Tíminn - 01.09.1962, Side 7

Tíminn - 01.09.1962, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka. stræti 7. Simar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Af. greiösiusími 12323. — Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Lánsfé og vextir og samdráttarstefnan 1.) Þörf framleiðslufyrirtækja sjávarútvegsins fyr- ir lánsfé er svo mikil, að notkun þess er ekkert minni þrátt fyrir háa vexti og þó fjárþör þeirra hvergi nærri fullnægt. 2) Fundurinn fær ekki séð, hvernig það þjónar hag þjóðfélagsins að íþyngja framleiðslunni með há- -um vöxtum á framleiðsluvíxlum sjávarafurða, er tekn- ir eru af fyrirtækjum, sem f járhagslega berjast í bökk- um, en stunda þá framleiðslu er þjóðin öll byggir af- komu sína á. 3) Funduririn álítur, að hækkun útlána á sjávaraf- urðir sé vissasta leiðin til að gera fyrirtækjum þess- um kleift að reka starfsemi sína af fuilum krafti og auka þar með framleiðsluna og þar með gjaldeyris- öflunina". Hvaða fundur halda menn það hafi verið, sem svo skörulegar samþykktir gerði? Menn gætu haldið, að á þessum fundi hefðu Fram- sóknarmenn eða stjórnarandstæðingar verið í meirihluta. Svo var ekki. Síður en svo. Þetta eru ályktanir aukafundar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í febrúar síðastliðnum. Tímanum þykir rétt að rifja þessar ályktanir fundar S.H. upp nú, þegar málsvarar ríkisstjórnarinnar hafa rið- ið á vaðið og lýst yfir í nafni Seðlabankans, að nú verði að gera sérstakar nýjar ráðstafanir og draga erin úr út- lánum og þar með framleiðslunni vegna hættu á „of- þenslu". „Viðreisnin“ sé í hættu vegna góðærisins. Þessi aukafundur S. H. krafðist einnig vaxtalækkunar. Okurvextirnir hvíla eins og mara á öllu atvinnu- og framleiðslulífi og er hinn versti drösull að draga í öllu uppbyggingarstarfi í landinu. Vaxtahækkunin er gífur- legur gjaldauki til viðbótar miklum hækkunum á kostn- aði við byggingar og aðrar framkvæmdir, sem gengis- lækkanirnar 1960 og 1961 hafa valdið Áætlanir og reikn- ingar um rekstur frystihúsa sýna, að vaxtakostnaður við þann rekstur nernur um 40% af þeirri upphæð sem þar er greidd í vinnulaun til verkafólks. Hver er lausnin? Vaxtalækkun og aukning útlána myndi hafa í för með sér bættan hag fyrirtækja og auðvelda stofnun nýrra og þannig auka framleiðsluna jafnframt því, sem fyrir- tækin vegna framleiðsluaukningar og bætts hags vegna minni vaxtabyrða gætu greitt hærri vinnulaun. Mbl. hamrar í sífellu á því, að bætt kjör verði að haldast í hendur við framleiðsluaukninguna og raun- verulega getu fyrirtækja til að standa undir kaupgjald- inu. Þetta er rétt. Samt leggur stjórnarstefnan öll hugs- anleg björg í veg fyrir framleiðsluaukningu og að fyrir- tækin geti greitt hærra kaupgjald. Svo þegar góðærið skapar mikla framleiðsluaukningu, þrátt fyrir öll „við- reisnar“-björgin og kauphækkanir verða, þá er farið að tala um ,,ofþenslu“ og að gera verði ráðstafanir til að draga úr útlánum og þar með framleiðslunni — til að biarga ,viðreisninni“! Slík stefna á ekki samleið með framfarasinnaðri stór- huga þjóð. Framleiðslu- og uppbyggingarstefnu á ný. það er lausnin. Fréttabréf frá Sameinuðu þjóðunum: Sture Linnér sendur til Grikklands ~ fVlið-Ameríkunkin koma á sameiginlegum markaði — Suður-Afríkustjórn og Sameinuðu þjóð- irnar — Baráttan gegn hungrinu — Reyní að hefta ótbreiðslu gin- » og klaufaveikinnar — Hjálparstarf Alþjóðaheilbrigðismálastofn- Efling idnaðar í fyrir- rúmi fyrstu ár 10 ára áætlunar Efnahags- og félagsmálaráð SÞ hefur á fundi sínum í Genf samþykkt að leggja beri sér- staka áherzlu á iðnaðarþróun- ina fyrstu 5 árin í 10 ára á- œtlun SÞ um hin vanþróuðu ríki. í áætluninni er rætt um að stefna að því að hin van- þróuðu riki eigi greiðari að- gang að heimsmarkaðnum, við- skiptasamningar þeirra fái fast- ari form, þau fái aðstöð til auk innar fjárfestingar, ýmsar ráð- stafanir verði gerðar til þess að bæta kjör fólksins í þessum löndum: með nákvæmri fræðslumálalöggjöf, heilbrigðis eftirliti, bættri matvæladreif- ingu, íbúðabyggingum og rann sakaðar verði og nýttar au'ðlind ir svo að grundvöllur skapist fjmir efnahagslega framþróun. Aðrar ráðslafanir, sem sam- þykktar voru, miðá að því að tryggja það að sérsjóður SÞ og áætlun um tækniaðstoð nái tilgangi sínum, þ. e. að tryggð- ar verði 150 milljónir dollara í þessu augnamiði. Efnahags- og félagsmálaráð- ið hefur einnig samþykkt til- lögu frá Jórdaníu. Þar er gert ráð fyrir að Allsherjarþingið Iýsi ánægju yfir því að nokkur aðildarríkjanna hafa stofnað sjóð til minningar um Dag Hammarskjöld. Fé úr sjóði þessum á fyrst og fremst að verja til þess að mennta rík- isborgara hinna vanþróuðu ríkja svo að þeir geti tekið við mikilvægum embættum í heima löndum sínum. Siure Linnér iii Grikkiands U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, hefur skipað Sture Linnér, dósent frá Svíþjóð, forstöðu- mann upplýsingaskrifstofu sam takanna i Aþenu, en starfssvið skrifstofunnar nær einnig til Kýpur, fsraels og Tyrklands. Linnér á einnig að stjórna tækniaðstoð SÞ í þessum lönd- um. Sture Linnér var áður yf- irmaður liðs SÞ í Kongó og frá því í apríl hefur hann verið fulltrúi U Thants í Briissel að því er varðar málefni Kongó. Sameiginlegur markað- ur Mið-Ameríkuríkja Costa Rica, E1 Salvador, Guatemala, Honduras og Nic- aragua í Mið-Ameríku hafa undirritað þrjá samninga um sameiginlegan markað. Sam- kvæmt þeim viðurkennir stjórn unarinnar í ASsír Costa Rica samning Mið-Ame- ríkurikja um afnám innflutn- ingstolla og tollaákvæða og í þriðja lagi samning þessara ríkja um aðgerðir í skattamál- um er miða að bættri iðnaðar- þróun. Með þessum samningum hafa fyrrgreind fimrn lýðveldi geng- ið endanlega frá sáttmá.la um sameiginlegan markað. í hon- um felst m. a. að ^samræmdir hafa verið innflutningstollar á rúmlega 95% af öllum varn- ingi, sem fluttur er inn til land anna fimm. Stofnað hefur verið fríverzlunarsvæði og samræmd ar ákvarðanir verða teknar fyr ir iðnaðarþróun landanna í heild. Efnahagsnefnd SÞ í S,- Ameríku hefur starfað með nefnd ríkjanna fimm að því að koma á þessum samningum. Beifa $. Þ, refsiaB- gerðum gegn S-Afríku? Formaður og varaformaður Suðvestur-Afríkunefndar SÞ hafa birt skýrslu um heimsókn sína til Suður-Afríku og Suð- vestur-Afríku. Þeir leggja tri, að Allsherjarþingið veiti Suð- ur-Afríku stuttan frest til- þess að framkvæma samþykktir þingsins varðandi Suðvestur- Afríku, ella grípi Allsherjar- þingið til refsiaðgerða eða ann arra ráðstafana til þess . að knýja fram samþykktir sinar. Neiti stjórn Suður-Afriku með öllu að fara að vilja Allsherj arþingsins, er lagt til í skýrsl- unni, að þingið svipti Suður- Afríkustjórn stjórnarumboði í Suðvestur-Afríku, Sameinuðu þjóðirnar taki þar sjálfar við stjórn og hefjist handa um að búa landið undir sjálfstæði. — Loks segir í skýrslunni, að stjórn Suður-Afríku mismuni kynþáttum í Suðvestur-Afríku, það sé brot á samþykkt SÞ og á mannréttindayfirlýsingunni. Barátta S. Þ. gegn hungri í heiminum Ákveðið hefur verið að sein- asta vika í marzmánuði næsta ár verði helguð baráttu Sam- einuðu þjóðanna gegn hungri í heiminum. Er þess vænzt að þá viku, sem hefst 21. marz, muni nefndir, sem starfa að þessu baráttumáli í 50 ríkjum og meira en 100 alþjóðasamtök, beita sér fyrir ýmis konar að- gerðum til þess að vekja at- hygli á því, að 1500 milljónir manna í heiminum svelta eða þjást af næringarskorti. f júní næsta ár verður haldin alþjóð- leg matvælaráðstefna í Wash- ington og þar verða gerðar ýms ar samþykktir um hversu haga skuli baráttunni gegn hungri í heiminum. Ráðgert er að hinn 21. marz næstkomandi verði gefin út í 48 löndum ný frí- merki í sambandi við hina al- þjóðlegu baráttu gegn sultin- um. FAO reynir að hiiidra úfhreiðsiu giu- og kfaufaveiki Nefnd Evrópuríkjanna, sem fjallar um gin- og klaufaveiki, hefur samþykkt á aukafundi sínum í Rómaborg að leggja til að Matvæla- og landbúnaðar- stofnun SÞ (FAO) beiti sér fyr ir því, að 6,5 milljónum dollara verði varið til þess að hindra það að hin afríkanska tegund veikinnar, sem nú geisar fyrir botni Miðjarðarhafs og í Tyrk- landi, berist til Evrópulanda. *— Fjárframlög í þessu skyni eiga fyrst og fremst a'ð koma frá Evrópulöndúnum sjálfum, frá löndum sem hafa viðskiptasam- bönd við Evrópu og frá ýms- um alþjóðastofnunum. Fram- kvæmdastjóri FAO. B. R. Sen, sagði á fundinum, að það gæti haft hinar hörmulegustu afleið- ingar ef þessi tegund gin- og klaufaveiki bærist til Evrópu. Tjónið gæti numið milljörðum dollara. Dýralæknar, sem starfa á vegum FAO, segja að virus sá, SAT I, sem hér um ræðir hafi aldrei herjað ulan Afríku fyrr en í ár og mjög lítið sé til ai bóluefni gegn honum. veitir Alsír hjálp Nefnd lækna frá Alþjóða- heilbrigð'ismálastofnuninni (W HO) hefur rannsakað að nokkru ástand í heilbrigðismálum Als- ír. í skýrslu nefndarinnar seg- ir að af 2000 læknum, sem starfað hafi í Alsír, séu nú að- eins 1000 eftir. Starfsskilyrði þeirra séu víða mjög slæm, sjúkrahús hafi verið' eyðilögð í ófri'ðnum og mjög hafi gengið á lyfjabirgðir landsins. Stjórn Alsír hefur farið þess á leit að stofnunin sendi sérfræðing til landsins er kanni hvað helzt sé til ráða, til þess að hindra nær ingarskort íbúanna. — Hefur stjórnin farið þess á leit, að WHO veiti aðstoð við að koma á fót heilbrigðiseftirliti í Alsír og við þjáJfun hjúkrunarkvenna og annarra starfsmanna við slíkt eftirlit, ekki sízt í sveitum landsins. Hefur WHO þegar sent til Alsír bóluefni fyrir 100.000 manns gegn mýrar- köldu, taugaveiki, stífkrampa og barnaveiki. T I M I N N, Iaugardagurinn 1. sept. 1962. — 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.