Tíminn - 01.09.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.09.1962, Blaðsíða 13
ALLIR ÞURFA AÐ LESA sönnu sögurnar og skopsögurnar í heimilisblaðinu SAMTÍÐIN MuniS hið einstœða kostaboð okkar: 960 bls. fyrír aðeins 100 kr. er þér gerizt áskriíandi að þessu fjölbreytta og skemmti- lega blaði. sem flytur auk þess: Ágætar greinar, fjölbreytta kvennaþætti, skákþætti, bridgeþætti, margvíslegar skemmtigetraunir, stjörnu- spár fyrir alla daga ársins o. m. fl. 10 BLÖÐ A ÁRI FYRIR AÐEINS 75 KR. og nýir áskrífendur fá árgang 1960 fyrir aðeins 25 kr. og árg. 1961 í kaupbæti, ef 100 kr. fylgja pöntun. Póst- sendið eftirfarandi pöntunarseðil: Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ- INNl og sendi hér með árgjaldið 1962. 75 kr. + 25 kr. fyrir árg. 1960. fVinsaml. sendið þetta I ábyrgðarbréfi eða póstávísun.) Nafn ....................................... Heimíli .................................... Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN Pósthólf 472. Rvík. VALVER VALVER Húsmæður Höfum á ný fyrirliggjandi eldhúsbolla á kr. 32,35 með diski einnig án disks á kr. 19,85. Einnig fjölbreytt úrval af alls konar búsáhöldum og leikföngum. Strauborðin landsþekktu á 385 kr. komin aftur. Einnig barnastrauborð með straubolta á;180 kr. Hringið eða skrifið og við sendum yður heim og í póstkröfu um land allt. VALVER Laugavegi 48 sími 15692 Skrifstofuhúsnæði rétt við miðbæinn til leigu nú þegar (heil hæð). Upplýsingar gefur Kristinn Ó. Guðmundsosn, sími 13190, milli kl. 3 og 6 e. h. flkið sjálf nýjum bíl Almenna bifreiðalelgan b.t. Hringbraut 106 — Sími 1513 Keflavík AKIÐ SJÁLF NÝJUM fiíl ALM BIKREIBALEIGAN Klaonarstis 40 SÍMI 13716 DD ////y, /,'f/ CZefijre 00 Fimm □ □ ára ábyrgð 00 00 Einangrunargler FJÖLIÐJAN H.F. ísafirði. Söluumboð: Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57 Trúlofunarhringar - Fljót afgreiðsla. GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Símt 14007 Sendum gegn póstkröfu IPAUTGCRB RIKISINS Ms. SkjaldbreiS vestur um land til ísafjarðar 5. þ.m. Vörumóttaka árdegis í dag og mánudag til ísafjarðar. Suðureyrar, Flateyrar, Þingeyr- ar, Bíldudals, Sveinseyrar, Pat reksfjarðar, Flateyrar, Stykkis- hólms, Grundarfjarðar og Ólafs víkur. Farseðlar seldir á mánu- dag. Skólafímgnn nálgasf Skólaföt á drengi frá 6 til 14 ára Stakir drengjajakkar / Stakar drengjabuxur Drengja-frakkar Drengja-peysur Matrósaföt og kjólar Sevjot ódýrt buxnaefni tví- breitt kr. 150 metr. Vöggusængur Æðardúnss^ngur Hálfdúnn — Fiður Sængurver — Koddar Pattons ullargarn fyrirliggjandi sex grófleikar, litaúrval PÓSTSENDUM Vesturgötu 12 - Sími 13570 Danmörk — Noregur Framhald af 12. síöu. í sleggjukastinu sigraði Oddvar Krogh, Noregi, kastaði 61,89 m. en annar varð landi hans Sverre Strandli með 62,02 ni. í langstökki sigraði Hans Jörgen Fláthen, Nor- egi, stökk 7,30 m. og í kringlu- kasti sigraði Stein Haugen, Noregi, kastaði 54.43 m. í 4x400 m, hoð- hlaupi sigraði da’nska sveitin á 3:15,8 mín., en norska a-sveitin var dæmd úr lejk vegna rangrar skiptingar. Landsliðið Framhald af 12. síðu. því elns og áður hefur komið fram má ekki skipfa um leik- menn effir að leikur er haf- inn. Þess má gefa, að ef f.d. Helgi Daníelsson meiðist í leiknum verður Ellert Schram að taka stöðu hans. Landsliðið kemur saman eft ir hádegi í dag og verða leik- mennirnir saman í dag og kvöld — en flestir írsku lands liðsmennirnir koma með flug- vél frá Glasgow í kvöld. Bænadför Framhaid af 9. síðu. þá sem endranær því að á Egils- stöðum rak hver ræðan aðra. Þeg- ar Sveinn á Egilsstöðum hafði lok ið máli sínu bað Guðmundur skáld á Egilsá um orðið og síðan hver af öðrum: Sigríður Fanney á Egilsstöðum, Þorsteinn á Reyðar- firði, Einar Jónsson á Hvanná, Jón á Hofi, Björn í Bæ, Pétur á Egilí? stöðum, Sigurbjörg í Brekkukoti í Skagafirði, Jón Sigfússon á Eið- um, Sigurmon Hartmannsson í Kolkuósi, Vigfús Helgason, kenn- ari á Hólum, Gísli í Eyhildarholti, Hallur á Rangá, Vilhjálmur Hjálm arsson á Brekku, Friðrik á Þor- valdsstöðum í Skriðdal, Björn Stefánsson, kaupfélagsstjóri á Eg- ilsstöðum, Gísli í Skógargerði, Her fríður Valdimarsdóttir, Brekku í Skagafirði, Erlingur Sveinsson á Víðivöllum í Fljótsdal, Ragnar Ás- geirsson, Jón Kerúlf á Hrafnkels- stöðum og loks sleit Sveinn á Egils stöðum hófinu með snjallri ræðu. Milli ræðna var mikið sungið og myndarlega, enda var fullkomið þriggja manna verk að stjórna söngnum og skiptust þeir á um það, Jón Kerúlf, Friðbjörn Trausta son, söngkennari á Hólum og Rögn valdur Jónsson í Flugumýrar- hvammi. Framúrskarandi ánægjulegum samfundum með Austfirðingum í Egilsstaðaskógi er lokið. Menn kveðjast með kærleikum og Skag- firðingar dreifast til gistingar um Egilsstaðakauptún, Vellina, Eiða- þinghá og Skriðdal. Okkur hjónum hlotnaðist að þessu sinni gisting hjá Páli kunningja mínum Lárus- syni í Miðhúsum og konu hans. Miðhúsabærinn er 126 ára gamall, frábærlega snyrtilegur og vel um genginn og er það út af fyrir sig ærinn viðburður að fá að gista slíkan kjörgrip. En okkur Páli var hvorugum nokkur svefn á aug- um þótt áliðið væri orðið nætur. Eftir að hafa hresst okkur vel í Miðhúsaeldhúsinu, sem raunar var að bera i bakkafullann lækinn, yfirgáfum við hin öldnu húsakynni og héldum út í vornæturkyrrðina. Bar þá margt á góma, sem hér verð ur ekki rakið. Klukkan að ganga sex hölluðum við okkur á eyrað. Framundan var tveggja tíma svefn. —mhg. Leiguílug Simi 20375 Frægðin fellur í gleymsku Framhald af 2. síðu. inn með í ættarskrám absurdist- anna, sem hefði getað hresst eitt hvað upp á frægðarorð hans. Hins vegar er Strindberg það, en hann leit á Maeterlinck sem meistara sinn og hefur sótt tals- veit af tækni sinni til hans. í Óboðni gesturinn er aðalper- sónan enginn annar en maðurinn með Ijáinn, sem kemur til að sækja unga móður á bamssæng. Fjölskyldumeðlimirnir sitja uppi vakandi um nóttina og reyna að telja hver öðrum trú um, ag ekk ert sé að óttast. En afi gamli, sem er blindur oiðinn, heyrir það, sem fer fram hjá hinum. Næturgalamir eru hættir að syngja úti í garðinum, og í fjarska er hvattur ljár. Þarna er einnig saklaus ung stúlka, — skyld Elenoru í Páskum Strind- bergs —, sem er skyggn, og að lokum verða hún og gamli mað- urinn þess vör, að Dauðinn er kominn inn í herbergið til að ná uppskerunni með Ijá sínum. í Blindingjum situr hópur vist manna frá blindrahæli úti í skógi einum og bíður leiðsögumanns síns, gamals, sjóndapurs prests, sem hefur leiðbeint þeim til þessa, en hefur nú farið til að sækja þeim vatn. En hann kem- ur ekki aftur, og það kemur kvöld og blindingjarnir fálma sig áfram í örvæntingu án þess að finna veginn. Gamli prestur- inn finnst örendur, og öll von þeirra blindu um frelsun slokkn- ar. Inni fjallar einnig um dauð- ann.. Ung stúlka hefur drukknað, og meðan ókunnir fundarmenn tala fremst á sviðinu við gam- almenni og tvö barnabörn þess um slysið, sést í baksýn um upp- ljómaða glugga inn í húsið, þar sem ættingjar stúlkunnar eru saman komnir. Hvað þeir segja þar inni, heyrist ekki, en það má sjá, að þeir eru enn þá á- hyggjulausir og án sorgar. And- látsfréttin er ekki komin. En þegar hún kemur, sést einnig breytingin, örvæntingin, lam- andi sorg. Að lýsa þannig sorg- arsögum úr hvei'sdagslífinu á ó- beinan og sefandi hátt, var nýtt í leiklistinni, en Maeterlinck hef- ur eflaust talið að með þessum þremur auk fáeinna annarra leik rita, hefði hann tæmt möguleika aðferðarinnar. í Monna Vanna hverfur hann aftur til hefðbundn ara forms og lýsir persónum, sem vita vel, hvað þær gera og hvað þær vilja, og í Blái fuglinn reyndi hann að draga saman kjarnann úr hinni symbolisku heimspeki sinni í ljóðrænt leik- ævintýri. Það virðist svo, að Maeterlinck hafi aldrei gert nokkuð sjálfur til að auka frægð sína. Honum stóð á sama, hvort leikrit hans voru sýnd eða ekki, og hann forðaðist blaðamenn og ljósmynd ara. Hann kaus helzt að lifa þann ig, að sem minnst færi fyrir sér. Hann fór snemma á fætur á morgnana og settist strax að skrifborðinu, svo að hann gat þegar um hádegið lagt ritstörf- in til hliðar og farið að sinna á- hugamálum sínum öðrum, íþrótt- um, (hnefaleikum, sundi), vél- fræði (bílum, bifhjóli) og síðast en ekki sízt garðrækt. Þetta síðast talda áhugamál erfði hann frá föður sínum, og það var einnig frá honum, sem hann hafði vináttu sína við bý- flugurnar, en þeim hefur hann lýst í einni vinsælustu bók sinni Líf býflugnanna. Hann var það sem kallað er lífslistamaður, og kannski fremri sem slíkur en sem listamaður í venjulegri meikingu. Samt kem- ur það að engu haldi, ef öll rit- störf hans eru nú vegin og létt- væg fundin. Það hlýtur að vera eitthvað að voginni. (Þýtt úr Politiken) T í M I N N, laugardagurinn 1. sept. 1962. — 13 (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.