Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 3
Endalok nazista- samkundu Eins og Tíminn hefur áður skýrt frá, hafa nazlstar í Bretlandi haft sig óvenjumikið í frammi upp á síðkastið og nú síðast boðuðu þeir til leynirá'ðstefmi, þar sem ein- kennisklæddir fulltrúar samtak- anna víða um lönd, mættu. Aðalforsprakki nazista 1 Bret- Iandi er sir Oswald Mosley og hef ur hann oft reynt að efna til úti- funda og halda æsingaræður. — Myndin sýnir endalok einnar slíkr ar samkundu. Mosley hafði efnt til útifundar á Ridley Road, Dal- ston, í austurhluta Lundúna kvöld eitt í fyrri viku og ætlaði sjálfur að flytja þar ræðu. Ræðan fékk þó snöggan endi, því að Mosley hafði ekki talað nema í um tvær mínútur, er lög- reglan leysti fundinn upp, en þá hafðl safnazt um Mosley og áhang- endur hans, hópur reiðra manna, sem virtust til alls búnir. Mo$ley hafði áður einnig reynt fundaliöld á Trafalgertorgi og í Manchester og enduðu þeir fundir á sama veg. — Næsti fundur er ráðlagður þann 2- september í Birmingham og Mosley hefur sagt, að þá muni það ganga. Myndin sýnir brezka lögreglu- menn fást vi'ð einn óeirðaseggja á slíkum útifundi. Rockwell ófundinn Brezka lögreglan jók í dag öll umsvif í sambandi við leit ina að bandaríska njósnaran- um, George Lincoln Rockwell, sem tókst að komast án skil- ríkja inn í Bretland frá Skot- landi, þar sem honum var sleppt í land. Innánríkisráðuneytið brezka ákveða í gærkveldi að vísa Rockwell þegar í stað úr landi. Til Bretlands kom Rockwell til þess afo taka þátt í leyniráðstefnu' nazistasamtakanna, sem þar var haldin í sérstökum tjaldbúðum. í gærkveldi réðist 50 manna hóp ur inn í tjaldbúðir nazistanna og rifu tjöld niður og gerði annan óskunda. i Til nokkurra átaka kom og varð lögreglan að skakka leikinn, og lokaði síðan tjaldbúðunum. Ekki fannst Rockwell í tjald- búðum þessum, en brezki nazista- foringinn Colin Jordan segist vita, hvar Rockwell sé að finna. Lög- reglan hefur menn á verði við all ar hafnir og á flugvöllum og sums staðar hefur verið gerð húsleit, en helzt er álitið, að Rockwell, leyn- ist hjá skoðanabræðrum, einhvers staðar 1 Lundúnum. Refsiaðgerðirnar mælast illa fyrir Sfjórnmálamenn víða á Vest urlöndum hafa látið í Ijós áhyggjur vegría hins nýja og alvarlega ástands, sem skapazt hefur : Kongó við refsiaðgerð- ir sambandsstjórnarinnar í Leopoldville gegn Katanga, en með þeim virðist sambands- stjórnin ætla að reyna að knýja Tshombe og stjórn hans til að fallast á sameiningu alls Kongó. í gær lét sambandsstjórnin í Leopoldville rjúfa allt talsam- band milli Katanga og umheims- ins og jafnframt var því lýst yfir, að fyrirtæki, sem bæði störfuðu í Katanga og á yfirráðasvæði sam bandsstjórnarfnnar, fengju ekki að halda áfram rekstrinum utan Katanga, ef þau ekki lokuðu öll- um fyrirtækjum þar. Þá hafa verið settar hömlur á flugumferð um Katanga. Alvarlegt ástand Belgísk blöð, svo og stjórnmála menn í Brussel, Washington, Lundúnum og Bandaríkjunum, hafa látið í ljós andstöðu við þess ar aðgerðir sambandsstjórnarinn- ar, sem ekki eru álitnar vænlegar til lausnar á deilunni milli Kat- angastjórnar og sambandsstjórnar- innar i Leopoldville. Haft er eftir brezkum heimild- um í dag, sem taldar eru standa stjórninni nærri, að Bretar Jeldu aðgerðir sambandsstjórnarinnar fljótræðisverk, sem gæti gert að engu áætlanir Vesturveldanna og S.Þ. um friðsamlega lausn á deilu málunum. Segir í þessum heimildum, að refsiaðgerðirnar muni sízt verða til þess að auka möguleikann á þvi, að Katanga samþykki samein ingu landsins. Sambandssf jórnin hótar f Brussel var frá því skýrt, að Leopoldvilie-stjórnin hefði hótað að slíta stjórnmálasambandi við Framhald á bls. 13. T f MI N N, fimmtudaginn 9. ágúst 1962 Glæpakvendi tekið af NTB— San Quintin, 8. ágúst. í dag var frú Elisabeth Ann Duncan tekin af lífi í gasklefanum í San Quin-1 tin-fengelsinu fyrir utan San Francisco. Hún hafði verið dæmd til dauða fyrir aö hafa leigt tvo menn til að myrða vanfæra tengda- dóttur sína. Síðast var kona tekin af lífi í San Quintin árið 1955. Þrem klukkustundum eftir af- töku Duncans, átti að leiða leigu- morðingjana tvo inn í gasklefann. Annar heitir Augustine Baldon- oda, 28 ára að aldri, en hinn heit- heitir Luis Moya, 23 ára. Grafin lifandi Ann Duncan hafði hvað eftir annað leigt menn til þess að kasta sýrum í andlit tengdadóttur sinn- ar, þvf að hún gat ekki þolað, að sonurinn væri góður við aðra konu en móður sfna. Síðar ákvað hún að ganga hreint til verks og nóvember árið 1958 lét hún verða af ódæðisverkinu. Leigumorðingj- arnir réðust inn í íbúð ungu konunnar, sem þá var ól'rísk og kyrktu hana. Við réttarhöld kom fram, að líklega hafi Olga Duncan, en svo hét fórnarlambið, ekki verið lát- in, er leigumorðingjarnir grófu hana að árásinni lokinni. Uppreisn í Argentínu NTB—Buenos Aires, 8. ágúst. Tilkynnt var í Buenos Aires í dag, að yfirmaður fjórðu hcrdeild ar Argentínuhers, Fredrico Toran zo Montenn, hefði gert uppreisn að aðstoð hermanna sinna gegn Juan Batista Loza, hermáilaráð- herra, og útnefnt sjálfan sig sem yfirmann alls hers Argentínu. Síðustu fréttastofufregnir herma, að uppreisnarforinginn njóti lið- sinnis herdeilda í Mendoza, Cor- doba, Comodoro, Rivadavia og Plata. Sumar fréttir herma, að her- foringjaráðið í Buenos Aires styðji einnig uppreisn Monterms, hers- höfðingja. i Fjórða herdeild Argentínuhers hefur aðsetur í Salta-héraðinu í norður hluta landsins. ÓVÍST HVORT KRÚST- JOFF FER TIL USA - NTB—Washington, 8. ágúst. Bandaríska utanríkisráðuneytið lýsti því yfir í dag, að því væri ekki kunnugt um, að Krustjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna. myndi koma til USA í haust, en fréttir þess efnis voru birtar fyrir nokkrum dögum. Olga var þrítug að aldri. Elisabeth Ann Duncan hafði nokkrum sinnum beðið um náð- un, en síðustu náðunarbeiðni hennar var hafnað aðeins 5 míw- útum áður en hún var leidd inn í gasklefann. iiiiiiiini imr ii- "in- 4 ii n® Viija a5 Mosambiqus fái sjálfsfæSi NTB — New York, 8. ágúst. Meirihluti fulltrúa í þeirri nefnd S.þ., sem fer með ný- lendumál sérstaklega, lagði í dag frarn tillögu um að Mosambique, scm lotið hef- j ur Portúigölum, hljút'i þegar í stað sjálfstæ'ði, Jafnframt er í ti'llögunni skorað á 17 ríkja-ráð'stefnuna að beita áhrifum sínum til að koma í veg, fyrir, að Portúgalir beiti íbúa nýlendunnar, hörðu. Þá segir og, að endur- teknar neitanir Portúgala um að veita nýlendunni sjálfstæSi, samrým'ist illa stöðu Portúgala, sem með- lims S.þ. Soblen-málið fiókin millíríkjadeila ji NTB — Lundúnum, 8. ág. Eins og áður hefur verið skýrt frá, hefur nú risið upp einkenniieg deila milli Bandaríkjamanna, Breta og ísraelsmanna út af máli bandaríska njósnarans, Ró- berts Soblen, sem situr enn í fangelsi í Bret'landi, þar sem hann hefur beðizt hæl- is sem pólitískur flóttamað- ur. Bretar hafa krafizt þess, að ísraelska flugfélagi'ð EI- AI flytji Sobien til USA, cn það neitar. Nú hafa brezk yfirvö'ld gefi EIAl frest til minættis í dag til að flytja Soblen, en ótrúlegt er talið, að fluig- félagið verði við skipuninni, og stendur þá málið en,n í sama farí. Fjögur þúsund sovézkir hermenn M Kúbu N NTB — Miami, 8. ágúst. Orðrómur heíur verið á kreiki meðal kúbanskra flóttamanna um, að fjögur þúsund sovézkir hermenn hafi komið til Kúbu nú síð- ustu vikurnar. Ekki hafa þessar fréttir fengizt stað- festar hjá bandaríska utan- ríkisráðneytinu. Onnur sprenging Sovétríkjanna NTB — Washington, 8. ág. Bandaríska atomvísinda- stofnunin skýrði frá því í dag, að Sovétríkin hefðu sprengt enn eina sprengju í háloftunum. Sagt er að sprcngjan hafi verið sprengd í gærkveldi á tilraunasvæðinu í Síberíu, og hafi sprengikraftur henn- ar svarað til nokkurra þús- unda tonna af TNT-sprengi- efni. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.