Tíminn - 09.08.1962, Side 6

Tíminn - 09.08.1962, Side 6
Guðbrandur Isberg, sýslumaður: Stríð út af stóð- hestum á heiðum Þeir atburðir hafa gerzt hér í sýslu og í Skagafirði, er nokkra athygli hafa vakið og umtal. Nokkrir menn af Sauðárkróki og næsta nágrenni, hafa tekið sér fyr ir hendur að áliðnum laugardög- um nú undanfarið, að gera sér ferg vestur í heimalönd og afrétt- arlönd Húnvetninga, leitað þar uppi stóðhesta, sem þar gengu með stóði sínu og náðu 2 slíkum hestum, með því að reka stóðhóp með þeim, sum stóðhrossin alla leið niður í heimalönd Skagfirð- inga, þar sem þeim var sleppt, eftir ag hestarnir höfðu verið handsamaðir í aðhaldi. Ekki voru hestamir afhentir hreppstjóra þess hrepps, þar sem þeir voru teknir, og ekki ^ieldur nœsta hreppstjóra, er komið var niður í byggð Skagafjarðar, heldur var farið meg þá alla leið út í Skarðs- hrepp og hestarnir afhentir þar, en þó farið með þá áfram til geymslu á Sauðárkróki. Ekki var eigendum gert aðvart um töku hestanna, né heldur hlutaðeigandi hreppstjóra eða oddvita. En á öðrum degi frá töku þeirra var sala þeírra auglýst í útvarpi, með örstuttum fyrirvara, en engra ein- kenna getið. Eigendumir fréttu á skotspónum um töku hestanna og gerðu þeir þá þegar kröfu til þess, að hestamir yrðu teknir með fógetagjörð úr vörzlu þeirra manna, er geymdu þá og afhentir hlutaeigandi hreppstjóra, þ.e. hreppstjóra þess hrepps, þar sem hestarnir voru teknir af haga, en til vara að sölu hestanna yrði frestað, unz Hæstiréttur hefði fjallag um máLig og fengizt hefði endanlegur úrskurður urn skiln- ing á vissum ákvæðucn búfjár- ræktarlaganna, er að hrossarækt lúta. Að vísu segir í 85. grein þeirra laga: „Verði ágreiningur um skilning á ákvæðum þessara laga, sker landbúnaðarráðherra úr, og er það fullnaðarúrskurður." Er leiðinlegt að sjá, að ákvæði sem þetta, skuli af fullkomnu andvaraleysi hafa verið sam- þykkt af Alþingi. Fjölmörg á- kvæðislaganna eru þessa eðlis, að borgararnir hljóta, alveg tví- mælalaust, að eiga stjórnarskrár- varinn rétt til þess, að leggja skiln ing þeirra undir úrskurð dómstól- anna. í þessu máli er ekki deilt um' sök eða sakleysi eigenda hest- anna. Samkv. núgildandi lands- lögum eru þeir í sök, þó að þar muni vera um nokkug verulegar málsbætur að ræða, sem ekki verða raktar hér. Hitt er deilt um, hver sé réttur eigenda slíkra hrossa gagnvart töku þeirra. Það er heimilt að taka stóðhesta, sem leyfislaust eru látnir gánga laus- ir. En h’ér hljóta ag vera tak- mörk. Spurningin er: Hvar má taka hestana? Hverjir mega taka þá? Og hverjum skulu þeir af- hentir til sölumeðfergar, ef til hennar kemur? Ég vil leitast við að svara þess- um spurningum frá sjónarhól bænda í Húnavatnssýslu, og ég tel mig hafa fyllstu ástæðu til að ætla, að hugur bsénda og réttar- meðvitund sé mjög\á sama veg í Skagafirði, enda þótt ég sé minna kunnugur þar og hafi við færri talað. í stjórnarskrá hins ísl. rikis segir: Heimilið er friðheilagt o.s. frv. Refsilöggjöfin leggur áherzlu á þetta með því að leggja þunga refsingu við því, ag ryðjast iu heimili manna heimildarlaust. Að vísu er hér fyrsl og fremst átt við íbúð manna. En menn geta held- ur ekki að ósekju sótt hlut geymsluhús annars manns, ólofað, enda þótt þeir ættu hann sjálfir, nema aðstoð fógeta komi til, eða manns í umboði hans. Þetta vita nú allir, munu menn. segja, og er það vel. Hitt er því miður ekki eins ljóst, hve langt umráðasvæði bóndans naér. Ég hygg þó að stað- hæfa megi, ag samkvæmt réttar- meðvitund bænda almennt — og á henni verður mikið að byggja í þessu efni, þar sem lagaákvæði vantar — sé nágranna að vísu heimilt, samkv. hefðbundinni venju, að sækja skepnur, er hann á, inn í land annars manns, a.m.k sé það ógirt, án sérstaks leyfis, en umfram það sé ekki heimilt ag taka neitt án leyfis, eða sér- stakrar heimildar, úr heimalandi annars manns. Þessi regla kemur fram í ýms- um fjallskilareglugerðum. Þar er ekki aðeins bannað að ónáða bú- pening, meðan hann er í afrétt, heldur er notendum afréttarinn- ar bannað að taka þaðan sínar eigin skepnur án leyfis fjallskiia- stjórnar (eða hreppsnéfndar). Liggur í hlutarins eðli, að þessi ákvæði gilda eigi síður, heldur niiklu fremur um menn, sem eiga engan rétt til afréttarinnar og eiga þangað ekkert erindi. Og nú er spurningin? Höfðu hinir fræknu Sauðkrækingar heimild til sækja stóðhestana inn í afréttar- land og heimalönd Enghlíðinga. Þeir munu halda því fram og leggja á það nokkuð ríka áherzlu, að þeir hafi ekki lagt beizli vig hestana fyrr en þeir voru komnir inn í heimalönd Skagafjarðar- sýslu. En það þarf ákaflega mikla vanþekkingu, eða fyrirlitningu, á skráðum og óskráðum meginregl- um og réttarhugmyndum almenn- ings, til þess að telja það skipta máli, hvar hestarnir eru beizlaðir. Það væri þá alveg eins heimilt að reka þá suður á land og beizla þá þar. Þá er að athuga hvað búfjár- ræktarlögin segja um þetta efni. Er þar að finna heimild til að taka stóðhesta, hvar á landinu sem er, utan girðinga? Hið almenna ákvæði, sem hér um gildir, er að finna í 36. gr. laganna. 37. og 38, gr. geyma sérákvæði, sem, að því er snertir töku hesta eru mjög hirðuleysis- lega orðuð, og það svo, að ruglað hefur dómgreind ýmissa manna, ekki sízt þeirra, er gjarna vildu fá rýmri heimild til töku stóð- hesta, en 36. gr. hefur að geyma. En sú heimild er svohljóðandi: „Óheimilt er að láta stóðhesta ganga lausa í hejmahögum eða af- réttum nema heimild felist til þess í lögum þessum. Verði vart við slíkan hest, ber að handsama hann og flytja til hreppstjóra" . .. Orðunum „verði vart við“ fylgir engin skýring, hvorki í búfjár- ræktarlögunum, né í öðrum lög- um. Hvar á þá að leita hennar? Hennar á vissulega ekki ag leita hjá skrifstofumönnum, eða búðar- mönnpm, sem lítt eða ekki þekkja! til í svei.t, en þykjast góðir ef þeir þekkja hest frá kú. Hennar, Sjötugur í gær: Sveinbjörn Ágúst Benónýsson Vestmannaeyjum á að leita hjá bændum iandsins, fólkinu sjálfu, sem lögin eru sam- in fyrir. Venjur og réttarmeðvit- und bændanna kemur hér fyrst og fremst til greina. Bændur kannast við orðalagið, sem hér er notað. Það er gripið beint úr dag- legu tali þeirra. „Hefur þú orðið var við“ . . . spyr bóndinn ná- granna sinn, ef hann vantar skepnu. Er þá fyrst og fremst átt við, hvort nágranninn hafi orgið var við skepnuna í sínu eigin landi, því að menn eru ekki dag- lega að flækjast í löndum annarra manna, eða á afrétt. Spyrjið bænd- ur. Og þeir munu svara, að með orðalaginu „verði vart við“, sé átt vi.ð það, hvort maðurinn hafi orðið var við stóhestinn í sínu eigin landi, eða í næsta nágrenni. I í sínu landi má bóndinn að sjálf-! sögðu handsama hestinn. Og hon-i um meir að segja „ber“ að gera það, samkv. tilvitnaðri lagagrein. Hann getur einnig handsamag hann í næsta nágrenni meg sarn- þykki nágrannans, og loks á af- rétt, ef hreppsnefnd eða fjallskila- stjórn leyfir. Látum fara fram skoðanakönnun meðal bænda og fáum þann veg úr þvf skorið, hve margir bændur, sem ekki hafa tekið þátt í „Sauðkræklinga- hernaði", eða öðru líka snjöllu, telja heimilt að ganga lengra í handsömun stóí5hé5Í;^cán- úndan- farinnar kæru, ep. hér:{jefun verið talið vera í samræmí' við réttar- meðvitund þeirra. Þegar allt kem- ur til alls, era stóðhestar þó ekki óargadýr á borg við refi og minka, og fáir munu telja, varla einu stnni Sauðkrækingar, að hestar stangi menn til bana. Og loks eru lögin sett til þess að hlynna að hagsmunum bænda, en ekki hið gagnstæða. En hvaða bænda? Ég kem að því síðar. Þá er önnur spurningin, sem lögin ekki svara. Hverjir mega handsama stóðhesta? Vitanlega er öllum heimilt að kæra ólöglega göngu þeirra, og reynist kæran á rökuim byggð, varðar vítum að taka slíka kæru ekki til greina. Spyrjum bændur. Ég bygg að þeir muni ákaflega undantekningarlít- ið svara þannig: Umráðamaður lands, nágrannalandeigendur — ef til vill í nokkuð víðri merk- ingu — samkvæmt samkomulagi, og fjallskilastjórnir, að því er afréttir varðar. Hvaða hreppstjóra á svo að af- henda hestinn? Spyrjum bændur enn, og þeir munu svara einum rómi: Auðvitað hlutaðeigandi hreppstjóra, þar sem hesturinn er tekinn af jörð. Annar skilningur kemur alls ekki til greina ,og auk þess alger þarfleysa, nema neitað sé að veita hestinum mót- töku. Það er alls ekki unnt að fallast á þá skoðun, sem ég hef heyrt greinda og gegna menn, en lítt kunna landbúnaði, halda fram, ag það skipti engur máli, hvaða hreppstjóra á landinu hesturinn er afhentur. Það stríðir blátt á- frani gegn heilbrigðri skynsemi. Ég vil svo að lokum minnast meg fáum orðum á bakgrunn — ef maður mætti nefna það svo — þessa stóðhestamáls, Langvíðast á landinu ala menn | hross til notkunar, en ekki sem j sláturpening Menn temja og nota hryssurnar jafnt og hestana og Það var fríður hópur hún- vetnskra skálda, sem sló undir nára á Pegasusi um og eftir alda- mótin síðustu. Mér er nær að halda, að jafnvel Þingeyingar hafi ekki/arið' svo fjölmennir til skálda þings, aukin heldur Sunnlending- ar, þar sem leitun var á manni í heilum hreppum, sem gátu böggl- að saman vísu skammlaust. Veit ég eigi hvað veldur; kannski lofts- lagið. — — Það yrði of langt mál að þylja nöfn, en af handahófi mætti nefna nokkur, t.d. Geir Gígja skordýra- fræðing, Jón Pálmason fyrrv. Al- þingisfoiseta, Jósep Húnfjörð, Pál Kolka lækni, Sigurg Nordal prófessor og nafna hans Norland latínuklerk í Hindisvík, sem yrkir að sögn á latínu, grísku, ensku og íslenzku. En undarlegt var það, að þá er hann dvaldi í Landeyjar- þingum vissi enginn til þess, að hann væri hagmæltur, hvað þá að hann setti saman ljóð á annarleg- um tungum, en hestamaður var hann mikill þá sem nú. ----- í hinni fjölmennu skálÖafylk- ' ingu Húnvetninga ber hátt þau j systkin frá Kambshóli í Víðidal. | Þrjú þeirra eru góðskáld; kannski j fleiri, þótt ég viti eigi deili á því. Og í dag á eitt þeirra sjötugsaf- mæli, Sveinbjörn Ágúst Benónýs- son, Brekastíg 18 í Vestmannaeyj- um. Sveinbjörn Ágúst Benónýsson er fæddur 8. ágúst 1892 að Kambs- lióli í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu. Átti hann heima í hérað'inu fram til þrítúgsaldurs, en fluttist þá til Vestmannaeyja, þar sem hann stofnaði heimili og reisti hús sitt, Núpsdal við Brekastíg. Svein- björn kvæntist Hindriku Júlíu Helgadóttur, myndarlegri dugnað- arkonu. Börn þeirra eru þrjú, bú-, sett í Vestmannaeyjum. Sveinbjörn Ágúst nam múrara- iðn, hvar af hann hafði framfæri sitt og fjölskyldunnar, þvi létt hafa skáldalaunin verið í vasa fram á þennan dag./En þótt sumir yrki í stein, þá hefur sú grein yrkinga ekki gefið Sveinbirni mikið svig- rúm til listsköpunar, en fallegir voru samt fletir húsanna hjá hon- um. Sveinbjörn Ágúst var mjög fær maður í iðn sinni, en fyrir fáum árum varð hann að leggja múrskeiðina á hilluna að mestu, vegna heilsubrests. Hefur hann nú gefið sér nokkurt tóm til ljóða- gerðar, og verða þar ekki séð nein ellimerki — nema síður sé. Ljóða- bók hefur Sveinbjörn þó ekki sent á prent og er það skaði, en maðurinn er hvorki fram- né frama gjarn. Hinsrvegar hefur allmikið af ljóðum hans birzt í blöðum og tímaritum í Eyjum, og í safnriti, er Húnvetningar gáfu út fyrir nokkrum árum. Það væri freistandi að prenta hér, þótt ekki væri nema eitt eða tvö ijóð eftir Sveinbjörn Ágúst, en hvorttveggja er, að sá á kvöl- ina, sem á völina og hitt, að ekki vil ég aumur eiga reiði Stefs yfir höfði mér, því þessar fátæklegu línur áttu aðeins að vera stutt af- mæliskveðja, en ekki ritdómur. Þá veit maður aldrei, nema púki sá sem enn gengur ljósum logum og fylgir bóka- og blað'aþrykkjur- um, setji öfugar klærnar í ann- arra manna verk, og er þá verr farið. Sveinbjörn Ágúst yrkir undir háttum hins „hefðbundna ljóð- forms", sem sumir sjálfkjörnir spekingar tala um með fyrirlitn- ingu. Hann hefur ekki iðkað þá tegund „skáldskapar", að raða orð um í kross á pappírsörk, á ská úr efra horni í neðra, en þess háttar handverk virðist nú mjög í tízku og helzt gefa „ljóðunum" gildi. Eg vil svo að síðustu leyfa mér að vona, að' Sveinbjörn Á. Benónýs son eigi eftir að yrkja mörg ljóð og fleiri land'smönnum gefist kost- ur á að njóta verka hans, en orð- ið hefur til þessa. Eg sendi honum beztu kveðju, óska honum allra heilla á sjötugsafmælinu og vel- famað'ar um ókomin ár. Haraldur Guðnason. eigendum þeirra er það mikið mein, ef hryssur fá fyl, án þess að til þess sé ætlazt, ekki sízt ef fað- irinn er óvalið úiþvætti. Notkun- arhæfni hryssunnar minnkar til mikilla muna. Menn fara t.d. ó- gjarna í erfiðar fjallgöngur eða vorsmalanir á fylfullum hiyssum. Lausganga stóðhestar á slíkum stöðum getur því valdið mönnum tilfinnanlegu tjóni og er vissulega eðlilegt og sjálfsagt, að menn reyni að fyrra sig slíku. Til bóta er þó, að í þessum héruð'um er nægilegt að hafa örfáa, eða jafn- vel aðeins 1 valinn stóðhest í heil- um hreppi. Ælti þar ag vera auð- velt að koma í veg fyrir lausa- göngu stóðhesta, ef nokkur telj- andi árvekni væri fyrir hendi. Fyr ir þessa menn, til að tryggja hags- muni þeirra, eru hrossaræktar- ákvæði búfjárlaganna fyrst og fremst samin, enda á allur þorri ísl. bænda hér hlut að máli og vit- anlega sjálfsagt að taka fullt tillit til hagsmuna þeirra, án þess þó að gera öðrum augljósan órétt. Hitt hefur aftur á móti gleymzt, að taka viðhlítandi tjllit til þeirra bænda. sem auk þess að ala upp i lífhross til notkunar, og velja þar til sínar beztu hryssur og stóð- hesta, ala einnig stóðhross til kjöt- framleiðslu, þ e. slátra foröldun- um á haustin, líkt og dilkum sín- um. Þetta er nýlegt fyrirbrigði,1 sem fyrst kom verulega til greina ! á mæðiveikiárunum og beinlinis ! má segja að hafi bjargað Húnvetn- ingum, sem engin mjólkurbú áttu þá, yfir þau erfiðu ár. Þessi þátt- ur kjötframleiðslu er aðeins arð- vænlegur, þar sem eru fyrir hendi víðáttumikil og grasgefin heima- lönd, sem þá oftast ekki notast öðrum búpeningi, og víðáttumikil afréttarlönd, en hvorttveggja þetta saman er fyrir hendi í Húnavatns- sýslu í ríkara mæli, en í nokkurri annari sýslu iandsins. Hér við bæt- ist svo hin þurra veðrátta norðan- lands, sem gerir mönnum fært að láta stóðhross ganga úti í flestum vetrum, en gefa þeim út, ef jarð- bönn koma. Eftir þúsund ára þjálfun þola ísl. stóðhro'Ss vafa- lítið eins vel og hreindýr að-bjarga sér úti, ef þau aðeins ná til jarðar, eða er gefið út, svo að þau fái fylli sína. Er hér um atvinnu- grein að ræða, sem gefur milljónii í þjóðarbúið (nálægt 2 milljónir i Húnavatnssýslu einni), en er sér búgrein, líkt og nú er gert ráð fyr- ir að holdanautarækti^n verði, við hlið ræktunar mjólkurkúa, sem öllum er ljóst að ekki á saman nema nafnið, þó að hvorttveggja teljist nautpeningur. Hins vegai virðast menn ekki hafa áttað sig á því almennt, a.m.k. ekki sumir þeirra, sem um þessi mál hafa fjallað á búnaðarþingi og Alþingi, að eldi stóðhrossa er sérgrein, sem á fullan rétt á sér til jafns við aði ar búgreinar. Ýmsir hafa leyft sér að setja sig á þann háa hest að fullyrða, að stóðhrossahald sé Framhald á bls. 13. TÍMINN, fimmtudaginn 9. ágúst 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.