Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 12
f Veftvangurinr Framhald af 8. síðu. næsta vor vænti ég, að FUF-fé- lagar muni taka jafn virkan þá.tt í undirbúningsstarfinu og ekki síður en síðastliðið vor, enda von umst við eftir ekki lakari ár- angri en þá. Eg vil hvetja alla félaga til þess að taka þátt i starf inu, hvern eftir beztu getu, því þá verður árangur aðeins góður, að allir ungir og gamlir, leggist á, eitt samtaka um að vinna að glæstum sigri Framsóknarflokks- ins. Ég þakka Kristjáni ánægjuleg- ar og fróðlegar upplýsingar um starfsemi FUF á Akureyri. Meðan við Kristján ræddumst við komu fleiri stjórnarmenn FUF á vettvang, þeir Ingólfur Þormóðs son, Pá.11 H. Jónsson, og Ævar Ólafsson, einnig Ingvar Gíslason, alþingismaður, skrifstofustjóri Framsóknarflokksins á Akureyri. Var settur stjórnarfundur, þar sem við In.gvar vorum viðstadd- ir. Rætt var m.a. um félagsstarf- ið á komandi vetri og helztu þætti „þess, sem bæri að efla; um 9. þing SUF í Borgarnesi 2.—4. nóv. n.k. og gildi þess að senda sem fiesta fulltrúa á þingið, helzt eins marga og lög sambandsins leyfðu. Einnig var ákveðið að halda aðal- fund félagsins 9. okt. kl. 20.30. Það er mjög ánægjulegt að hitta fyrir jafn áhugasama og starfs- glaða unga menn og FUF-félaga á Akureyri og við óskum þeim bezta gengis á komandi starfs- ári. H.G. tfí«8vaita:ur tekur nýtt stórstökk að segja aðeins: „VIÐREISNIN HEFUR TF,KIZT“. Meira þarf ekki um það að ræða. í gær hljóðar málsgreinin á þessa lund í leið- ara: .Aleginatriðið er, ag öllum er nú Ijóst, að viðreisnin hef- ur tekizt, og fórnirnar hafa verið minni en stjórnarflokk- arnir boðuðu í Uipphafi“. Skyldi nú öllum vera þetta stjórnarflokkamir, að vísitalan ljóst? Hvernig var það, boðuðn hækkíaði me'ira en 64 stig? 2, sföan En Guisan hershöfðingi var á annarri skoðun og þann 25. júlí 1940 kallaði hann saman á her- stefnu alla herforingja sína við Riitli þar sem svissneskir bænd- ur höfðu sjö öldum fyrr lagt grundvöll að sambandsríkinu og þar var varnaráætlunin lögð fyr- ir þá. Guisan ákvað að landsvæðið fyrir norðan Alpana skyldi eft- irlátið óvinunum ef þeir gerðu innrás en öll áherzla lögð á að verjast úr Ölpunum, þar sem að- staða var ákjósanleg. Samtímis voru þjóðinni flutt eftirfarandi boð: — Treystið .kki þeim sem fyr- 'ir óvizku sakir eða illmennsku sá efasemdum í hugi fólksins og i sljóvga hugdirfð þess. Eflið | trúna á þjóðlegan rétt vorn og | mátt vorn til að verja land vort þegar hver þegn er hertur í eldi ] viljans Hugmyndin um hinar víðtæku varnir í Ölpunum varð til þess að þjóðin st.óð einhuga um her- in. Guisan skipulagði varnir af mikilli þrautseigju og útsjónar- semi, lét sprengja inn í fjöllin vígi og virki, skotfærageymslur og jafnvel flugvelli. Virkin kost uðu 500 milljónir svissneskra franka. Það var dýrt en borgaði sig þegar íandið var síðar um- kringt af óvinaliði á alla vegu. Hitler aerðist og heimtaði að lagt yrði til atlögu við Guisan en þýzku bershöfðingjarnir lögð ust eindregið gegn því að ráðast inn í Sviss. Það mundi verða of dýrkeyptur sigur, þeir sáu fram á gífurlegt manntjón og eigna að ráðast gegn fjalla- virkjunum. Án þess að hleypa af skoti hafði Guisan slegið vopnin úr höndum Þjóðverja. Hitler vék aldrei frá þeirri ákvörðun sinni að ráðast inn í Sviss og þó kom- ið væri fram í marz 1943 fékk Guisan viðvörun um að innrás væri á næstu grösum. Fyrirliði hennar átti að vera Dietl, sá sem hafði tekið Narvik. En Guisan tók af öll tvímæli um að Sviss- lendingar myndu berjast til síð- asta manns — og nú gat hann þar að auki bent á hin óvinnandi fjallavígi til frekari huggunar. Og Þjóðverjar töldu ekki ráðlegt að hætta sér í þá tvísýnu baráttu. Njósnastarfsemin Jafnframt því sem varnarkerfi landsins var sífellt á verði og vann sigur án orrustu, var stöð- ugt unnið að njósnum. Masson of ursti og 10 menn hans unnu af kappi og gátu þegar í stríðsbyrj- un sýnt árangur af starfi sínu. Masson tókst að leggja leyni- þræði inn í innsta hring þýzku herforingjaklíkunnar og gat þeg ar þann 30. marz 1940 tilkynnt London að fyr'ir dyrum stæði inn rás Þjóðverja í Danmörku og Noreg. Hermálaráðuneytið skeytti þó engu þessum upplýs- ingum vegna þess að brezka leyniþjónustan í Stokkhólmi þóttist vita betur. Svissneska leyniþjónustan gat sér brátt orðstír og árið 1942 kom yfirmaður amerísku leyni- þjónustunnar, Allen Dullcs, til Sviss og setti þar upp skrifstofu. Svisslendingar létu bandamönn- um í té ómetanlegar upplýsingar og störfuðu með þeim bak við tjöldin til að skerða ekki hlut- leysisstefnu landsins. í stríðslok var Guisan hershöfð ingi einn þeirra fyrstu sem send- ur var heim þegar herinn var leystur upp Það var þó ekki vegna þess að stjórnin væri ó- ánægð með starf hans, þvert á móti — það var ekkert lengur fyrir hann að gera. Sextug: Brynhildur Jósefsdóttir PCjördæmisþing (Framhald at 9 síðu.) fyrir árslok 1968. Rafmagnsþörf sveitaheimila verði fullnægt með samveitum að svo miklu leyti sem mögulegt er, en aðstoð veitt til að koma upp einkastöðvum fyrir þau heimili, sem eru svo mjög af- skekkt,; að ekki þykir fært að leggja raflínur til þeiria, og sé að- stoðin ákveðin með hliðsjón af þeim opinbera stuðningi, sem heimilin á samveitusvæðunum njóta. Ríkisframlög til raforku- sjóðs og nýrra raforkufarm- kvæmda séu aukin en þau eru minni nú, en fyrir 4 árum, þrátt fyrir aukinn framkvæmdakostnað. Þá telur fundurinn rétt, að orka frá rafveitum ríkisins verði seld sama verði um land allt. Fundurinn bendir á, að æski- legt sé, að fyrsta stórvirkjun fall- vatna hér á landi með stóriðju fyrir augum verði staðsett á Norð- urlandi, meðal annars til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. IV. SAMGÖN GUMÁL * Þar sem fjárveitingar til sam- göngubóta eru nú langtum minni hluti af ríkistekjunum en áður var, en framkvæmdaþörfin sívaxandi, skorar fundurinn á þingmenn kjör dæmisins að beita sér fyrir því á Alþingi, að fjárframlög til vega- og brúargerða verði aukin mjög veiulega þegar á næsta ári. Þá leggur fundurinn sérstaklega áherzlu á, að frumvarp til laga um lantöku vegna Siglufjarðarvegar ytri (Strákavegar sem flutt var á síðasta þingi sbr þingskjai 548, verði samþykkt á næsta Alþingi. VERÐLAGSMÁL LANDBÚNAÐARINS Fundurinn leggur áherzlu á, að, Brynhildur Jósefsdóttir, sem nú er kennari við Breiðagerðis- skólann í Reykjavík, varð sextug 3. september síðast * liðinn. Satt bezt að segja ætlaði ég tæpast að trúa as svo gæti verið, fyrr en ég sá öll sönnunargögn þar að lút- andi, Frú Brynhildur ber enn með sér svo augljósan þrótt og fersk- leik æskunnar, að fágætt er. En þegar viðhorf manna og breytni mótast fyrst og fremst af kærleika til náungans og fórnfúsu starfi í þágu göfugra hugsjóna, er sem kerling Elli komist hvergi nærri og æskan ráði sífellt ríkjum. Frú Brynhildur er f hópi þeirra til- tölulega fáu, sem hlotnast slík hamingja. Brynhildur er fædd að Látrum í Aðalvík, dóttir Jósefs bónda á Atlastöðum í Fljóti, N-ísafjarðar- sýslu, Hermannssonar bónda þar, Guðmundssonar, og Pálínu Ástríð- ar Hannesdóttur bónda á Látrum, Sigurðssonar. Ag loknu barnaskólanámi stund- aði frú Brynhildur nám í Ungl- ingaskóla ísafjarðar, en fór síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi vorið 1925. Næstu fimm árin kenndi frú Brynhildur við barnaskólann á Látrum í Aðalvík, og síðar kenndi hún nokkur ár í Þingeyrarskóla- hverfi, Dýrafirði, og í Reykja- og Tjörneshreppi, S-Þing. En haust- ið 1945 varð hún kennari við Barnaskóla Húsavíkur og starfaði við verðlagningu landbúnaðaraf- urða í haust verði teknar til greina tillögur fulltrúa bænda í sex manna nefndimni frá 1961, að beim hækkunum viðbættum, sem crðið hafa á rekstrarkostnaði land búnaðarins síðan verðlagning fór síðast fram. Fáist ekki réttmæiar leiðrétt- ingar á verðinu telur fundurinn ó- lijákvæmilegt, að lögin um fram- leiðsluráð o. fl. verði endurskoðuð með það fyrir augum að tryggja rétt bænda betur en nú er gert. VI. SKATTAMÁL BÆNDA Fundurinn skorar á næsta Al- þingi að fella niður þann aukaskatt á bændur, sem á þá var lagður með lögum um stofnlánadeild landbúnaðarins á síðasta þingi, ! sem hann er bæði ranglátur og ó- þarfur, og einnig verði felldur nið i-ur sá viðbótarsöluskattur á land- búnaðarafurðir, sem ákveðinn er i sömu lögum. VII. fHAFNARMÁL (félagsmálanefnd) Aðalfundur Kjördæmissambands Framsóknaimanna í Norðurlands- kjördæmi vestra 1962 telur að mjög skorti á, að hafnarmál kjör- dæmisins séu enn komin í æski- legt horf, og er ljóst hverju tjóni það veldur íbúum viðkomandi byggðarlaga. Telur fundurinn eðli legt, að sett verði ný löggjöf um liafnir og hafnarbótasjóð og legg- ur ríka áherzlu á, að sjóðnum verði séð fyrir nægu fjármagni til nauðsynlegra hafnarframkvæmda m. a. með því að útvega honum erlent lánsfé Fundurinn telur einnig fullkomlega athugandi, að hafnarbótasjóður hafi sjálfur með höndum lánveitingar lil hafnar- íramkvæmda. þar samfleytt í 11 ár af þeim tuttugu, sem ég var þar skóla- stjóri. Þegar frú Brynhildur var ráðin að barnaskólanum f Húsavík, [ þekktumst við ekki neitt. Eg vissi aðeins, ag hún hafði kennt eitt- hvað áður og að hún var húsfreyja á fjölmennu heimili, móðir sjö barna, þar af sex heima og öll í æsku. Það var engan veginn laust við, ag ég hefði áhyggjur út af þessari ráðningu. Mundi þessi annríka húsmóðir, kennslu- konan nýja, hafa nokkurn tíma til að sinna skólanum, eins og skylt var? Eitthvag á þessa leið mun ég oft hafa hugsað fyrstu dagana eftir ráðningu hennar. En ég þurfti ekki lengi að vera í miklum vafa. Frú Brynhildur hafði aðeins starfað við skólann stuttan tíma, er mér varg ljóst, að hún var óvenjú fjölhæfur kennari og hafði til að bera flesta þá kosti sem kennara mega bezt prýða. Það var { rauninni alveg sama, hvað frú Brynhildur var beðin fyrir, hún leysti öll sín fjölþættu skóla- störf einkar vel af hendi, og sumt óvenju vel. Með öruggri og elsku legri framkomu náði hún huga nemenda sinna, og átti það að sjálfsögðu mikilsverðan þátt í ágætum árangri hennar í skólah- um. Alla þessa kosti kunni ég vel að meta, en þó er einn ótalinn, sem lengst mun lifa í huga minum frá samveruárum okkar: Þag er trúmennskan og skylduræknrn, sem ejnkenndi allt skólastarf liennar. Eg hef fyrr drepið á það, ag frú Brynhildur hafði ærnu starfi að gegna sem húsmóðir, og mundi mörgum hafa reynz'. nóg að sinna þvf einu saman. En aldrei stóð þannig á fyrir henni, ag hún væri ekki ávallt til taks og boðin og búin til starfa, ef skólinn þurfti á að halda. Þjónustan við ,hann skyldi sitja fyrir öllu. Þær voru því venjulega ekki fáar aukastund irnar hennar í viku hverri, Sem aldrei var krafizt launa fyrir, auka stundirnar við að hjálpa seinfær- um börnum, við handavinnu telpn anna eða vig féiagsstörfin í stúk- unni okkar, sem oft voru mikil. Allt var þetta unnið af þeirri fórn fýsi og hjartahlýju, sem einkenn- ir starf hugsjónamannsins. Og það eru einmitt þessir eiginleikar, sem mikilsverðastir eru í samlífi manna og mást aldrei úr safni minninganna, þótt annað hverfi í skuggann. Á þessum merku tímamótum í lífi frú Brynhildar sendi ég henni hjartanlegar hamingjuóskir og þakkir fyrir okkar langa og ánægjulega samstarf á liðnum ár- um. Jafnframt sendi ég henni og ágætri fjölskyldu hennar innileg- ar þakkir fyrir margar og ógleym anlegar samverustundir á heimili þeirra, og óska þeim öllum langra og farsælla lífdaga. S'igurður Gunnarsson. Kennsla Enska, þýzka, franska, sænska, danska, bókfærsla og reikningur. Harry Vilhelmsson Haðarstíg 22 Sími 18128 Börn óskast til að bera Tímann út i eftirtalin liverí'i frá 1. okt. Vogar Fornhagi Grímsstaðaholt Múlakampur Barónsstígur Langholtsvegur T í M I N N afgreiðsla Bankastræti 7 sími 12323 Bíóskálinn Selfossi . ! i ' Framreiðslustúlka óskast. Upplýsingar í Bíóskál- anum Selfossi eða Skíðaskálanum Hveradölum. LISTMUNAUPPBOÐIN FARA AÐ HEFJAST. — Seljum: Málverk, kjörbækur og allskonar listmuni. ListmunauppboS Sigurðar Benediktssonar, Aust- urstræti 12 — Sími 1-37-15. TIMINN, laugardaginu 29. sept. 1962 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.