Tíminn - 25.09.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.09.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriOl G. Þorsteinsson Fuiltrúi rítstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjóraarskrifstofur i Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka. stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523. Af. greiðsíusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan. lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f, — „Festa‘f stjórnarinnar í utanríkismálum Opnan í Alþýðublaðinu er jafnan helguð reyfaraleg- um frásögnum, ásamt stórum myndum. Síðastliðinn fimmtudag birtist í opnunni ein stærsta myndin og tví- mælalaust mesti reyfarinn, sem þar hefur nokkru sinni sinni birzt. Myndin var af Guðmundi í. Guðmundssyni í hópi nokkurra erlendra ráðherra. Myndinni fylgdi svo mikil lofgrein um það, sem blaðið taldi hrósverðast við stefnu núverandi ríkisstjórnar og má ráða af fyrirsögn- inni, hvað það var, en fyrirsögnin var: Festa í utanríkis- málum. Sennilega er ekki hægt að komast lengra í reyfaralegu lofi um núverandi ríkisstjórn en að þakka henni fyrir festu í utanríkismálum. Stærsta utanríkismálið, sem hefur verið fjallað um í tíð núverandi ríkisstjórnar, er landhelgismálið. Hvernig reyndist festa stjórnarinnar í því máli? Fyrir haustkosningarnar 1959 lofuðu stjórnarflokkarn- ir mjög hátíðlega, að þeir skyldu hvergi hvika í landhelg- ismálinu. Þessu treystu margir kjósendur, er ella hefðu ekki kosið þá. Áður en IV2 ár var liðið frá kosningunum, var ríkisstjórnin búin að semja um stórfelldar undanþág- ur fyrir brezka togara innan fiskveiðilandhelginnar næstu þrjú árin og jafnframt búin að undirgangast skilyrði, er brezki fiskveiðiráðherrann taldi jafngilda því, að ís- lendingar hefðu skuldbundið sig til að færa ekki fisk- veiðilandhelgina út næstu 25 árin. Þessir undanhaldssamningar voru gerðir, eftir að þjóð- in var raunverulega búin að vinna sigur í landhelgis- stríðinu við Breta, eins og Bjarni Benediktsson margsinn- is játaði á Alþingi haustið 1960 eða um fjórum mánuðum áður en samningurinn við Breta var gerður. Þannig fór- ust t. d. Bjarna orð í efri deild 7. nóv. 1960: „Svo sem fram hefur komi'ð fyrr í þessum umræð- um, verður ekki lengur um það deilt, að 12 mílna fisk- veiðilögsaga er sú, sem í framtíðinni mun hafa alls- herjar gildi . . . Við erum þess vegna búnir að sigra í meginmálinu, því að frá 12 mílna fiskveiðilögsögu verður aldrei horfið framar við ísland. Sú orrusta, sem mátti virðast nokkuð vafasöm um skeið, er þess vegna þegar unnin." Ennfremur sagði Bjarni í sömu ræðu: „Við skulum minnast þess, að í þessari deilu erum við nú þegar búnir að sigra að meginstefnu til/ Það var þannig játað af áhrifamesta manni ríkisstjórn- arinnar í nóvemberbyrjun 1960, að íslendingar væru bún- ir að sigra i landhelgisdeilunni. Tæpuni fjórum mánuð- um seinna er samt gerður undanhaldssamningurinn við Breta og í kjölfar hans undanhaldssamningurinn við Þjóðverja. Þannig v?r miklum sigri snúið í mikinn ósigur. Það getur átt heima á reyfarasíðu Alþýðu- blaðsins að tala um festu núverandi ríkisstjórnar og stjórnarflokka í utanríkismálum Annars staðar ekki. Sannleikurinn er sá, að þessi ríkistjórn hefur jafnan látið undan, þegar einhver af ríkisstjórnum vestrænu slórveldanna hefur farið fram á það. eins og landhelg- ismálið sýnir bezt. Hún er i álíka ósjálfstæð gagnvart þeim og kommúnistar gagnvdrt Rússum. Slíkri stjórn getur þjóðin ekki trúað fyrir utanríkis- málum sínum. þegar í vændum eru himr örlagaríkustu samningar. Það getur átt heima á reyfarasíðu Alþýðu- blaðsins að halda öðru fram. en revnslan siáÞ sanna’ festuleysi núverandi stjórnarflokka gegn erlendu valdi. svo að eigi verður um villzt. ! Nýr forseti allsherjarþings Asíumenn skipa tvö virðuiegustu embætti Sameinuðu þjóðanna EINS OG ÁÐUR hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, var Mu hammad Zafrulla Khan kjör- inn forseti 17. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, sem hófst í síðastL víku. Samkvæmt hefð, sem hefur skapazt við kjör forseta, átti Asíumaður að vera kjörinn forseti að þessu sinni. Auk Zafrulla Khan, sótti fulltr. Ceyl ons eftir forsetatigninni og naut bæði stuðnings Sovétríkj- anna og Indlands. Hann hafði hins vegar verig svo óheppinn í kosningabaráttunni, að bréf hafði borizt í hendur andstæð- inga hans, þar sem hann fór ógætilegum orðum um fulltrúa ýmissa annarra þjóða hjá S.Þ. Þessi ummæli bentu mjög til þess, að hann væri ekki rétt- ur maður á réttum stað sem forseti allsherjarþingsins, því að hann þarf bæði að hafa gætni og festu til að bera. En þótt þetta hefði ekki komið fyrir, myndi Zafrulla Khan sennilega hafa náð kosningu eigi að síður. Því veldur ekki sízt það álit, sem hann hef- ur unnið sér, sem óvenjulega slyngur og virðulegur diplom- at. Hann virðist hafa flest það til að bera sem er nauðsynlegt þeim manni, er skipar forseta stól á þing Sameinuðu þjóð- anna. ZAFRULLA KHAN er með kunnustu mönnum á vettvangi S.Þ. Hann var fyrsti aðalfull- trúi Pakistans á þingi Samein- uðu þjóðanna, en Pakistan gekk í S.Þ. haustið 1947. Því starfi gegndi hann svo til 1955, er hami var kjörinn í Alþjóða dómstólinn. Hann varð svo aft- ur aðalfulltrúi Pakistans á þingi S.Þ. á síðastl. árL Það féll þannig í hlut har.s að vera helzti talsmaður Pakist- ans á vettvangi S.Þ. í Kash- mírdeilunni á árunum 1947— 58. Framkoma hans í hinum miklu umræðum, er urðu um það mál á þessum tíma, aflaði honum mikils álits. Þar leiddu þeir oft saman hesta sína hann og Krishna Menon. Það kom iðulega fyrir, að Krishna Men- on missti að meira eða minna leyti stjórn á skapsmunum sín um, en Zafrulla Khan hélt jafnan ró sinni og virðuleika. Hann er ágætlega_ máli farinn Framsetning hans er sérstak lega skýr og hann hagar orðum sínum jafnan kurteislega. Hann er fundvís á rök og fljót- ur að finna veilurnar hjá and stæðingnum. Þótt Krishna Mer on væri mælskari, mun Za frulla Khan yfirieitt hafa þótt ofjarl hans i þessum við- skiptum. Helzt er það fundjð ag ræðum Zafrulla Khan, að hann geti verig óþarflega ná kvæmur, og því oft langorðari en þörf sé á. Hann og Menon munu hafa haldið lengstu ræð urnar á vettvangi S.Þ Árið 1949 víirð Zafrulla Khan utanríkisráðherra Pak istans og gegndi því starfi itm skeið. en hólt þó áfram að mæta á þingj S.Þ I-Iann átn sem slikur mikinn þátt j þv: að Pakistan valdj aðra lejð utanríkismálum en Indland Nehru valdi indlandi ag fylg) ' hlutleysisstefnunm. en Za frulla Khan sveigði Pakistan til samstarfs við Vesturveldin Sennilega hefur Kashmírdeil- an og óttinn við Indverja átt þátt sinn í þvx. Þá var það á þessum tíma hugmynd Za- frulla Khan að mynda banda lag ríkja Múhammeðstrúar- manna, þar sem Pakistan hefði forustuna sem stærsta "ríkið. Úr þessu hefur enn ekki orðjð og valda því margar ástæður ZAFRULLA KHAN átti orð ið langa sögu að baki áður en hann varð aðalfulltrúi Pakist- ans á þingi S.Þ., en hann verð- ur sjötugur á næsta ári. Faðir hans var lögfræðingur og þótti sjálfsagt, að sonur hans gengi sömu braut. Hann lauk laga- námi í London 1914 og hóí sama ár lögfræðistörf í Sialkot í Indlandi, þar sem hann var fæddur og' uppalinn. Árið 1916 fluttist hann þaðan og var máL flutningsmaður við yfirréttinn í Lahore næstu tuttugu árjn Hann vann sér það álit á þess- um árum ag vera einn hinn allra færasti lögfræðingur í Indlandi. Árið 1926 Var hann kjörinn á fylkisþingið í Lahore, og átti hann þar sæti næstu 9 árin. Hann tók mikinn þátt i pólitískum samtökum Múhamm eðstrúarmanna á þessum árum og naut sérstaks álits forjngja þeirra, Ali.Jinnah Hann missti hins vegar nokkuð fylgi sitt innan samtakanna. er hann gerðisr meira og minna hand- gengjnn Bretum, en skoðun hans var. að Indverjar ættu að fara samkomulagsleig í skipt um sínum við Breta og fá frelsj sitt á þann hátt Þetta leiddi til þess. að hann hætti pólitísk um afskiptuni að mestu. en gekk í þjónustu brezku ný lendustjórnarjnnar Hann átn sæti j cáðuneyti brezka land stjórans á árunum 1935—41. sótti fundi gamla Þjóðabanda lagsins sem fulltrúi (ridveria og gegndi mörgum öðrum trún aðarstörfum, unz hann hlaut sæti í hæstarétti Indlands 1941, og hélt hann því til 1947, er Indland hlaut sjálfstæði og var skipt í tvö ríki. Þá gekk hann strax í þjónustu Pakistans, en bak við tjöldin hafði hann átt mikinn þátt j þeirri lausn, að Múhammeðstrúarmenn í Indlandi stofnuðu sérstakt ríki Síðan hefur starf hans verjð fyrst og fremst á vegum S.Þ.. eins og áður er rakið. ÞAÐ HEFUR oft verið sagt um Zafrulla Khan, að hann sé einn virðulegasti fulltrú- inn, sem hafi setið þing S.Þ Hann er spengilega vaxinn og ber sig vel. Hann er annálaður fyrir kurteisi og virðulega framgöngu. Frá ræðumennsku hans hefur áður verið sagt, en til viðbótar má geta þess, að hann talar jafnan blaðalaust, en hefur oft við hlið sér að- stoðarmann, er réttir honum skjöl og bækur, sem hann vitn- ar í. Fjarri fer þó því, að hann Undirbúi ékki ræður sínar. Hann hefur hugsag þær fyrir fram og skrifað niður helztu minnisatriði um efnisskipun. Að.öðru leyti eru þær fluttar af munni fram og verða mun meira lifandi fyrir bragðið. Um Zafruiia Khan hefur verið sagt, að hann sameini margi hið bezta úr menningu Indlands og Evrópu. Óhætt er líka að fullyrða það, að fáir fulltrúar á þingi S.Þ hafa notið meira persónulegs áíits en hánn og þag jafnt meðal and- stæðinga sem samherja. Það segir sína sögu um þær breytingar, sem eru að verða á alþjóðamálum, að á- hrifa Asíu gætti nær ekkeit hjá S.Þ., þegar þær voru stofn aðar fyrir 17 árum síðan. Nú gegna Asíumenn tveimur veiga mestu embættum samtakanna Þ.Þ T í M I N N, þriðjudagur 25. september 1962. z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.