Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 2
Neslort Mandela er fæddur fyrir 44 árum, sonur höfS- ingjans yfir Tembu-ættkvísl- inni, stærsta þjóðarbrotinu í Transeki í suðausturhluta Suður-Afríku. Hann var ung- ur er faðir hans andaðist og var alinn upp sem eftirmað- ur föður síns, ungur prins. En þegar á námsárum sínum strengdi hann þess heit að ríkja aldrei yfir kúgaðri þjóð og hafnaði heiðrinum. Þessi ákvörðun jafngilti stríðs- yfirlýsingu, ekki aðeins gagnvart kúgurunum heldur engu að síð- ur gagnvart lögum og siðum ætt- bálks'ins og margir þegnar Man- delas litu a hann sem svikara og landráðamann. Hann varð að flýja — fyrst til gullnámanna i Jóhannesarborg, síðar leyndist hann meðal blökkumanna í fá- tækrahverfum ýmissa stórborga. Hann var flóttamaður í tvennum ,skilnin$ og það reyndist honum hollur pólitískur skóli. Bylting- arsinnar Suður-Afríku verða að berjast á tvennum vigstöðvum, gegn hinum hvítu kúgurum lands ins og einnig gegn íhaldssömum erfðavenjum ættbálkana svörtu. Frelsishreyfing blökkumanna er auk þess klofin í tvær fylkingar, önnur hlítir forsjá friðarpostul- ans Luthuli sem hcfur óvirka andstöðu á stefnuskrá sinni, hin krefst blóðugrar byltingar og krefst auga fyrir auga, prédikar hatur á hvíta manninum í stað haturs á biökkumanninum. For- ystumaður hinna siðasttöldu er Sobukwe og hann hefur átalið Luthuli harðlega fyrir máttvana afstöðu hans. Það' var flokkur Sobukwes sem skipulagði mót- mælaaðgerðirnar í Sharpeville ár ið 1959 er'leiddi til þess að 70 blökkumenn voru stráfelldir í vélbyssuskothríð og hundruð særðust. Mandela fylgdi í fyrstu stefnu Sobukwes og þótti honum Luthuli ekki nógu harður af sér í baráttunni. Yfirgaf heimili og starf Ógnarstjórn og grimmdaræði Verwoerds, sérstaklega síðustu mánuðina, hefur orðið til þess að sameina þessar tvær fylking- ar einkum þar sem báðar hafa verið bannaðar. Næstum öll and- stöðuhreyfingin stefnir nú að því að komið verði á nýtízku þjóð félagi, framfarasinnuðu samfé- lagi blökkumanna, hvítra manna og indverskra innflytjenda. Þessi sameining tveggja ólíkra stefnu- miða er ekki sízt að þakka Man- dela. Hann varð lögfræðingur og var það einkum að þakka hvít- um stuðningsmanni hans — sem raunar var Gyðingur — og einnig var lögfræðingur. Mandela sner- ist frá draumlyndri þjóðernis- stefnu og varð frjálslyndari í skoðunum á háskólaárum sín- um. Jafnframt bjó hann sig und- ir hlutverk sitt að skipuleggja neðanjarðarhreyfinguna. Það var árið 1950 sem Ver- woerd-stjórnin kom á lögum sem heimila „að uppræta kommún- isma“. Þessi lög stefndu raunar að því marki að uppræta alla andstöðu gegn stjórninni, af hvaða tæi sem var. Mandela opn- aði lögfræðiskrifstofu um svip- að leyti og andspyrnuhreyfingin hóf víðtækar aðgerðir til að sýna fyrirlitningu á þessum nýju lög- um og brjóta í bága við þau. Man dela var settur til að skipuleggja hreyfinguna og lét lögfræðiskrif- stofuna lönd og leið. Síðan hef- ur hann eingöngu starfað sem skipuleggjandi og áróðursmaður. Hann tók þátt í hinum miklu „landráðaréttarhöldum" sem áttu að sanna að leiðtogar blökku manna væru ekki annað en mála- liðar kommúnista, þar var hann bæði verjandi og ákærður og sat í fangelsi í fjögur ár. Réttarhöld- unum lauk sem hrapalegum ó- sigri fyrir Verwoerd og skunka hans, þeir urðu að láta „land- ráðamennina“ lausa án þess svo mikið að geta klínt á þá dauf- asta kommúnistastimpli. ÞjóShetja Eftir að Suður-Afríka var neydd til að segja sig úr lögum við brezka samveldið í marz 1961 og varð sjálfstætt lýðveldi í maí- mánuði sama ár, hefur Mandela orðið þjóðsagnhetja og hefur oft verið nefndur Svarta akurliljan til að minna á þá rauðu. Hann ögraði lögregluríki Verwoerds í hálft annað ár þar til hann var svikinn í hendur lögreglunni í ágústmánuði. Hann er rómantísk ur persónuleiki — jafnvel gagn- vart óvinum sínum kemur hann fram sem hóflegur aristókrat — hugrekki hans og ótrúleg hæfni að forðast gildrur lögreglunnar gerðu hann skjótlega frægan meðal íbúa Afríku. Hann er slyngur að skipuleggja aðgerðir af öllu tæi — í maímánuði 1961 meðan lögreglan leitaði hans ákaft gaf harin sér tíma til að skipuleggja mótmælaaðgerðir á „sjálfstæðisdegi" ríkisins við há- tíðahöldin í tilefni af lýðveldis- stofnuninni og varð til þess að allir blökkumenn sátu heima. Hann hefur samband við blöðin frá símaklefum á götum borgar- innar og mætti alltaf stundvís- lega til funda. Þótt hann sé hundeltur af lögreglunni og heitið sé fé til höfuðs honum læt ur hann það ekki aftra sér frá þvi að ferðast tjl útlanda í nauðsyn- legum erindagjörðum — og koma heim aftur. Hann hefur tekið þátt í al-afríkanskri ráð- stefnu í Addis-Abeba í febrúar 1962. í ræðum sem hann hélt þar og í ótal bæklingum sem hann hefur skrifað og dreift leynilega hefur hann varað við því að halda til streitu hinni óvirku mótstöðu gegn ógnar- stjórn Verwoerds og telur hana ekki lengur nægja gegn hinum fasistísku kúgunaraðferðum. Jafnvel Albert Luthuli er horf inn frá þeirri stefnu sinni að óvirk andstaða ein megni að hamla gegn kúgun hinna fasist- ísku yfirvalda og hefur lýst því yfir að baráttan standi um „hrein an fasisma eða lýðræði fyrir alla“. Hann sér fram á langa og stranga baráttu, sem verður óum- flýjanlég, hvað sem hún kostar. Þannig hafa jafnvel hinir frjáls- lyndustu og umburðalyndustu meðai leiðtoga blökkumanna í Afríku gefið upp alla von um friðsamlega lausn baráttunnar og sjá nú fram á að borgararstyrj- öld er óumflýjanleg. Og sú styrj- öld verður ekki háð með þeim aðferðum sem Luthuli hefur boðað. Nazistar Eftir að Suður-Afríka varð sjálfstætt lýðveldi, leið ekki á löngu áður en ástandið í landinu var orðið eins og í þeim lönd- um þar sem nazisminn réð lög- um og lofum hér áður íyrr. Hug- takið „nazistfskt" er ekki notað hér í yfirfærðri merkingu. Fas- ismi Verwoerds er beinn karl- leggur frá nazisma Hitlers. Bezta sönnun þess er maður sá sem Verwoerd skipaði í embætti dómsmálaráðherra í því skyni að berja niður með öllum ráðum alla andstöðu gegn stjórninni. Hann heitir Balthasar Vorster. Á stríðs árunum síðari var Vorster sett- ur í íangelsi vegna þess að hann var forystumaður nazistískrar hreyfingar sem kallaði sig „Ossewa Brandvag" og gengu meðlimir hennar í einkennisbún- ingum og skreyttu sig með haka- krossinum, ráku áróður gegn Englendingum og höfðu að kjör- orði: „Einn guð, ein trú, ein þjóð“. Það minnti óneitanlega á kjörorð Hitlers: „Ein þjóð, eitt ríki, einn foringi". Vorster er ábyrgur fyrir hroða- legasta lögregluríki veraldar. Meistarastykki hans í iðninni eru hin illræmdu „skemmdarverka- lög“ sem sett voru daginn sem lýðveldið var stofnað, en sam- kvæmt þeim heyrir undir skemmdarverk hvaðeina „sem miðar að þjóðfélagslegri eða efnahagslegri breytingu" á skipu laginu. Vorster lýsir því yfir sýknt og heilagt að hann stefni að því að varðveita lýðræðið. Hins veg- ar er hugmynd hans um lýðræði harla annarleg. cög.iá/cstríðsárun- um sagði þessi-núverandi dóms- málaráðherra: „Við fylgjum kristilegri þjóðernisstefnu í sam vinnu við nazista. Það er ólýð- ræðislegt skipulag, og má kall- ast einræði, ef verkast vill. Það skiptir engu máli hvort það er kallað fasismi á Ítalíu, nazismi í Þýzkalandi eða kristileg þjóð- ernisstefna í Suður-Afríku. Hitler er vinur okkar, — England er erkifjandi vor.“ ELSON MANDELA Ótakmarkað einræði „Skemmdarverkalögin" má sveigja að geðþótta. Allt er hægt að flokka undir „skemmdarverk" og refsinguna má ákveða að vild. allt að dauðarefsinugu. Sá ákærði er talinn sekur nema hann geti sannað sakleysi sitt. Það eru ekki aðeins blökku- menn sem berjast gegn Ver- woerd og skunkunum hans. Því má ekki gleyma að stór hluti hvítra manna berst hatrammri baráttu gegn ógnarstjórninni og ekki sízt sterk samtök kvenna. Leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar, Sir de Villers-Graff kallaði lögin ögruci við mannréttindin. Og listi sem dómsmálaráðherrann lét gera yfir þjóðhættulegar per- sónur hefur að geyma nöfn 60 hvítra manna, en alls eru 102 á listanum. Verwoerd er í nánu sambandi við Welensky og Salazar og eru þeir þremenningar taldir hættu- legastir lýðræðislegri þróun í Afríku. (Þýtt.) ÞETTA er hið umdeilda málverk svarta málarans Ronalds Harrison í Höfðaborg, sem stjórnin lét gera upptækt. Það var ekki listrænt gildi myndarinnar, sem athyglina vakti heldur pólitískt gildi henn- ar. Mynd sína nefndi Harrison „Hinn svarti kristur”. Það er Albert Luthuli, sem hangir á krossinum, en rómversku hermennirnir til vinstri eru dr. Verwocrd forsætisráðherra og Balthazar Vorst, dóms- málaráðherra. Áhyggjur lands- félksins Benedikt Gröndal, ritstjóri Alþýðubtaðsins, minnist á það í pistli sinum UM HELGINA s.l. sunnudaig, að senn setjist Al þingi á rökstóla og sipáir því, að það þinig muni fá til með- ferffar 2—300 þingmál á 5— 700 þingskjölum. Segir síðan: „Landsfólkið hefur miklar á- hygigjur af verðbólgunni og mun fyrst og fremst bíða eftir að heyra, hvað ríkisstjómm gerir á því sviði. Að vísu er hreyfing verðlags og kaup- gjalds enn ekki e'ins hröjj eins go hún var flest árin milli 1950 og 1958, en hættan er eigi að síður geigvænlcg“. f þessu felst auðvitað hiklaus játning um það, hvert stjómar- stefnan hefur leitt þjóðina, steypt yfir hana nýju flóði óðadýrtíðar og verðbólgu. Að vísu segir ritstjórinn, að „hreyfing verðlags oig kaup- gjialds" sé enn ekki e’ins hröð og á áru.num 1950—1958. Vera má, að sú „hreyfing“ sé ekki eins hröð og stundum áður, en það stafar af því einu, að vísitölunni var kippt úr sam- bandi, svo að kaup er ekki greitt eftir henni, en hins veg- ar er „hreyfing“ hennar upp á við í verðlagi.nu hraðarj en nokkru sinni fyrr. Nægir að bendia á þá staðreynd, að nýja vísitalan, sem þessi stjórn setti, hefur hækkað um 32 stig, og vísitalan, sem gilti, þegar stjóm in kipipt'i henni úr sambandi, hefur hækkað um rúm 60 stig. Vísitöluhækkunin, sem strand- aði á, þegar vinstri stjórnin fór frá, var þó aðeins 28 stig. Er þetta fróðlegt til saman- burðar. Launafólk hefur ekki fengið nema lí'tið brot þessar.ar fer- legu hækkunar í launabótum, og það mun varla of mælt, að menn bíða með eftirvæntingu eftir því, hvað ríkisstjórn, sem misst hefur svona gersamleiga taumhald á dýrtíðinni telur sér sæmandi að segj,a við Alþingi. Ódýrt fercamanna- land Morgunblaðið sagði þá gleði- frétt allkampakátt fyrir nokkru, að nú væri því marki náð að gera fsland annað ódýr- asta ferðainannaland j Evrópu. Tíminn vakti athygli á þessari frétt, en Mbl. hefur ekki enn rætt þetta mál eða skýrt þjóð- inrii frá því, hvernig ríkisstjórn in fór að þvi að vinnia þetta afrek, hvaða úrræðum var veitt til þess. Þá væri ekki síður lær dómsríkt að fá að heyra það hjá Mbl., hvaða áhrif þessar sömu ráðstafanir höfðu á kjör landsfólksins sjálfs, eða hvort það Iiefur grætt eins mikið á þeim oig útlendingarnir. 9% lækkun Stjórnin gumar nú mjög af því, að úthlutað hafj verið 82 millj. kr. til íbúðalána og segir þetta hærri uppliæð en áður. f raun og veru er féð all- miklu minna en áður, því að krónan er orðin svo lítil. Og hagtíðindin liafa enga frægðar- sögu að segja um afrek þessar- ar stjórnar í húsnæðismálum. Samkvæmt þeim kostaði 320 rúmmetra íbúð árið 1957 að meðaltali 350,400 kr. Þá fékkst hjá Húsnæðismálastjórn 100 þús. kr. lán út á slíka íbúð. Það eru 28% byggingarkostn- að'arins. Ilagtíðindin segja okk- ________Framh. á 15. siðu. —g—il—lllll I I 2 / TÍMINN, þritfjudhginn, 2. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.