Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 15
Staurinn hallast og strákurinn ýtir á. — Myndin er tekin á Hofsvallagötunni, og sá litli er aö skoöa vegsum- merki eftir ákeyrslu. Skellurinn var slíkur, að Ijósastæðið hrökk af standlnum og dinglar þarna mlTII himins og jarðar. Snáðanum finnst berlega mikið til um þetta. Vonandi sleppur hann vel hjá öllum staurum á lífslelðtnni, og vonandi verður aidrel um hann sagt: „Maðurinn með hattinn stendur upp við staur, borgar engan skattlnn, því hann á engan aur". Ljósm, Lars Björk. Bræla var enn á miðunum fyrir Norður- og Austurlandi í gærdag, 'o^ífllar fréttir bárust um afla. Einhver skip voru þó úti í gær, einkum þau aflahæstu, sem eru kappsömust. Smásíldar hefur talsvert orðið vart út af Reyðarfirði, og hafa bát arnir reynt að forðast hana. Frétta ritari Tímans í Neskaupstað sagði, að skaplegt veður væri út af Reyð arfirði, en menn væru vonlitlir um veiði, meðan veðrið væri svona. Aflahæstu skipin héldust þó ekki í höfn, þau fóru 'nokkur út í gær. Fyrir Norðurlandi var betra veð ur og spáð lægjandi. Ægir leitaði árangurslaust að síld austur að Rifstanga, en Jiar sneri hann við, vegna veðurs. Á Raufarhöfn höfðu 5 bátar legið í höfn undanfarna daga, og voru þeir að tínast út í gær. Aðkomufólk á Raufarhöfn er allt á förum. Lík fundið Stykkishólmi í gær. í gærkveldi klukkan 18,30 fannst lík af manni á floti í utan- verðri höfninni hér í Stykkishólmi. Við athugun kom í Ijós, að/það var af Haraldi Guðmundssyni, Mel húsum við Hjarðarhaga í Reykja- vík, en hann var skipverji á vél- bátnum Dröfn frá Kópavogi. Vélbáturinn Dröfn er um 20 lest ir að stærð og hefur stundað hand færaveiðar á Breiðafirði og lagt upp í Stykkishólmi. Lá báturinn inn í Stykkishólmi um s.l. helgi, en Haralds var saknað síðan á laugardagskvöld. Þykir nú sýnt, að hann hafi fallið í höfnina, er hann ætlaði um borð í bát sinn á laugardagskvöldið. Haraldur var á sextugsaldri. Leifar Monroe Framhald af 16. síðu. inu — en þær tilraunir hennar voru gerðar að engu af Hollywood, þvf að það samræmdist ekki hug- myndinni um „ljóshærðu kyn- bombuna, Sem allir karlmenn féllu fyrir“. Hún mun brátt gleym nst. En Hollywood-vélin gengur áfram, hún mun skapa nýjar stjörpur og nýja harmleiki". Enginn vissi um móSurina Fyrsti eiginmaður Marilyn, Jam- es Dougherty yfirlögregluþjónn, óskaði eindregið eftir, að sér væri haldið utan við alla þá athygli, sem dauðdagi fyrrverandi konu hans hefur vakið. Annar maður leikkonunnar, Joe Dimaggio, kom til Hollywood skömmu eftir dauða hennar, en hafði ekki vitjag um lík hennar þegar síðast fréttist. Enginn vissi, hvar móðir Mari- lyn var niður kómin, en hálfsystir leikkonunnar, sem býr í Florida, sendi yfirvöldum í Hollywood skeyti, þar sem hún óskaði þess, að Joe Dimaggio eða lögfræðing- ur Marilyn, Milton Rudin, tækju að sér að sjá um útför hennar. Þriðji og síðasti eiginmaður Marilyn, Arthur Miller, sem býr í Connecticut, tilkynnti, að hann mundi ekki koma til Hollywood. Þau Marilyn slitu öllu sambandi, þegar þau skildu, og Miller er nú kvæntur aftur. Var sem dóttir Isidore Miller, faðir Arthurs, var góður vinur Marilyn, og sú vinátta hélzt, þrátt fyrir skilnað hennar og sonar hans. „Hún var mér sem dóttir, segir Isidore. „Ég er mjög hryggur yfir, að ég skildi ekki vera hjá henni. Hún hlýtur að hafa verið skelfi- lega hrædd og einmana . . . “ Síðusfu fréttir: Marilyn Monroe var jarðsungin í gær. Athöfnin fór fram í Iítilli kapellu í útjaðri Hollywood. Joe Dimaggio annaðist undirbúning. Fyrrv. húsbóndi hinnar látnu stjörnu, Lee Strasberg, kvaddi hana með hlýlegum orðuin og sagði, að hennar yrði alltaf minnzt I Þórður á Mófells- stöðum látinn Hinn þekkti þjóðhagasmiður, Þórður blindi Jónsson á Mófells- stöðum í Skorradal lézt s.l. mánu- dag 88 ára að aldri. Þórður vann að smíðum mestan hluta ævinnar, þótt hann væri blindur, og urðu smíðar hans landskunnar og verð- launagripir á iðnsýningum. 52 urðu fellibyl aS bráS á Formósu NTB — Taipeh, 7. ágúst. Kínverski forsætisráðherrann, Cheng Cheng gaf í dag skipun um, að neyðariáðstöfunum skuli beitt til aðstoðar fólki á Norður- Formósu, sem verst vaið úti í felli- bylnum mikla, sem skall á þar í gær. Síðustu opinberu fréttir herma að a.m.k. 62 menn hafi látizt og nær eitt þúsund særzt. Glæsilegf fjallgönguafrek NTB — Lima, 7. ágúst. Bandarískum leiðangri þriggja manna, undir stjórn ungs Norð- manns, dr. Leif-Norman Petter- son, tókst í dag að komast upp á Tulparaju-tindinn í Peru, en þann tind hefur engum manni tekizt að klífa áður. Kennir óperusöng Framhald af 16. síðu. sem ég á að veita forstöðu. Eg fer heim þegar í næsta mánuði. Eg yfirgef Kgl. leikhúsið með sökn- uði, þar hef ég átt dásamlega daga. En það er þó alltaf betra að hætta of snemma heldur en of seint. — Aðils. sem tákn eilífs kvenleika. New York Post skrifar, að marg ar af fremstu stjörnum Ilolly- wood séu mjög reiðar, af því að þær komust ekki inn í kapelluna, og voru Joe Dimaggio send mót- mæli gegn slíkri tilhögun. Di- maggio svaraði því til, að hefði það ekki verið vegna einliverra þessara vina Marilyn, þá væri hún ekki þar, sem hún er nú. 4 héraðsmót Fjögur héraSsmót Fram- sóknarmanna verða haldin um næstu helgi. Flúðir, Árnessýslu Héraðsmót Fram- sóknarmanna I Ár nessýslu verður haldið aS Flúðum n.k, laugardags- kvóld kl. 9 s.d. RæSu flytur Björn Fr. Björns son, alþm.; Hrling ur Vigfússon syng ur, með undlrlelk Ragnars Björns- sonar. Karl Guðmundsson gaman- leikari skemmtlr. — Hljómsveit Óskars Guðmundssonar leikur. — söngvarl Jakob Jónsson. Kirkjubæjarklausfur Héraðsmót i Vestur-Skaftafells- sýslu verður haldlð að Kirkjubæjar- klaustri n.k. sunnudag og hefst það klukkan 9 s.d. Ræður flytja Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokksins, og Elnar Ágústsson, sparisjóðsstjórl. Erlingur Vigfússon syngur með undirleik Ragnars Björnssonar og Karl Guð- mundsson leikari fer með gaman- þætti. Að lokum verður dansað. Skúlagarði, N.-Þing. Héraðsmótið í N-Þingeyjarsýslu verður I Skúlagarði n.k. laugardag og hefst það kl. 9 s.d. Ræður flytja alþinglsmennirnir Ólafur Jóhannes- son og Ingvar Gíslason. — Jóhann Konráðsson syngur. Að lokum verð- ur dansað. Laugaborg, Eyjafiröi Framsóknarmenn í Eyjafjarðar- sýslu halda héraðsmót að Lauga- borg n.k. sunnudag og hefst það klukkan 9 s.d. Ræður flytja alþ.m. Ólafur Jó- hannesson og Ingvar Gslason. Jóhann Konráðsson syngur. Þá verður dansað. Sögðu frá Berlín Framhald af 16. síðu. hræðilegan múr, sem ekki aðskildi einungis tvo borgarhluta, heldur einnig fjölskyldur, ástvini og kunn ingja. Kynnu Berlínarbúar þeim litlar þakkir, er reist hefðu múr- inn, og kölluðu hann annað hvort skammarmúrinn, eða Ulbricht- múrinn. Nefndarmenn kváðu eitt aðal- markmið Austur-Þjóðverja vera að firra Vestur-Berlínarbúa lífslöng- un og mótstöðuafli, og hefði þetta staðið allt frá árinu 1948, er um- ferðarbannið var sett á. Ibúar Vestur-Berlínar berjast þó ótrauð- ir á móti þessu, m.a. með því að stefna að því öllum árum, að gera Berlín að miðstöð menningar í Þýzkalandi. Mönnum til mikillar ánægju flyzt þangað stöðugt fjöldi fólks frá Vestur-Þýþkalandi og sezt þar að og tekur upp vinnu. Inn- eignir í bönkum og sparisjóðum aukast stöðugt, og ekki hefur dreg- ið úr iðnaði borgarinnar. Kviknaði í Surpríse Snemma í gærmorgun kviknaði í togaranum Surprise í Hafnar- fjarðarhöfn. Talið er, að olía, sem var verið að dæla um borð, hafi lekið niður á ljósamótor, og þann- ig hafi kviknað í- Vélarrúmið var þegar alelda, en oliugeymar skips ins sluppu. Það tók rúman klukku tíma að slökkva eldinn og urðu miklar skemmdir í vélarrúmi tog- arans. Mágur minn og bróðir okkar Þórður Jónsson, . Mófellssföðum, Skorradal, lézt að heimili sínu mánudaginn 6. ágúst. Guðfinna Sigurðardóttir og systkinl. Svava Skaftadóttir kennarl lézt 1. ágúst s.l. sýnda samúð. Jarðarförin hefur farið fram. — Þökkum auð- Systkinln. Innilegar þakkir vottum vlð öllum vtnum og vandamönnum, er sýnt hafa okkur vinsemd og hluttekningu við fráfall Gunnlaugs Blöndals listmálara. María og Björn Blöndal, Sigríður og Kristjana Blöndal TÍMINN, fimmtuÓauinn 9. áirúst. 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.