Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.10.1962, Blaðsíða 15
KOSIÐ í FRAMA f DAG Kosið verður í Bifreiðastjóra- félaginu Frama í dag og á morg- un að viðhafðri allsherjaratkvæða greiðslu á 28. þing Alþýðusam- bands fslands. Þrír listar eru í kjöri: Listi frjálslyndra lýðræðis- sinna er B-listi. Bifreiðastjórar! Sameinist um hagsmuni ykkar og kjósið B-listann, sem skipaður er frjálslyndum umbótamönnum, er vilja með því mótmæla aðgerðar- leysi félagsstjómar Frama í ýms- um nauðsynjamálum félagsins, svo sem sfhækkandi verði á bif- reiðum og varahlutum til þeirra, sem nemur allt að 70—80 pr. á þremur árum. Og að auki búum við leigubifreiðastjórar við mun verri kjör hvað innflutning bif- reiða snertir heldur en starfsbræð ur okkar í vörubifreiðastjórastétt. Á sama tíma hefur ökutaxti fé- lagsmanna hækkað sáralítið og er mönnum í fersku minni sú hækk- un sem fékkst fyrir nokkrum dög um, 'sem var aðeins 6 pr. þegar aðrar stéttir fengu snemma í sum- ar frá 12—18 pr. og þótti sumum stjórnarmönnum þess! litla hækk un of mikil. Félagar, þið hafið aðeins um eitt að velja, og það er að kjósa B-listann, sem skipaður er þekkt- um baráttumönnum, sem félags- menn kannast vel við, og einum er trúandi til að bera þessi og önnur hagsmunamál félagsins, sem betur mega fara, fram til sigurs. Ef þið kjósið A-listann, þá verð launið þið hina duglausu félags- stjórn Frama, þar sem stjórn Frama myndi skoða það sem traustsyfirlýsingu á hin slælegu verk sín. Ef þið kjósið C-listann, sem allir vita að er vonlaust fram boð, þá kastið þið atkvæði ykkar á glæ og mótmælið með því engu. Félagar! Sameinist því um B- listann, um þann eina möguleika sem þið hafið til að vernda hags- muni ykkar. Kosningaskrifstofa B-listans vcrður í Tjamargötu 26; sími: 15564. — Kosið verður frá kl. 13,00 til 21.00 í dag og á morgun. X-B í Þjóðviljanum s.l. sunnudag er sagt frá þvi „að hægri Fram- sóknarmenn í Bifreiðastjórafélag- inu Frama hafi komið í veg fyrir samstöðu íhaldsandstæðinga, þrátt fyrir itrekaðar ‘ilraunir vinstri manna í þá átt“ Sannleikurinn í málinu er sá, 14 ný leikrit Framhald af 12. síðu verk og 3 karla. Þá er sakamála- leikritið Gildran eftir Robert Thomas. Gunnvör Braga Sigurð- ardóttir ísl. Nútímaleikur í 3 þátt- um. Eitt svið, 2 kvenhlutverk, 4 karla og 2 aukahlutverk. Loks erj 4 leikrit alvarlegs efn- is: Sekur eða saklaus (A shred of evidence) e. R. C. Sheffiff. Sig. Kristjánsson ísl. Nútímaleikrit í 3 þáttum. Eitt svið, 3 kvenhlutv. og 6 karla. Stúlkan og vindur- inn (Une filla pour du vent) e. André Obey. Erlingur Halldórs- son ísl. Leikrit í 2 þáttum, gerist á söguöld Forn-Grikkja. Eitt svið, 4 kvenhlutv. og 5 karla. Þröngu dyrnar (The little door) e. A. C. Thomas. Ragnar Jóhannesson. Nú- tímaleikur í 3 þáttum, eitt svið, 3 kvenhlutv. og 3 karla. Þögnin (Das Schweigen) e. Rom an Brandsalter. Sveinbjörn Jóns- son isl. Nútímaleikur í 3 þáttum. Eitt svið, 2 kvenhlutv. og 4 karla. Leikrit þetta er uppgjör höfundar við samtíðina. Höfundurinn er pólskur og kom leikritið á prenti í pólsku tímariti fyrif nokkru, en hefur ekki fengizt sett á svið í Póllandi. Hins vegar hefur það vakifl mikla athygli erlendis og þykir skarplega skrifað. að Framsóknarmenn í Frama sam þykktu einróma á fundi að setja upp lista án samvinnu við öfga- menn í félaginu til hægri eða vinstri. Áður hafði borizt tilboð frá Sjálfstæðismönnum um sameigin- legt framboð og var því hafnað af Framsóknarmönnum. Á þessum viðræðufundi upplýstist hins vegar það, að vissir framámenn Alþýðu- Olíumöl Framhald af 16. síðu. sturtar mölinni niður í skúffu á sleðanum, um leið og hann dregur hann. Tveir menn standa á sleðanum og jafna til í skúffunni, en sleðinn jafnar sjálfur úr mölinni á veginum. Enga stund tekur að jafna úr einu bílMassi, og síðan þjappa bílarnir, sem um veginn fara. Olíumölin er þannig blönd- uð, að tekin er vegarmöl, sem uppfyllir viss skilyrði með stærð malarkornanna, og sér- stakri asfaltolíu blandað saman við hana. f þessa asfaltolíu er sett sérstakt efni, amín, sem gerir það að verkum, að olían loðir við grjótið, þó að það sé blautt. Þetta hefur þann stóra kost, að ekki þarf að þurrka mölina, nema rakainni haldið sé sérstaklega mikið. Enn fremur er sá kostur við þessa aðferð, að ef fram koma skemmdir í veginum, þá er hægt að jafna til með hefli, án þess að raska veginum svo, að nýja lagningu þurfi til. Olíumölin er lögð í tveimur áföngum, og er lagt um 4 sm þykkt lag í einu, en fullþjapp- að mun olíumalarlagið verða um 5 sm á þykkt. Búið er að leggja um 120 m. langan kafla á Vifilsstaðavegi, og nú er sem sagt verið að Ijúka við lagningu 500 m. langs kafla á Suðurlands brautinni frá Árbæ og niður að Vesturlandsbraut. Eins og fyrr segir, hefur' þessi aðferð gefizt vel með Sví um, en árangur tilraunanna hér ætti að vera kominn í Ijós að ári liðnu, þannig að sé vegur- inn ekki farinn að slitna að þeim tíma liðnum, hafa tilraun irnar gefizt vel. Spá sumir þriggja til fjögurra ára end- ingu á olíumölinni. Falleg ferSaleið Eramhald af 16 síðu ingar á henni. Hin leiðin, sú sem við fórum, er hins vegar mjög falleg, heiðarnar grasi grónar og margir séreknnilegir og fallegir staðir. / — Þarf ekki að lagfæra leið- ina? — Jú, það er nauðsynlegt, ef hún á að verða ferðamanna- leið. Það er hægt að brjótsst hana, eins og við gerðum, en það er ekki hægt að fara hana me farþega, nema hún sé löguð. En það er, sáralítið, sem gera þarf og kostar ekki mikið. Og ég tel, að þetta þurfi að gera, við eigum að hagnýta okkur möguleika sem þessa, bæði okk ar vegna og til þess að hæna að okkur gerðamenn. Börn ti! sölu (Framhald á 8. 6Íðu). herzlu á að hin strangari lög eigi fyrst og fremst að beinast að því að setja hinum samvizku- lausu launkaupmönnum stólinn fyrir dyrnar þeim sem aðeins reka þessa ,.verzlun“ í ábata- skyni. (UPl). bandalagsins höfðu átt viðræður við Sjálfstæðismenn og tilkynnt þeim að þeir myndu ekki fara í framboð á móti þeim í félaginu. Þær umræður sem síðar fóru fram um uppstillingu milli Fram- sóknarmanna og Alþýðubandalags- manna báru engan árangur vegna þess, að Framsóknarmenn voru alltaf og allir einhuga um að sterk asta framboðið gegn duglausri stjórn Frama væri listi án komm- únista. Listi þeirra, C-listinn, sem barinn var saman á síðustu stundu er því ekkert nema beinn stuðning- ur við Sjálfstæðismenn, eins og þeir voru reyndar áður búnir að lofa. YFIRLÝSING Að gefnu tilefni viljum við und- irritaðir lýsa því yfir, að nöfn okkar hafa verið sett án okkar samþykkis á C-listann við full- trúakjör á 28. þing A.S.f. í bif- reiðastjórafélaginu Frami. Hins vegar viljum við taka það fram, að niðurröðun á B-Iistann er gerð með okkar vitund og fullu samþykki. Samhljóða yfirlýsing hefur ver ið send Þjóðviljanum til birting- ar. Virðingarfyllst, Reykjavík, 21. sept. 1962, Páll Eyjólfsson, Þórsgötu 20. Grímur Friðbjörnsson, Seltjörn 33. Magnús Eyjólfsson, Sigtúni 3. Bandaríki Evrópu Framhald af 9. síðu. Dani með fyrirheiti um embætti tómstundamálaráðherra, umsjóna elli-, örorkumála og skemmtimál- efna. Og de Gaulle vinnur hann á silt þand með því að héita því að gera Malraux að menningar- málaráðherra. Danska vinstrimenn reynir hann að friða með því að heita lágu verði á neyzluvörum, en slíkt segir hann þeim, að hægri stjórn myndi ekki gera. Er þetta tekst ekki vinnur hann lokasigur á dönskum vinstri mönnum með því að tryggja aukin viðskipti fyr- ir danskt kálfakjöt á ftalíu! Hol- lenzka frjálslynda flokkinn vinn- ur hann á sitt band með því að lofa þeim ráðherraembætti, sem enginn annar kærði sig um. Og að loknum öðrum slíkum pólitísk- um hyggindum leggur Fanfani fram ráðherralistann, sem nýtur stuðnings 329 þingmanna, og er hann á þessa leið: Utanríkisráð- herra: Paul Henri Spaak. Ekki eru menn ánægðir, en Fanfani er það. Hér er maður að skapi kaþólskra og Belgíumenn fá plást- ur á sárið er Briissel hefur verið hafnað sem höfuðborg. Efnahagsmálaráðherra: Ludwig Erhard. Ekki gætu Þjóðverjar kos ið sér betri ráðherra og ekki er óvinsældum fyrir að fara utan Þýzkalands. Erhard er mótmæl- endatrúar og róar það mjög þá sern mest óttast kaþólskt Evrópu- veldi. Fjármálaráðherra: Hugh Gait- skell. Með því að setja Breta í þetta mikilvæga embætti hefur Fanfanj komið á móts við óskir hins nýja Evrópuveldis, sem nú fagnar jafnvægi á við meginlands veldin. Ekki veitti nú af. Varnarmálaráðherra: Georgc Brown. Hernaðaryfirburðir Eng- lendinga gera það sjálfsagt að eft- irláta landa þeirra þetta embætti. Upplýsingamálaráðherra: Willy Brandt. þýzkur jafnaðarmaður. Iðnaðarmálaráðherra: Jean Monnet. Flokksleysingi, hugsjóna- maður um Bandaríki Evrópu. — Nýtur stuðnines franskra radikala Landbúnaðarmálaráðherra: Sigge Mansliolt. Jafnaðarmaður, fulltrúi Hollands í stjómlnni. Félagsmálaráðherra: Giuseppe Saragat, ítalskur jafnaðarmaður. Ráðherra utanríkisverzlunar: — Enrico Mattei, kristilegur demó- krati og ítalskur olíukóngur. Samgöngumálaráðherra: Willi Richter, þýzkur jafnaðarmaður. Flugmálaráðherra: Robert Bur- on, kristilegur demókrati, fransk- ur. Ráðherra innanríkisverzlunar: A. Korthals, frjálslyndur, Hol- landi. Menningarmálaráðherra: André Malraux, Gaullisti. Frakklandi. Dómsmálaráðherra: Jo Grimm- ond, frjálslyndur, Englandi. Siglingamálaráðherra: Harold Wilson, brezka Verkamannafl. Fjölskyldu- og heilbrigðismála- ráðherra: Eugen Gerstenmaier, — kristilegur demókrati í Þýzkalandi. Mótmælandi. Sjávartúvegsmálaráðherra: Osc- ar Gundersen, norska Verkamanna flokknum. Vísindamálaráðherra: Siegfried Balke, kristil. demókr. Þýzkalandi. Kjarnorkumálaráðherra: Jules Moch, franskur jafnaðarmaður. Verkalýðsmálaráðherra: Ray Gunther, brezka Verkamannafl. Þróunarmálaráðherra: Emilio Colombo, kristilegur demókrati, Ítalíu. Ferðamálaráðherra: Alberto Fol- chi, kristil. demókr. ftalíu. Ráðherra vanþróuðu landanna: Pierre Mendes France, franskur radikali. Forsj ármaður auðhringaeftirlits: Heinrich Deist, þýzkur jafnaðar- maður. Forsjármaður tómstundastarfs, elli- og örorkumála og skemmti- málefna: Julius Bomholdt, dansk- ur jafnaðarmaður. (Helzta verk- efni þeirrar stjórnardeildar er að skipuleggja ferðir lífeyrisþega og þýzkra ferðamanna til helztu bað- stranda ríiksins í Suður-Frakk- landi og á Sikiley! Eins og sjá má eru í ríkisstjórn þessari mun fleiri ráðuneyti en að jafnaði eru í ríkisstjórnum og veldur þar um stærð ríkisins og framtíðarverk- efni. Á móti kemur, að ríkisstjórn ir aðildarríkjanna sjá eftir sem áð ur um kirkjumálefni, fræðslu- og húsnæðismál. Fram íslandsmeistari Framhald af 4. síðu. einstaka leikmenn liðanna við þær aðstæður, sem þeir urðu að keppa við. Hjá Fram báru þó þrír menn af, Geir markvörður, Guðjón og Hrannar og Halldór Lúðvíksson var alltaf traustur á miðjunni. En höfuðkosur liðsiss var baráttuvilj- , inn, því hver einasti leikmaður liðsins lagði sig fram af öllu afli og það reið baggamuninn. En ef litið er á leiki liðsins í heild á mótinu getur Fram þakkað þenn an sigur einum manni öðrum frem ur, Geir Kristjánssyni, markverði liðsins, sem hvað eftir annað hefur sýnt frábæra leiki I mótinu, eink- um þó í leikjum Fram gegn Akra- nesi, en í þeim báðum átti Geir gallalausa leiki. Það kann að hljóma einkennilega, að minnast sérstaklega á einn mann í ellefu manna liði — en annað ér ekki hægt, og það veit ég að félagar Geirs verða fyrstir til að viður- kenna. Eftir leikinn afhenti Björgvin Schram, formaður KSÍ, sigurveg- urunum hinn nýja, glæsilega bik- ar, sem nú var keppt um í fyrsta skipti, en gamli bikarinn var tek- inn úr umferð í fyrra — eftir 50 ár. Hver leikmaður Fram fékk einnig verðlaunapening — en þess má geta, að þrír bræður léku með Fram í mótinu — þó ekki í úr- slitaleiknum — þeir Halldór, Birg- i ir og Þorgeir, synir Lúðvíks í ; Lúllabúð, hins mikla Framara. — , Tvisvar áður hafa þrír bræður orð- i ið fslandsmeistarar, þeir Felixsyn- i ir, Hörður, Bjarni og Gunnar með ' KR í fyrra, og áður með KR, Sig- i urjón, Óli B. og Guðbjörn Jóns- | synir. — hsím. VIÐAVANGUR (Framhald af 2. siðu). ur einnig, að nú kosti 320 rúm metra íbúð 521.987 kr. Hefur byigginigarkostnaðurinn þannig hækkað um 170 þús. kr. Út á þessa íbúð á samkvæmt lögum að vera hægt a ðfá 150 þús. kr. en enginn er samt enn farinn að fá svo hátt lán, heldur fá menn enn um 100 þúsund, og það eru nú aðeins 19% af bygg- inÚgarkostnaðinum. Lnig hef- ur því lækkað um 9%. Það er gaman að hæla sér af öðru eins og þessu. Eiginkona mín, Steinunn Ingimundardóttir, er andaðist 26. sept. s.I., verður jarðsungln laugardaginn 6. okt. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar, Sólbakka, Akranesi kl. 13,30. Halidór Jörgensson. Alúðarþakkir mínar til allra þeirra, er auðsýndu mér samúð, við andlát og jarðarför móður minnar, ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR Ólafur Þórarinsson. Innllegar þakklr fyrir samúð og virðlngu við andlát og jarðarför Björns Rögnvaldssonar. Sigríður Hallgrímsdóttir, börn,tengdabörn og barnabörn. Nú að afstaðinni jarðarför dóttur minnar SIGRÍÐAR ÞÓRARINSDÓTTUR langar mig til, fyrir mína hönd, barna minna og dótturbarna, að bera fram okkar innilegustu hjartans þakkir til allra hinna mörgu vina okkar, skyldra sem óskyldra, fjær og nær, fyrlr allt það, sem þið hafið gert fyrir hana i hinum miklu veiklndum hennar. Auk þess, sem það létti og stytti henni stundirnar, var það okkur ómetan leg hjálp og andlegur styrkur í erfiðleikunum. — Svo viljum við einnig þakka af hjarta alla þá samúð, vináttu og þann hlýhug, sem okkur hefur verlð sýndur við andlát hennar og jarðarför. Mann- leg orð ná skammt að tjá þakklæti okkar, en við biðjum guð að launa ykkur og blessa ykkur fyrlr þetta allt. Hallfríður Jónsdóttir, Sauðárkróki. rf MINN, - þriðjudaginn, 2. október 1962 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.