Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 8
Áusturlandaför Tyrknesk skúta á Marmarasundi í haust mun ferðaskrifstof- an Sunna efna til 28 daga ævintýra ferðar um Austur- lönd. Hefir ferð þessi verið lengi og vel undirbúin til þess áð hún .megi bæði verða þátt- takendum hin eftirminnileg- asta og þó eigi alltof kostnað- arsöm. Skoðaðir verða hinir merkustu sögustaðir í nálæg- ari Austurlöndum, dvalizt viku í „Landinu helga", sex daga í Egyptalandi, Bagdad sótt heim, og verður það aust- asti áfangastaðurinn. Upphaflega var í ráði að nota íslenzka flugvél til fararinnar allrar, en við nánari athuguTi þótti heppilegra að semja við flugfé- lögin, sem halda uppi áætlunar- ferðum á flugleiðunum öllum, bæði íslenzk og erlend, og vegna hagkvæmra samninga við þau og önnur þau fyrirtæki, sem skipt verður við, hefur nú tekizt að tryggja það, að öll þessi 28 daga ferð með dvöl í beztu gistihúsum og annarri fyrirgreiðslu, verður lítið dýrari erí sem svarar and- virði flugfarseðlanna einna sam- an, ef keyptir væru sínu í hvoru lagi. Til fyrirmynda um skipulagn- ingu ferðarinnar, hefur SUNNA leitað aðstoðar þeirra norrænna og brezkra ferðaákrifstofa, sem einkum hafa náð vinsældum vegna vel heppnaðra Austur- landaferða, en reynslan hefur kennt, að hæfilegur hraði og fjöl- breytni verður ag haldast í hend- ur, til þess að ferðin verði þægi- leg og lærdómsrík, en með því móti ætti hún að geta orðið það ævintýri, sem ógleymanlegt verð- ur hverjum þeim, er þess nýtur. Héðan verður flogið til London og þaðan tii hinnar fornu Vær- ingjaborgar, Istanbul, við Sævið- arsund. Þar á að skoða hið mark- verðasta, sem enn má finna frá fornum og sögufrægum dögum keisara, kalífa, preláta, soldána, kirkjur, musteri, leikvanga og hallir, sem bera vitni hinni marg- breytilegu sögu þessarar gömlu menningarborgar. Frá Istanbul verður flogið til Beirut, og eftir viðdt'öli'na þar verður farið í bifreiðum upp í Líb- anonsfjöll til Balak og annarra sögufrægra staða á leiðinni til Damaskus, sem er sögufræg og sérkennileg borg f útjaðri Sýr- lands-eyðimerkurinnar. Má gera ráð fyrir, ag mörgum þyki for- vitnilegt að sjá „bazari" hinna austurlenzku borga, hlusta á köll- in frá turnum musteranna, renna inn í hina annarlegu móðu þess lífs, sem sums staðar er j dag mjög svipað því og það var á dög- um kalífa „Þúsund og einnar næt- ur“. Frá Damaskus verður ekið suð- ur til Amman, höfuðborgar Jórd- aníu og haldið til Jerúsalem, en eins og fyrr segir, gert ráð fyrir vikudvöl í „Landinu helga“. Þar verða skoðaðir hinir kunnu, kristnu helgistaðir, Betlehem, Golgata og Getsemane. Farið verður til Jeríkó, út í eyðimörk Júdeu og reynt að skoða það, sem forvitnilegast þykir í landinu að fomu og nýju. Þátttakendur munu eiga þess kost að sjá hið markverðasta á fjórum dögum, en nota tvo til þess ag fara til Bagdad og sjá þar m.a. hinar gömlu rústir Babýlonar. Að lokinni Gyðingalandsdvöl- inni verður flogið til Egyptalands og dvalig í heila viku í landi Fara- óanna. Meðan Kaíró verður gist, fer hópurinn til Pýramídanna miklu og fer hluta leiðarinnar á fararskjótum eyðimerkurinnar, úlföldum. Stillt verður svo til, að unnt sé í þeirri för að njóta hins sérkennilega sólarlags þessa eyði- merkursögu og undralands. Frá Kaíró verður farið upp Nílardal til hinna gömlu höfuð- borga Forn-Egyptalands, Luxor og Karhak, en þaðan yfir Nílar- fljót til Dauðadalsins, þar sem skoðaðar verða konungagrafirnar miklu, en enginn kemur þangað án þess að verða snortinn af mik- illeik þess, sem þar ber fyrir augu. Frá Egyptalandi verður flogið til Jerúsalem og farig þaðan yfir „Lokuðu landamærin" til ísraels, en engin Austurlandaferð er full- komin án þess að sót sé heim hið nýja Ísraelsríki, enda geymir það bæði fornhelga sögustaði og mikil manvirki þeirrar þjóðar, sem nú er að endurreisa mikið menn- ingarlíf á gömlum slóðum. Frá Tel Aviv verður flogið til Aþenu og þar skoðað hig mark- verðasta t.d. Akropolis og farið til Delfi, hinnar fomfrægu vé- fréttaborgar. Frá Aþenu verður haldið til Rómar, og eftir noJckrái’.dvní' á „borginni eilífu" verður floglg'til Lundúna og þaðan heim. Lýkur þar þessarj 28 daga Austurlanda- för, sem margra mun freista, og verður vegna hagkvæmra samn- inga, ótrúlega ódýr. Fararstjóri verður Guðni Þórð- arson, framkvæmdastjóri ferða- skrifstofunnar SUNNU, en hann hefur ferðazt um öll lönd hinnar væntanlegu ferðar, og á að baki langa reynslu í fararstjórn víða um heim. KaupfélagtS Fram ÞAÐ ER athafnabragur yfir bæjarlífinu í Neskaupstað. Síld arverksmiðjan í fullum gangi og hlaðnir bá.tar við bryggjuna bíða löndunar. Út á bryggjum standa netamenn, starfsmenn Friðriks Vilhjálmssonar. Það er sagt að þeir sofi sjaldan með an á síldarvertíðinni stendur. Ef til vill er Baldur Böðvars- son að gera við radar, asdik eða dýptarmæli um borð í ein- hverjum bátanna. Kannski líka Lindberg, fráskmaður og kaf- ari sé að losa úr skrúfu eða veita aðra neðansjávarþjón- ustu. Það er annasvipur á öll- um hlutum, enda Norðfirðingar menn dugmiklir. . Fáir mega vera að því að anza spurning- um fréttamanns, jafnvel, þótt sunnudagur sé. Loks er hann svo heppinn að rekast á Þor- finn fsaksson, verkstjóra hjá IÍraðfrystihúsi Kaupfélagsins Fram, og í samræmi við gamla og gróna íslenzka gestrisni býð- ur hann þeim spurula heim upp á kaffi og með því, og lofast til að svara eftir beztu getu, því sem hinn spurji um. Þorfinn- ur ísaksson er maður á bezta aldri, var áður skipstjóri á Norðfjarðarbátum, bæði Hrafn keli og fleirum. Undanfarin 6 til 7 ár hefur hann hins vegar verið' í landi og starfað. sem verkstjóri við Hraðfrystihús Kf| Fram. 5000 mál á sólarhring — Og þið bræðið síldina? — Já, það hafa verið gerðar miklar endurbætur á síldarverk smiðjunni og nú bræðir hún orðið 5000 mál á sólarhring, eða kringum það. Virðist vera í ágætu lagi. — Verksmiðjan er í eigu hlutafélags, er það ekki? — Jú, Síldarvinnslan h.f. er hlutafélag, og helztu eigendur eru Samvinnufélag útgerðar- ■ manna SÚN, nokkrir útgerffar menn og Dráttarbrautin hérna Framkvæmdastjóri er Her- mann Lárusson. í fyrra bræddi verksmiðjan yfir 100 þúsund mál, var alveg skínandi rekstur — Verða margar söltunar stöðvar reknar hér í sumar? — Verða fjórar, voru tvær i fyrra. — Eru þetta aðkomnir salt- endur, eða heimamenn? — Heimamenn, ég held að ég megi segja að utanbæjar- menn séu ekki hluttakendur í söltunarstöðvunum hér- Margháttuð þjónusta fyrir síldarflotann — Hér mun til staðar ýmis þjónusta fyrir flotann, skilst mér? — Já, ýmislegt er það. Hér býr Baldur Böðvarsson,'" út- varpsvirki, sem gerir við rad- artæki, dýptarmæla, asdik og fleira af þessum fínustu tækj- um. Baldur þykir snjall, og er mikið til hans leitað. Nú, þá er hér netagerðarmaður, Friðrik Vilhjálmsson, sem hefur í þjón ustu sinni 12 til 14 manns og hefur geysimikið að gera allt sumarið í gegn, og reyndar allt árið. Hér er svo dráttarbraut með tilheyrandi skipasmíðastöð og vélaverkstæði, og svo er ofan á. þetta froskmaður hér, en þeir þykja mikil þarfaþing, ef eitt- hvað festist í skrúfu, eða ann- að forfallast undir yfirborði. — Já, svo er hér, vel á minnst, sjúkrahús. Við erum heppnir með það, að til okkar hafa val- izt góðir læknar, og lekstur Fjórðungssjúkrahússins hefur reynzt ágætlega. Síldin sefur svip á bæinn — Síldin setur nú sinn svip á bæinn? — Ó, já, hún breytir honum mikið, þennan tíma. — Ber mikið á ólátum hér í landlegum? — Nei, það hefur nú aldrei, finnst mér, hafa borið svo mik- ið á því. Það safnast aldrei svo ýkja mikið af skipum hér inni til að bíða af sér brælu, það gerir höfnin. hún er tæpast nógu örugg. En auðvitað þarf samt að hafa örugga löggæzlu, vegna almenns öryggis. Maður veit aldrei hvað hendir. \ Vefrarvinna þarf a8 verða öruggari — Hvað um vetrarvinnu hér í Neskaupstað? 8 TI MIN N , fimmtudaginn 9. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.