Tíminn - 25.09.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.09.1962, Blaðsíða 2
8 menn áttu að sprengja Bandaríkin í loft upp Klukkan 8 að kvöldi 12. júní 1942 hafði þýzki kafbát- urinn U-202 náð áfangastað eftir 15 daga siglingu 5000 km leið þvert yfir Atlants- hafið. Báturinn lá úti fyrir ókunnri strönd Bandaríkja Norður- Ameríku í niðaþoku og kafbáts- foringirin gaf skipun um að stöðva dísilvélarnar cn ræsa hljóðlausar rafmagnsvólarnar i staðinn. Meðan kafbáturinn sem maraði cnn í hálfu kafi nálgað- iri sífellt ströndina, spruttu upp fjórir menn í brúnum khaki-föt- um. Einn þeirra, langleitur maður og kinnfiskasoginn, gaf þeim i síðasta sinn skipun um að at- huga vasa sína, einn hafði hálf- an pakka af þýzkum sígarettum og annar hafði á sór vasapela með d.reitjl af þýzku koníaki. í spenningi augnabliksins láðist þeim báðum að skilja við sig þessa hluti. Fám mínútum eftir að dísilvél- arnar voru stöðvaðar, var gúmmí bátur látinn sfga í sjóinn — mennirnir fjórir skriðu um borð í bátinn ásamt tveimur þýzkum hásetum frá kafbátnum, þungir og fyrirferðarmiklir kassar voru látnir um borð svo báturinn rétt flaut í vatnskorpunni. Síðan var róið gætilega að landi, menn imir fjórir stukku í land og varn ingnum var skipað upp í fjöru í miklum flýti og asa. Því næst höfðu fjórmenningarnir fata- skipti. íklæddust borgaralegum fötum en grófu einkennisbúning- ana í sand, báturinn hvarf að nýju út í myrkrið og innan skamms barst að eyrum lágt vélarsuðið frá kafbátnum U-202 sem hafði vélarnar í gangi og stefndi til hafs. Skemmdarverkaáætlun Fjórum nóttum síðar, þann 16. júní gerðist hliðstæður atburð- ur nær 225 km snnnar með ströndinni við bæinn Jackson- ville í Florida. En þar var það kafbáturinn U-584 undir stjórn Deekes kafteins sem skilaði á land öðrum fjórum mönnum á jafn leyndardómsfullan hátt og hvarf að því búnu til hafs. Sex mánuðum og sex dögum eftir að Hitler hafði lýst stríði á hendur Bandaríkjamönnum, laumuðust átta menn á land í skjóli myrkurs með nægilegt sprengiefni meðferðis til að fram kvæma tveggja ára áætlun sem var í því fólgin að lama banda- rískan hergagnaiðnað og siðferð- isþrek þjóðarinnar, með skemmd arverkum, Þetta var ein af djörfustu til- raunum Þjóðverja og jafnframt sú bezt skipulagða í alla staði, sem hófst þessi kvöld í júní. Og jafnframt ein hrapallegustu mis- tök þeirra. Hvað olli? HvaS brást? Ekkert skorti á um útbúnað fjórmenningana og þjálfun þeirra var í alla staði hin bezta. Það var fyrst og fremst af sál- fræðilegum ástæðum sem þessi yfirgripsmikla skemmdarverkatil raun Þjóðverja misheppnaðist. Skapgerðarbrestir skemmdar- verkamannanna komu í veg fyr- ir að þeir gætu framkvæmt það sem þeim var ætlað og veilan í skapgerð foringjans var frumor- sök þess að allt fór út um þúfur. Sjaldan í hernaðarsögunni hefur nein aðgerð verið jafn vel og HEINCK KERLING THIEL BURGER rækilega undirbúin og verið fal- in á hendur mönnum sem jafn illa voru til þess fallnir að fram- kvæma hana. MaSurinn, sem átti hug- myndina Hugmyndina að þessari stór- felldu skemmdarverkastarfsemi í sjálfu landi óvinanna átti Erwin vory Lahousen, ofursti, sem seínna varð vitni ákæranda í Niirnbergréttarhöldunum. Öðr- um manni var fálinn allur undir búningur. Það var Walter Kappe, sem þá var 37 ára að aldri, sem virðist hafa haft að baki um 20 ára þjálfun til slíkra hluta. Hann hafði á sínum tíma hætt háskólanámi í Göttingen til þess að taka þátt í herþjónustu eftir heimsstyrjöldina fyrri, hann gerð ist virkur félagi í stormsveitum Hitlers fyrir 1924 en eftir mis- heppnaða ölstofuuppreisnina. flutti hann til Bandaríkjanna þar sem hann tók þátt í starfsemi nazistiskra samtaka Þjóðverja þar í landi sem myndað höfðu með sér íélag, „Der Bund“. — Kappe sneri aftur til Þýzkalands árið 1937 eftir valdatöku nazista og gerðist ritstjóri tímaritsins „Kákasus". Það starf var þó að- eins yfirskin eitt, hið raunveru- lega starf hans var fólgið í öðru. Á ritstjórnarskrifstofu sinni i Berlín hóf hann undirbúning að hinni stórfelldu skemmdarverka- herferð I Bandaríkjunum. Hann hafði heldur sérstæða kímnigáfu sem lýsti sér m. a. i nafngiftinni er hann valdi hernaðaraðgerð- inni, hún var í styttingi kölluð „Operation Pastorius“ en Pastor ius var fyrirliði hinna fyrstu þýzku útflytjenda til Bandaríkj- anna á sínum tíma. Átta skemmdarverkamenn Kappe hafði upp á væntanleg- um skemmdarverkamönnum sín- um með því að grandskoða ræki- lega skýrslur og skrár yfir Þjóð- verja sem búsettir höfðu verið erlendis. Hann valdi tólf úr og voru þeir settir til reynslu á mánaðarnám- skeið og að því loknu voru átta ráðnir til verksins. Þessir átta menn, Henck, Kerling, Thiel, Burger, Haupt, Quirin, Neubau- er og Dasch áttu það sameigin- legt að þeir höfðu lengi dvalizt í Bandaríkjunum, töluðu málið reiprennandi og þekktu banda- ríska þjóðhætti — en þar fyrir utan var ekkert sameiginlegt með þeim. Þeir voru mjög ólíkir að eðlisfari. skorti alla reynslu í því starfi er þeir voru kjörnir til og voru ekki heldur sérlega áhugasamir en tóku þó boðinu feginsamlega, sumpart af því þeir sluppu þá við herþjónustu og fyrir surna þeirra var þetta kærkemið tækifæri til að komast til Bandaríkjanna þar sem þeir áttu foreldra, eiginkonur eða unnustur. Síðar átti það eftir að GEORGE JOHN DASCII ' — kom upp um félaga sína og eyðilagði allt samsæri'ð „Oper- ation Pastorius". koma í ljós að þeir áttu annan hlut sameiginlegan: enginn þeirra var af sálfræðilegum á- stæðum líæfur til þessa verks. En Kappe var sannfærður um að hann hefði úrvalsmönnum á að skipa. Þeir voru þjálfaðir rækilega á stórum sveitasetri sem áður hafði tilheyrt skó- kaupmanni af Gyðingaættum. Þeir fengu ný nöfn og urðu ræki lega að kynna sér hinar nýju „ævisögur" þeirra, kennslan og þjálfunin fór einvörðungu frani á ensku. Þeir urðu að undirgang ast stranga líkamlega þjálfun og sérfræðingar voru látnir kenna þeim meðferð skotvopna og -sprengiefnis. Eitt kvöld í viku fór Kappe með þeim á fyllerí í ölkrá einni í grenndinni til að rannsaka viðbrögð þeirra þegar þeir voru orðnir ölvaðir. Síðan voru þeim fengin amerísk föt eftir nýjustu tízku, sem fengin voru úr herbúðum Þjóðverja, þeir fengu morð fjár í bandarískum dölum. Hinn draumlyndi Dasch Sífellt hafði borið á missætti og úlfúð meðal þeirra, öfund og afbrýði og hefnigirni sagði þeg- ar til sín meðan þeir dvöldu á sveitasetrinu og gaus upp í París þar sem þeir fengu að skemmta sér eina helgi á leið sinni til franska hafnarbæjarins þar sem þeir áttu að fara um borð í kaf- bátana. Það kom jafnvel til handalögmáls milli þejrra. En jafnvel það varð ekki til að veikja traust Kappes á drengjun um hans og hann virðist alla tíð hafa verið mjög bjartsýnn á framgang áætlunarinnar. HAUPT QUIRIN NAUBAUER Þrir þessara manna reyndust s, örlagavaldar, þegar til Banda- ríkjanna kom. Tveir þeirra voru foringjar hvor fyrir sínum flokk, Dasch og Kerling. Géorg Dasch hafði verið búsettur 19 ár í Bandaríkjunum og starfað það sem veitingaþjónn, sffellt óá- nægður með hlutskipti sitt, hald- inn sjálfsvorkunnsemi og hatri til viðskiptavinanna. Hann hafði látið sig dreyma um frægð og frama og þótti nú sem draumur- inn væri nú að rætast og vænti sér mikils af. Hann var greind- ur vel en sýndi af sér skapgerð- arveilur sem hefðu átt að vera Kappe til varnaðar. Hann hafði yfirgefið konu sína á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum án þess svo mikið að kveðja hana áður en hann fór aftur til Þýzkalands. Tveir gamlir nazistar Kerling sem var foringi flokks ins sem skipað var á land í Florida var kvæntur maður en flæktur inn í margháttuð kvenna mál. Hann var þó hugsjónaríkast- ur þeirra allra. Hann hafði gerzt félagi í nazistaflokknum þegar árið 1928 og hafði borgað flokks gjöld sín skilvíslega öll árin sem hann dvaidi í Bandaríkjunum. Þriðja aðalpersónan var Ernest Peter Burger sem hafði verið persónulegur vinur Hitlers og náinn samstarfsmaður hin fyrstu ár. Um skeið var honum þó varp að í fangelsi af Gestapo og það hefði átt að nægja til að vekja grun Kappes. En Kappe lét það ekki á sig fá þótt hinir hefðu illan bifur á Burger og tor- tryggðu hann. Vörður á ströndinni Það lá við að allt færi út um þúfur þegar í upphafi. Þeir höfðu varla lokið við að ganga frá farangri sínum í sandinum þegar strandvörður kom í flasið á þeim, lýsti á þá með vasaljósi og heimtaði að þeir segðu á sér deili. Dasch varð fyrir svörunr, þótt ust þeir vera fiskimenn sem hefðu verið að veiðum á ólög- legu veiðisvæði, Dasch fékk verð- inum 300 dollara og bað hann að Þegja. Vörðurinn hvarf út í myrkrið og fjórmenningarn- ir komu sér í burt. Strandvörð- urinn gerði yfirboðurum sínum viðvart og innan skamms var leyniþjónustan komin á vett- vang, farangurinn fannst í sand inum en mennirnir fundust hvergi. Þegar þeir voru handteknir viku seinna hlaut leyniþjónust- an allan heiðurinn en reyndin var önnur, hún hafði lítinn sem engan þátt átt í því að hafa uppi á skemmdarverkamönnunum, heldur var það einn úr þeirra eigin hópi sem kom upp um félaga sína og gaf sig fram af sjálfsdáðum. Framhald á 14. síðu. 1 VÍÐAVANGUR „AS ekki leiði til verðbólgu“ f stefnuyfiríýsingu ríkis- stjórnarinnar, sem birt var alþ'ingi og þjóðinni, þegar stjórnin tók við völdum 21. nóv. 1959, eru áherz'Iuatriöi meginkaflans þéssi: „í þvi sambandi leggur rík- isstjórnin áherzlu á, að toapp- hlaupið hcfjist ekki á nýjan lcik inílli verðlags Oig kaup- gjalds, OG AÐ ÞANNIG SÉ HALDIÐ Á EFNAHAGSMÁL- UM ÞJÓÐARINNAR, AÐ EKKI LEIÐI TIL VERÐ- BÓLGU“. Hverniig hefur nú tekizt að ná þessu meginmarkmiði stjórnarstefnunnar? Ilefur nokkurt kapphlaup orðið milli kau.pgjalds og verðlags? Hefur efnahagsmá'lunum verið svo stjórniað, „að ekki lejöi til verðbó'Igu?“ Lítum á stað- reyndirnar, sem vig blasa á þessunr haustdögum: Ríkisstjórnin tók þannig á verð'lags- og kaupgjaldsmálum í upphafi, að hún kippti vísi- tölunni úr sambandi, felldi síð- an geugið um helming og hækkaði með því allt verðlag í landinu stórkostlega. Kaup skyldi standa í stað en vöru- verð stórhækka. Auk þess var heilu syudaflóði nýrra áiaga og hækkunar á öllum sViðum steypt yfir almenning. Þetta var auðvitað jafnviturleg að- ferð og bílstjóri hemlaði al- veg hjól annarrar hliðar vaigns- ins en herti sem mest á ferð hjólanna á hinni hl'iðinni — ef slíkt væri hægt á bíl. Allt snerist við, svo sem vonlegt v.ar, oig fólkið í landinu neydd- ist brátt til þess að reyna að rétta hlut sinn. Verkföll lióf- ust, og samvinnumenn lcystu verkfaH'ið' með siamninguin u.m mjög hófsama kauphækkun að sínu Ieyti og aðrir komu á eftir. Nýtt högg í sama knérunn Meg þessu færðust verðlags- og kaupgjaldsmál í nokkra jafnvægisátt .aftur, og ríkis- stjórnin fékk a'lveg óvenjulegt tækifæri til að halda áfram á heilbrigðiari grundvelli en áff- ur, en ; stað þess að nota það, veitti hún landsfólkinu nýtt höigg i sama knérunn — nýja gengislækkun, svo ag allt snerist vig að nýju. Verðlagið þaut upip og ekki reynt að hafa hemil á ncinu, en fólkið fékk ekki ncinar liaunabætur. Hér var boðið til nýs kapp- hlau.ps launa og verðlags, þó að það væri ekki í nafni vísi- tölunnar, sem þaut nú upp, þótt hún færði fólki engar launabætur. f þessum mánuffi er nú svo komið, að vísitalan, sem gilti þegar þessi stjórn kippti henni úr sambandi, hef- ur HÆKKAÐ UM RÚM 60 STIG, en nýja „viðreisnarvísi- talan“ um 32. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að unnt sé að halda kaupgjaldi niffri, þegar verðlagsins er svona gætt? Reynslan varff auðvitað sú, að hér var ekki kapphlaup m'illi verfflaige og kaupgjalds, heidur KAPPSTÖKK. Og á þessu ári hafia launastéttirnar nær allar stokkið til þess að reyna aff nálgast verðlagið, þó að enn vanti á að það hafi tekizt, enda þarf nú meiri langstökkvarann til. Syndajátningin Ríkisstjórnin hefur nú játiaff skemmdarverk sitt í verki, ját- Framhald á bls. 14. 2 T f M I N N, þriffjudagur 25. september 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.