Tíminn - 03.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þó-rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, augl'ýsingar og aðrar skrifstofur í Ranka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Sannleikurinn um gjaldeyrisstöðuna Ríkisstjórnin hefur látið útvarpið birta skýrslu um gjaldeyrisstöðu bankanna, sem er mjög villandi, þótt töl- urnar séu sennilega réttar svo langt sem þær ná. Helztu tölurnar eru þær, að í febrúarlok 1960, þégar viðreisn- arlögin voru sett, þafi gjaldeyrisstaða bankanna verið óhagstæð um 216 millj. kr., en í ágústlok nú hafi hún ver- ið hagstæð um 879 millj. kr. Raunverulega hafi hún því batnað um nær 1100 milljónir króna. Rétt er að geta þess að frá þessari upphæð dregur hún 300 millj. kr., sem eru auknar lausaskuldir einkaaðila, og 173 millj., sem er gjafafé frá Bandaríkjunum. Þessum frádrætti sleppa stjórnarblöðin í útlegging- um sínum, þótt hann nema hvorki meira né minna en nær 500 millj. kr., og fullyrða hiklaust í stórum fyrir- sögnum (sbr. Vísir) að gjaldeyrisstaðan hafi batnað um 1100 milljónir! Við þessa skýrslugerð ríkisstjórnarinnar er þetta fyrst og fremst að athuga: Ef gera á upp bætta gjaldeyrisstöðu í valdatíð núv. stjórnarflokka, þá er rangt að miða við 1. marz 1960, heldur á að miða við áramótin 1958, er þeir tóku við völdum. Samanburður við febrúarlok er líka algerlega villandi, þar sem gengislækkunin hafði raunverulega ver- ið tilkynnt með löngum fyrirvara og innflytjendur höfðu keppzt við að flytja inn vörur fyrir hana og útflytjendur drógu að flytja út og yfirfæra. Gjaldeyrisstaðan var því raunverulega miklu betri þá en tölur bankanna sýndu. En samanburður við árslok 1958 lítur þannig út. Gjaldeyrisstaða bankanna í árslok 1958 var hagstæð um 228 millj., en var hagstæð í ágústlok nú um 879 millj. kr. Frá gjaldeyrisstöSunni nú ber hins vegar að draga 300 millj. kr., sem er stutt vörukaupalán einka- aSila, en ekki voru nein í árslok 1958, þvi aS þau voru ekki leyfS þá. Ennfremur 173 millj. kr. eSa ameríska gjafaféS. Þegar þessar tölur hafa veriS dregn- ar frá, ásamt erlendri inneign bankanna í árslok 1958, verSa ekki eftir nema 177 millj. kr., er segja má aS sé betri gjaldeyrisstaSa bankanna nú en í árslok 1958. Þetta verður vissulega ekki talinn mikill árangur, þegar þess er gætt, að gjaldeyristekjur þjóðarinnar hafa aldrei verið slíkar og nú vegna hinna miklu síldveiða bæði vetur og sumar og að kaupmáttur almennings hefur verið stórskertur með dýrtíðar- og verðbólguráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar. Tvímælalaust er þetta miklu minni árangur en búast mátti við af góðærinu og kjaraskerðing- araðgerðunum. Það, sem hér hefur gert strik í reikninginn, er það, að á sama tíma og kjörin hafa versnað hjá almenningi, hafa meiri fjármunir safnast á færri hendur og ýmis konar einkaeyðsla þessara aðila aukist og kallað á auk- inn innflutning. Það hefur að miklu leyti vegið upp þann samdrátt innflutnings, er hlotist hefur af skert- um kjörum almennings. Ef allt væri með felldu, ætti gjaldeyrisstaðan heldur að batna fram til áramóta vegna hinna miklu gjaldeyris- tekna af síldveiðunum. Þess ber svo að gæta, að gjaldeyrisstaða bankanna tek- ur ekki til hinna föstu umsömdu skulda þjóðarinnar er- lendis. Þeim er að sjálfsögðu haldið alveg utan við. Þess- ar skuldir hafa aukist um mörg hundruð millj. króna síðan í árslok 1958. 1 heild er því staða þjóðarinnar út á við mun lakari nú en í árslok 1958. Það er ekki glæsileg útkoma eftir mesta góðæri, sem* hér hefur nokkru sinni verið við sjávarsíðuna. BJÖRN GUÐMUNDSSON: Ráðhús Reykjavíkur A fundi borgarstjornar Reykja víkur 6. sept. s. 1. var á dagskrá fyrirspum í sex liðum um ráð- húsbyggingu frá Birni Guð- mundssyni. Fyrirspurnin var svohlj'óðandi: 1. Hvað líður undirbúningi að byggingu ráðhúss Reykjavík- ur? 2. Er nokkur breyting fyrirhug- ug um staðarval ráðhússins? 3. Er búið að teikna ráðhúsið? 4. Hvenær verður hægt að byrja á byggingu hússins? 5. Hvað er búið að greiða mikið í kostnað við undirbúning byggingarinnar? 6. Hvert er kjörtímabil ráðhús- nefndar? I stuttri framsögu með fyrir- spurninni taldi B. G. það megin tilgang sinn, að gera tilraun til ag rjúfa þá þögn og kyrrstöðu, sem virtist hafa færzt yfir þetta mikla og sjálfsagða framkvæmda mál borgarinnar. Borgarfulltrúum myndi vænt- anlega öllum ljós þörf og metn- aður Reykjavíkur, til að eignast sitt eigið hús, — sitt eigið heim- ili fyrir skrifstofur sínar og stjórn. Allir einstaklingar, sem nokkra möguleika hafa, reyna að eignast sína eigin íbúð, og leggja oft ótrúlega mikið á sig til að ná því takmarki. Þeim, sem reka ýmsa atvinnu, verzlun, margs konar iðnað o fl., leggja mikla áherzlu á, að byggja yfir atvinnurekstur sinn. Sama á að gilda fyrir bæjar og sveitarfélag og þá ekki síz< fyrir höfuðborgina. Er alkunna, að bæjar og sveit arfélög hafa um lengri tíð talið sjálfsagt að eignast og eiga þinghús eða [ bæjunum vinnu- heimili fyrir starfsmenn sína og fundarstað fyrir stjórnendur bæj anna. Og fyrir nokkrúm árum virt- ist bæjarstjórn Reykjavíkur vera vöknuð til vitundar og áhuga um ráðhúsbyggingú og tók þá að leggja fé' til hliðar i ráðhússjóð, sem 1959 mun hafa verið orðinn 5 millj. króna. En þá var því framtaki hætt! Eins var fyrir nokkrum árum samþykkt, að velja ráðhúsinu stað í og við tjörnina .norðan Björn Guðmundsson vert. Hefur sú ákvörðun stund- um verið ailmikið umdeild. Enn má geta þess, að 1955, eða fyrir 7 árum, var kosin ráð- húsnefnd. Um kjörtíma hennar er ókunnugt, en mjög er eðli- legt, að nýtt kjör fari fram eft- ir hverjar borgarstjórnarkosn- ingar. Þá bárust og fréttir um, að valdir hefðu verið menn til að teikna ráðhúsið. Einhver ágrein ingur kom upp um þá vinnuað- ferð, sem nú virðist þó löngu þagnaður. En það hefur einnig færzt þögn yfir málið i heild. Þá þögn er ástæða til að rjúfa Menn spyrja: Hvað er að ger ast í ráðhúsbyggingarmálinu? Borgarstjóri (settur) svaraði fyrirspurnum B. G. — Um fyrsta lið upplýsti hann, að borgar- stjóri hefði á fundi í borgar- stjórn 1. marz s. 1. gefið vonir um að teikningar af húsinu yrðu tilbúnar á þessu ári. Um 2. lið, að um staðarval væri engin breyting fyrirhuguð. Um 3ja lið var neitandi svar. Um 4. lið, hvenær hægt yrði að byrja á byggingunni, væri ekki vitað. Um 5. Uð, kostnaðinn við undir búninginn, upplýsti borgarstjóri, að hann væri orðinn kr. 2.351. 172,07. Um, 6. lið, að kjörtímabil ráðhúsnefndar væri óákveðið. Hún hefði fyrst verið kosin 1955 og aftur 1959. Að fengnum þessum Svörum setts borgarstjóra, bar B G. fram svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherzlu á, að hraðað sé undirbúningi ráðhúsbyggingar- innar og þegar hafizt handa um framkvæmdir, að undirbúningi loknum“. Samþykkt var með 9:4 atkv. að vísa tillögunni til umsagnar ráð- húsnefndar. Stuttur eftirmáli. Við framangreinda frásögn skal þessu bætt. Mbl. 20. sept. telur fyrirspurnir og tillögur. sem að framan er lýst, sönnun þess: „hve gjörsamlega áhugalausir Framsóknarmenn eru um all:, er vigkemur málefnum Reykja víkur“ og bætir við, að þeir hafi virzt alls ófróðir um gang þessa máls Og er þetta raunar ekki í fyrsta sinn, sem Mbl. bregður þeim um fáfræði. Vissulega munu borgarfulltrú- ar Framsóknarflokksins ekki taka sér nærri fáfræðiglósur Mbl, eða láta þær hamla sér frá að reyna að fá varpað ljósglætu á ýmis borgarmálefni, sem ekki virðist áhugi á að mikið séu rædd. Af svörum borgarstjóra er þetta Ijóst: Þrátt fyrir 7 ára starf ráðhúsnefndar, er enn ekki biíið að teikna ráðhúsið. En það er búið að verjá til undirbún- ings byggingarinnar, sennilega mest til teikninga, rúmlega tveimur mirijónum og þrjú hundruð oig fimmtíu þúsundum króna. Virðast fjárgreiðslur ekki hafa verið skornar við nögl og kjósa menn gjarnan að.sjá einhvern meiri árangur af starfi ráðhúsnefndar, heldur en millj- óna greiðslum úr sámeiginlegum sjóði borgaranna. Frá hendi undirritaðs eru það vinsamleg tilmæli til Mbl., að það hugleiði, að ráðamenn Reykjavíkur eru búnir að stjórna borginni um ótalin góð- æri, en hefur þó enn þá ekki tekizt að sýna svo mikinn áhuga á málefnum Reykjavíkur, að borgin eigi einfalt og virðulegt húsnæði yfir aðalskrifstofur sín- ar. Enn er kúldrazt í óhentugu leiguhúsnæði. Og á meðan svo er, færi vel á að þíð töluðuð ekki mikið um áhugaleysj ann- arra. NÝTT SAFNRST: \ Islenzkir samtíðarmenn Tveir þekktir bókaútgefend ur, Gunnar Einarsson og Oli- ■ ver Steinn, boðuðu blaða- menn á sinn fund nýlega, og skýrðu þeim frá merkri bóka- útgáfu, sem þeir eru að hleypa af stokkunum. ' Sr. Jón Guðnason, fyrrverandi skjalavörður, hafði annars orð fyrir hinni nýju útgáfu. Er þar um að ræða fyrirtæki, sem hlotið hefur nafnið Útgáfan Samtíðar- menn, og er henni ætlað að gefa út á næstunni ritverk, sem ber nafnið íslenzkir samtíðarmenn. Ritstjórn verksins skipa þrfr mcnn: Haraldur Pétursson, safn- hússvörður, sr. Jón Guðnason, fyrrverandi skjalavörður. og Pét- ur Haraldsson, prentari. Eins og nafnið ber með sér, er ætlunin að bók þessi verði heim- ildarrit um fólk það, sem landið byggir á þeim tíma, er hún kemur( út. Er hún að því leyti frábrugð- in þeim heimildarritum, sem áð- ur hafa verið gefin hér út. Verð- ur þar að finna nöfn og helztu æviatriði þess fólks, sem mest ber á í þjóðlífinu, opinberra emb- ættismanna, forystumanna í at- : vinnu- og félagsmálum o. s. frv. Mikig undirbúningsstarf hefur þegar verið unnið að þessu verki. Er búið að velja úr fjölda manns, sem nú um mánaðamótin verður sent bréf með eyðublöðum fyrir upplýsingar um ýmiss konar ævi- atriði þeirra, störf og afrek Er þess vænzt, að menn bregðist fljótt og vel við og sendi upplýs- ingarnar. til baka, eins fljótt og þeim er unnt. Þegar ritstjórnin hefur fengið í hendur upplýsingar þær, sem hinir útvöldu gefa um sjálfa sig, er þó enn mikið starf eftit. sem sé ag samræma upplýsingar að svo miklu leyti sem unnt verður. Upphaflega var ætlunm, að í þessu verki yrðu nöfn.um það bil 4000 manns, en nú er talið sýnt, Framh. á 15. síðu T IM I N N , miðvikudaginn 3. október 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.