Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 5
ÍÞRDTTIR Leika Fram og Valur til úrslita á morgun? Tveir þýðingarmiklir leikir í íslandsmótinu í knattspyrnu, I. deild, fara fram um helgina og kann svo að fara að fáist loksins úrslit í mótinu, en þó má ekki mikið þt af bregða til þess, að mótið geti enn staðið vel fram á haustið. Eins og staðan er nú, þá eru Valur og Fram í efsta sæti með 13 stig og hafa lokið leikjum sín- um, en Akurnesingar hafa 11 stig og eiga einn leik eftir, gegn KR. Takist Ákurnesing- um að sigra KR-inga blanda þeir sér enn í baráttuna um íslandsmástaratitilinn og verða þá að leika að nýju við Fram og Val. Leikur KR og Akraness verður í dag á Laugardalsvellinum og hefst klukkan fjögur. Þessir gömlu keppinautar berjast nú ekki inn- byrðis um íslandsmeistaratitilinn eins og síðustu fimm árin. KR hefur enga möguleika til sigurs í mótinu, en eins og áður segir geta Akurnesingar náð Val og Fram með því að sigra í dag. — KR og Akranes leika í dag, og nái KR-ingar stigi af Akurnesingum, verður leikur Fram og Vals hreinn úrslitaleikur í ísiandsmótinu. Leikurinn er því mikill baráttu- leikur fyrir þá og ekkert nema sigur getur bjargað deginum. En Akurnesingar standa verr að vígi, en s.l. sunnudag, þegar fresta varð leik þessara liða vegna óveðurs. Helgi Damelsson, markvörður liðsins, er kominn til Skotlands og mun leika þar sinn fyrsta leik í dag í varaliði Motherwell, sem leikur gegn Partich Thistle í Glasgow. Helgi hefur aðeins þrí- vegis verið fjarverandi úr marki Skagamanna frá því 1956 og þeir hafa því engan markvörð, sem rokkra reynslu hefur í stærri leikj um. Þetta getur orðið örlagaríkt fyrir liðið gegn jafn góðu liði og KR er á okkar mælikvarða. KR hefur heldur ekki alveg sínu bezta liði á að skipa, Gunnar Felixson, markhæsti maður liðsins, leikur ekki í dag, en hann er nú staddur erlendis. Gunnar hefur skorað nær helming af þeim mörkum, sem KR-liðið hefur skorað í sum- ar, og kann því svo að fara, að hans verð'i saknað illilega því aðr- ir framlínumenn hafa yfirleitt ekki verið á skotskónum í sumar. En hvað sem öllum bollalegging- um líður, þás ætti leikurinn í dag að minnsta kosti að geta orðið skemmtilegur og líklegt að hinir fjölmennu aðdáendur Akraness- J’ðsins mæti vel í dag og hvetji sína menn. hvort félagið hljóti íslandsmeist- aratitilinn 1962 verður hinn nýi Islandsbikar afhentur í fyrsta smn. Valur Fram Á sunnudag leika svo Valur og Fram. Leikurinn verður einnig á Laugardalsvellinum og hefst kl. fjögur. Ef KR hefur krækt í stig gegn Akurnesingum verður þetta hreinn úrslitaleikur — en þessi lið hafa ekki barizt innbyrðis um íslandsmeistaratitilinn síðustu 15 árin. Verði liðin jöfn að leik lokn- um verður framlengt í tvisvar sinn um fimmtán mínútur — það er að segja, ef möguleikar Akraness eru úr sögunni. Fáist úr því skorið Danir irnnu HoUendinga Á miðvikudaginn léku Danmörk og Holland landsleik í knattspyrnu og var hann háður á Idretsparken í Kaupmannahöfn. Danir unnu meg 4—1 eftir að flestir menn liðsins höfðu sýnt mjög leik. Mörk þeirra skoruðu ing Enoksen, tvö; Ole Madsen og Carl Berthelsen. Enoksen misnot- aði vítaspyrnu — spyrnti knettin- um í þverslána. Þetta er fjórði sig urleikur Dana í röð, þar sem þeir hafa skorað 19 mörk gegn 4, sem er mjög glæsileg markatala. Og það merkilega er, að sömu leik- menn hafa tekið þátt í öllum leikjunum — en það hefur aldrei komið fyrir áður, að sama lands- lið léki fjóra leiki [ röð, en auð- vitað á það mikinn þátt í árangr- mum. VESTMANNAEYJAR OG KEFLA- VÍK I BIKARKEPPNINNI í DAG Fyrsti leikur úrslitakeppninnar og fer hann fram á Hafnarfjarðarvellinum kl. tvö. Fyrsti Ieikurinn í úrslita- keppni Bikarkeppni Knatt- spyrnusambands íslands fer fram í dag og leika þá Kefl- víkingar við Vestmannaeying.a, en Týr frá Vestmannaeyjum hefur komið mjög á óvart ' keppninni og unnig þrjá Ieiki í undankeppninni með saman lögðum mörkum, tíu gegn engu, og hafa þó ekki mætt lakari liðum en meistaraflokki Þróttar og B-liðUm KR og Fram. Keflvíkiugar liafa einnig unn ið sína leiki í undankeppninni með yfirburðum flesta — en þess má geta, að þcir hafa unn ið sér rétt til að leika j 1. deild næsta sumar. Leikurinn í dag verðUr á knattspyrnuve'Ilinum í ifafnarfirði, og má búast við skemmtilegum og jöfnum leik. Ganwn verður að fylgjast með því hvort utan deildanna — því Vestmannaeyingar tóku ekki þátt í deildakeppnjnni surnar — leynist lið, sem gæf' 1. deildar liðunum ekkert eftir En úr því fæst skorið i dag. Hér er myndasería frá keppni Liston og Piatterson — eða Öllu frekar frá lokum kepipninnar. Á efstu myndinni til vinstri hitlir Liston keppinaut sinn með Vinstri hnefa og slær liann út j kaðlana. Síðan fylgir Liston eftir með hægrj handar höggi, og lýkur keppniuui með Vinstri hantlav húkki. Síð'an sést Pattcrson falla ifyrir fætur hins nýja meistara. Þetta gekk svo fíjótt fyrir sig, að áhorfendur höfðu varia áttað sig fyrr en keppn'inni var lokið. Gene Tunney,, hinn frægi heims- meistari, sem dró sig til baka úr hringnum 1920, ósigraður, sagði eftir leikinn. „Keppnj eins og þessi mun fljótlega dre>pa hnefa- leikana. Patterson fór inn i hring- inn dauð'hræddur — hann var svo hræddur ag hann reyndi ekki einu sinni að boxa. Og ef þeir mætast aftur i hringnum mun samj fclut- urinn ske“. Þetta aaigði hinn mikii meistari Tunney, og hann veit á reiðanlega hvað hamí syngur. TÍMINN, Iaugardaginn 29. sept. 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.