Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 9
ÍMlEllSÍlliiiiliaBBiÍK Fulltrúar á kjördæmisþinginu í Norðuriandskjördæmi vestra. Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra Framsóknarmenn í Norður- landskjördæmi vestra héldu kjördæmisþing sitt í Húnaveri hinn 2. sept. sl. Á þinginu mættu um 40 fulltrúar frá flokksfélögunum, formenn þeirra, alþingismenn flokks- ins í kjördæminu og nokkrir gestir. Forseti þingsins var kjðjinn Hermann Jónsson frá Yzta-Mói og þingritarar Konráð Gíslason frá Frostastöðum og Gunnar Sigurðs- son frá Hvammstanga. í upphafi gerði stjórnin grein fyr ir störfum sínum á liðnu starfsári og útgáfu Einherja, sem er mál- gagn Framsóknarmanna í kjör- dæminu. Urðu allmiklar umræður um starfsemi sambandsins og ríkti mikill áhugi og einhugur á þing- inu um að efla flokksstarfið' sem mest vegna væntanlegra kosninga. Alþingismennirniir Ólsfur Jó- hannesson, Björn Pálsson og Skúli Guðmundsson og Jón Kjartans- son varaþingmaður fluttu allir stutt erindi á þinginu, og fjölluðu um almenn stjórnmál, og sérmál- efni kjördæmisins. Miklar umræð- ur urðu síðan um þessi mál og var sérstaklega rætt um rafmagns mál og samgöngumál kjördæmis- ins, en máluih þessum er að mörgu leyti illa komið' í kjördæminu, og voru samþykktar ályktanir um þessi mál meðal annarra. Nokkrar skipulagsbreytingar voru gerðar á sambandinu, m. a. I var fjölgað í stjórn sambandsins og var bætt við 4 stjórnarmönn-' um sem skyldu vera frá félögum | ungra manna í kjördæminu. Enn ] fremur var blaðstjórn sambandsins endurskipulögð og ýmis nýbreytni tekin upp í sambandi>við fjármál sambandsins. Á þinginu var kosin nefnd til að ákveða framboð flokksins við næstu alþingiskosningar. í stjórn fyrir næsta ár voru kosnir: Guðmundur Jónasson, Ási, formaður, Jóhann Þorvaldsson, Siglufirði, ritari, Gústaf Halldórs- son, .Hvammstanga, gjaldkeri og meðstjórnendur Gutíormur Ósk- arsson, Sauðárkróki og Magnús fiíslason, Frostastöðum. Voru all- ir þessir >menn endurkjörnir. Enn fremur voru kosnir fyrir unga Framsóknarmenn þeir Gunnar Oddsson úr Skagafirði, Páll Pét- ursson úr A-Húnavatnssýslu, Bogi Sigurbjörnsson frá Siglufirði og Brynjólfur Sveinbergsson úr V- Húnavatríssýslu. í varastjórn voru kosnir Ólafur Syerrisson, A-Hún., Haukur Sig- urjónsson V-Hún., Níels Her- mannsson og Magnús Sigurjóns- son, Skagafirð'i og Guðmundur Jónasson, Siglufirði. Fyrir unga Framsóknarmenn voru kosnir Jón Óskarsson, Skagá- firði, Pétur Sigurðsson, A-Hún., Helgi Valdimarsson, V-Hún og Benedikt Sigurjónsson, Siglufirði. Nokkrar ályktanir þingsins: I. EFNAHAGSBANDALAGIO Aðalfundur Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norður'lands- kjördæmi vestra lýsir yfir ein- dregnu fylgi við þá stefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefur tek- ið varðandi afstöð'u íslands til F.fnahagsbandalagsins. Sérstak- lega telur fundurinn, að ekki komi til mála, að útlendingum verði "eitt neins konar réttindi til fiskveiða í landhelgi eða að ís- lendingar afsali sér ákvörðunar valdi um það, hverjir megi stofna ti1 atvinnurekstrar hér á landi Jafnframt vill fundurinn að gefnu tilefni taka. fram, að hann telur allar samningaviðræður um hugs- anleg tengsl við Efnahagsbandalag- ið ótímabærar og varhugaverðar á þessu stigi, og lítur svo á. að þjóð- aratkvæð'agreiðsla eigi að fará fvam áður en endanlegar ákvarð- anir eru teknar um þetta mikil- væga mál II. MÁL UNGA FÓLKSINS Þar sem ráðstafanir núverandi ríkisstjórnar á efnahags- og fjár- málum hafa aukið gífurlega kostn- að við stofnun heimila og atvinnu- rekstrar, telur fundurinn óhjá- kvæmilegt, að gerðar verði sér- stakar ráð'stafanir til lækkunar á byggingarkostnaði og til að gera fólki mögulegt að afla tækja til atvinnurekstrar, m. a. með lækk- un tolla og söluskatts. Er í því sambandi t. d. bent á natiðsyn þess, að aflétt verði þeim miklu og rang látu gjöldum. sem nú eru lögð á heimilisdráttarvélar og fleiri tæki, sem landbúnað'urinn getur ekki án verið. Þá telur fundurinn og brýna nauðsyn ber til þess, að frumbýlum gefist kostur á hag- kvæmum lánum til bústofns- og' vélakaupa. III. UM RAFORKUMÁL Fundurinn leggur áherzlu á, að haldið verði áfram framkvæmdum við rafvæðingu landsins. Á þessu ári verði lokið áætlunum um ný orkuver,' aðalorkuveitur og dreifi- línur um sveitir, er miðist við það, að öll heimili hafi fengið rafmagn (Framhald á 12. síðu). Kaupmannahöfn, 24.9. 1962. Þrátt fyrir kalt rigningas-umar er góð uppskera í Danmörku í haust. Uppskurðurinn dróst á lang inn, en mestum hluta kornsins var bjargað í hús nú í september, og þá var sólríkt og gott veður. Árangurinn er því vonum betri. Þetta hefur dregið nokkuð úr því öryggisleysi, sem gjaldeyrisvand- ræðin hafa orsakað, en síðustu verðhækkanir hafa aftur á móti valdið mikilli óánægju meðal verkafólks; hvert verkfallið hefur rekið annað, og gerðardómslög hafa aftur komizt til umræðu í þjóðþinginu. Það er enginn vafi, að ríkisstjórnin mun rata í marg- an vanda á því þingári, sem nú er að hefjast, pg það sem eflaust verður hvað erfiðast viðureignar, eru hinar stöðugu verðhækkanir og launakröfur, sem fylgja í kjölfar- Erik Erik-;en ið. Verðbólgan segir nú ekki að- eins til sín í Danmörku, heldur í allri Vestur-Evrópu. Flest lönd: in í Markaðsbandalaginu hafa gert rá.ðstafanir gegn verðbólgu eða áætlanir til þess. Það er því mjög þýðingarmikið, að þær stöðvunar- aðg«rðir, sem nýlega hafa verið gerðar í Danmörku, komi sem jafn ast niður á öllum stéttum svo byrð arnar verði ekki allt of þungar á- þeim lægst launuðu, sem þá ó- hjákvæmilega bera fram kröfur sem erfitt yrði að neita að koma á móts við. Flestir stjórnmála- menn viðurkenna nú, að þeir lægst launuðu séu svo aðþrengd- ir, að ekki sé vert að þjárma meira að þeim. Þetta kom greinilega fram í fyrstu ræðu Jens Otto Krag, .eftir að hann tók við forsætisráðherra embætti, en ræðan var haldin á verklýðsmálaþingi. Hann varaði þó félagssamtökin við andófi og gaf hálft í hvoru lpforð um að sett yrðu lög til að koma í veg fyrir hækkun á álagningu. Hann sagði enn fremur, að hvorki sölu skattar eða sveiflur í landbúnað- armálum ættu að hafa í för með sér aukna tekjumöguleika með hækkun álagningar. Form. Bændaflokksins (Venstre) Erik Eriksen, fyrrum forsætisrá?5 herra, hélt ræðu á landsfundi flokksins á dögunum og lýsti þar samúð sinni með þeim lægst laun uðu. En hann lauk ræðu sinni með því að segja, að ríkisstjórnin þreytti prófraun sína við samn- ingagerðirnar. Ef ekki verður far ið yfir mörkin er tæplega neitt því til fyrirstöðu, að ríkisstjórnin fái setið kjörtímabilið út. Verði hins vegar farið yfir hin efnahags legu takmörk, eða ef ríkisstjórn- in snýr sér aftur að samkomu- lagsstefnunni, þá eru dagar henn ar vissulega taldir. Að síðustu skal minnzt á eftir- i tektarverð ummæli Erik Eriksen um markaðsvandamálin. Hann sagði, að ríkisstjórnin hefði ekki farið að vilja Bændaflokksins í þeim efnum, en flokkurinn hefði beygt sig fyrir meirihlutanum í þessu tilliti. Stjórnin hefur í raun inni kosið að meta sjálfstæðj Dan merkur til samningagerðar með því að fara einvörðungu eftir á- kvörðunum Breta. Samveldisráð- stefnan hefur í för með sér, að enn meiri ástæða er til að við- hafa aðgæzlu á þessu stigi máls- ins. Eg- er sannfærður um, að af- staða ríkisstjórnarinnar er ekki sú heillavænlegasta fyrir landið. Hér ætti fremur við að taka sér- staka aðstöðu Danrijerkur til at- hugunar en að skjóta sér undan ákvörðunum, sagði Erik' Eriksen að lokum. — Geir Aðils. Jens Otto Kragh ,TÍMINN. laugardarinn 23. sept. 1962 ;l)i > ¦¦ $&$$# ^íJítótóiM^^ \S i^ 'H1 ;< *':'' ¦•' *•;^ i0fcitö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.