Alþýðublaðið - 28.10.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.10.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUölíAÐI ð ÍALÞÝÐUBLAeiD j < kemur út á hverjum virkum degi. • ] Afgxeiðsla í Alþýðuhúsinu við t j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. > J til kl. 7 síðd. 5 Sferifstofa á sama stað opin ki. í 9VS—10Vs ^rd. og ki. 8—9 siðd. I* Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; (skrifstofan). Verðlag: Áskriftaiverð kr. 1,50 á ; mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 I i hver mm. eindálka. ; í Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ! < (í sama húsi, sömu simar). 4 ,F oðurlandssvik4. Aiþýðnflokknrinn otj Stefán sbölameistari SteSánsson. ,,llgbl“.-mennirnir í gapa» stokknnm. „Morgunb]a&ið“ hefir nú upp á síökastið verið að reyna að velkja j)j'óðremIjingsö 1 du út af því, að „komist hafi upp“(!), að danskir jafnaðíirmenn hafi veitt flokks- bræðrum sínum á tslandi fjár- hagslegan stuðning. VeltiT það sér yfir ýmsa forvigismenn jafnaðar- manna með ókvæðisorðum, brigsi- ar þeim um föðurlandssvik o. s. frv. Ef menn vildu vera góðgjarnir, })á mætti ef til vill finna máls- bætur fyrir ,]>essum hamagangi blaðjins. Allir vita, hve afskaplega })unnir og óslyngir þeir eru, rit- stjórarnir, og þá er hitt alkunnugt, hversu sárt þeim fellur, að íhaldið skuli vera búið að missa völdin. Þá bætir það ekki skaþið, að svo að segja daglega kemst upp nýtt hneyksli um íhaldsmennina- og hneykslanlegar framkvæmdir þeirra, meðan þeir fóru með vökl- in. Eiga sjálfsagt mörg íhalds- hneyksli eitir að koma í ljós enn, og sjálfsagt mun mörgum heiðár- legum íha’dsmanni bregða í brún, þjegar búið«er að rannsaka í hólf og gólf öll íhaldshneykslin. En „Morgunblaðið*1 er ekki af þeirri tegimdmni. fað ýlfrar undan hverju nýju íhaldshneyk'sli og reynir aðglepsa í þá, sein það helzt telur hafa valdið ósigri íhaldsins. Þess vegna er vonzkan í blað- ánu við jafnaðarmenn. Þess vegna á það engin orð nógu sterk til að svivirða þá með. En höggiii hitta elcki jafnaðar- menn. í hvert skifti, sem gáfna- íjósin i „Mgbl.“ reiða sína andlegu svipu til höggs, þá lendir höggið jafnaðarlegast yíir þvert andlit þeirra sjálfra eða þeirra, sem eru þeim nákomnir. Þegar þeir eru að brigzla jafn- aðarmönnum um alþjóð’.ega sam- hjálp þeirra, sem er gerð af á- huga fyrir góðu málefni, þá verð- ur afleiðingin að eins sú, að farið er að rifja upp hið hneykslanlega samband „Mgbl.“ við danska auð- valdssinna, svo sem Berléme o. fl. Og þegar „Mgbl.“ ásakar jajn- aðarmenn fyrir tillögur þeirra í sambandsmálinu 1918 og kallar það „svik við sjálfstæðismál ís- lendinga“, þá hljóta ,,Mgbl.“- niennirnir líka að kalla tillögur meiri hluta sambandslaganefndar- innar frá 1908 „svik við sjálf- stæðismál tslendinga". Stefán skólameistari Stefánsson ýar .einn í þeirri nefnd. Hvernig skykli Vaitýr, sonur hans, vilja titla hann fyrir tillögurnar 1908? Ef nokkurt samræmi er í því, sem Valtýr segir, þá myndi hann vafa- iaust brigzla föður sínum í gröf- inni um svik í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, og það því fremur, sem tiliögurnar frá 1908 gengu miklu skemur í kröfum sínum gegn Dönum en til'ögur jafnaðar- manna 1918. Jafnaðarmenn jj segjast (1918) vilja „frjálst samband milli full- valda (suværen) og jafnrétthárra þjóða“. En tillaga Stefáns Stefáns- sonar (og annara nefndarmanna) 1908 er svo: „ísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið. . . . Danmörk og Is- land eru því í sambandi, er nefn- ist ,Veldi Danakonungs’ “ —. Ekki þarf að lesa iengi tillögu jafnaðarmanna 1918 og „Uppkast- ið“ frá 1908 til að sjá, að langtum eru jafnaðarmenn kröfuharðari um réttindi landsins en „Uppkasts"- menn frá 1608. Séu jafnaðarmenn ámælisverðir fyrir tiljögur sinár 1918, eru hinir miklu freniur ámælisverðir, er gerðu tiliögurnar frá 1908. Engum hefir þó dottið í hug að bendla þá við föðuriandssvik fýrir þessar til- lögur sínar. Og þetta er ekki dregið hér fiam til að ámæla þeim mönnum, er þar voru að verki, heldur er það gert til að setja „Mgbl.“-ritstjói aita í gapastokk sinn. En það neyðarlegasta fyrir „Mgbl“‘ og ritstjóra þess, Valtý Stefánsson, er það, að ókvæðis- orð blaðsins lenda óbeinlínis á Stefáni heitnurn skólameistara, föður ritstjórans. Um fæðin2arréttinn segja jafn- aðarmenn 1918: „Fæðingarréttur- inn sé sameiginlegur, sem frá sjónarmiði verkamanna verður að álítast undirstöðuatriði undir sönnu þjóðasambandi . . .“ Meiri hlutinn 1908 leggur til: „. . . Löggjafarvald hvors iandsins um sig getur þó veitt fæðingja- rétt með lögum, og nær hann þá til teggja landa. . .“ Öll ókvæðisorð, sem Valtýr hef- ir látið dynja yfir jafnaðarmenn siðustu vikurnar, — alt fjasið um föðurlandssvik oe Því um líkt lendir lika á föður Valtýs í gröf- inni. Skyldi það hafa verið tiiætlun- in? Nema þeir séu svona heimskir? . Valtýr! Valtýr! Hörmuleg eru örlög þeirra manna, sem ganga auðvaldi og Bfturhaldi á hönd. í Hnífsdal. I gær voru þeir Hálfdan Hálf- danarson hreppstjóri og Eggert Halldórsson settir í gæzluvarð- nald. Fór Halldór Júiíusson sýslu- ma&ur [)angað með þrjá eða fjóra menn, og var nú enginn mótþrói sýnclur. Hálfdan var fluttur i fangahúsið, en Eggert var lasínn, lxafði hitavott, og var hann því fluttur í sjúkiahús? — „Mgbl.“ til leiðbein.tngar má geta þess, þó að öðrum þurfi varla að segja það, að hvorki var her hafður við handtökuna né nokkur vopnaður maður og engin lög brotin, nema þegar þeir Hálfdan og Egg- ert neituðu um daginn að fara í gæzluvarðhald, þá sýndu þeir réttviúnni ólöglegan mótþróa, og þeir, er rannsóknina fremja, hafa látið stjórnarskrána óbrotna. „Mgbl.“ ýkir veikindafrásagnir til þess að -reyna að leiða athygli lesendanna frá atkvæðafölsuninni. Auk þess lýgur það til.-um, hvert Eggert yar fluttur, og segir hann fluttan i fangelsi. Einnig tekur það svo til orða, að hann hafi verið borinn út óklæddur. Nú var sannleikurinn sá, að hann var fluttur i sjúkrabörum, en e. t. v. veit „Mgbl.“ ekki mun á því að drösla manni út nöktum eða flytja hann á þann hátt. Hitt er opinbert orðið, að ,,Mgbl.“ skipar sér gegn réttarrannsókninni í at- kvæðafölsunarmálinu, og er sú aðferð grunsamleg mjög. Hvort sem sekt Hálfdanar sann- ast eða ekki, þá er þegar sannað, að margt misjafnt hefir farið fram í koáningunum. Og hand- skriftirnar á fölsuðu seðlunum eru fil - sýnis. Þeirri staðreynd ver'J- ur ekki hrundið. Bifreiðarslys. Maðnr biðup bana. 1 gærkveldi varð ferðamaður austan úr Hreppi, Jón Bergsson aö nafni, fyrir bifreið á Fríkirkju- vegfnum. Var hann fluttur í sjúkrahús, en virtist ekki vera beinbrotinn. Hann andaðist í nótt. Málið er í íannsókn. SMðurvörn „iorgimbíaðsms4*. Heimsku „Mgbl.“-skrifaranna eru engin takmörk sett. 1 gær býsnast þeir yfif því, að fé það, sem íslenzki Alþýðuflokkurmn hafi fengið frá dönskum skoðana- systkinum, ætli bann að nota til þess að berjast gegn núverandi þjóðskipulagi. Til hvcrs annars ætti hann svo sem að nota fé, það eða annað, heldur en til þess að berjast gegn auðvaldsskipu-' 'laginu og fyrir því, að aiþýðan fái yfirráð þjóðmálanna í sínar hendur? Til h\ærs annars en að' koma stefnuskrá Alþýðufiokksins í framkvæmd? Og svo eru ritbuli- ■ arar „Mgbl." að fárast um, að féð sé látiö af hendi í þessu skyni(i). Þeir eru e. t. v. kunn- ugastir annari aðferð, kunnari slíkri trúmensku í notkun fjár, fem Kaldárhoitssímalagningunni af almannafé, og hafa því ætiað að líkum, að fé alþýðunnar, sem flokkur hennar helir umráð yfir, væri varið á sama liátt og rikis- sjóðsfénu, sem ihaldsstjórnin gaf Ingimundi, varið handa einstök- um flokksmönnum. Það er að vonum, að þeir dæmi eftir því, sem þeir þekkja bezt. Og hug- sjónaskyn sannfæringarsalanna kemur þarna greinilega í Ijós. Hvers ætti Aiþýðuflokkurinn fremur að nota fé tii annars en baráttunnar fyrir sigri alþýðunn- ar ? — Tökum annað mál, sem „Mg'ol.“ þekkir, þótt það forðist /að geta þess, skrifurum þess tií skýringar. Gaf íhaldsstjórnin Ingi- rnundi ekki símann til þess að tala í hann ? Eða myndi þeim hafa þótt eðlilegra, að hún hefðl ætlað honum að þurka á honurn þvott eða eitthvað þvílíkt? — Nei; með þessu slúðri tekst ekki að breiða yfir málagöngu Jóns Þor- lákssonar hjá dönsku auðvaldi til þess að efla það gegn Islmzkum hagsmunum. Kböfn, FB., 27. okt. Rikiserfðadeilan í Rúmeniu. Prá Bexlín er símað: Yfirvöldin í Rúmeníu hafa handtekið sendi- mann Carols, fyrr verandi krón- prinz I Rúmeníu, og bera á hann pær sakir, að hann hafi unnið að undirróðri til breytinga á ríkis- erfðum þar í landi. Stjórnin í Rúmeníu virðist óttast, að áhang- endur Carols í Rúmeníu muni gera tiiraun til byltingar. Af þeim 'órsökum heíir skeytaeftirlit verið skerpt Mi'rðingi sýknaður. Frá Paris er símað: Kviðdómur í Parisaxborg hefir sýknað Gyð- inginn Schwarzbaxd, er myrti Pet- l'iíra, sjálfstæÖisforingja Ukraine- xnanna I fýrra vor. Schwarzbard kendi Petlura um ofsóknirnar gegn Gyðingum i Ukraine. Skip ferst Þrjátiu og fjórir menn. farast. Prá Lundúnum er símað: ítaiska farþegaskipið Principessa(?) hef- tr sokkið nálægt ströndum Bra- ziliu, hefir senni'iega siglt á sker. A þvi voru tólf hundruð manns, og la a sennilega þrjátiu og fjór- ir forist. Ný nellanmálssaBa fcyrjar hétr í blað%>u i dag. Er hún- mjög skemtileg og næstum fram úr hófi „spennandi", — eins og- komist er að orði um slíkar sög- ur. Sagan heitir „Njósnarinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.