Tíminn - 28.08.1962, Page 8

Tíminn - 28.08.1962, Page 8
Freysteinn Gunnarsson, skóla- stjóri Kennaraskólans, er sjötug- ur I dag. Hann er fæddur að Vola i Hraungerðishreppi 28. ágúst 1892. Freysteinn lauk kennaraprófi 3913 og stúdentsprófi utan skóla 1915. Guðfræðiprófi lauk hann við' Háskóla íslands 1919, en dvald ist við Uppsalaháskóla um tíma 1921, en það ár varip hann kenn- ari við Kennaraskólann og tók við skólastjórn hans 1929 af séra Magnúsi Helgasyni. Um tíma var hann settur fræðslumálastjóri æð'ri skóla í landinu 1931—34, og formaður bókadeildar Menningar- sjóðs var hann fyrstu starfsár hennar. Mörg rit, bæði frumsamin og þýdd, hafa komið frá hendi Frey- steins. Hann gaf út ágrip af setn- ingafræði og greinarmerkjafræði 1925, danska orðabók 1926, is- lenzkar ritreglur 1930. Freysteinn er ljóðhagur vel og hafa komið út eftir hann tvær kvæðabækur. Eru mörg kvæði hans þjóðkunn, og hann hefur ort margt ágætra söng- lagatexta. Þá hefur Freysteinn þýtt fjölda bóka, geysimargar barna- og unglingabækur, og einn- ig ýmsar bækur annars efnis. Hann hefur annazt útgáfur ýmissa rita, svo sem lesbóka barnaskól- anna, Hallgrímsljóða og Ljóðmæla og sagna eftir Jónas Hallgrímsson. Freysteinn kvæntist árig 1900 Þorbjörgu Sigmundsdóttur úr Reykjavík og eiga þau tvö börn, j Guðrúnu og Sigmund. Þó að' ævistarf Freysteins Gunn arssonar sé þegar orðið mikið og margþætt, ber stjórn hans á Kenn- araskólanum hæst. Nemendur hans eru orðnir marglr, og það hefur lengi verið sammæli þeirra, sem bezt þekkja til, að Freysteinn Gunnarsson sé með'al beztu ís- lenzkukennara, sem uppi hafa ver- ið i landinu siðustu áratugina. Freysteinn er mikill íslenzkumað ur. Kunnátta hans í fornu máli sem nýju er mikil og lítt brigðul. Málfar hans er afar kjarngott og fagurt og laust úr staglfræðilegum viðjum. Þetta hefur komið glöggt fram í ritum Freysteins, jafnt þýð'ingum sem öðrum. Þar sést hve óvenjulega snjall hann er á mál, og smekkvís, svo að af ber. Danska orðabókin, sem hann annaðist, er meistaraverk, sé leyfilegt að nota slíkt orð um mannlegt verk af þessu tagi. Þýðingar margra orða þar eru svo ágætar, að menn leita þangað orða, þótt ekki sé verið að þýða úr dönsku. Margir þeir, sem notið hafa ís- lenzkukennslu Freysteins í Kenn- araskólanum, telja það bezta vega- nesti, sem þeir hafi hlotið á skóla- bekk. En fágætir mannkostir hans munu þeim þó ofar í huga, sem notið hafa handlelðslu hans. Traust skapgerð hans, einlæg vin- semd og velvilji mótaði alla stjórn hans og dagfar, og honum hefur jafnan tekizt það með festu og mildi, sem hörð orð og ströng boð fá trauðla áorkað. Hann hefur aldrei kvatt sér hljóðs með háu kalli, en þó ætíð verið betur hlust- að á lágvært tal hans en flest ann- að. Freysteinn Gunnarsson á nem- endur. hundruðum saman um allt land, og þeir eru allir þakklátir vinir hans. Þeir munu ekki hylla hann með lúðrablæstri á þessum afmælisdegi, en mættu hlý hug- skeyti til hans ná. er víst, að ekki mundi væsa um Freyftein Gunn- arsson þennan afmælisdag. Eg tel hann einn hinn eftirminnilegasta og bezta mann, sem ég hef kynnzt um dagana. AK Við kölluðum Freystein stund- um „gamla manninn', þegar við töluðum um hann okkar í milli. Ekki af því, að okkur væri það efst í huga, þegar hann bar á góma, að hann er gamall. Það var svo sjálfsögð og auðsæ staðreynd, að hún þurfti ekki undirstrikunar við, — eða það fannst að minnsta SJötugur í dag: Freysteinn Gunnarsson kennaraskólastjóri kosti okkur, sem sátum á skóla- bekk hjá honum fyrir skömmu. Á milli okkar og þessa manns, sem við þekktum ekki nema með skóla- töfluna i baksý'n, var heil manns- ævi. í okkar augum hlaut hann því að vera gamal.1. Það, sem fólst í þessum orðum, var viðurkenning á þessari staðreynd, en ekki undir- strikun hennar. En megininntak þeirra, það sem ber þau uppi og gerir það að verkum, að við not- um þau enn þá, þegar við hittumst á förnum vegi og talið berst að skólanum okkar, er sú hlýja og virðing, sem vaknaði við kynni okkar af honum í skólanum. Þessi virðing er ekki þeirrar tegundar, sem verður til j fínum sölum, þar sem menn ganga um eins og upp- trektir „bamsar'1 og nota stór orð lítillar merkingar. Hún spratt fram í kyrrþey með svo sjálfsögð- um og eðlilegum hætti, að við vis'sum ekki, hvenær hún varg til. i Hún lýtur ekki titlum, og þess; vegna hefði Freysteinn aldrei getað unnið til hennar með þvi einu að vera skólastjóri þeirrar stofnunar, sem við námum vjð, heldur aðeins méð 'því, sem hann , er og var nemendum sínum sem | maður og kennari. Ég þekki Freystein aðeins sem nemandi kennara sinn og skóla- stjóra, og viðhorf mitt til hans nú og áður er mótað af þvi. Tilvera hans utan skólans er mér ókunn, — þaðan af síður, að ég þekki það líf, sem hann átti, áður ég eign- aðist mitt. f fjóra vetur áttum við skóla- systkini mín og 'ég, með honum eina klukkustund á hverjum virk- um degi. — Nú er hann sjötugur, og ég finn og veit, að þessar stundir eru lítill hluti allra þeirra, sem þessi sjötíu ár rúma. Ég man enga sérstaka þeirra. Þær voru ekki allar eins, en líkar hver ann- arri, rólegar og hógværar og létu lítið yfir sér: Freysteinn stendur við kennara- borðið, lítill maður og grannvax- inn, situr aldrei. Á borðinu liggur gömul bók með Eddukvæðum. — Bílarnir bruna hjá skólanum og fleygja hávaða inn í stofuna. Úti á flugvellinum urrar strór farþega- flugvél illskulega eins og reitt skordýr. Hún kjagar eftir flug- brautinni, og það stimir á gljáandi bolinn. Urrið verður að öskri, og einhver stekkur upp á borð og lokar gluggunum, en öskrið held- ur áfram að hljóma í stofunni, og við gefum henni auga, þangað til hún hleypur öskrandi upp í him- ininn. — Hann er byrjaður að tala, ró- legri röddu, dálítið hásri, og hand- leikur bókina. Það er hljóð í stof- unni — opnar bækur á borðum. Hann hefur tekið einhvern upp og spyr hann. Spurningarnar eru skýrar og afmarkaðar, og þótt röddin sé lág, er hún ákveðin og krefst svars: Sá, sem ekki getur svarað, finnur það, og það er, ó- þægileg tilfinning. Þag er verra að geta ekki svarað honum en öðrum, kannske er það vegna þess, að hann er skólastjóri — eða ef til vill vegna þess, að hann horfir stöðugt á mann, meðan hann bíð- ur eftir svari, ekki ásakandi — það gerir hann aldrei — rólegu, óbif- anlegu augnaráði. Honum liggur ekkert á, og hann bíður lengi, reynir ag ýta undir svarið, brjóta skurnina. Honum bregður ekki, þótt svarið sé rangt, ekki heldur, þótt það sé ekkert. — Gengur að gamalli töflunni, sem er orðin gljáandi af sliti, og skrifar á hana forn orð, beyingar og myndir. Þolinmæði hans er óþrotleg, nærri því óhugnanleg. Hann stekkur aldrei upp á nef sér, brýnir aldrei raustina, hvessir ekki augun. Það er líkt og ekkert geti raskag ró hans. Hver mínúta er honum dýrmæt. Hann leyfir engri þeirra að sleppa úr greipum sínum, án þess að hafa reynt að nota hana til fulls. Stund að við metum mínúturnar litils, um — kannske oft — finnur hann, þegar fáar eru eftir í lok kennslu- stundar. Þá bregður fyrir kímni- glampa í augunum á bak við gler- augun og hann segir með svolitlu glotti: „Þag má gera mikið á fimm mínútum." Hann sannar sitt mál með því að halda áfram að þurrka rykið af Edduorðunum, og maður finnur, að þessi setning hefur ekki orðig til fyrir tilviljun. Hún opin- berar sannindi í lífi hans sjálfs, — er lykillinn að verkum hans. Hann sóar ekki mínútunum, þess vegna eru afköst hans mikil. Hann getur verið kíminn, laum- ar út úr sér fyndninni, svo lítið ber á. Hún er broddalaus, aðeins sögð til gamans. Annars er hann oftast alvarlegur, ekki hátíðlegur, og maður verður aldrei var við, að hann láti skina í það, sem hann er — skólastjóri. Hann setur engar reglur, en samt verða þær til með einhverjum undarlegum hætti, og þær eru allar óskráðar. Þetta er einn af leyndardómunum í stjórn hans á þessum skóla. Þessar reglur eru oft brotnar. — Reglur eru brotnar í öllum skól- um, meira að segja þar sem þær eru skráðar og hengdar upp á vegg. Þegar hann vill, að’ eitthvað verði öðruvísi en það er, talar hann um það. Hann notar fá orð og skýr. Það hljóta flestir að taka tillit til þeirra. Sumir gera það ekki. Þá talar hann við þá eins- lega. Eftir það gera þeir það. Hann skilur afstöðu nemenda innbyrðis, og þess vegna verður ekki djúp milli hans og þeirra. Við vitum ekki, hvað hann segir eða gerir á kennarastofunni og á kennara. fundum í skólanum, — við vitum aðeins að hann gerir veL Árin líða hjá, — þessi fjögur ár, þegar skólinn er miðpunktur lífs okkar. Hann er eins konar ör- yggi í tilverunni. Við vitum alltaf, hvag bíður okkar á hverju hausti. Við tengjumst honum, hver öðram og kennurum hans böndum, nauð- ugir — viljugir. Og það setur mörk á líf okkar. Sum hverfa, önnur verða eftir og taka á sig nýjar myndir. Að baki er skólinn, gamla hús- ið við Laufásveginn, sem nú hef- ur verig dæmt úr leik. Það geymir fjóra vetur af lífi okkar, og við getum aldrei hugsað til þeirra án þess að hugsa um leið til Frey- steins Gunnarssonar, skólastjóra okkar. Hann og þetta gamla skóla-. hús eru felld í eina mynd í vitund okkar. — Og nú óskum við Frey- steini til hamingju með sjötugs- afmælið. Birgir Sigurðsson. veifakona skrif- ar um sveitalífið í. Ég er ein af þeim, sem hafa lifað tvenna tímana. Þjóðin öll hefur að mér ásjáandi risið úr öskustónni og' komizt til ríkis í landi allsnægtanna. Gleðin vfir framförunum verður því að von um öflugust í huga mínum, þeg ar ég renni augum yfir farinn veg. Einn skugginn veldur mér samt hugarangri og kvíða. Það er íólksflóttinn úr sveit- inni. Fyrir örfáum áratugum voru bæir og þorp ekki nema fáar log smáar þyrpingar i úi- jöðrum landsins. Þá bjó megin þorri landsmanna enn í sveit- unum, bæði háir og lágir. Nú er þessu svo gjörsamlega snúið við, að í mörgum héruðum má^ kalla að aðeins séu eftir nokkr- ar eftirlegukindur og þær flest ar gamlar. Allur blóminn er kominn til höfuðborgarinnar og umhverfis hennar. Og það er næstum taliö brjóstumkennan legt að vera „bara bóndi“ eða sveitamaður. Ég hugsa oft um það. hvað veldur því að æskan sogast burt úr sveitunum út í hringiðu þétt býlisins. Eitt er eflaust auglýs- ingaflóðið í útvarpinu, hin dag lega þula um öll þau undur og þægindi, sem eru á boðstólum í borginni, óteljandi skemmtan- ir, sem unnt er þar að njóta og fjClda starfa, sem menn eiga þar kost á. Unga fólkið renn- ur á þetta kall og sumir kom- ast líka eflaust í lukkupottinn. Aðrir reka sig á, að þegar til kastanna kemur, geta næsta fá ir veitt sér nema takmarkaðan fjölda gæða og þæginda i þétt- býlinu eins og í sveitinni, og mörg störfin eru leiðari og lægra launuð en þeir héldu. Til eru þeir, sem þá vildu ef til vill aldrei hafa slitið sig upp, en telja sig ekki eiga afturkvæmt úr því sem komið er. Ég skil það vel að þéttbýlið hefur marga kosti og mikinn unað upp á að bjóða. Veit að fjöldi starfa er þar léttur o^ áhyggjulaus og skemmtistaðir eru á hverju strái. Sveitalífið er nálega annars eðlis, sumpart af öðrum heimi. En vissulega á það þó sín ágæti, sinn yndis- leika og skemmtan. Kaupstaðabörnin sanna það, þegar þau koma í sveitina á vor in. Mörgum þeirra finnst sér þá opnast nýr heimur. Þau eru að kalla alsæl yfir að vera komin út í guðsgræna náttúruna, I ná- ið samband við dýrin og undir víðan himin. Oft fara 'þau sár- nauðug heim á haustin, vildu helzt líka kynnast vetrinum, bæði stríðu hans og blíðu — hríðum og heiðríkju. Sveitafólkið þekkir þetta og skilur. Það veit um töfra vors- ins, bjartar nætur, döggfagra morgna, kyrr kvöld. Þótt annir og unaður eggtíðar og stekktíð ar séu úr sögunni, er enn sauð-, burður og rúningur, sáðtími og fjallrekstrar. Svo koma heyann ir með töðuilm og ýmist leiða regndaga eða heiða og hlýja hirðingadaga, þegar allar hend ur eru á lofti til bjargar mikl (Framhald á 6. síðu) 8 / T í M I N N, þriðjudagurinn 28. ágúst ÍSÖ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.