Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 2
Hershðfðinginn, sem sigraði án þess að skoti væri hleypt af í hernaðarsögunni úir og grúir af nöfnum þeirra hers- höfðingja, sem hlutu frægð og frama fyrir unnar orrust- ur. Það virðist öllu erfiðara að hljóta frægð sem hers- höfðingi fyrir það að lenda ekki í styrjöld. En það gerð- ist í seinni heimsstyrjöld- inni, Hershöfðinginn sem sigur vann án þess að hleypa skoti úr byssu var fyrrver- andi yfirmaður svissneska heraflans, Henri Guisan. Að vísu var Sviss hlutlaust 1 stríðinu. En tvisvar var útlitið ófriðlegt fyrir Svisslendinga, í fyrra skiptið eftir uppgjöf Frakk lands og í seinna skiptið eftir ó- sigur Mussolinis. f bœði skiptin var Hitler reiðubúinn að ráðast á Sviss. Stjórnmálamennirnir svissnesku hneigðust að því í fyrstu að láta undan kröfum Þjóðverja og leyfa liðsflútninga úm svissneskt landsvæði. En Guisan þvemeitaði og styrkti svo varnir landsins að Þjóðverjar hættu ekki á að gera innrás. Að vísu var Sviss hlutlaust í stríðinu en bak við tjöldin var unnið að því að koma á 'friði á ný. Og Svisslendingar vissu að fyrsta skilyrðið fyrir friði var að koma Hitler fyrir kattarnef. And stætt hernaðaryfirvöldum ann- ■ arra landa, eru hershöfðingjar Svisslendinga kjörnir af þjóðinni og hafa mikil áhrif á stjórnmál- in. Guisan hershöfðingi tók til starfa einbeittur og ákveðinn og lagði bandamönnum lið. Hlut- leysinu var haldið — en bak við tjöldin var rekin víðtæk njósna- starfsemi, sem beindist gegn nazistum — í þjónustu friðar- ins. Svissneski hershöfðinginn Henri Guisan kont tvisvar í veg fyrir árás Hitlers á Svissland og svissneska leyniþjónustan hélt uppi víðtækum njósnum í þágu friðarins. veg hagað en í öðrum löndum. Þar eru karlar á aldrinum 20— 60 ára látnir bera vopn og þjálf- aðir með vissu millibili. í hin- um eiginlegu hersveitum eru all- ir karlar á aldrinum 20—36 ára. Á stríðsárunum var einnig bú- ið svo um hnútana að konur — sem hafa ekki atkvæðisrétt í landinu — gætu fengið þjálfun í hernaðarmennsku. Þessi tilhögun reyndist ákjós- anleg þegar á reyndi á hættunn- ar stund og í stríðslok var fjórð ungur allra Svlsslendinga undir vopnum. Ofsahræðsla Þann 30. ágúst 1939 þegar Evrópa rambaði á barmi tortím- ingar var Henri Guisan útnefnd- ur yfirmaður alls heraflans af þjóðþinginu í Bern. Á friðartím- um ber enginn þann titil. Svo seg ir í lögum að enginn skuli út- nefndur hershöfðingi yfir öllum hernum nema á hættustund til að verja landið. Það var síður en svo auðvelt viðfangsefni sem Guisan fékk í hendur. Herinn var mjög sundur leitur og hafði hlotið misjafna þjálfun auk þess sem effðavenj- ur íþyngdu starfsháttum hanS. Hin þrjú höfuðvígi landsins, Sargans, St. Maurice, og St. Gott hard voru ekki búin undir ný- tízkuhernað og í upphafi stríðs- ins hafði ekkert verið gert til þess að notfæra sér hin bröttu Henri Guisan, hershöfðingi Alpafjöll til varnar landinu. Guisan lét það verða eitt af sínum fyrstu verkefnum að skipu leggja njósnadeild svo hann gengi ekki í algerri blindni. Þessi deild, sem er svo nauðsynleg i nútímahernaði var í fyrstu að- eins skipuð 10 mönnum undir forystu Roger Masson. Þegar í stríðsbyrjun reiknaði Guisan með því að alvarlegasta hættan væri á innrás Þjóðverja. Hann taldi litlar líkur á þvi að Frakkar réðust inn í landið. Því beindi hann öllu afli sínu að því að styrkja varnir landsins í norðri. Herinn var því staðsett- ur á línu sem dregin var frá Bas- el-Ziirich-Wallenstadt og sneri byssuhlaupum gegn Þýzkalandi. íbúarnir fylltust ofsahræðslu er þeir urðu þess varir hvað um var að vera og Guisan hóf því siðferðilega hvatningu meðal her manna og borgara, hann sann- færði íbúana um að Sviss yrði varið, og herinn væri þess bæði megnugur og viljugur. En áður en af því yrði, greip ofsahræðslan um sig. Þann 10. maí 1940 byrjaði fólk að flýja frá landamærunum í norðri. Þessi flótti stóð í fjóra daga, unz komið var á reglu og ró að ný. Enginn láir svissnesku stjórn- inni þótt hún yrði gripin ótta er þýzkar sprengjuflugvélar fóru að fljúga yfir landið og þýzkir her- flokkar náðu frönsk-svissnesku landamærunum 17. júní. Þrem dögum síðar féll Frakkland. Raddir voru uppi í þýzku her- stjórninni um að innlima Sviss úr því slátrunin var byrjuð á annað borð. í Bern voru ýmsir stjórnmálamenn sem hölluðust að því að viðurhlutaminnst væri að láta undan Þjóðverjum, a. m. k. reyna að forðast stríð. (Framhald á 12. síðu). Herinn Guisan varð þjóðhetja og naut þess heiðurs í lifanda lífi að gata í Lausanne var skírð í höfuðið á honum. Hann dó í apríl 1960. Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst var Sviss óviðbúið eins og önnur lönd, — utan Þýzkalands. í einu vetfangi varð að breyta landinu úr friðsömu ferðamanna- hæli í óvinnandi vígi. f Sviss er herskyldu á annan í GÆR blrtlst hér b'réfkorn um vandamál daglega lífsins, eftlr J.K.J. og var þar rætt um græn. metl. 'Hér er annað bréf frá sama höfundl, og segir hann þar frá at- hyglisverðum sögnum manna um fæðingarstað hins alkunna kvæðis, „Þú bláfjallageimur með heiðjökla hring", eftlr Steingrlm Thorsteins- son: „KUNNUGT ER, að oft berast ýms- ar ésamhljóða sögur manna á mllli um það, hvernig ýmls verk lista- manna hafi orðlð til og hvar. Sög- ur þessar grelna frá tildrögum, stað og s'tund. — Þarna stóð skáld ið og horfðl I þessa átt. Þá opnað. Ist honum sýn og hann ortl þetta kvæði, segja menn. Margar þessar flökkusögur eru sannar ,en aðrar fara milli mála. Þær geta verlð skemmtilegar og leltt tll ýmissa athugana og melri skilnings á efni — t.d. kvæða. Af þelm geta spunnizt langar og marg þæ'ttar umræður manna á milli. FYRIR NOKKRUM árum fræddi Ár- nesingur mig á því, að Steingrím- ur skáld Thorsteinsson hefði ver. ið staddur austur í Grafningi, ná- lægt Neðri-Hálsi, er hann orti hið alkunna kvæði sitt: Þú bláfjalla- geimur með heiðjöklahring. Álfta- vatn er þarna skammt frá í aust- urátt, og fögur og blá fjöll gnæfa yzt við sjónhring í norðrl og austri, svo að vel er skáldlð stað- sett og umhverfið í samræmi við efni og orð kvæðisins. En víðar eru álftavötn og blá fjöll á íslandi. ,Mér þótti saga Árnesingsins senni. leg og skemmtileg, en hef ekki grennsiazt um þetta nánar. Mér fannst ég þó vera að nokkru fróð- ari en áður. EN NÚ KEMUR annað hljóð i strokkinn. Eg fæ í hendur árbók Ferðafélags íslands árið 1962, og er hún um Arnarvatnsheiði og Tvídægru eftir Þorstein Þorsteins- son frá Húsafelli. Á bls. 78 neðan tii segir svo: „Steingrímur skáld Thorsteins- son gisti einu sinnl á Skúteyrum (vorið 1874) með elnhverjum öðr- um höfðingjum (sbr. sögur Þór- halls biskups, Alm. bókafélagið 1961) á leið norður. Þá svaf Stein- grímur minna en hinlr og var þá að yrkja kvæðlð: ÞÚ BLÁ. FJALLAGEIMUR. Á Skúteyrum sést ekkert álftavatn, en kvæðið hefur átt að lýsa unaði heiðarinn- ar eins og hann sá hana á leið- inni norður." SVO MÖRG eru þau orð, og langt er milli Grafnings og Skúteyrar á Grfmstunguheiði. Báðar sögurn- ar eru skemmtilegar um tildrög þessa hugljúfa kvæðis, sem hvert ‘mannsbarn á íslandi hefur sungið með sænska laginu heilan manns aldur. Eg geri ráð fyrir, að saga Árnesingsins gangi manna á milli fyrlr austan fjali, hvaðan sem hún er komin í þeim búningi, sem hér er greint, Höfundur bókar Ferða- félagsins, sem áður er tilgreind, getur heimildar fyrir slnni sögu. Talið er réttara að hafa það, er sannara reynlst, þó að í litlu sé, en torvelt er oft að finna það, og ef til vill verður svo hér, J.K.J." Svissneskir hermenn á heræfingu. Liflu fegínn Mbl. er kampakátt í gær, og þykist hafa fengig sýknudóm hjá Tímanum. Og sýknudómur- imi, sem Tíminn birti, er þessi: „Ýmsar byggingar hafa auk. izt á þessu ári aftur eftir stöSn unina og samdFáttinn fyrstu ár þessarar ríkisstjómar, því að þörfin rekur menn ti'l a<5 byggja, livað sem það kostar“. Mbl. varð svo kátt, þegar það sá þessi orð í forystuigrein Tímans í fyrradag, aS ritstjór- annir skrifu.Su stórgrein um málið og söigðu: Þama sjáið þið, loks er Tíminn bú'inn að sýkna stjórnina af samdfettar- ákærunni. En heldur er nú sýknan linlega orðuð'. Það er auðVitað staðreynd, að ýmsar byggingar hafa auk- izt á þessu ári eftir þá stöðvun, sem áður átt'i sér stað af völd- um viðreisnarinnar. En þetta stafar ekki af því, að ríkis- stjórnin hafi gert ajmenningi auðvcldiara að byggji — síður en svo, því ag afrek hennar að meira en tvöfalda byiggingar- kostn.aðinn stendur enn óhagg- að í fullu gildi. En ástæðan er sú, að svo lífsnauðsynlegar framkvæmdir sem byggingiar, verða ekki stöðvaðar lengi með öl'lu. Þó að' sama stjórnaróár- an ríki, verða mcnn að hefjast handa aftur, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR, þó að menn verði að hætfca í b'ili, þegar ríkisvaldið' rekur slagbrand í veg manna. Húsnæðisvandræði liér í höfuð staðnum eru nú svo gífurleg og húsaleiga liefur þotið svo upp síðUstu mánuði, svo og liúsavcrð, að einstaka menn ráð ast nú á þann þrítuga hamar að korna sér þaki yfir höfuð, þó að' hann virðist allt að því ókle'ifur. Þessir menn eru þó fáir enn og miklu færri en á tímum nœstu ríkisstjórna á undan. Þeir geta byggt En það voru ekki þessar byggingar, sem Tíminn átti við, er hann sagði, að „ýmsar byggingar“ hefðu aukizt held- ur á þessu ári, enda veita þær ekki teljandi atvinnu, en í því sambandi var á þetta minnzt. Sú bygigingaaukning, sem um er að' ræða á síðustu missirum, eru starfshús heiiflsala, stór- kaupmanna, iðjuhölda og ný- ríkra stórgróðiamanna. Það eru hús eins og þau, sem nú sjást rísa hér inn með Suðurlands- brautinni og víðs vegar um bæ. Það eru gróðahús einkafjár- magnsins. Efnahagsr'áðsfcafanir þessarar ríkisstjórnar voru fyrst og fremst til þess ag dælia gróganum í þær liendur. Það tókst mætavel, og fyrstu ár ,viðreisnarstjórnarinnar‘ færði einkabrask'inu slíkt morð fjár, ag því verðUr ekki mikið fyTir að byggja hallir eftir tveggja ána „við'rcisnar“-gróða. Það eru þessar bygging.ar, sem hafa auk izt og kalla á nokkurt vinnuafl i byggingaiðnaðinum. Ég er Þýzkalands- keisari Maður nokkur á geðveikra- hæli sagði ævinlega, þegar hann hitti fólk: „Ég er Vil- hjálmur Þýzkalandskeisiari“. Morgunblaðið hefur tekið þetta upp og liefur daglega svipaða setningu yfir, stundum á nokkr um stöðum í b'laðinu. Setning- in er þessi: „Viðreisnin hefur tekizt“. Nú er það orðin föst venja þessa stjórnarmálgagns í hvert skipti, scm óðadýrtíðin (Framliaid á 12. síðu). 2 T í MIN N, laugardaginn 29. sept. 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.