Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 8
Sjötug: Bergþóra Magnúsdóttir SJÖTUG er í dag Bergiþóra hús- freyja Magnúsdóttir, Halldórsstöð- um í Laxárdal í S.-Þingeyjarsýslu, ekkja Hallgríms Þorbergssonar, fjárræktarfræðings, Hallgrímur andaðist 12. febrúar 1961, rúmlega 81 árs gamall: fæddur 8. janúar 1880. Bergþóra er fædd á Halldórs- stöðum 2. október 1892, dóttir Magnúsar Þórarinssonar, Ásmunds sonar, Sölvasonar á Halldórsstöð- um. En þeir langfeðgar áttu þá jörð og bjuggu þar hver fram af öðrum. Móðir Magnúsar, föður Bergþóru, var Guðrún Jónsdóttir ættuð úr Sæmundarhlíð og er mér tjáð að hún hafi verið systurdótt- ir séra Jóns prests og smáskammta læknis á Grenjaðarstað. Hún gift- ist í Halldórsstaði Þórarni, afa Bergþóru. Magnús Þórarinsson var landskunnur fyrir það einkum að hann flutti inn tóvélar og setti niður á bæ sínum nokkru fyrir aldamót. Móðurætt Bergþóru er og lands- kunn. Kona Magnúsar á Halldórs- stöðum var Guðrún Bjarnhéðins- dóttir frá Böðvarshólum í Vestur- hópi, alsystir Bríetar og Sæmund- ar holdsveikralæknis í Laugarnesi. Þau Guðrún og Magnús áttu tvær dætur, Bergþóru og Kolfinnu. En Kolfinna hefir einnig alið allan ald ur sinn á Halldórsstöðum: Kona Torfa Hjálmarssonar frá Ljótsstöð um í Laxárdal, Jónssonar, af Skútu staðaætt. Hjálmar var albróðir þeirra Sigurðar i Yztafelli, séra Áma á Skútustöðum og Helga á Grænavatni. Kona Hjálmars var Áslaug Torfadóttir frá Ólafsdal. Bergþóra hlaut á ungum aldri góða menntun. Hún dvaldist til undirbúningsmenntunar hjá frú Elízabetu Jónsdóttur frá Eyrar- bakka konu séra Helga Hjálmars- sonar að Helgastöðum og Grenjað- arstað. Einnig dvaldist hún nokk- uð hjá föðurbróður sínum. Þor- bergi á Sandhólum á Tjörnesi en kona hans var Guðrún Þorláks- dóttir, prests, frá Reykjahlið. — Enn dvaldist hún nokkuð á Húsa- vík hjá Sigríði Metúsalemdóttur og Þórdísi Ásgeirsdóttur, konu Bjarna Benediktssonar kaupmanns frá Grenjaðarstað. Allar þessar dvalir stuðluðu að undirbúnings- menntun hennar. En 18 ára göm- ul innritaðist hún í kvennaskól- ann í Reykjavík og lauk þar nárni — en var síðan á hússtjómarnám- skeiði. — Var hún þá að heiman samfellt í 2 ár en bæði sumrin var hún kaupakona að Hólmum I LandeyjumhjáþeimhjónumGunn ari bónda og hreppstjóra Andrés- syni frá Hemlu og konu hans Katrínu Sigurðardóttur. Dýrfinna, dóttir þeirra hjóna var skólasyst- ir Bergþóru og átti frumkvæði að vistráðum hennar þessi sumur. — Urðu þær aldavinkonur Bergþóra og hún. Rómar Bergþóra mjög þessi ágætis hjón á Hólmum og börn þeirra öll. Þær Halldórsstaðasystur urðu fyrir þeim harmi að móðir þeirra, Guðrún, andaðist frá þeim ung- um árið 1900. Var Bergþóra þá 8 ára en Kolfinna yngri. Varð Magn- úsi það þungt áfall og svo dætrum hans. Fram úr þessum heimilis- vanda réðst þó á bezta hátt, sem kosið varð. Vinnukona var á heim ilinu, sem Margrét hét Kristjáns- dóttir frá Litlutjömum í Ljósa- vatnsskarði. Henni treysti Guðrún Bjarnhéðinsdóttir bezt til þess að taka að sér forsjá heimilisins og uppeldi dætra sinna og bað hana þeirrar stóru bónar, þegar henni sjálfri var ljóst orðið að hverju fór. Margrét var frábær kona um hjartagæði og trúmennsku og innti hún þetta starf af hendi með hinni mestu prýði meðan heilsan entist. En stuttu eftir að Bergþóra kom heim haustið 1913 að lokinni skóla vist lagðist Margrét í rúmið þjáð af lungnaþembu og steig ekki á fætur eftir það. Hjúkraði Bergþóra henni af stakri umhyggju unz hún leystist frá þjáningum sín- um eftir mjög langa sjúkdómsbar- áttu. Bergþóra Magnúsdóttir giftist Hallgrími Þorbergssyni 17. júní 1915 og tóku þau hjón þá við búi Magnúsar föður hennar og svo við rekstri tóvélanna. Bjuggu þau á Halldórsstöðum í 45 ár eða til árs- ins 1960, að Hallgrímur lét af bú- skap vegna ellibilunar, áttræður að aldri. Halldórsstaðir eru stór jörð, en þar var þá og ávallt þríbýli all an þeirra búskap.Höfðu þau fyrst í stað aðeins 1/6 af jörðinni. Síð- ar rýmkaðist þó jarðnæði þeirra, svo að þau höfðu þriðjung jarðar- innar. Hallgrímur var hin mesta hamhleypa til vinnú og áhugamað- ur um fjárrækt og jarðrækt. Hann hófst þegar handa að stækka tún- ið með hinum gömlu plægingarað- ferðum og svo síðar með hinum stórvirkari aferðum vélvæðingar- innar. Mun hann hafa fjór- eða fimmfaldað ræktunarland jarðar- hluta síns um það er lauk. Hann lagði þegar í byrjun ástundun á að rækta sauðfjárstofn sinn. En í því efni varð hann fyrir miklum áföllum, er fjárstofn hans, eins og annarra bænda í Reykdælahreppi, var tvisvar skorinn niður vegna mæðiveikinnar. Annað áfall barst þeim hjónum að höndum, er tó- vélarnar brunnu óvátryggðar árið 1923. Hallgrímur tók snemma upp þann hátt að taka unglingspilta til sumarvistar, sér til léttis. Þetta varð þeim hjónum eigi aðeins hag- kvæmt heldur færði þeim mikla gleði, með því að svo tókst til um aðbúð þeirra hjóna beggja að þess um unglingum að þeir festu allir mikla vináttu og tryggð við þau hjón og þetta sumarvistarheimili sitt. Þau hjón, Bergþóra og Hallgrím- ur eignuðust eina dóttur barna, Þóru, hina ágætustu konu. Hún giftist dugmiklum ágætismanni, Valdimar Halldórssyni, sem nú hef ur verið skipaður bifreiðaeftirlits- maður og vegalögregluþjónn í Þingeyjarsýslum. Þrátt fyrir það að svo fátt gerðist um ungviði á heimili þeirra skorti ekki barna- gleði á Halldórsstöðum. Kolfinna, systir Bergþóru og maður hennar Torfi Hjálmarsson eignuðust og ólu upp margt mannvænlegra og góðra barna. Meðal þeirra eru Magnús prófessor við Háskóla ís- lands, Ásgeir bóndi á Halldórs- stöðum og Hjálmar Jón gullsmið- ur í Reykjavík. Ekki urðu þau fjáð af veraldar- auði Bergþóra og Hallgrímur en vel bjargálna og stórveitandi allan sinn búskap. Þegar faðir Bergþóru setti upp tóvélar sínar þjónaði hann eigi aðeins allri Þingeyjar- sýslu heldur mönnum víðar að með því að breyta ull þeirra í kembdan lopa og band. Vandist þá á sá háttur, að menn komu með ull sína, settust upp á Halldórsstöðum og biðu, unz ullin var kembd. Var því stöðug gestnauð hjá föður hennar og svo þeim Halldórsstaða hjónum meðan tóvélanna naut við. Ekki mun það hafa tíðkast á Hall dórsstöðum að tekið væri fé fyrir næturgreiðann. Við þennan hátt var Bergþóra alin upp. Sjálf er hún af þeirri gerð að hún á enga nautn dýpri en að gera mönnum greiða og veita þurfandi, bæði húsaskjól og leiða þá að ríkulegu vistaborði. Hafði mér oft komið í hug að í æðum hennar renni blóð þeirra manna og kvenna, sem get- ið er um í fornsögum, að reist hafi skála yfir /þjóðbraut þvera, þar sem gestum öllum og gang- andi var heimill ókeypis matur og drykkur. Halldórsstaðir standa nokkuð hátt vestan megin í Lax- árdal, þar sem hann er breiðastur, og er útsýn þaðan hið fegursta. Fyrir því hefir svo reynzt, að nær öllum, sem um dalliirt'lltófáf('íá'ýlW,' hefir þótt fýsilegt að'Homá jíángaÖ heim, eigi aðeins þeim, sem hafa orðið þar gistivanir og átt þar til vina að hverfa, heldur og ferða löngum, sem átt hafa leið um dal- inn. Halldórsstaðahjónin, þau Hall- grímur og Bergþóra urðu snemma málfær vel á mannfundum. Auk þess var Hallgrímur ritfær og stíl- fær í bezta lagi. Þau' hjónin urðu því jafnan í fremstu röðum þeirra sem héldu uppi félagslífi í sveit þeirra, og héraði. Þau tóku ríku- legan þátt í starfi Ungmennafélag- anna. Hallgrímur var mikill hrólc- ur fagnaðar og flutti nær ávallt ræður á gleðisamkomum bæði í Laxárdal, Reykjadal og víðar í héraðinu. Bergþóra var formaður í kvenfélagi, sem stofnað var í Reykjadal en stofnaði síðan félag í sinni eigin sveit og veitir því forstöðu enn í dag. Hún hefir verið fulltrúi félags síns á mörg- um meiri háttar fundum og þing- um kvenfélaganna. Þá hefir hún og verið safnaðarfulltrúi á héraðs fundum kirkjunnar og oftar en einu sinni fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Þingeyinga. Bergþóra á enn heimili sitt þar sem hún var borin og barnfædd og hefir átt heima í sjötíu ár, í sínu gamla húsi og góðu sambýli með sonum Sizzíar vinkonu sinn- ar og Páls Þórarinssonar, þeim William Francis og Þór, en dvelzt þó oft langdvölum á Húsa- vík hjá dóttur sinni og tengdasyni. Hún er aufúsugestur hvarvetna í Þingeyjarsýsiu. enda eiga Þingey- ingar henni góðan greiða að launa. í dag tekur hún á móti afmæl- isgestum sínum heima á Halldórs- stöðum. Sjálfur á ég margs og góðs að minnast frá tíðum dvölum mín- um á Halldórsstöðum, hjá þeim Ameríski strengja- kvartettinn og Kuusik Tónlistarféiagið efndi til tón- leika í Austurbæjarbíói h. 25. sept. s.l. Ameriski strengjakvartettinn La Salle lét þar til sín heyra. Eru hér á ferðinni mjög góðir tón- listarmenn, hver á sínu sviði, og eftir þennan höfund. Kvaitett í f-moll eftir Ravel með öllum sín- um dásamlegu óbeinu áhrifum, var lokaverkið á þessum tónleik- um. — Ef gerður er sanaanburð- ur á þessum tvennum tónleikum, sem heild fágaðir og hófsamir. Er sést bezt hversu veigamikið atriði samleikur þeirra mjög „kultiver- 1 góð hljómskilyrði fyrir strengja- aður“ og vel samfelldur. j kvartett eru, þótt þau séu ekki Fluttu þeir hlustendum 3 verk | fullkomin í sal Melaskólans, tónn- að þessu sinni, og hófust tónleik- j inn stundum full hrjúfur, var það arnir á kvartett í d-moll K. 421 j þó lífvænlegra en á hinum fyrri. eftir Mozart. Algjör andstæða við Yfirleitt voiu þessir tónleikar á- það var kvartett No. 1 eftir Gunth- er Schuller, ósvikið afkvæmi dags- ins í dag, samið í 12 tóna kerfi. Er þar ýmsu snúið við t. d. kafla- skipting — hægur — hraður — hægastur — og var sá síðasti ekki óskemmtilegur. Eins og svo mörg r.útímatónskáld notfærir þessi höf. sér þagnir mjög mikið, og má bakka það hljóðfæraleikurunum, hversu vel þeim tókst að halda hlustendum við efnið. Liggur þarna vissulega ótrúleg vinna á bak við. Lokaverkið var kvartett í B-dúr op. 67 eftir Brahms, mjög fagurt verk og vel spilað, en hljóm burður fagur þessa tegund tón- listar virðist engan veginn full- nægjandi á þessum stað og varð því litaauðgi Brahms helzt til daufgerð. Þeir fjórmenningarnir efndu svo aftur til tónleika á vegum Kammeimússíkklúbbsins í Melaskólanum h. 27. þ.m. Á efnisskránni voru ný verk, svo sem Haydn-kvartett í c- moll op. 74 No. 1. Bagadellur op. 9 eftir van Webern er tónverk mjög í líkingu við kvartettinn eft- ir G. Schuller, þótt formið sé ann- að, eins og nafnið bendir til. Ýms- ar skemmtilegar stemmningar komu fram í þessu verki, sem gaman var að, enda mjög vel flutt Consertina eftir Stravinsky var allt að því gamaldags, eftir að hafa heyrt van Weber á undan, verk sitt til fullnustu. enda verkið ekki viðamikið og vera nægjulegir og efínisskráin fjöl- breytt og vel valin. — U.A. Óperusöngvarinn Tijt Kuusik frá ríkisháskólaóperunni í Tallin, hélt tónleika í Gamla Bíói 26. þ.m. Hr. Kuusik hefur volduga og mikla tenór-baryton-rödd, sem er breið og jöfn að tóngæðum, þótt söngvarinn sé af léttasta skeiði. Öll meðferð hans á viðfangs- efnunum ber vott um kunnáttu og vald hins fullþroskaða lista- manns. Efnisskráin var margvís- leg að innihaldi bæði óperuaríur og ljóð. Þótt óperan sé auðheyri- lega aðalverkefni söngvarans, gerði hann Ijóðum F. Schuberts af bragðsskil og má sérlega geta álfa kóngsins, sú túlkun líður hlust- anda seint úr minni. Aría úr Tannhaiiser eftir Wagn er varð samt ekki eins háreist og við hefði mátt búast, en aría Figaros úr óperunni Rakarinn frá Sevilla, var svo sönn, að þar var Figaro kominn ósvikinn. — Söngvarinn hlaut mjög hjartan- legar móttökur og söng þrjú auka lög, þar af aríu Mefisto úr Faust eftir Gounod, sem hann söng með miklum glæsibrag. Við hljóðfær- ið var T. Alango og var undirleik ur hennar mjög góður og auð- heyrt, að þar var á ferðinni undir leikari, sem kann og skilur hlut- U.A. Börn sem verzlunarvara víða í Bandaríkjunum! Þingnefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka glæpi unglinga hefur uppgötvað að um öll Bandaríkin er rek- in ólögleg verzlun af miklu kappi og er þar um að ræða verzlun með kjörbörn. „Barnasalarnir" auglýsa ó- feimnir að þeir hafi við- skiptavini um öll Bandarík- in. Nefndin vill í þessu sambandi koma því i lög að refsivert sé að fá mæður til að fara til ann- aira ríkja í því skyni að selja börn sín. Þeir stinga upp á að fimm ára fangelsi verði refs- ingin fyrir slíkt athæfi. f skýrslu sinni til þingsins nefnir nefndin nokkur dæmi um þessa nýstárlegu verzlunarhættr. 3000 dollarar fyrir barnið Einn af hinum skuggalegu og Bergþóru og Hallgrími bróður mín um um nálega hálfrar aldar skeið: Rausnarsamlegrar greiðasemi, stakri umhyggju og elskusemi. — Fyrir því vildi ég minnast hennar í dag um leið og ég sendi henni os ástvinum hennar hjartanlegar ástúðarkveðjur og hamingjuóskir Jónas Þorbergsson. ljósfælnu borgurum Chicago, William Menella, ferðaðist um í því skyni að útvega „stórkaup- manni í Chicago, Gale Marcus, börn og sá hinn sami seldi þau síðan aftur á ekki minna en 3000 dali stykkið. Maður einn í Duluth, Minne- sota, borgaði a. m. k. 12 van- færum konum álitlegar fúlgur til þess að þær létu ekki eyða fóstr- inu, heldur fóru til nágranna- bæjanna og ólu þar bömin. í samvinnu við lögfræðing í Chica- go voru börnin síðan seld barn- lausum hjónum fyrir allt að 3000 dali. Annar lögfræðingur sem hand- tekinn var fyrir þátt sinn í slíkri verzlun hafði tekið milli 1000— 1700 dali í ómakslaun í hvert sinn er hann seldi barn. Þingnefndin þykist hafa kom- izt að raur um að skipulögð launverzlun með börn er rekin : nær hverju ríki Bandaríkjanna. Varaheiibrigðisráðherra Wilb- ur Cohen lýsir því yfir að sérfróð ír menn telji hættulegt að fólk taki sér kjörbörn án þess að sér- fræðingar hafi þar hönd í bagga undir umsjón hins opinbera. Ár- ið 1959 voru tekin 20.000 kjör- börn án þess að yfirvöldunum gæfist nokkur kostur á að fylgj- ast með. Þingnefndin leggur á- FYp .ih?»!r. a lf) siftn 8 T í MIN N briðjudaginn, 2. október 1962 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.