Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 3
\ 6ARDAGAR DAGLEGT BRAUÐ NTB-PEKING, 28. september. KÍNVERSK blöð skýra frá því í dag, að ástandið á landa- mærunum við Tíbet hafi versnað mjög upp á síðkastið og bar- dagar séu orðnir daglegt brauð milli kínverskra og indverskra hermanna á þessu svæði. Blöðin segja, að til þessa séu fallnir fimm kínverskir hermenn og hafi þeir verið fórnardýr hinna indversku árásarseggja. Aðgerðir Indverja eru skipulag'Sur lið- ur í árásarfyrirætlunum, sem ná til allrar landamæralengjunnar milli Kína og Indlands, segja blöðin. Þegar innrás ógnar Kína og þegar sífellt eru höggvin stór skörð í raðir kínverskra her- manna, er ekki nema um eitt fyrir okkur Kínverja að ræða, nefnilega a"ð skjóta í sjálfsvörn, segir að lokum í yfirlýsingum, sem birtar voru í kínverskum blöðum í dag. Stjórnarmeðlimir Jemen líflátnir NBT-Aden, 28. sept. Samkvætnt fréttum út- varpsins í Sanaa, höfuð- | borg Jemen, þar sem her- SONURINN FAÐIRINN ÞAÐ VARÐ SKAMMT MILLl FEÐGANNA VÁLEGA virðist nú horfa í smárfkjunum syðst á Arabíuskaga. Fyrir skömmu urðu harðir götubardag- ar í brezka verndarríkinu Aden og nú. hefur verið gerð blóðug uppreisn í smáríkinu fjölmenna við Rauðahaf, Jemen. Hinn illræmdi einvaldur landsins, Ahmed bin Yahya Mohammed Hamid Ud Din, lézt í fyrri viku 71 árs að aldri og tók þá sonur hans, Seif el Islam (sverð Islams) Mohammed el Badr, 35 ára að aldri við vðldum (sjá myndir af feðgunum a'ð ofan). Eftir aðeins rúmrar viku valdatíma er hann nú liðið lík og konungshöll hans brunarústir. Uppreisnarmenn, sem hafa herinn nú á sínu bandi, hafa tekið völdin og segjast stofna lýðveldi. Mohammed el Adr hafði lofað betri stjórnarhátt um eftir lát föður síns, en honum var ekki gefinn tími til að'efna það heit sitt. Nú er föðurbróðurinn, Sail Al-Islam AlHassan, prins, á leið til Jemen og segist hann taka við völdum, eins og hann á rétt til og lætur hótanir uppreisnarmanna eins og vind um eyrn þjóta. Búast má því við, að skammt verði stórra högga á milli þar suð-austur á Arabíuskaga. inn gerði uppreisn í fyrra- dag og drap konunginn og brenndi höll hans, voru tíu meðlimir fyrrverandi stjórnar landsins teknir af lífi í dag, þar á meðal fyrrverandi utanríkisráð- herra Jemen, Al Hussein Bin Ibrahim. Fyrr um daginn hafði verið tilkynnt, að ný stjórn væri mynduð í lýð- veldinu Jemen og að fyrsti forsætisráðherrann væri Abdullah Al-Sallal, ofursti í hernum. Það var útvarpið í höfuðborg- inni Sanaa, sem tilkynnti kjör hins nýja forsætisráðherra og sömuleiðis var frá því skýrt, að stofnag yrði fjögurra manna lýð- veldisráð með Aly Osman í for- sæti. Yfirstjórn hersins, sem styð ur uppreisnina hefur sent frá sér pólitíska stefnuskrá, þar sem meðal annars segir, að áherzla verði lögð á samstöðu allra Araba- ríkja. Utanríkisstefna hins nýja lýð- veldis mun mótast af harðri and- Nýtt Littie Rock mál í uppsiglingu MEREDITH NTB-New Orleans, 28. sept. Við Ríkisháskólann í Mjssissíppí ganga þær sög ur, að Robert Kennedy dómsmálaráðherra Banda ríkjanna hafi samið vopna 200.000 FLÆMINGJAR FARA í KRÖFUGÖNÚU NTB—Brussel, 28. sept. Óttazt er nú, að væringar þær, sem Iöngum hafa verið milli frönsku mælandi manna og Flæmingja í Belgíu, aðal- lega út af tungumálinu, en eins og kunnugt er, eru báðar tungur talaðar í landinu, verði að hatrömmum deilum, eftir að stjórnin í Bjrussel hefur gef- ið leyfi til, að um 200.000 Flæm ingjar úr 11 samtökum þeirra megi fara í kröfugöngu til Brusscl hinn 14. október. Tilgangurinn með þessari miklu göngu er að mótmæia Imisrétti því, sem Flæmingjar telja sig beittir miðað við fólk af frönskum uppruna. Krefjast Flæmingjar þess að þeim verði fengin í hendur aukin völd í Iandinu bæði á sviði fjármálastjórnar, i menn- ingarmálurrt og opinberri stjórn yfirleitt Segjast þeir eiga kröfu á þcssu, þar sem þeir séu í mikl- um meirihluta í landinu. Samtök frönskumælandi manna hafa nú lýst yfir, að þau. muni efna til mótaðgerða vegna þessarar fyrirhuguðu kröfugöngu Flæmingja og ótt ast menn nú mjög í Brussel, að til átaka komi, eins og allt af, þegar þessar tvær fylking ar manna mætast. Gilson innanríkisráðherra hefur lýst pvi yfir, að meira en þúsund lögreglumenn og fót- gönguiiðar verði kvaddir til með alvæpni til þess að halda uppi röð og reglu í sambandi við kröfugönguna. Þá verður fjölmennt ríðandi lögreglulið og skriðdrekar verða á öllum helztu götum. Til enn frekara öryggis verður komið fyrb vélbyssuhreiðrum á húsaþökum og vatnsbyssur og táragassprengjur verða hafð nr til taks. Síðasta stór-kröfuganga Flæmingja var í fyrra og tóku þá 10.000 rr.anns þátt í göng unni. hlé fram yfir helgi við fylkisstjórann Ross Barn- ett, vegna máls svertingj- ans James Meredith, sem ekki hefur verið veitt inn- ganga í háskólann For- mælandi ráðuneytisins hefur neitað þessu, og segir, að sambandsstjórn- in muni gera þær ráðstaf- anir, sem nauðsynlegar kunna að verða, Ross Barnett hafði verið kallað- ur fyrir rétt, sakaður um að lítils- Framhald a 15 siðu Klúbbfundur mánudaginn Klúbbfundui Framsóknarmanna verður haldinn i félagsheimilinu i Tjarnargötu 26, mánudaginn 1. október kl. 8,30 e.h. Nánari upp- : lýsingar < flokksskrifstofunni, 3 símar 16066 og 15564. stöðu við heimsvaldastefnuna og hvers kqnar erlenda ásælni. Þá segist stjórnin munu styðja þjóð- ernisstefnu Araba og vi'nna ötul- lega að sameiningu allra Araba- ríkja undir eina stjórn. Samkvæmt fréttum útvarpsins streymdu í allan dag heillaskeyti til stjórnar hins nýja lýðveldis og í skeyti verkalýðshreyfingar- innar í Aden segir m. a.: Vig er- um fúsir til að úthella blóði okk- ar fyrir lýðveldið, ef þörf gérist. Útgöngubann er nú í höfuðborg inni Sanaa og hafa hermenn upp- reisnarmanna, sem eru á verði, skipun umað skjóta hvern þann, sem geri tilraun til óhlýðni við það bann. Viðskípfabann á Kúbu NTB-New York, 28. sept. Tyrkneska stjórnin hefur bannað öllum tyrkneskum skipum að sigla með vörur til Kúbu. Þe'ssi skipun var gefin vegna tilmæla frá bandarísku stjórninni, og er ekki vitað um neitt ann- að land innan NATO, utan Bandaríkjanna sjálfra, sem hefur sett algert viðskipta- bann á Kúbu. Hóta verkfalli NTB-Lundúnir, 28. sept. Samband brezkra járn- brautarstarfsmanna hefur ákveðið að styðja eins dags verkfall, sem efna á til 3. október n. k. Verkfallið mun ná til allra meðlima sambandsins, 334 þúsund talsins. Sambandig hafnaði sátta- tillögu í dag, sem nefndin, sem fjallar um samgöngu- mál hafði borið fram. Járnbrautarstarfsmennirn ír krefjast þess, að nefndin falli írá þeirri ráðagerð, að leggja niður 12 mismunandi járnbrautarlínur. Ef til verk fallsins kemur, mun skóla- börnum í Lundúnum gefið frí 3. október. 418 fórust NTB-Barcelona, 28. sept. Samkvæmt opinberum skýrslum munu 418 hafa farízt í flóðunum við Barce- lona á Spáni, 459 er sakiíað og 193 hafa slasazt. í dag var fjármálaráðherra Spán- ar, Mariano Rubíó, væntan legur til Barcelona til þess að ræða við borgarstjórn- ina þar um. úrbætur vegna hins gífurlega eignatjóns, sem orðið hefur í flóðumnn. Fordæma Tító NTB-Peking, 28. sept. í skýrslu, sem miðstjórn kínverska kommúnista- flokksins sendi frá sér í dag er ráðizt mjög harkalega á Tító, Júgóslavíuforseta og stjórn hans. Er Tító sakaður um að hafa svikið komm- únismann og hafa gengið heimsvaldastefnunni á hönd. Er Tító kallaður viðbjóðs leg*.ir svikari vig kommún- ismann og fleiri ljótum nöfnum. TÍMINN, laugardaginn 29. sept. 1962 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.