Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.09.1962, Blaðsíða 15
Hemlarnir hiluðu BÓ-Reykiavík, 28. sept. KLUKKAN 13,30 í dag varð 5 ára drengur, Ingólfur Guðmunds- son, Alfheimum 30, fyrir bifreið wióts við sambýlishúsið Álfheimar 32—36. Bifreiðin var á suðurleið. Ökumaður sá drenginn hlaupa austur yfir götuna og snarbeitti hemlunum til að forðast ákeyrslu, en um leið biluðu hemlarnir og drengurinn varð fyrir miðjum framenda bílsins, sem rann yfir hann. Drengurinn var fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan á Lands spítalann. Meiðsli hans eru ekki fullrannsökuð, en hann hafði skor izt á höfði. Um kl. 16 var lögregla og sjúkra lið kvatt í kexverksmiðjuna Esju, en þar hafði starfsstúlka farið með hönd undir kex-stans og meiðst verulega. Little Rock - mál (Franihald af 3. síðu) virða lög landsins, en hann mætti ekki. Barnett og aðrir opinberir starfsmenn í Mississippi hafa síð- ustu vikurnar neitað að taka James Meredith inn í Ríkisháskól- ann, en það er algeilega á móti landslögum, því að hvítir menn og svartir eiga ag hafa jafnrétti í Bandaríkjunum. Lögregla fylkisins hefur haldið vörð um háskólann til þess áð koma í veg fyrir að Meredith fái aðgang að skólanum, en í dag var allt liðið farið á brott, því að álit- ið var, að fylkisstjórinn og dóms- málaráherrann hefðu komið sér saman um, að ekkert yrði gert í málinu fyrr en eftir helgina. Er sagt, að þeir hafi ræðzt við þrisv- ar símlei.ðis í gærkveldi. Hundrað manna fiokkur úr bandaríska hernum hefur farið í kröfugöngu til þess að "sýna, a3 þeir styðji ríkislögregluna, serri kölluð hefur verið til rfkisins til þess að skakka leikinn, ef til átaka kemur út af MeredItnT"°"Eirinig verða sendir hermenn á staðinn á sama hátt og gert y,ar í Little Rock í Arkansas árið 1957 og 1958, ef það verður talið nauðsyn legt. Anna Borg Framhald af 16. síðu. — Ég man ekki eftir, að það hafi komið fyrir eftir að hann er búinn að ná fullu valdi á hlutverkinu. En meðan það er enn í mótun, þá hefir stund- um ekki verið laust við, að hann sé ekki alveg eins og hann á að sér. T. d. man ég eftir því, meðan ehn stóðu yfir æf- ingar á „Orðinu" eftir Munk. Og meðan hann var að ná tök- um á hlutverkinu í Andbýling- unum, 'pá var hann oft svo ofsa- glaður, fór a« skellihlæja, þeg- ar minnst vonir varði. — Áttuð þér ekki í erfiðleik- jim meg dönskuna, fyrst eftir að þér komuð til Hafnar? — Það var feikilega leiðin- legt fyrst í stað, svaraði frú Anna. Mér fannst allt vera svo Öfugt og snúið og ég botnaði ekkert í þessum Dönum. Ég hélt ég gæti aldrei lært dönsk- una. Eiginlega var ég eins og mállaus í ein tvö ár. Svo gleymi ég því hins vegar ekki, að eft- ir að við Paul giftumst, þá kom Geir bróðir til Hafnar og átti heima hjá okkur á meðan hann var þar við nám. Þá sagði mað- urinn minn,, að við yrðum skil- yrðislaust að tala saman á dönsku, svo að Geir lærði mál- ið. Og mikið skelfing fannst mér það afkáranlegt að tala dönsku við bróður minn. Nú grípur Poul Reumert fram í og segist hafa orð margra mætra Dana fyrir því, Náttúrufræoldeild Framhald af 1. síðu. deild væri alveg tilvalin fyrir þá, sem hafa ákvéðið að leggja fyrir sig náttúruvísindi eða t.d. læknis- fræði. Um kennslufyrirkomulag í slíkri deild get ég nú ekki ná- kvæmlega sagt að sinni, en þar yrði auðvitað lögð meiri áheizla á náttúrufræði, þar yrði t.d. minni latína en í máladeild og minni stærðfræð'i en í stærðfræðideild, en eðlisfræði og efnafræði mundu skipa allháan sess, og lifandi mál- in mundu trúlega fá sömu af- greiðslu og i hinum deildunum. Eg tel engan vafa á því, að margir menntamenn mundu fagna til- komu slík-ar deildar. Rann út af spori NTB—Feneyjum, 28. sept. Lest rann af sporinu seint í kvöld á Santa Luria stöðinni í Fen eyjum og steyptist inn í biðskýli með þeim afleiðingum að margir menn fórust og enn fleiri slösuð- ust. Þegar lestin rann af sporinu fór hún eina veltu á járnbrautar- svæðinu og - steyptist síðan inn í biðskýlið, þar sem margt manna var. Lestin var full af fólki. Stférnlaust skip Framhald af 1. siðu. ekkert var til að stýra annað en hringirnir. Jökulfellið sneri svo við og kom til móts við bát- inn, sem veltist stjórnlaus í haf rótinu. Línu var skotið á milli; skipverjar á Pétri náðu henni við fyrstu tilrauh, og drógu svo taugina að sér. Keðjan hafði slitnað, en eftir þetta var dráttartaugin ein notuð. Klukk an var milli 10 og 11, er keðjan slitnaði, og það tók hátt á aðra klukkustund að festa taugina aftur. Áttin var suðaustan, á eft ir skipunum, og gaf því minna á en ella meðan verið Var að ganga frá þessu. Eftir það gekk ferðin að óskum og betur en á horfðist, sagði skipstjórinn, því veðurhæð var allmikil, 8—9 vindstig út af Grindavík. Við Reykjanes var vindur að- eins hægari, en þar var hættu- legasti áfangi leið'arinnar, þar sem farið er nærri landi. — Það hefði orðið erfitt, ef taug- in hefði slitnað við Reykjanes, sagði Ólafur skipstjóri. En hún hélt og kl. rúmlega 10 um kvöld iff var lagzt á ytri höfnina í Reykjavík. Engin meiddist við þetta brask, o.g engin skakkaföll urðu á bátnum nema hvað akkerið tapaðist í fyrra skiptið, þegar millihlekkurinn slitnaði. Jökulfellið var tólf tímum lengur austan frá Hornafirði en venjulega; þar af fóru tveir til þrír tímar í að ná saman og tengja. Ólafur skipstjóri sagði, að skipstjórinn á Jökulfellinu hefði sýnt mikla lagni við að koma taugunum á milli. Pétur Ingjaldsson er 100 lesta bátur, gerður út af Ingj- aldi h.f., en það eru Hafsteinn Gíslason og fleiri. Báturinn fer í slipp hér í Reykjavík. IVIINNING: Gísli Þóröarson bóndi, Ölkeldu í dag er til moldar borinn sveitarhöfðinginn Gísli Þórðarson, bóndi á Ölkeldu í Staðarsveit, er lézt af hjartabilun 20. þ.m. Gísli var fæddur 12. júlí 1886 að Lukku, smábýli sem var skammt frá Ytri-Tungu, en er nú löngu komið í eyði. Foreldrar hans voru Þórður Gíslason, sem lengst bjó á Háa- garði í Staðarsveit, ættaður úr Borgarfirði og seinni kona hans Ólöf Jónsdóttir, Staðsveitingur að ætt. Þórð'ur faðir Gísla átti 14 böin með fyrri konu sinni, dreifðust þau víða um land og eru nú öll látin, en með seinni konu sinni Ólöfu átti hann þrjú börn — þau voru Guðrún, sem er látin, Gísli og Fríða, kona Ólafs Bergmanns, forstjóra Leifturs h.f. og er hún nú ein þeirra systkina á lífi. Gísli var ungur, þegar hann missti föð'ur sinn. Dreifðist þá systkinahópurinn í ýmsar áttir. Gísli dvaldist á ýmsum stöðum, oftast mun hann þó hafa verið' með móður sinni, sem var frábær- lega dugleg til allra verka og barð ist áfram með barnahópinn án þess að þiggja nokkra hjálp frá s:amfélaginu. Þá var það metnaður fólks að þurfa ekki að þiggia að'- stoð annara, þó nú þyki slíkt sjálf sagt og ekki umtalsvert og það jafnt af ííkum sem fátækum. Einn þeirra staða, sem Gísli dvaldi á æskuár sín var á Staða- stað hjá sr. Vilhjálmi Briem og konu hans. Ræddi Gísli oft um, hve gott hefði verið þar að dvelja. Vorið sem Gísli varð 17 ára fór hann aS búa með móður sinni á Öl- keldu. Var þetta því 60. búskap- arár hans þar. Þá var Ölkelda eitt mesta kot- býli, alveg að kalla húsalaust og túnið aðeins þúfnakragi um bæj- arhólinn. En Gísli var framsýnn. Sá hvað gera mátti til bóta fyrir jörðina. Var bjartsýnn og framtakssamur og lagði ótrauður í þá þolraun að bylta öllu um og bæta jörðina. Fyrstu -búskaparárin öll stund- dði hann sjó jafnhliða búskapnum. Var hann lengi með Skúla Skúla- syni skipstjóra i Fagurey, miklum sægarpi og aflamanni. Lærði Gísli mikið af honum í sjómennsku en fór síðan í Stýrimannaskólann ár- að konan hans tali einhverja þá beztu dönsku, sem heyrist á leiksviði í Höfn. Frú Anna Borg hefur að mestu fen.gizt við leikstjórn í Konunglega leikhúsinu hin síð- ari ár, setur næst á svið óper- una Rigoletto á næstunni, og seinna í vetur leikur hún sjálf hlutverk í leikriti eftir Öhlens- chlæger. Þau hjónin halda til Hafnar. á þriðjudag, þar sem leiksviðið bíður eftir þeim. Stela ryðguðum ísskáp BÓ—Reykjavík, 28. sept. í nótt var biotizt inn í skúr í Tívolígarðirium og stolið þar göml um og hnallþungum Rafhaísskáp. Þeir sem kynnu að verða varir við gripinn, skulu þekkja hann af því, að hann er með ryðblettum að ofan. Þarna hafa minnst tveir menn með bíl verið að verki. Skotmenn Fimahald af 16. síðu rannsókn hafa farið fram á hans vegum enn þá. Hins vegar mun lögreglan á Akureyri eitt- hvaS hafa haldið uppi spurnum í málinu, aðallega meðal bif- reiðastjóra: en árangurslaust til þessa. Gísli Ólafsson, yfirlög regluþjónn á Akureyri, sagði blaðinu í dag, a'ð' hann væri þá nýbúinn að ræða við hús- bændur og hefði hann þá ráð- lagt þeim að snúa sér til sýslu- mannsins á Húsavík. ið 1913 og fékk skipstjórnarrétt- indi. Eftir það var hann oft skipstjóri Um lengri og skemmri tíma og var m.a. skipstjóri á skútum Ásgeirs- verzlunar á ísafirði á handfæra- veiðum og þótti mikill aflamaður. Enn fremur var hann nokkra vet- ur fiskiskipstjóri á brezkum tog- urum við ísland. Við þá vinnu kynntist hann útlendum mönnum, nam tungu þeirra, svo hann gat rætt við þá um alla hluti og ferð- pðist um land þeirra. Þetta, ásamt meðfæddum gáf- um Gísla varð honum drjúgt til þroska og gaf honum víðsýni og þekkingu umfram ýmsa samtíðar- menn í bændastétt . Allt það fé, sem Gísli þénaði á sjó, flutti hann heim að Ölkeldu og lagði í umbætur á jorð sinni pllt er hann gat. Er Ölkelda fyrir lcngu orðið eitt af mestu höfuð- bólum þessa héraðs og fyrir nokkru orðin að tveim góðum tújörðum. Hinn 27. marz 1915 gekk Gísli að eiga Vilborgu Kristjánsdóttur frá Hjarðarfelli. Tók unga konan strax við búsforráðum af móður Gísla, sem alla ævi dvaldist með þeim á Ölkeldu, og efldist nú bú- skapur þeirra hr'öðum skrefum, þrátt fyrir erfitt árferði. Bæði voru þau hjón með afbrigðuth dugleg til verka og samhent- svo af bar. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, og eru þau lík foreldrum að dugnaði og manndómi. Gísli varð, sem vonlegt er, að taka að sér mörg þjónustustörf fyrir sveit sína. Var hann um mörg ár oddviti hreppsnefndar, sýslunefndarmaður fjölda ára — umboðsmaður Brunabótafélags ís- lands, og átti sæti I ótal nefndum I öðrum, og yrði of langt mál að telja það allt upp. Gísli var málsnjall maður og fylginn sér á fundum og lét ó- gjarnan hlut sinn, þótt við öfluga andstæðinga væri að eiga. Og hann var líka glaður ok skemmt- inn í vinahópi, kunni frá mörgu að segja og sagði svo skemmtilega frá, að unun var á að hlýða. Á Ölkeldu er ein af fáum öl- keldum á íslandi. Það náttúrufyr- 'rbæri fýsir marga að sjá og reyna ölið. Af þeim sökum, svo og fyrir frábæra gestrisni Ölkelduhjóna, hefur oft verið gestkvæmt á Öl- keldu. Oft hef ur tíminn liðið fljótt við glaðværar samræður bóndans og gestanna og góðar veitingar húsfreyju. Þeir verða því margir, sem senda hlýjar kveðjur og þakkir heim að Ölkeldu í dag. Gísli var heiðraður fyrir for- ystu í búnaðar- og félagsmálum, með riddarakrossi Fálkaorðunnar, á 75 ára afmælinu s.l. ár. Gísli var mikill eljumaður til vinnu og naut tiltölulega góðrar heilsu til hins síðasta. Var hann ótrauður að brjóta nýjar leiðir í búskapnum og taka tæknina til vinnuléttis. Marga stund þjónaði hann samfélaginu og greiddi götu margra manna. Eitthvert harðinda ár, líklega 1920, var hann sendur til Reykjavíkur, þegar allar land- leiðir voru ófærar til aðdrátta, og sótti skip hlaðið vöram fyrir Tangsverzlun, sem hafði útibú í Skógarnesi. Tókst þessi ferð giftu- samlega og bjargaði frá skorti. Ungur vígðist Gísli hugsjón alda mótakynslóðarinnar, þeirri að bæta landið og þjóðfélagið, og hann lagði þeirri baráttu þjóðar- innar að skila eftirkomendunum betra þjóðfélagi og bjartari fram- tíð, drjúgt lið. Og hann naut þeirr- ar gléði á efri árum ag sjá börn sín skipa sér í sömu sveit — sveit framsóknarmanna samtímans. Gísli trúði á gróðurmátt íslenzkr ar moldar og varð aS þeirri trú sinni. Hún skilaði honum mikluni arði og ómældri gleði af því að sjá þúsund strá vaxa þar sem eitt óx áður. f dag leggst hann til hinztu hvíldar í móðurmoldina. Öll sveitin blessar minningu síns vaska sonar. Eftirlifandi eiginkonu hans, Vtt borgu frænku, votta ég innilega samúð svo og börnum þeirra. Gunnar Guðbjartsson; Tíminn flutti þá fregn, 22. þ.m., að látinn væri Gísli j>órðarson bóndi á Ölkeldu á Snæfellsnesi. Þ6 að fregnin snerti mig Ibeldur illa, vissi ég að Gísli varnokkuð aldraður maður og lúinn eftir kappsfulla vinnu allaÆVi<lginikil afköst. Jafnframfcfairnsbaneimjóg notalegt að hafa Iþékkti «g kynnzt þessum ágæta, ræðnaogjskemmti- lega manni. Þeir mumi fáirv sem gleymt hafa Ölkeiduhelmilintt eft- ir að hafa boriB þapflS garði. Eg átti dálítið ér'ndi vifj gnæfellinga eitt sinn og Kon þa oft að Öl- keldu. Móttökur voru þannig aft þær gleymast ekki. Gísli bónrií. Vilborg húsfreyja og börnin, voru öll svo einkar skemmtileg í við- móti, full af áhuga, ákveðin var stefnan og hugsunarháttur allur og beindist að menningu og fram- kvæmdum, ekki einungis heima fyrlr og í sveitinni; heldur einnig aS hollri þjóðmálastefnu, sem byggja skyldi upp framsýni og framfara þjóðlíf Heimilið -'ar bráðmyndarlegt, húsið gott á þess tíma mælikvarð'a og húsfreyjan hélt öllu í röð og reglu af mikilli fyrirmynd. At- bygli vakti þaP hve systkinin voru björt yfirlitum o? sviphrein. Heim ilisfólkið var allmargt og sjaldan mun hafa verið gestlaust á Öl- keldu. Eg veitti því athygli, að ná- grannar vortt bar oft á ferð, þeir þurftu að finna húsbóndann að máli. Kunnusi var mér um það, að menn bessir voru að leita ráða tii hans ng fyrt'-greiðslu um eitt ^e annað Ra fékk stundum aS tska þátt í bess háttar spjalli oj fannqt mér nikið til um hyggindt Gísla. Þanttig var í stórum drátt- um yfirbragð íjölskyldunnar á Öl- keldu. Framanritað gerð'i Ölkeldu- heimilið mér ógleymanlegt. Eg þakka því af alhug kynnin, minn- ist hins látna vinar með mikilli virðingu og sendi fjölskvldu hans kærar kvefíhtT og votta henni ein- læga samúð. ! jarni Bjarnason. TÍMINN, laugardaginn 29. sept. 1962 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.