Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.08.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- mgastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu- núsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Banka- stræti 7 Simar: 18300—18305 Auglýsingasimi: 19523 Af. greiðsiusími 12323 - Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan- lands í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Öfugmæli Mbl. um skattamálin Stjórnmálaskrif Mbl. að undanförnu mega teljast gott dæmi um starfsháttu Sjálfstæðisflokksins, þar sem til- gangurinn helgar meðalið. Á sama tíma og fulltrúar bænda koma saman til að ræða mál sín og kveða upp það einróma álit, án tillits til stjórnmálaskoðana, að hagur bænda sé nú svo bágur af völdum aðgerða núver- andi ríkisstjórnar, að ekki verði lengur við unað og grípa verði til neyðarúrræða sölustöðvunar, þá básúnar Mbl. það sí og æ, að hagur bænda hafi aldrei verið betri en nú, og því bætt við, að „Sjálfstæðisflokkurinn muni halda áfram uppbyggingu landbúnaðarins eins og hing- að til“. í gær tekur Mbl. skatta- og tollamálin sömu tökum og bændamálin. Þar segir m. a. þetta: „Viðreisnarstjórnin hefur haft allt annan hátt á en vinstri stjórnin, sem átti það úrræði eitt að hækka sífellt skatta og tolla og aðrar opinberar álögur. Núverandi rík- isstjórn hefur lækkað skatta stórkostlega og hefur það ekki sízt orðið fólki með lágar eða miðlungstekjur til góðs. Vegna skattalækkana viðreisnarstjórnarinnar er nú fjöl- skylda með meðaltekjur svo að segja skattfrjáls. — Jafn- hlið hefur núverandi ríkisstjórn lækkað verulega tolla á ýmsum nauðsynjavörum. Þessar skatta- og tollalækkanir hafa orðið öllum almenningi til hagsbóta.“ Þannig hyggst Mbl. snúa öllum staðreyndum í hverju máli við. Það er baráttuaðferð Mbl. Það var líka baráttu- aðferð Hitlers. Sannleikurinn er sá — og hann' liggur skjaliega fyrír í þingtíðindum og getur hver sem hug hefur á aðgætt — að síðan „viðreisnar“-stjórnin tók við völdum hafa ríkis- útgjöldin nær tvöfaldazt, miðað við árið 1958. Skattalögunum hefur reyndar verið breytt þannig að beinn tekjuskattur hefur verið lækkaður, en það var gert með þeim hætti að hátekjumaðurinn fékk 20—30 sinn- um meiri lækkanir en lágtekjumaður t staðinn fyrir hina. óveruiegu lækkun tekjuskattsins hafa lágtekjumenn íengið tvo nýja söluskatta, innflutningssöluskatt og smá- söluskatt. sem leggjast með gífurlegum þunga á allar nauðsynjar, þannig að bví stærri. sem fjölskyldan er. bví meira verður hún að greiða í skatta til ríkissjóðs. Á móti koma reyndar fjölskyldubæturnar, en þær vega lít- íð á móti hinum geysilegu álögum óbeinu skattanna Þessu til glöggvunar skulu hér tilfærð nokkur dæmi. m Af barnavaqni. sem kostar kr 5.750.00 tekur rík- issjóður með alls konar óbeinum sköttum kr. 2.700,00 af söluverði barnavagnsins. Við verðum því að greiða Gunnari Thoroddsen í skatt fvrir að kaupa barnavagn- inn svioað og nemur fjölskyldubótum með einu barni í heilt ár. PP Ungu hjónin, sem eru að hefia búskap og kaupa sér >"afmaqnseldavél á kr. 6.950.00 eru um leið greiða ríkissfóði kr 2.885.00' í skatt af eldavélinni PH Sá sem kaupir sér pott á tvö hundruð krónur areiðir har moX •'•ÞissinSi W<- 70 flO P85 Af matskeið, sem kostar kr 37 50 tekur Gunnai* Thoroddsen í ríkissjóð kr 14.90. Þannig mætti halda áfram að tetja og sýna fram á hvernig hinir nýju óbeinu skattar hafa breytt grundvelb skattaálagningar hér á landi. Áður greiddu menn þv! lægri skaita sem þeir höfðu fv*-ir bvngra heimili að sjá Nú hefur þessu verið snúið við. Þrátt fvrir að óhrekianiegt er eð heildarálögur ríkisinc hafa verið tvöfaldaðar í tíð núverandi ríkisstjórnar levfi’ Mbl. sér að hæia ríkisstj. fyrir iækkun á álögum ríkisins!!! M0SHE BRILLIANT: Soblenraálið hefur hvílt eins og raara á Ben Gurion ísraelsmenn anda nú léttara ISKAELSMENN anda óneit- anlega léttar fyrir það, a?J dr. Robert Soblen er á burt. Þeir voru stjarfir af ótta við að Bret ar myndu setja þennan land- flótta Sovét-njósnara með valdi um borð í ísralska flugvél á leið til New York. ísraelska flugfé- lagið E1 A1 fékk um það fyrir- skipun frá Jerúsalem að halda ekki áfram ferðinni til Banda- ríkjanna ef þetta yrði gert, held ur snúa aftur heim til ísraels. Það átti að neita Soblen um búsetuleyfi í ísrael. Halda átti til streitu brottvikningu þeirri, sem út var gefin þegar hann leitaði þar skjóls fyrst. Senni- legt er, að bráðabirgða-ferða- skírteinið, sem hann fékk við brottför sína, hefði einnig ver- ið látið gilda. Það gilti til ferð ar til hvaða lands sem var, ann ars en ísrael. Sennilega hefði hann getað notað það til að ferðast til Tékkóslóvakíu eða hvaða annars ríkis, sem hefði fengizt til að leyfa honum land vist. FLESTIR ísraelsmenn óttuð- ust þann möguleika, að ísrael yrði þess valdandi að hinn dæmdi fangi slyppi við refsingu Bandaríkjamanna. Þeir litu svo á, að það kynni að hafa afleit áhrif á afstöðu Bandaríkja- stjórnar og bandaríska Gyð- inga, en þar hefur hið unga, vanmegna ríki átt sinn traust- asta bákhjall, bæði í stjórn málum og fjárhagslega. Stjórnin gerði þvi tilraun til að koma í veg fyrir að slíkt henti. Aðferðin, sem gripið var til, var dýr en áhrifarík. Flug- ferð E1 A1 á leiðinni Lydda- London—New York var felld niður um fyrri helgi. Þrjár ferðir eru farnar i viku hverri, og ísraelsmenn virtust reiðu- búnir að fella þær allar niður, þar til Bretar hyrfu frá skip- un sinni um að flugfélagið flytti Soblen á brott. Bretar gerðu þetta undir eins. Henry Brooke innanríkis- ráðherra gaf út yfirlýsingu um, að hann væri að ganga frá skip un um að fjarlægja Soblen. — Þetta þýddi að fjarlægja mælti Soblen með öðrurn hætti en þeim, sem hann var þangað kominn. ísrael var því laust úr klípunni. Heita mætti að maður heyrði ísraelsmenn varpa öndinni léttar. Utanríkis- ráðuneytið lét í ljós, — ef til vill á dálítið óvirðulegan hátt — að viðbrögð Breta sönnuðu að ísraelsmenn hefðu haft rétt fyrir sér frá upphafi. Það sagði m.a.: „Aðferðin, sem ríkisstjórn Stóra-Bretlands boðar, gefur til kynna, að það hafi verið rétt- ur skilningur ísraelsstjórnar. að leysa mætti mál þetta án þess að nokkur málsaðili væri neyddur til að breyta gegn lög um lands síns“. Hvers vegna hefði það verið brot á lögum ísraels. að E1 A1 flytti Soblen til New York7 Milli þeirra ríkja er enginn samningur til um framsal glæpamanna. Reynt hefur ver- ið að koma á samningi. en hann hefnr ekki verið staðfestur rTnnkact fvrirhngaðs sammng' David Ben Gurion nær jafnvel ekki til njósnara. Soblen var á leið til Nsw York með flugvél E1 A1 hinn 1. júlí, þegar hann skar sig svo með borðhníf sínum við kvöldverðarborðið, að honum tókst að knýja þar með fram flutning sinn á sjúkrahús í London. Hví skyldi flugfélagið ekki taka hann aftur og flytja hann á leiðarenda, þegar Bret- ar skipuðu svo fyrir? Hví risu þeir öndverðir gegn skipun um að leiða til lykta það, sem þeir höfðu hafið af fúsum og frjáls- um vilja? SVAR hins opinbera er, að Soblen hafi ekki verið vísað til Bandaríkjanna, aðeins vísað úr landi í ísrael. Hann hefði get- að farið til hvers þess ríkis, sem reiðubúið var að taka við honum. Flugvélin kom við í Aþenu og London, og þar gat hann stigið í land, fsraelsmönn um að meinlausu. Segja má, að enginn tæki þessa skýringu gilda, einkum eftir að það vitnaðist, að Jam es McShane, bandarískur leyni- lögregluforingi, hafi stigið um borð í flugvélina, sem flutti Soblen frá ísrael. Sannleikurinn virðjsí vera sá, að David Ben-Gurion for- sætisráðherra hafi verið dálítið fljótur á sér þegar hann hratt Soblen af stað ul New v0rk á þann hátt, sem hann gerði. Líklega hefur forsætisráðherr ann talið, að ef Soblen færi i mál og kræfist landvistar í ísra- el samkvæmt þeim lögam, sem heimila hvaða Gyðingi sem er að setjast að í fsrael sem inn- flytjandi. þá kynni málið að dragast á langinn mánuðum saman. Enn fremur hefur hann haldið, að í'rásagnir af mála- rekstri strokins glæpamanns. sem krefðist landvistarleyfis í' ísrael, kynni að hafa skaðvæn leg áhrif. bæði fyrir ísraels ríki og Gyðinga í Bandaríkjun um. FORSÆTISRÁDHERRANN brá því skjótt við. Soblen var gripinn í gistihúsinu í Tel Aviv 28. júní. Daginn eftir lét for- sætisráðherrann Moshe Shap- iro innanríkisráðherra beita valdi sínu til þess að vísa Sobl- en úr landi án undangengis rétt arhalds. á þeim forsendum. a? bann hefði flutzt ólöglega til ísraels á vegabréfi látins bróð- ur síns. Forsætisráðherrann gerði ráðstafanir til að flogið yrði með Soblen á brott að kvöldi þess dags, en það var föstudagur. Shapiro innanríkis- ráðherra er hlýðinn Gyðingur og var því ófús á að valda því. að annar Gyðingur gerðist brot- legur við fyrirmæli með þvi að ferðast á laugardegi. Brottvikn ingunni var því frestað til sunnudagsmorguns. Brottvikningu Soblens hafði verið leynt fyrir lögfræðingi hans í Tel Aviv, dr. Ara Ankor ion. Þegar hann kom frá Tel Aviv til Jerúsalem á sunnudags morgun, til þess að taka upp málið, frétti hann, að skjólstæð ingur hans væri kominn +;1 Aþenu . ÞETTA olli mótmælaöldu fólks, sem fannst það brot á al- mennum, borgaralegum rétti að hraða brottvikningu Soblens svo, að lögfræðingi hans gæfist ekki kostur á að leita til dórn Robert. Soblen stólanna. Svo vitnaðist, að bandarískur leynilögreglumað- ur hefði verið í fylgd með Sobl en þegar hann fór og þá kom til harðvítugra stjórnmálaá- taka. Meðráðherrar Ben Gurions, sem samþykkt höfðu brottvikn- inguna tóku nú að mótmæla á þeim forsendum, að þeir hefðu verið blekktir. Þeir hefðu verið leyndir því, að verið væri a& afhenda Soblen í hendur banda rískra fangavarða. Forsætisráð- herrann komst í hann krapp- ari í þinginu en hann hafði nokkurn tíma áður gert. Þegar hann reyndi að veikum mætti að útskýra, að Soblen hefði að- eins verið fluttur úr landi á löglegan hátt, en alls ekki af- hentur bandarískum lögreglu- yfirvöldum, þá var bæði hlegið og hrópað að honum. SOBLEN átti ekki mikilli samúð að fagna í ísrael, nema meðal vinstri manna. Sumt fólk lét í ljós efa um. að hinn dauðsjúki fangi hefði verið verulega hættulegur, úr því að bandarísk yfirvöld höfðu sleppt honum lausum gegn tryggingu og látið hann sleppa úr landi. Útsendarar Bandaríkjanna, sern einnig fyrir aðkasti fyrir að voru í fylgd með Soblen. urðu koma ekki í veg fyrir að fane inn veitti sér áverka Eins og ástatt var um við berf fólks heima fyrir gat Ben Framhald á 15. síðu T í M I N N, föstudagurinn 31. ágsút 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.