Tíminn - 25.09.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.09.1962, Blaðsíða 12
s Það er eitthvað leyndardóms- fullt við þetta, sagði ég vig sjálfa mig, og ég fæ ekki frið fyrr en ég hef komizt að sannleikanum í málinu. Það er algerlega óhu.gs- andi, að barni á þessurn aldri væri í raun og veru haldið inni- lokuðu hér í London, en Carolyn leit þannig á málið frá sinni hlið. Það eina, sem ég var alveg hand- viss um, var, að Carolyn var ó- hamingjusöm. Ef ég gæti á ein- hvern hátt hjálpað henni með því að tala við foreldra hennar, vseri það tilvinnandi, jafnvel þótt ég fengi bara ákúrur og jafnvel skömm fyrir. Eg hafði hugsað mér að dvelja um helgina hjá pabba og Lettice. Eg hringdi til þeirra, þegar ég kom heim. — Cornwall? Er það einhver skyndiákvörðun, Mandy? Og ég heyri enn hálfþreytulega rödd hans. — Nei, vitanlega hef ég ekk- ert á móti því, góða mín.. Það er sjálfsagt fallegt á vesturströnd- inni á þessum árstíma. Það hjálp- ar þér ef til vill að taka ákvörð- un, hvað snertir ferðina tíl App- elsinuborgar. Appelsínuborg, Kaliforníu. Eg hafði alveg gleymt ferðinni þang- að. — 3. KAFLI Áður fyrr leyfði pabbi mér oft að koma með sér á uppboð hér og j hvar í landinu, þegar hann átti' að verðleggja fornmuni. Hann hafði á sér ágætt orð, og stundum réðu stærstu fyrirtækjn hann til sín til þess að verðleggja. Einu sinni spurði ég hann, hvort það væri ekki biturt fyrir hann að horfa á alla þessa fallegu, gömlu muni, málverk, silfurmuni eða húsgögn og kaupa síðan fyrir önn- ur fyrirtæki. En hann hló bara. — Hamingjan góða, nei! Eg hef ekki einu sinni ráð á að hugsa um að kaupa hluti sem þessa, en mér þykir gaman að skoða þá og snerta við þeim. Auk þess er þetta viðurkenning f-yrir mig, og ég fæ allan ferðakostnað greiddan og auk þess prósentur, svo að ég er vel ánægður. En það var áður en Rollo gerði honum skömm. Eftir það and- styggðarmál hefur pabbi bara keypt og selt í London. Eg veit, að hin stærri fyrirtækj treystu honum alveg eins vel og áður, en niðurlægingin særði hann djúpt og hann dró sig inn í skel sína. Þess vegna hafði ég ferðazt hejlmikið um og séð mörg gömul og falleg hús, en ég hafði aldrei komið til Cornwall. Þegar ég settist inn í lestina þennan laugardagsmorgun, var ég eftirvæntingarfull og kvíðin í senn. Að ferðast til áður ókunnra staða vekur alltaf vissa kennd, og mig hafði alltaf langað til ag skreppa til Cornwall. Þótt allt annað væri undanskilið, langaði mig reglulega til ag sjá Mullions, það virtist vera fallegur og fróð- legur staður, einmitt slíkt hús sem okkur pabba hafði þótt svo gam- an að ganga um og skoða á ferð- um okkar. Reyndi ég að blekkja sjálfa mig„ hvað snerti áhuga minn á gömlum munum? Kannske að einhverju leyti, en það, sem ég hafði lesið um Mullions, hafði gefið mér hug- mynd. Þetta var merkur sögustað- ur, næg afsökun fyrir því, að ó- kunnugir höfðu áhuga á að sjá það, jafnvel án þess að hafa pant- að tíma fyrirfram. Og þegar ég vissi örlítið meira um, hvers konar fólk þessi Trevallionshjón voru, gæti ég tekið ákvörðun um, hvort ég ætti að segja þeim frá Carolyn. Eg var klædd f Greystone-ein- kennisbúningi'nn minn. í barna- legu stolti mínu hélt ég, að allir þekktu Greystone-stoínunina, og einkennisbúningurinn var visst virðingartákn. Til þess að sanna, að ég hefði réttindi til þess að klæðast honum, hafði ég tekið með mér skjöl, sem sýndu, ag ég var útlærð fóstra, auk þess próf- skírteini mitt. Frú Trevallion myndi þá sjá, að ég vissi dálítið um börn — um sjúk börn ekki síður en heilbrigð, að ég var ekki bara taugaæst kvenpersóna, sem stakk upp kollinum með ruglings- lega sögu um, að litla dóttir henn- ar væri óhamingjusöm og van- rækt. Frú Trevallion . . . Kannski var engin frú Tre- vallion; Þótt ótrúlegt sé, hafði mér aldr- ei dotið það í hug fyrr en ég sat þarna í lestjnni. Carolyn hafði skrifað: „Viltu segja pabba ..." Kannski var móðir hennar dáin. Eða hjónin voru skilin. Og hvað var þá eðlilegra en einmana karl- maður léti dóttur sína í umsjá ná- frænku sjnnar? „ ,, j Eg sat þarna í CornTSh“Riviera-i hraðlestinni og fa'nnst ég hegða mér eins og flón. En þá sá ég fölt og kinnfiskasogig og dapurlegt andlit Carolynar fyrir mér, blá biðjandi augun, litlausar kinnar hennar, sem hefðu átt að vera rjóðar og sællegar. Ó, já, sagði ég við sjálfa mig. Hún ætti að vera þarna niðar í Cornwall hjá yður, hr. Trevallion ofursti meg DSO-stjörnu og guð veit hvað . . . Þér eruð kannski góður hermaður, en þér eruð öllu lakari faðir. Og aftur fór ég að hugsa um miðann, sem bamið liafði fleygt út, hvernig hún hafði síðan gefið mér bendingu um að koma ekki upp um sig við frænku sína. Var hún bara óþægðarangi, sem bjó sér til sögur og ímyndaði sér lireina vjtleysu? Það var ótrúlegt, en ég vissi af reynslu, hvað börn, sem eitthvag eru fötluð eða ábóta- vant líkamlega, geta soðið upp mikla vitleysu í hugarheimi sín- um. Ef Carolyn hafði verið veik í marga mánuði, gat það verið á- stæðan fyrir fölu útliti hennar og alvörugefnum svip. Og ég myndi verða laglega að fífli, ef þannig lægi í málinu . . . ! Eg fann roðann hlaupa fram í kinnarnar við þessa tilhugsun, en ég gat ekki hætt við áform mitt héðan af. Þessi ferð hafði kostað mig tæpar þúsund krónur, og jafn vel þótt ég fengi eintómar skammir fyrir erfiði mitt, gátu þau varla gleypt mig. Og ég hafði þrjár góðar og gildar ástæður fyrir því, sem ég gerði, vansælt andlit Carolyns, skilaboðin og lyg- ina, sem Deidre hafði sagt um, að hún gæti ekki gengið. O, hertu þig upp, Mandy, sagði ég. Þú færð að minnsta kosti tæki- færi til að sjá ögn af Cornwall og fallegt, gamalt hús. Og ef þú verð ur þér til mikillar skammar, skipt- ir þag ekki svo ýkja miklu máli. Eftir eina viku geturðu fengið að fljúga til New York, og það lækn- ar kannski sært stoltið. Og á þeirri stundu ákvað ég satt að segja að slást í förjna. Enginn, hugsaði ég, verður fegnari en ég, ef j l.iós kæmi, að Carolyn Trevallion væri bara lítill, hugmyndaríkur óþekkt- arangi. 4. KAFLl Eg veit, að ég gleymi aldrei, þegar ég sá Mulljons í fyrs'a sinn — eða réttara sagt eidgamla stein hliðið þar sem útskurðurinn og flúrið var nú grójð mosa, og lág- an garðinn meðfram eigninni, sem skyggði á, svo að húsið sást ekki frá veginum. Það rigndi, þegar við ókum um Wiltshire, en nú skein sólin aft- ur. Það var kominn tetími, þegar ég fór út úr lestinni j Par. Lestar- 'Stjórinn sagði mér, að það færi lest til Portrewan eftir eina klukkustund, en ég varð þó að taka vagn þaðan, ef ég ætti að komast til Mullions þennan dag. — Það er hyggilegast, að þér takig sporvagninn til St. Trudys, vina mín, og biðjið um að fá að fara út við krossgöturnar, þá eru ekki nema tveir kílómetrar heim að óðalssetrinu. Þennan dag vissi ég enn ekki um venju þá, sem fólk hér á vest- urströndinni hefur. Þeir kalla alla ókunnuga vinu eða stúlka mín og eitthvað í þeim dúr, og ég hélt, að það væri vegna e;n- kennisbúnings míns, að hann ávarpaði mig svona. Hinn elsku- legi stöðvarstjóri sýndi mér, hvar ég átti ag taka vagninn og sagði mér, að hann legði af stað eftir tíu mí’nútur. Eg var þreytt eftir meira en fimm stunda ferð í lest- inni og langaði afskaplega mikið í tebolla, en mér þótti vænlegast að halda ferðinni áfram, svo að ég kæmi til Mullions á nokkurn veginn skikkanlegum tíma. Og nú stóð ég í miðju opnu hliðinu og gleymdi alveg að ég var þerytt og ákaflega þyrst, og Itsaa I I so 2 e.h. án þess að nokkrar endan- legar ákvarðanir næðust. Við hlustuðum á allar röksemdafærsl- ur forsa:tisráðherrans, sem við hefðum blustag svo oft águr. Bæði Attlee og Eden voru ósammála honum Að lokum sagði ég við hann: ,,Við höfum rannsakað þá tvo kosti, sem um er að ræða, í öllum aðalatriðujn. Við höfum hvað eftir annað tekið þá til ýtarlegrar at- hugunar fyrir yður; við höfum vei't yðvr allar mögulegar upp- lýsingar t>g við erum allir sam- mála um tillögu okkar, því við- víkjandi hvora leiðina skuli velja. Þær hafa báðar sérstaka kosti, en engu að síður er okkur full- komlega 1/óst, hvora leiðina okkur ber að vfalja. Við vjtum, að það verður að velja eina eða aðra leið og að við getum ekki lengur hald- ið áfram þessari óákveðni. Ef stjórnin vill ekki samþykkja ráð- leggingar okkar, þá er bezt að hún lýsi þvi opinberlega yfir, en við verðum, hvað sem öðru líður, að taka einhverja ákvörðun.“ Hann kvaðst þá þurfa að hugsa málið nánar, en hét því að skýra okkur frá ákvörðun sinni að viku liðinni. Eg efast um að harin geri það Um kvöidjð ók ég til Chequers til þe.'« að hitta mr. Stimson (bandfríska hermálaráðherrann) Staffori Cripps var þar einnig. Mér lfkar því betur vig hann, þeim mun oftar sem fundum okk- ar ber saman. Stimson, er alveg að örroagnast og er naúmast fær um að taka eftjr því, sem er að gerast í kringum hann Horfðum á kviktnynd eftir miðdegisverg og ræddura saman Gengum loks til hvílu klukkan 2 e.m. 17. júlí. Langur herráðsforingja fundur með Woodhouse, sem er nýkominn frá Grikklandi. Við vor- um að reyna ag ákveða afstöðu okkar gagnvart E.L.A.S. og hvort kominn væri tími tU þess að á- kæra þessi samtök. Framtíð Grikk- lands er ógnað af óteljandi hætt- um. Það var ekki síður vilji minn en utanríkismálaráðuneytisins, að hindra það, að Grikkland félli í hendur kommúnistum. Slíkt hefði orðið til mikillar hættu öllu Aust- ur-Miðjarðarhafssvæðinu. Það sem hræddi mig mest var hve áhyggju laus, ef ekki kærulaus afstaða þeirra var í því máli. Þeir töluðu um að ekki þyrftu nema tvö her- fylki til að halda uppi lögum og reglu, en ég vissi að innan tíðar yrðu þessi tvö herfylki orðin að tveimur herdeildum og fyrir hverja herdeiid, sem við höfum ráð á, var brýn þörf í Ítalíu. Ráðherrafundurinn í kvöld stóð yfir frá klukkan 5,30 e.h. til 9 e.h. . . . 18. júlí. Langur herráðsforingja- fundur með þeim Cherwell og Duncan Sandys viðstöddum, til að ræða um fljúgandi-sprengjur og eldflaugar og aðgerðir gegn þeim. Stefna okkar j Frakklandi á auðvitað fyrst og fremst að vera sú að beina öllum aðgerðum okkar gegn eldflaugnastöðvunum. Slíkt mun krefjast mikillar árvekni . 19. júlí. Löng og ónæðissöm nótt með á ag gizka tólf fljúgandi sprengjum í nágrenninu. Sú næsta lenti í um það bil 150 stika fjar- lægð klukkan 3 e.m. Hún skekkti gluggagrindurnar í dagstofunni okkar og braut heilmikið af rúðum í næstu húsum Fór á fætur í þeini ilgangi að fljúga til Montys, en gat ekki lagt eins snemma af stað, og ég hafði Sigur vesturveUa, eftir Arthur Bryant Heimildir: ætlag sökum þéttrar þoku. Klukk an 9,30 fékk ég svo bog frá for- sætisrágherranum um að koma og finna sig. Hann var i rúminu, þegar ég kom, í blágulköflóttum náttslopp og voðalega reiður. Hvag þóttist Monty eiginlega geta fyrirskipað honurn? Hann hafði fullt leyfi og fullan rétt til að heimsækja Frakkland hvenær sem honum sjálfum þóknaðist. Hver væri Monty, að hann þættist geta hindrað það? Sem varnarmálaráð- herra hefði hann fullan rétt til að heimsækja hverjar þær vígstögv- ar, er honum sjálfum sýndist. Mér ætlaði að reynast erfitt að skilja hvað það eiginlega væri, sem hefði æst svo ntjög skap gamla mannsins. en loks skjldist mér það, ag Eisenhower hefð: sagt honum. að Montv hefði mæizt til þess að hann fengi enga gesri nokkra næstu daga og forsætis ráðherrann var sannfærður um, að með þessum tilmælum hefði Montgomery fyrst og fremst átt við sig, Ekkert sem ég sagði, gat breytt þeirri skoðun hans. Eg full- vissaði hann um að ég skyldi koma þessu öllu í lag vig Monty á fimm mínútum og kvaddi hann. Því næst fór ég á herráðsforingja- fund til klukkan 11,30, en lagði þá af stað til Nartholt. Þar hafði Tedder verið svo vjnsamlegur að lána mér flugvélina sína, og i henni fékk ég ágæta terg yfir Sundið og lenti á litlum flugvelli skammt frá aðalstöðvum Montys klukkan 2 e.h. Eg talaði lengi við Monty. Fyrst gekk ég frá heimsókn forsætisráð- herrans nteg því að íá Monty r.il að skrifa honum bréf. þar sem hann kvaðst ekki hafa vitað um löngun hans til að koma og bauð honum að heimsækja aðalstöðvar sínar . Monty var í ágætu skapi. og hinn ánægðasti yfir sigri sín-| um fyrir austan Caen. Fór klukkan 6,30 e.h. Kom aft- urtil Nartholt-flugvallarins klukk- an 7,30 e.mi Fór til að afhenda forsætisráðherranum bréf Montys, en gat ekki haft tal af honum þar eð hann var sofandi. Skömmu síðar hringdi forsætis ráðherrann til mín kvaðst vera mjög ánægður yfir bréfinu frá Monty og virtist sjá eftir ýmsu því, er hann hafði áður sagt Winston hafði aldrei verið neitt sérlega hrifinn af Monty. Þegar allt gekk vel, lét hann það gott hejta, en þegar eitthvag fór öðru vísi en honum gott þótti, varð viðkvæðið jafnskjótt: Monty yð ar“. Um þetta leyti hafði Eisen hower látið í Ijós óánægju með Montgomery og sakað hann um þrjózku og aðgerðaleysi á Caen vígstöðvunum. sv0 að bandarísku hermennirnjr yrðu ag halda uppi sókninni. T f M I N N, þriðjudagur 25. scptember 1962. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.