Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 4
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON FRAMISLANDSMEISTARI Eftir 15 ára baráttu tókst Fram loks, að hljóta fslands- meistaratitilinn að nýju og þó veðurguðirnir hafi eitthvað verið hliðhollir liðinu á sunnu- daginn í úrslitaleiknum gegn Val fer ekki milli mála, að eftir frammistöðu liðsins sumar verðskuldar Fram mjög að bera hinn eftirsóknarverða titil „Bezta knattspyrnufélag íslands 1962", — Og það var eitt mark, sem gerði út um baráttuna um titilinn. begar rúmur hálftími var af leik komst hægri útherjinn Baldur Scheving í gott færi og spyrnti knettinum í mark Vals. Þetta varð eina markið í leiknum og vissulega verðskuldaði Baldur öðrum fremur þetta mark — hið þýðingarmesta, sem hann hefur skorað á knattspyrnu- ferli sínum — því hann sýndi mestan dugnað framherja Fram og skapaði öðrum leik- mönnum í framlínunni tæki- færi, sem þeir misnotuðu. Til ham ingju ? í tilefni af sigri Fram í íslandsmótinu bárust fyrir- liða liðsins Guðmundi Ösk- arssyni nokkur heillaóska- skeyti í gær, þar sem hon- um og liði hans var óskað til hamingju með sigurinn. — Meðal þeirra, sem skeyti sendu voru meistaraflokkur KR og Björn Helgason, fyr- irliði fsafjarðarliðsins. — Sigraði Val í úrslitaleiknum með 1-0. — Veður spillti leiknum og í síðara hálfleik voru 8 vindstig. Baldvin Baldvlnsson, til hægrl, miðherji Fram, sækir aS markmannl Vals, Björgvln Hermannssyni, en Elías Hergeirsson er honum til aðstoSar. Til vinstri sést fyrlrliSI Vals, Ormar Skeggjason. Ljósm.: Tíminn, RE En það er satt bezt að segja, að eftir fyrri hálfleikinn var ég á þeirri skoðun að Valur myndi sigra í leiknum. Fram lék undan vindinum og var mun meira í sókn, en Valsvöi;nin var þétt fyrir og tókst að bægja hættunni frá nema þegar Baldur skoraði. Og framlína Vals vann nokkuð vel saman og náði nokkrum góðum upphlaupum, sem gáfu til kynna að hún myndi verða hættuleg, þeg- ar hnú fengi vindinn með sér. En vindurinn gehði liðinu grikk. Þegar líða tók á Ieikinn hvessti stöðugt og í sáðari hálfleik voru sjö til átta vindstig, sem gerði það að verkum a'ð illmögulegt var að leika knattspyrnu. Knötturinn fór varla af vallarhclmingi Fram all- an síðari hálfleikinn, en sóknarleik ur Vals var of stórskorinn til þess að liann gæti borið uppskeru. Að vísu fékk Skúii Þorvaldsson bezta tækifæri lífs síns til að jafna fyrir Val, þegar hann stó'ð tvo metra frá opnu marki, en tókst í flýtinum að spyrna knettinum yfir. Og þetta reyndist of mikið álag fyrir hinn unga leikmann, því eftir leikinn gat hann ekki fyrirgefið sjálfum sér hve hann brást félögumftsjnmijrfig grét. ,En slíkt getur aila hent og. Skúli sýndi mikinn dú^náð'I leikhuin. Eins og fyrr segir lék Fram und- an vindi fyrri hálfleikinn. Strax á 3. mín. komst Valsmarkið í hættu. Björgvin Hermannsson, mark- vörður-, hafði hlaupið úr markinu, en náði ekki knettinum, sem barst til Guðmundar Óskarssonar. Hann hafði markið autt fyrir framan sig, en var aðeins of seinn að spyrna þannig, að Guðmundur Ög- mundsson komst á milli og bægði hættunni frá. Skittu síðar fékk Fram homspyrnu, sem Baldur tók. Miðherji Fram, Baldvin Bald- vinsson, spyrnti viðstöðulaust á markið, en knötturinn þaut yfir þverslá. Þegar 10 mín. voru liðnar lygndi skyndilega. Flöggin duttu niður, hófust upp aftur eftir augnablik: og höfðu þó breytt um stefnu —; stefndu í norður. Vindáttin hafði; snúist, en það stóð ekki nema í I nokkrar sekúndur, því enn hring- snerust flöggin, norðanvindurinn náði yfirtökunum og jókst stöðugt eftir því, sem á leikinn leið. En þessi hringsnúningurinn hafði það í för með sér, að Vals- menn náðu góðu upphlaupi hægra megin. Steingrímur gaf knöttinn fyrir og Björgvin skallaði rétt Lokastaðan 1. deíld í Lokastaðan í íslandsmótinu var þessi — og er þá auðvitað ekki tekinn með úrslitaleikurinn milli Fram og Vals, sem var aukaleik- ui í mótinu, þar sem félögin voru jöfn að stigum. Fram Valur Akranes KR ÍBA ísafj. 10 10 10 10 10 10 5 3 41 5 2 1 17:7 13 17:8 13 22:16 12 21:15 11 21:18 10 2:36 1 framhjá stöng. Rétt á eftir komst mark Fram aftur í hættu. Steln- grímur fékk knöttinn í mjög góðu færi, en spyrnti framhjá. En Framarar náðu aftur yfirtök- unum. Á 14. mín. lék Baldur upp með knöttinn, lék Baldvin alveg frían, og hinn ungi miðherji átti fast skot, sem sleikti þverslá Vals- marksins — að ofanverðu. Fram- arar voru talsvert ágengir næstu mínúturnar, en Björgvin í Vals- markinu sýndi mikla snilli og varði vel hvað eftir annað í hálf- leiknum. Á 21. mín skall hurð nærri hælum fyrir Fram. Björg- vin Dan. lék upp hægri kantinn og gaf knöttinn vel fyrir til Þor- steins Sivertsen, sem þegar spyrnti á markið. Knötturinn stefndi í markhornið — en á síð- ustu stundu bar Guðjón Jónsson að og spyrnti hann frá marklínu. Og á 32. mín. kom svo markið — sem reyndist sigurmark leiks- ins. Baldvin átti í einvígi við Guð- mund Ögmundsson, lék á hann og \spyrnti fyrir markið. Björgvin kastaði sér fram, en tókst ekki að ná knettinum, sem fór til Baldurs Scheving, sem stóð fyrir opnu marki. Og Baldur notfærði sér tækifærið strax — spyrnti knett- inum efst í mark svo söng í. Og þar með hafði fram náð forustu í leiknum. Framarar sóttu tals- vert, það sem eftir var hálfleiks- ins, en fleiri urðu mörkin ekki. Sfðari háifleikurinn var nær sfanzlaus sóknarlota af hálfu Vals og það svo, að aðeins í fimm sex skipti barst hann yfir á vallar- helming liðsins. En sóknin var ekki eins árangursrík og hún var þung. Fram var oftast með níu menn inn í vítateig og var því erfitt að finna glufu — auk þess, sem Framarar tóku upp þá sjálf- sögðu taktik, að spyrna knettin- unL sem mest úr leik. Knattspyrna var sáraUtil, og sú jákvæða knatt- spyrna, sem oft brá fyrir í fyrri hálfleik hvarf nú alveg. Að vísu fengu Valsmenn tækifæri — en ekkert verulega gott nema það, sem áður er mihnzt á og Skúli misnotaði. Mínúturnar liðu hver af annarri og áhangendur Vals á áhorfendapöllunum urðu stöðugt vondaufari — enda fór svo, að þegar flauta dómarans, Grétars Norðfjörð, hljómaði í leikslok, að ekkert mark hafði verið skorað, þrátt fyrir næstum stöðuga pressu í 45 mínútur. Það er til lítils að skrifa um Framh. á 15. síðu FRMIDIN ER BJðRT HJA FRAM BALDUR SCHEVING skoraði sigurmark Fram Fréttamaður blaðsins náði tali af Guðmundi Jónssyni, þjálfara Fram, eftir leikinn. Guðmundur hefur þjálfað yngri flokka félagsins nokk ur undanfarin ár, en tók að sér þjálfun meistara- fiokks í fyrsta sinn á þessu ári. — Þú ert auðvitað ánægð ur með úrslitin? — Já, þetta voru sannar- lega kærkomin úrslit fyrír okkur. Það eru ein 15 ár liðin frá því að Fram vann titilinn síðast, en við höfum þó nokkrum sinnum lent í úrslitum, og alltaf með litlum mun. — Hvað viltu segja okk- ur um sjálfan úrslitaleik- inn? — Veðrið var fyrir neðan ailar hellur og lítt til þess falli'ð að leika knattspyrnu, xhvorugt liðið sýndi sitt bezta. — Viltu þakka einhverju sérstöku, að þið uunu'ð mót ið að þessu sinni? — Allir leikmenn liðsins hafa sýnt sérstakan áhuga við æfingar og góður andi ríkt innan liðsins. Við byrj tapa'ð — segir þjálfari liðsins, Gu9mundur Jónsson uðum æfingar snemma úti á þessu ári, eða seinni hlut- ann í janúar, og eiga allir leikmennirnir a.m.k. 3—4 æfingar í viku að baki síð- an. Þetta er að sjálfsögðu stórt atriði, en það, er þó annað sem komið hefur fram, og er eftirtektarvert. Á þessu árj höfum við tekið nokkra nýja 2. flokks drcngi inn í liðið, sem hleypt hafa nýju lífi í það. Reyndar bjóst ég ekki við, að þessir drengir skiluðu miklu af sér á fyrsta sumrinu, en þeir hafa skilað hlutverki sínu með prýði, og átt sinn stóra þátt í þessum sigri. — Er það nokkuð annað , sem þú villt taka fram sér- staklega? — Við eigum fjölda efni- legra drengja í yngri flokk- unum, sem koma með að leika í meistaraliðinu á næstu árum. Ef rétt er á máiunum haldið, get ég ekki annað sagt, en að fram tíðin er óvenju björt. alf. 4 T f MIN N, þriðjudaginn, 2. október 1962 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.