Tíminn - 03.10.1962, Qupperneq 2

Tíminn - 03.10.1962, Qupperneq 2
Svikaferill eldspýtnakóngsins og spillingin í fjármálaheiminum Eldri kynslóðinni mun í fersku minni nafn Ivars Kreugers, eldspýtnakóngsins svonefnda, $em um eitt skeið var auðugasti maður álfunn- ar að því að talið er en framdi sjálfsmorð í hótel- herbergi í París þegar „heimsveldi" hans var hrun- ið til grunna. Og þá kom i Jjós að hann var engu minni svikahrappur en hann var talinn fjármálasnillingur áð- ur. John Gailbraith skrifar for- mála að nýútkominni bók eftir Robert Shaplin um auðjöfurinn sænska sem varð margfaldur milljónamæringur á því að fram- leiða og selja eldspýtur, hækka smásaman verðið um örfáa aura og fækka jafnframt í stokknum um örfáar eldspýtur og auka þannig tekjur sínar um milljón- ir á dag. Þrjár veilur Gailbraith kemst að þeirri nið- urstöðu ‘að ekki sé von á góðu frá hendi hinna mestu fjármála- manna um heim allan með'an menntun þeirra og almennt sið- ferði er ekki meira en raun ber vitni. Hann telur þrjár meginveil ur á fjármálaheiminum: 1) tilhneigingin til að rugla kurt- eisi, ve'l sn'iðtnum fötum og heimsmannlegri framkomu saman við gáfur og réttlætis- tilfinningu. 2) þegar heiðarlegir menn og réttvísir eru háðir og bundnir svikahrappinum og neita að horfast í augu við að eitthvað sé í ólagi. 3) þá hættulega kenningu að allt í viðskiptaheiminum sé kom- ið undir gagnkvæmu trausti. ÖIIu frekar ætti að brýna það fyrir mönnum að allt byggist á gagnkvæmu van- trausti. Hafði hraðann á Síffan segir Shaplen frá ævi- ferli Kreugers, hinum risastóru fyrirtækjum hans og umsvifum, lýsir persónu hans og sálarlífi. Þegar „heimsveldi“ Kreugers hrundí, kom í Ijós, svikahrappur en hann var falinn fjármálasnillíngur aS hann var engu minni áður Allt frá æsku hafði hann hrað- ann á. Hann lauk stúdentsprófi 16 ára gamall og verkfræðingur var hann orðinn innan við tví- tugt, er hann fór til Ameríku í fyrsta sinn. Hann lét fyrst til sín taka í byggingaiðnaðinum notaði fljótvii'kar aðferð'ir við húsbygg- ingar en brátt sneri hann sér að eldspýtunum Faðir hans átti tvær litlar eldspýtnaverksmiðj- ur og með þær hófst hann handa. Hér er ekki rúm til að rekja hvernig hann lagði undir sig hvern markaðinn á fætur öðr- um í cinu landinu af öðru um heim allan og var brátt orðinn svo voldugur að hann gat sett ríkisstjórnum stólinn fyrir dyrn- ar. Stundum aðeins á pappírnum Hann kunni vel að notfæra sér það fjármálaöngþveiti sem ríkti í mörgum löndum eftir heimsstyrjöldina fyrri. Hann hafði þann hátt á að lána ríkis- stjórnum miklar fjárhæðir gegn því skilyrði að hann fengi ein- okun á eldspýtnasölu í landinu. Hnn jók í sífellu umsvif sín og bréf í hlutafélögum hans voru i háu verði, einkum í Bandwíkj- unum. Þriðja lögmál Parkinsons og það allra nýjasta, að útvíkkun hafi í för með sér meiri flækjur, mátti vel heimfæra upp á fyrir- tæki Kreugers. Hann var í sífellu að stofna nýja banka, víðs vegar um heiminn, gífurlegar upphæð- ir voru fluttar frá einu fyi'irtæki til annars, stundum í raun réttri, stundum aðeins á pappírnum. Gat ekki hætt Enginn af trúnaðarmönnum hans hafði hugmynd um hvað veldi hans var víðfeðmt í raun og veru en honum var treyst í fjár- máláheiminum og veldi hans tal- ið stöðugt og traust. Beggja vegna Atlantshafsins var honum sýnt fyllsla traust. Og allt virtist ganga eins og í sögu. Fé var rak- að saman. Kreuger græddi á tá og fingri á ýmsan hátt, t.d. roeð því að kaupa dollara þegar geng- ið var lágt og selja síðan aftur þegar gengið hækkaði. Hann keypti líka gífurlega mikið af fasteignum í Þýzkalandi eftir stríðið þegar verðhrunið varð þar. Hefði Kreuger slakað á klónni áð'ur en i óefni var kom- ið, hefði hann getað átt góða daga það sem eftir var lffsins sem cinn af auðjöfrum heimsins. En hann fékk sig aldrei fullsadd- an. Hann var fjárhættuspilari að upplagi. Hann gat ekki hætt. 11 milljónir á borðið Talið er að allt hafi stað'ið föst- um fótum hjá honum fram í lok þriðja tugs aldarinnar. En eftir heimskreppuna 1930 er talið að farið hafi að halla undan fæti. Verðið á hlutabréfum hans snar- lækkaði um allan heim og hann rúði sig ínn að skyrtunni með því að kaupa sjálfur þessi bréf og einnig með ýmsu, sem hann fitjaði upp á til að bjarga sér. í byrjun ársins 1932 fór hann til Ameríku á ný og þá fór heims- veldi hans að riða til falls fyrir alvöru. Hann var neyddur til þess að skuldbinda sig til að leggja á borðið 11 m'illjónir doll- ara er samningi um samruna tveggja stórfyrirtækja austan hafs og vestan var rift. Sfeig um borð í síðasta sinn Þegar farið var að rannsaka málið ofan í kjölinn kom í Ijós að verðmæti, sem Kreuger hafði talið sig eiga; voru hvergi til nema á pappírnum og samning- ar, sem hann þóttist hafa gert við ýmis lönd — þar á meðal ítalíu Mússólínis — höfðu aldr- FREGNIR HERMA, að hvallr hafi hlauplS á land vestur á BarSa- strönd, um 200 marsvín, sum allt aS 10 metrar aS lengd. Ríkisút. varpið gat um þetta meðal ann. ars, og í sambandl vlS fréttalest- urlnn kom fyrlr smáskrýtiS atvlk, sem sýndl gerla blæbrlgSi íslenzks máls og viðkvæmnl þess í meðför- um. Þ6 er ef tll vlll ekki réttlátt aS kenna þulnum um þetta. BæSi í fréttayfirlitl fyrir og eftlr frétta- lestur, og fréttunum sjálfum sagði þulurinn að smá-hvalavaða hefði hlaupið á land vestur á Barða- strönd. En þegar í Ijós kom, að í vöðu þessari höfðu verið um 200 hvalir, varð hlustendum Ijóst, að þetta hafðl ekki verið smá-hvala- vaða, heldur smáhvalavaða. En það var ef til vill varla von, að þulurinn, sem ekki hafði skrifað fréttlna, áttaði sig á þessu strax. Á þetta er ekki drepið hér til að áfellast þulinn, heldur til að vekja athygli á þeim meiningarmun, serp getur orðlð af litlu tilefni i fram- sögn málsins. EN FYRST farið er að mlnnast á þessa hvalavöðu er ekki rú vegi að staðnæmast vlð þá staðreynd, sem fram kom jafnframt f fréttunum, að litlar eða engar líkur væru til, að unnt yrði að nýta hvalina nema að örlitlu leytl, vegna þess að ó- greiðfært er og ekki fært bllum að landtökustað þeirra. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem hvalavaða hrekst á land og rotnar síðan að mestu niður f fjörunni. Þannlg fór t. d. fyrir nokkrum árum í Hellisvík við Skjálfanda- flóa, og einnig á Þórshöfn. Einna kynl'egast var þó er stór hvalavaða var rekin Inn í Vestmannaeyjahöfn og ekki ný'tt nema að litlu leytí, en afgangurinn rekinn aftur út úr höfninnl, þegar Vestmannaeyingar þurftu að fara á þjóðhátíð sfna. Þá er mönnum og f fersku minnl, er búrhvelin voru rekin á land í Vopnafirði og rotnuðu síðan niður í fjörunnl, sprungu af rotnunar- gasl með ferlegum dunum og lagði óþef mikinn yflr byggðarlag- IS. Það skeður sem sé töluvert oft, að hvalir eru reknir hér á land eða hlaupa af sjálfsdáðum, og oftast verður þetta mlkla verðmæti að litlu sem engu. Sú var tíðin, að hvalreki þótti heldur en ekki björg f bú hér á landi, jafnvel svo að orðtakið helzt enn í málinu sem almennt heiti á óvæntum og mikl. um höppum. EN HVALREKAR eru orðnir íslend- ingum til lítils gagns, því að þeir kunna ekkl að notfæra sér þá. En þetta hlýtur að stafa af hjárænu- skap og framtaksleysi. Ef menn brygðu við og sendu bá'ta eða skip á vettvang þegar í stað mætti án efa láta sklpið liggja fyrir landi, þar sem hvalirnlr væru fyrir, festa síðan dráttartaug ym sporð hvala uppi f fjöru og láta vindur skips- ins draga hvallnn út og að skipi og síðan um borð. Þannig mættí fylla lestar og flytja hvalina síðan til nýtingar í hvalstöð. — Hárbarður. IVAR KREUGER ei verið undirritaðir. Sænska tröllið rambaði á banni tortím- ingar. Hann fór um borð í lúx- usskipið sem flutti hann hinzta sinni yfir Atlantshafið og beindi för sinni heim í lúxusíbúð sína í París. Þann 12. marz 1932 kvað' við skothvellur sem batt endi á líf hans. Hann framdi sjálfsmorð þegar leiktjöldin tóku að falla allt í kringum hann. Og nú tók við þrotlaust starf margra manna að rannsaka hag og rekstur allra fyrirtækja hans í mörgum lönd- um, margir töpuðu stórfé og enn fleiri urðu öreigar. Um allan heim gætti áhrifanna frá hinni hrynjandi spilaborg hins sænska sjónhverfingamanns. Uppi voru raddir um að Ivar Kre'uger hefði verið myrtur en það var Torsten bróðir hans, sem aðallega stóð fyrir þeim orðrómi til að hreinsa málstað bróður sins. Og hvernig var hann svo í hátt, þessi fjármálajöfur, sem tókst að draga heiminn svo á tálar? Svar- ið hlýtur að koma flatt upp á alla; Hann var óvenju leiðinlegur maður. Augsýnilega hefur hann ekki haft áhuga á neinu öðru en peningum, baráttunni um völdin. Hann var vel upp alinn, vel klæddur, mjúkmáll, kurteis og háttprúður, en óhemju leið- inlegur. Áhugi hans á listum, bók- menntum og leikhúsum var langt undir meðallagi. Hann hafði eng- an áhuga á manneskjunni sem slíkri, nema hvað viðkom við- skiptum hans. Hann stundaði engar íþróttir og útivist kærði hann sig ekki um. hann keypti alltaf sömu tegund af blómum. Hann átti sér mörg heimili í hinum ýmsu höfuðborgum, þau voru öll ríkulega búin en án alls persónulegs svipmóts, líktust helzt hótelherbergjum. Ásrtar- ævintýri hans voru afar hvers- dagsleg og sviplaus. Hann var í rauninni ekki kvæntur nema fjármálbrellum sínum og við- (Framhald á 12. síðu). Mikil blinda Mongunblaðið hefur undan- farið birt nokkrar igre'inar und ir samhcitinu „LANDIÐ OKK- AR“. Eru þetta greinar, sem blaðamenn við blaðið hifa skrifað’ eftir hc'imsókn á ýmsa staði, cinkum kauptún og kau.p staði. Er í greinum þessum fjallað um atvinnulíf og um- svif á staðnum ásamt öðru. í raun og veru er fátt nenna gott um þessar greinar að segja og virðingarvert, þeigar dagblöð reyna að' leita efnis út fyrir heimabæ sinn. TÍMINN Irefur t. d. haft fréttamann í förum í sumar um Austur- og Norðausturland, og bafa birzt eftir hann mi'l'Ii 40 og 50 gre'in ar Oig viðtöl af þessu lands- svæði ásamt myndum, sem hann tók. Er helzt svo að sjá sem Mbl. hafi ekki þótt sætt öllu lengur heima og tekið að senda sína menn út af örkinn'i í hópum undir haustið. Það er aðeins eitt, sem er ofurlítið kynlegt við þessiar Mbl.greinar um „landið okk- ar“. Oftast er það svo á hinum Stærri stöðum, sem Mbl. heim- sækir og skrifar um, að þar eru kaupfélög og önnur samvinnu- félöig aðalafl athafna- og við- skiptalffsins. Meginhluti verzl- unarinniar er á vegum þeirra og mangvísleg atvinnutæki, út- gerð, fiskverkun og jafnvel verksmiðjur. En það er eins og Mbl.-maðurinn sjái þetta ekki á viðkomandi stöðUm. Það er svo að segja aldrei — eða aldr- ei — m'innzt 'á starf kaupfélag- anna eða þá menn, sem þar vinna. Og oftast tekst þeim Mbl.-möqnum ,að sýna myndir af þessum stöðum, án þess að þar sjáist kaupfélagshús. Talandi dæmi um þetta er 'grein, sem birtist í Mbl. í gær um Blönduós. Blönduós er m’ikill samvinnubær og þar eru margar greinar siamvinnurekstr ar — kaupfélag, sláturfélag og ínjó'lkur&amlaig o. fl. — En Mbl. tekst að skrifa svo heil.a síðu um Blönduós og mál stað- arins, að þar er ekki minnzt á samvinnufélög eða starf þeirra. Ókunnugir, sem Iesa grein þessa, hljóta því að halda, að þar sé ekkert samvinnufélag til oig ekkert samvinnustarf. En kunnugir verða harla undrandi, því að þeir vita, að samvinnu- starfig þar er sterkast'i og gild asti þátturinn í umsvifum og athafnalífi Blönduóss eins -og svo víða .annars staðar. Það leynir sér ekki, að menn irnir, sem Mbl. send'ir, hafa um það gild fyrirmæli, að fara sem mcst fram hjá starfi sam- vinnumanna. Þetta er gömul og ný saga. Merkt nýmæli Á kjördæmisþingi Framsókn armanna á Norð-Austurlandi, sem haldið var í sumar, voru mörg merk mál til umræðu og ályktanir gerðar um þau. Hér skal minnt á eitt merkilegt ný- •uæli, sem þar var hreyft og samþykkt um eftjrfarandi á- lyktun: „Með skírskotun til aðkall- andi nauðsypjar þess að vanda þær sjávarvörur, sem út eru fluttar í samkeppni við vörur annarra fiskveiðiþjóða felur kjördæmisþingið þ-ingmönnum Framsóknarflokksins j kjör- dæminu að gangast fyrir því, að komið verði hérlendis upp fiskignskóla, einuin eða fleiri, þar sem matsmenn, verkstjórar og aðrir, sem þýðingarmikil störf vinna eða vjlja búa sig (Framhald á 12. síðu). T í MIN N , miðvikudaginn 3. október 196

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.