Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 9
Atvlnnumál: Ray Gunther ENGLANDI. Menningarmál: André Malraux, FRAKKLANDI. Dómsmál: Joseph Grimmond, ENGLANDI. Siglingamál: Harold Wilson, ENGLANDI. HeilbrigSismál: Eugen Gerstenmaier ÞÝZKALANDI. FiskvelSar: Oscar Gundersen, NOREGI. Orkumál: Jules Moch, FRAKKLANDI. Innanrikisverzlun: H. A. Korthals, HOLLANDI. Samgöngumál: Utanrikisverzlun: Flugsamgöngur: Willy Richter Enrico Mattei, Robert Burton, ÞÝZKALANDI. ÍTALÍU. FRAKKLANDI. Félagsmál: Giuseppi Saragat, ÍTALÍU. LandbúnaSarmál: Sigge Mansholt, HOLLANDI Fyrsta ríkisstjórn Bandaríkja Evrópu? Erling Bjöl utanríkismálasérfræöíngur Politiken ritar í gamni og alvöru um fyrstu hugsanlegu ríkisstjórn Bandaríkja Evrópu eftir pólitíska sameiningu innan Efna- hagsbandalags Evrópu. Löndin sex í Efnahagsbanda laginu undirbúa nú um þess- ar mundir hina pólitísku sam- vinnu sína. Hinir áköfustu stuðningsmenn sameiningar Evrópu á hinu pólitíska sviði láta sér ekkert nægja minna en stofnun Bandaríkja Evrópu. Erling Bjöl við danska blaðiS Politiken ritar í því tilefni eftirfarandi grein þar sem hann í gamni og al- vöru gerir að umtalsefni for- ingjaefnin í hinni hugsan- legu ríkisstjórn Bandaríkja Evrópu, USE. Til þess að gera sér hugmynd um útlit slíkrar ríkisstjórnar er fyrst rétt að virða fyrir sér úrslit síðustu þingkosninga í hinum sex löndum EBE og í þeim þremur löndum er sótt hafa um fulla að- ild, þ. e. a. s. Bretlandi, Danmörku og Noregi. Ef við segjum, að 250. 000 greidd atkvæði séu á bak við hvern þingmann fáum við Evrópu- þing með 504 þingmönnum og flokkaskiptingin í átta höfuð- flokka jrrði sem hér segir: Fyrsta verkefni hins nýja sam- bandsríkis yrði að sjálfsögðu það að kjósa sér forseta. Vegna tungu- málaerfiðleika yrði ókleift að kjósa forsetann með beinum kosningum á sama hátt og gert er í Bandaríkj um Ameríku, enda myndu slíkar kosningar ekki vera í samræmi við þær skoðanir, sem Evrópu- menn gera sér um virðingu og tign þjóðhöfðingja, enda hefur ekkert lýðveldi í Evrópu þjóðkjör- inn þjóðhöfðingja. Sambandsþing- ið myndi því kjósa forsetann og margar ástæður liggja til þess, að vafalaust yrði það de Gaulle núver andi Fraklandsforseti. Ef við drögum línu á milli hægri og vinstri aflanna í Evrópu með því að athuga fylgt radikala ann- ars vegar og kristilega demókrata hins vegar, keip.ur j-liós. að hægri menn eru í meirijhluta með 281 at kvæði gegn 2á3 og de Gauile hef- ur mesta möguleika á því að verða frambjóðandj hægri manna. Ka- þólskir eru mest ráðandi í hóp hægri manna og Frakklandsforseti er kaþólskrar trúar. Miklum erf- iðleikum yrði bundið að fá kjör- inn þýzkan forseta og Þjóðverj- arnir munu kjósa það næst bezta: Að fá kjörinn forseta, sem væri < 3* ÐJ S ^ Oi ? Ol Q. xr 3 o- 7T < 3 O. Ui > % > r- tn Belgía.Luxb. 1 9 10 3 1 1 25 Danmörk 1 4 1 2 2 10 England 49 7 55 1 112 Frakkland 15 1 13 9 10 14 (UNR) 16 3 81 Holland 1 1 7 8 3 5 (ARP, CHU) 1 26 ftalfa 27 17 5 2 50 4 5 5 115 Noregur 4 1 (1) 1 2 9 Þýzkaland 2 46 57 16 4 1 126 44 22 137 20 136 43 90 12 504 hliðhollur Þjóðverjum og ekki spillir það fyrir, að sagt er, að de Gaulle hafi gefið Þjóðverjum vilyrði fyrir því að styðja Aden- auer í embætti forsætisráðherra sambandsveldisins. Ekki eru Englendingar himinlif andi með þessa lausn málanna, en þeir gera sér ljóst, að síðustu tengslin við samveldið myndu bresta, ef drottning þeirra yrði eins konar evrópsk keisaraynja og eitthvað verða þeir að láta af hendi til að de Gaulle láti af and- stöðu sinni gegn inngöngu Breta í samfélag Evrópuþjóðanna. Macmillan hefur þess vegna ekkj einungis lofað því að styðja de Gaulle til embættis forseta USE heldur einnig samþykkt, að París verði höfuðborg hins nýja, vold- uga ríkis. Að undanteknum Belg- um og Hollendingum og fulltrú- um norska þjóðarflokksins eru það ekki margir, sem setja myndu sig á móti því að París yrði höfuð- borg, því að flestir kunna betur við sig í París en Briissel og auð- vitað myndi stuðningur de Gaulle við evrópskt sambandsríkj verða háður því skilyrði að hann yrði forseti og París stjórnaraðsetur. Hugmyndin um de Gaulle sem forseta er ekki líkleg til að valda neinum verulegum deilum. Marg- ir stjórnmálamenn Evrópu myndu hér sjá heppilega leið til að losna við hann úr áhrifasæti — en ef til vill á annað eftir að koma í Ijós? Og ekki er víst, að allar aðrar hugleiðingar eigi heldur eftir að ganga eftir áætlun. Að loknum bráðabirgðasamningum og við- ræðum milli Parísar, Bonn og Lon- don mætti ætla, að Adenauer verði viss með að hljóta sæti fyrsta forsætisráðherra USE og Macmillan þá utanríkisráðherra- embættið. En við nánari athugun kemur í ljós, að það verða ekki kristi- legir demókratar, heldur jafnað- armenn, sem mynda stærsta þing- mannahópinn í sambandsþinginu og de Gaulle verður að fela helzta leiðtoga jafnaðarmanna, Hugh Gaitskell, að reyna stjórnarmynd- un. En þó að Gaitskell nyti fylgis Forsætisráðherrann: F A N F A N I , ÍTALÍU. bæði radikala og vinstri jafnaðar- manna taekist honum ekki að fá meira en 179 atkvæði af 253 nauð synlegum og aftur kemur röðin að Adenauer. En enn standast ekki reikningarnir. Fimmtán brezkir í- haldsmenn og þrír franskir hægri menn berja í borðið og kæra sig ekki um þýzkan forsætisráðherra og Adenauer sér nú, að von hans um forsætisráðherratign er bund- in við stuðning ítalskra nýfazista — og draumurinn er búinn. Nú kemur röðin að Macmillan, sem frá upphafi vísar á bug allri samvinnu við nýfazista, þar sem hann telur sér vísa hægri menn- ina, sem settu Adenauer stólinn fyrir dyrnar. En honum tekst að- eins að safna 246 atkvæðum þar sem franskir lýðveldissinnar eru enn klofnir og ítalskir kristilegir demókratar hafna stuðningi á síð- ustu stundu eftir bendingu frá leiðtoga sínum Amintere Fanfani, sem loksins hefur fundið leið til að mynda hina fyrstu ríkisstjórn Bandaríkja Evrópu með því að biðla til vinstri, aðferð, sem hann hefur sjálfur töluverða reynslu í úr pólitíkinni á Ítalíu og er reyndar vcl þekkt í Belgíu, Frakklandi og Hollandi. Leyndardómurinn er samvinna kristilegra demókrata og jafnaðarmanna og eflaust myndi Jóhannes páfi hvetja trúarbróður sinn Adenauer til að bregða ekki fæti fyrir hina nýju samvinnu, sem er í fullu samræmi við þjóð- félagsstefnu páfans. Og eftir þriggja vikna stjómar- kreppu fer Fanfani af stað. Hann ræðir við eigin flokksmenn, jafn- aðarmenn, demókrata og radikala. Hann vinnur danska og norska jafnaðarmenn á sitt band, Norð- menn með því að lofa þeim em- bætti sjávarútvegsmálaráðherra og Framhald a 15 síðu Utanríkismáh' Paul 'Henri Spaak, BELGÍU. Upplýsingamál: Vanþróuðu ríkin: Iðnaðarmál: Varnarmál: Fjármál: Willy Brandt, Mendés-France. Jean Monnet, George Brown, Hugh Gaitskell, ÞÝZKALANDI. FRAKKLANDI. FRAKKLANDI. ENGLANDI. ENGLANDI. Uppbyggingarmál: Emilio Colombo, ÍTALÍU. Efnahagsmál: Ludwig Erhard, ÞÝZKALANDI. TÍMINN, þriðjudaginn, 2. október 1962 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.