aðbúð. Sextán ára gömul giftist hún James Dougherty, en þau skildu eftir eins árs hjónaband. Dougherty er nú lögregluþjónn í Los Ange- les. Nakin á almanaki Marilyn fór nú að vinna í Þær birtust í öllum blaðakosti veraldar fyrir nokkrum vikum hátt táknræn, sameining fegurð ar og gáfna Og um leið undir strikaði hún þá kröfu Marilyn að vilja láta taka sig alvarlega sem leikkonu Og eftir leik henn ar í „Bust s'ojp“ var ekki hægt annað en viðurkenna að hæfi leika átti hún til. Það sanaðist enn betur í næstu mynd hennar. Prinsinn og sýningarstúlkan, sem hún lék í ásamt Laurence Oli- vier árið 1956. Og bezt er hún líklegast í síðasta gamanhlut- verkinu, i „Som like it hot“. í mynd Millers En hugur Marilyn stóð til al- varlegri hlutverka. Þegar árið 1955 lýsti hún því yfir, að hún vildi láta gera mynd eftir sögu Dostojevskis „Bræð'urnir Kara- massof“, og í síðustu mynd sinni „The Misfits" fékk hún tækifær- ið. Eiginmaður hennar skrifaði handritið að þeirrj mynd áður en hjónaband þeirra fór út um þúfur árið 1960. Aðalhlutverkið, Roslyn, var gert fyrir Marilyn, og mótleikari hennar var Clark Gable, sú aldna kempa og kvenna bósi. Eins og kunnugt er varð sú mynd siðasta mynd Gables, taka hennar reið' honum að fullu MARILYN M0NR0E verksmiðju, en þar uppgötvuðu ljósmyndarar hana^ Hún gerð- ist fyrirsæta og komst síðan að í smáhlutverk í Hollywood. En þá gerðist skyndilega ævintýrið, sem gjörbreytti Iífi hennar. Framan á almanaki birtist mynd af naktri og fallegri ungri stúlku. Blöðin komu því upp að þetta var mynd af Marilyn Mon- roe.‘ Og á svipstundu var frægð hennar ráð'in. Hún fékk kvik- myndahlutverk og lagði heim- inn að fótum sínum. Það voru þó ekki leikhæfileik- ar Marilyn, sem ollu skyndi- frægð hennar, heldur útlit og framkoma. Hún gerðist kyn- symból heils tímabils. Tíu þús- und hermenn lýst því yfir, að þeir væru fúsir til að ganga að eiga hana. En fyrstu myndir hennar voru lítt merkilegar. Meira en kynbomba Árið 1954 giftist hún baseball- leikaranum Joe Dimaggio. Að- dáendum hennar mörgum þótti það ekki hentugt hjónaband fyr- ir hana. Marilyn sjálf komst á sömu skoðun eftir tæplega árs hjónaband og þau skildu árið 1955. Á þessum árum fór Marilyn að verða óánægð með hlutverk sitt sem kyntákn. Hún vildi vera meira, verða leikkona. Hlutverk hennar höfðu smám saman orðið viðameiri, og í Ijós hafði komið að hæfileikar hennar til gaman- leiks voru talsverðir. Hlutverk hennar á tjaldinu varð meira en það eitt að sýna fagran. líkama og lostvekjandi hreyfingar.. í myndum eins og „How to marry a millionaire" og „The seven year i.tch“ kom þessi leikhæfi leiki hennar vel í Ijós, en fyrst- um frama náð'i hún þó í hlut- verki stúlkunnar j „Bus Stop“. Sú mynd kom fram árið 1956, eða um svipað leyti og Marilyn hafði í þriðja sinn gengið í hjóna- bandið. Að þessu sinni vakti gift- ing hennar heimsathygli, en hún giftist leikritaskáldinu Arthur Miller. Sú gifting var á ýmsan í „’fhe Misfits“ hefur til að bera og hann fékk hjartaslag þegar henni var að mestu lokið. Roslyn ýmsa eiginleika Marilyn Monroe. Þó hlaut meðferð hennar á hlut- verkinu misjafna dóma, sumir báru á hana mikið lof, en aðrir gagnrýnendur töldu hana ekki hafa valdið því til fulls. Rótlaus t Marilyn Monroe náði aldrei fótfestu í lífinu. Hún hóf feril sinn sem kynbomba, hreinræktað tákn þeirra kvenlegu eiginleik- sem karlmenn vilja Jinna í öllu' konum, þg sem slík varð hún m: depill í helgisögu og að'njótanc’ dýrkunar. En hún var getur gef in og órólegri en svo, að hún lét sér það hlutverk nægja. Hún vildi annað og meira, en tókst ekki að ná því, nema um stund arsakir. Taugakerfi hennar var \ ólagi, og hún stóð á köflum ekki langt frá hreinni sálsýki. Hún hefur fyrr gert tilraunir til að svipta sig lífi. Tvær tilraunir mun hún þegar hafa gert innan tvítugsaldurs. Síðustu tilraunina gerði hún fyrir fjórum árum í New York, en þá tókst að koma henni á sjúkrahús í tæka tíð, og ári fyrT, meðan taka myndarinn- ar „Som like it hot“ stóð yfir, hafði hún gert svipaða tilraun. Hringurinn lokast Hjónaband Marilyn og Millers, sem í byrjun virtist hamingju- samt fór út um þúfur. Áður hafði Marilyn tvisvar látið fóstri. Hún var dæmd til þess að verða aldr- ei móðir. Og leikferill hennar virtisf á enda, þótt hún væri í stöðugri framför sem leikkona. Ekki alls fyrir löngu var húp fréttaefni allra blaða, þegar kvikmyndafélagið Fox rak hana úr hlutverki sínu í myndinni „Something’s got to give“, og hætti við töku hennar. Um leið lýstu forráðamenn félagsins því yfir að þeir myndu krefja hana um háar skaðabætur. í þessari mynd voru teknar myndir af leikkonunni naktri. Endirinn varð upphafinu likur. Hún sló í gegn á sinnr tíð vegna nektarmyndar, og það síðasta sem sást af henni lifandi. e- samskonar myndir. Skorti þroska til að bera einveruna Svend Kragh-Jakobsen skrifar um hana í Berlingske Tidende á mánudaginn og segir þar meðal annars: — Marilyn Monroe skap- aði sjálf helgisöguna um sig, og hún er gott dæmi um sannleika hinna fornu orða, að hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni. Marilyn Monroe sýndi, að hann átti bæði sál og greind. En lífið, sem lék við hana í efnalegu tilliti, veitti henni ekki þroska til að bera þá einveru, er virðist óhjákvæmi legt hlutskipti nútímamanna, (Framhald á 13. síðu> Ml of stóru og góðu landi^ Hinn 4. ágúst s.l. gat að Iíta þessi orð í Alþýðublaðinu, mál- gagni ríkisstjórnarinnar: „ Vi8 erum of smá í of stóru og gó8u landi“. Þetta eru or'ð ritstjór- ans, sem túlkar stefnu ríkis- stjórnarinnar. Það er hverju orði sannara, að ríkisstjórnin hefur ekki farið dult með það, að henni finnst landið allt of stórt og gott, og íslcndingar of Iitlir karlar til þess að lifa í svona stóru og góðu landi. Og þá eru góð ráð dýr og varla nema tvær leiðir — að efla þjóðina til samræmis við landið og gæði þess, eða minnka og rýra Iandið og gjafir þess. Það er hverju mannsbarni ljóst, hvora leiðina ríkisstjórn- in hefur valið — þá sem verr skyldi — hina síðari — að minnka landið, draga úr fram- leiðslu þess, hefta aðgerðir fólks við að nýta það, rýra af- raksturinn. Ef til vill er þetta þó ekki af illvilja einum, held- ur manndómsleysi og því rót- gróna íhaldseðli, sem gegnsýr- ir alla stefnu þessarar stjórnar. Framfarastefna í þjóðmálum er alger andstæða þessarar sam- dráttarsýki. Hún miðar að því að efla þjóðina, bæta skilyrði hennar til nýtingar landsins, og sú stefna fæðir aldrei af sér andvarp eins og þetta: „VIÐ ERUM OF SMÁ í OF STÓRU OG GÓÐU LANDI“. Og það er hverju orði sann- ara, að þetta land er of stórt og of gott fyrir „viðreisnar“- stefnu núverandi ríkisstjómar, og það hefur komið berlega í ljós, að versti óvinur íhalds- stefnunnar er góðærið, gjafir landsins, og að þjóðin er of sókndjörf og dugmikil við að nýta gjafir þess til þess að „við reisnarstefnan“ fái staðizt. — Þess vegna er nú vá fyrir dyr- um í stjórnarherbúðunum. En hvemig væri þá að gefa eða lána Bretum svolítið meiri sneið af landgrunninu? Og hleypa sem fyrst nokkmm er- Iendum auðhringum inn til þess að nýta auðllndir landsins fyrir þá „smáu“, sem hér hýr- ast? Mðggi vill stinga upp í menn Morgunblaðið sækir efni for- ystugreinar sinnar í gær í við- tal, sem birtist hér í Tímanum fyrir nokkmm dögum við Her- mann Pálsson háskólakennara í Edlnborg um margvísleg mál efni. Kemur fram í viðtali i þessu, að Hermann aðhyllist hlutleysisstefnu. Þetta finnst Mogga mjög varhugavert og auðvitað telur hann þetta vísvit- andi og þaulhugsaða tilraun Tímans til þess að „grafa und- an utanríkisstefnu íslendinga“ og telur sjálfsagt að eigna Tím anum og Framsóknarflokknum allar skoðanir þær, sem Her- mann Pálsson setur fram. Þetta lýsir lífsreglum og hug arfari Mogga-ritstjóranna afar vel. Þeim hefði auðvitað eklflf dottið í hug að eiga viðtal ura alls.konar mál við mann, sem hætta gat verið á að aðhylltist hlutleysisstefnu eða einhverja aðra stefnu en túlkuð er í stefnusfeá Sjálfstæðisflokksins, og hefði þetta af vangá komið fram í viðtali við Morgunblað- ið, hefðu þeir auðvitað annað hvort stungi upp í manninn eða fleygt viðtalinu. Það er þetta, sem þeir ætlast til að Tíminn gerði, og þeir gera það að árás- Framhald á 13. síðu. 2 T í M IN N , fimmtudaginn 9. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.