Tíminn - 03.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.10.1962, Blaðsíða 8
Vel hef ur „heppn- azt" viðreisnin! Stjórnarflokkunum finnst að þeir hafi unnið mikið af- rek í húsnæðismálum. Ætl- ast þeir til að húsbyggj- endur þakki þeim nú ræki- lega viðreisnarafrekið. En það sem húsbyggjendur eiga að þakka viðreisnar- flokkunum er m.a. þetta: Hver rúmmetri í íbúð hefur hækkað í verði um 485 krónur á síðusfu 4 ár- um. 300 rúmmetra íbúð hef- ur hækkað um 146 þúsund krónur. 330 rúmmetra íbúð hef- ur hækkað um 160 þúsund krónur. 360 rúmmetra íbúð hef- ur hækkað um 175 þúsund krónur. Hver sem byggir 300 rúmmetra íbúð, verður nú að leggja fram úr eigin vasa, þegar húsnæðislán er frá dregið, um 389 þús. kr. eða um 116 þús. kr. meira, en þurfti að gera fyrir 4 árum. Sé íbúðin 330 rúmmetrar þarf eigið framlag að vera um 438 þús. kr. eða um 130 þús. kr. meira en áð- ur. Og sé íbúðin 360 rúm- metrar þarf eigið framlag að vera um 487 þús. kr. eða 'um 145 þús. kr. meira en fyrir 4 árum. Heildarverð íbúðar er nú: 300 m3 um kr. 489 þús. 330 m3---------538 — 360 m3---------587 — Mikil er dýrðin hjá þeim, sem nú þurfa að eignast þak yfir höfuðið!! Mikið má unga fólkið þakka viðreisn- arflokkunum fyrir húsnæð- isafrekin!!! Minningarorð: Iris Jónasdóttir MIN NIN C: Gunnar Þorsteinsson bóndi, Hnappavöllum Fæddur 31. maí 1913. Dáinn 16. júní 1962. KVE8JA Ævi þín leið í faðmi hárra fjalla, fönnum sem skarta, Öræfasveitin átti hug þinn og hjarta. Þess vildir velidi hrinda, veginn sem tefur. Grimm er elfan gráa, • gjaldið sitt krefur. Hvíl í friði, Gunnar, fannkrýnd fjöllin vaka foldu þar yfir. Minningin hugljúf liðinn sem lifir. Á. S. Öræfasveit er ein hin afskekkt- asta byggð landsins. Framundan byggðinni lyftir útsærinn „þung- um og móðum bylgjubarmi" við hafnlausa strönd. Að^baki hennar gnæfir hæsti jökull íslands, tígu- legur á svip og mikill í sínu veldi. En til beggja hliða liggja víðáttu- miklir eyðisandar, þar sem ólg- andi jökulár falla í stríðum straumum að ægi fram. Innan þessara takmarka er hin friðsæla og fagra byggð, Öræfa- sveitin, með „björk og lind í hlíð". íbúar þeirrar sveitar hafa löng um átt við örðugar samgöngur að búa. Forðum daga urðu þeir að fara langar og torsóttar verzlunar ferðir á hestum yfir eyðisanda, vatnsföll og skriðjökla eða þreyta áratog á úfnum brimsjó fyrir opnu hafi. En á þeirri vélaöld, sem nú rík- ir, er baráttan við samgönguerfið- leikana einkum í því fólgin að opna leið vélknúnum ökutækjum, m. a. með 'brúargerðum yfir árn- ar, sem eru hinar mestu sam- gönguhindranir á þessum slóð- um. Á s. 1. vori var ráðizt í það stór- virki, að brúa Fjallsá á Breiða- merkursandi. Meðal þeirra, sem að því unnu, var Gunnar Þorsteins son, bóndi á Hnappavöllum í Ör- æfum. Hafði hann, eins og fleiri Öræfingar, löngum haft mikinn áhuga á þessari samgöngubót. Og nú, þegar hafizt var handa, var hann tilbúinn að ljá hönd að þessu verki, enda þótt verkefnin væru næg heima fyrir. Verkalaunin voru honum tvígild. Þau veittu honum fjárhagslegan stuðning við kostnaðarsaman búrekstur, og hann hafði yndi af að taka þátt í framkvæmd þessa mikla og lang- þráða mannvirkis. Brúargerðinni miðaði vel. áfram undir öruggri forgöngu þaulæfðra og vaskra manna. Dag frá degi nálgaðist það takmark, að kom- izt yrði hindrunarlaust yfir hma jörmunelfdu jökulmóðu, sem lengi hafði reynzt vegfarendum ill viðskiptis. Laugardagurinn 16. júní renn- ur upp. Senn líður að því, að bónd inn á Hnappavöllum telur sér ekki lengur fært að dvelja fjarri heim- ili sínu. Hann veit, að margvísleg bústörf bíða hans heima. En hann hugsar til þess með bjartsýni og ánægju að ganga nú að þeim af alefli. Hann hefur reynslu af því, að miklu má afkasta vorlangan daginn. Á næsta degi, lýðveldis- hátíðinni, ætlar hann að fylgja dóttur sinni til fermingar. Máske hefur aldrei sýnzt glæsilegri kafli' framundan á ævileig hins bjart- sýna bónda en einmitt þennan laugardagsmorgun. Engan mannlegan huga gat grunað, að höfundur lífssögunn- ar miklu hefði á þessum degi ákveðið sögulok í ævi þessa starfs glaða manns. — En „fótmál dauð- ans fljótt er stigið". Skyndilega hrasar Gunnar af vinnupalli við brúarstöpul, fellur í hyldýpi ár- innar og er hrifinn af straum- þunga, sem mannlegur máttur fær eigi rönd við reist. Vinnufélagar bregða skjótt við til bjargar. En Fjallsá er fastheldin á herfang sitt. Það er sem hún uni því ekki hefndalaust að vera nú senn svipt einræðisvaldi sinu á þessari ferða mannaleið. Þegar Gunnari er náð úr greipum árinnar, reynast allar lífgunartilraunir árangurslausar. — Jarðlífsdagar hans eru þegar taldir. Gunnar var fæddur að Hnappa- völlum hinn 31. maí 1913. Foreldr- ar hans voru Guðrún Þorláksdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson, er þar bjuggu, bæði af grónum bænda- ættum í Öræfum. Þau hjón eign- uðust tvo syni og var Gannar þeirra yngri. Ungir misstu þeir bræður föður sinn, en ólust upp í skjóli móður sinnar óg föður- bræðra, unz þeim vannst aldur til að stofna í félagi sitt eigið bú að Hnappavöllum, ásamt móður sinni. Hafa þeir bræður búið þar síðan félagsbúi, unz leiðir skildu við hin miklu vegamót lífs og dauða. Eldri bróðirinn, Páll, valdist ung- ur til kennslu- og félagsmálastarfa utan heimilis og hefur nú átt setu á Alþingi í tvo áratugi samfleytt. Eins og að líkum lætur, hvíldu því bústörfin mest á Gunnari lang tfmum saman, enda var hann aldrei að heiman langdvölum, ut an einn vetur, er hann stundaði nám við bændaskólann á Hólum. Gunnar var kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur frá Hofi, dugnaðar- og skýrleikskonu, sem af einstakri atorku og hagsýni studdi mann sinn í umsvifamiklum bústörfum jöfnum höndum utan húss og inn- an. Þau eignuðust tvær dætur og einn son. Dæturnar eru nú báðar fermdar, en sonurinn aðeins 6 ára. Gunnar var einn þeirra manua, sem aldrei lét sér verk úr hendi falla, enda þótt hann yrði fyrir þeirri raun á öndverðum búskapar árum sínum ag bíða mikinn hnekki á starfsþreki sínu, er hann bjó að æ síðan. Hann var ófús að láta smámuni hindrjL sig í að ná þeim áformum, sem hann hafði sett sér, setti lítt fyrir sig, þótt vinnudagur yrði stundum aö vera strangur og langur til ag ná ákveðnu takmarki. Eg minnist þess líka frá hugljúfum samveru stundum æskuáranna, að ungur hafði hann mætur á þessu erindi: „Sé takmark þitt hátt, þá er alltaf örðug för, sé andi þinn styrkur, þá léttast stríðsins kjör. Sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sérhver aftur, sem mætir þér" Með þrotlausri iðni og þraut- seigju og dyggilegri aðstoð bróð- ur síns og fjölskyldu hafði honum tekizt að koma í verk stórfelldum umbótum á ábýlisjörðinni bæði að húsakosti og landsnytjum, er ber þvj vitni, að þar hafa hugir og hendur lagt alúð við. Með þjóðmálum fylgdist hann af áhuga, gerði sér far um að meta kost og löst hvers máls, sagði meiningu sína ákveðið og hispurslaust hverjum, sem í hlut átti og vildi jafnan miða ákvarð- Fædd 16. júlí, 1937. Dáin 8. sept. 1963. HINN 12. september síðastliðinn v.ar sérstæð og sorgleg minning- arathöfn í kirkjunni í Höfðakaup- stað. Þar var kvödd hinztu kveðju íris Jónasdóttir húsfrú, kona Há- konar Magnússonar, skipstjóra hér í kauptúninu. Sá óvænti og sorglegi atburður gerðist hér laugardaginn 8. sept. s. 1., er Hákon Magnússon kom heim af síldveiðum á m.b. Húna, eftir vel heppnaða síldarvertíð, að fris, kona hans, eins og margir fleiri, fór niður á hafnargarð að fagna komu mannslns síns. Þá vildi það til að eitthvað bilaði í bíl henn ar, sem varð þess valdandi, að bif- reiðin rann stjórnlaus fram af hafn argarðinum í sjóinn. Allir, sem ! í bifreiðinni voru, (tvær ungar dæt ur þéirra hjóna og systir írisar) björguðust nema íris. Hún komst I ekki út úr bifreiðinni og náðist ekki, fyrr en dáin, þrátt fyrir ýtarlegar tilraunir þeirra, sem unnu að björguninni. Tilhlökkun og fögnuður margra vina snerist með svo skjótri svipan í sárustu sorg og söknuð. Móðirin, eigin- konan var horfin af sviði lífsins á þessari örlaga-stund. Hún, sem vildi vera hin sanna sjómanns- kona og taka á móti manni sfnum, eins og svo margar konur á und- an benni höfðu gert, eftir langan aðskilnað, með því að heilsa hon- uni um leið og hann sté á land; Ég, sem þetta rita kynntist fris sálugu, þegar hún fluttist sem ung eiginkona hingað í kauptúnið. Hún er fædd í Reykjavík 16- júlí 1937. Foreldrar hennar eru Jónas Karlsson, Einarssonar, fyrr- verandi bæjarfógeta í Vestmanna eyjum og Margrét Einarsdóttir, Hjúkrunarkona frá Akranesi. Hún ólst að mestu upp hjá afa sínum og ömmu á Akranesi, og þar taldi hún sitt bernsku- og æskuheimili. Auk barnaskólanáms stundaði hún nám í Gagnfræðaskóla Akra- ness og Reykholtsskóla, og að lok- um í Húsmæðraskóla Reykjavík- ur. Háttprýði hennar og öll fram- koma bar henni þann vott, að henni hefur orðið gagn að skóla- göngu sinni, og þannig gat hún launað ömmu sinni og foreldrum anir vandamála við nána íhugun frá öllum hliðum. Kátur og létt- lyndur var hann í vinahópi og gat af einlægni tekið undir með höfundi Hávamála: „Glaðr og reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana". Við hið sviplega fráfall Gunn- ars Þorsteinssonar hefur byggðin hans, öræfasveitin, hlotig það áfall, að „grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hverjum". En sárastur er þó söknuðurinn meðal fjölskyldu hans. Eiginkona, börn, háöldruð móðir og bróðir hafa skyndilega og óvænt verið lostin þungum harmi. En þeir, sem til þekkja, vita, að á heimili þeirra er fyrir hendi sú lífsreynsla og það trúartraust, sem veitir þeim stillingu og þrek í raun. Þessum fátæÉu orðum fylgja innilegustu samúðarkveðjur til allra ástvina míns fallna fóstbróð- ur, er ég minnist hér Og að lok- um vil ég beina til þeirra, sem um sárast eiga að binda, þessum orðum skáldsins: „Mundu, það er guðs hjör, er við hjarta þér kemur, og höndin helgasta, er hrellir þig". Þ. Jóh. þeirra þátt í uppeldi hennar. Tæp lega tvítug að aldri 12. maí 1957 giftist hún eftirlifandi manni sín- um Hákoni Magnússyni héðan úr Höfðakaupstað. Þá fluttist hún hingað og bjó hér síðan til .dauða- dags. Það var bjart og hlýtt yfir heim ili þeirra. Bæð4 voru þau sérlega glæsileg í sjón og bæði hrífu þau hugi allra þeirra, sem urðu þeirra samferðamenn. íris var ætíð glöð í lund, ör og hispurslaus í tali og hreif aðra með framkomu sinni og glæsileik. En það fer flestum svo, sem átt hafa gott æskuheim- ih, að það gleymist ekki svo fljótt, og svo fór með fris sálugu. Þrátt fyrir létta lund og lífsgleði og það •góða og fallega heimili, sem þau höfðu skapað sér hér í kaupstaðn- um, festi hún eki yndi hér. Því var það, að Hákon seldi íbúð þeirra hér og ákvað að flytja til æskustöðva hennar, Akraness, og halda þar áfram lífi og starfi með konunni sinni, ungu og fallegu og börnunum, sem þau kynnu að eign ast, en þau hafa þegar eignazt tvær fallegar og myndarlegar dætur, Margréti 6 ára og Guðbjörgu Magn eu 3ja ára . . . „en lofaðu engan dag fyrir sólarlags'stund". Þessir framtíðardraumar hurfu og urðu að engu þennan kalda og sorglega laugardag. Góð móðir er gulli betri, og ekk ert er eins dýrmætt og góð eigin- kona. Móðirin lifir fyrir börn sín og eiginmann og er hún alsæl, þeg- ar góð börn og góður eiginmaður eru hjá henni. Góð móðir byggir heimilið og elur upp kynslóðirnar, og góg heimili eru undirstaða góðs þjóðféíags. íris hafði byggt hér gott heim- ili, en festi hér ekki rætur, nú ætlaði hún að byggja upp heimili þeirra hjóna á æskustöðvum sín- um. „Mennirnir álykta, en guð ræð- ur", stendur í hinni merku bók, Biblíunni, og svo fór hér. íris sál- uga var jarðsett í kirkjugarðinum að Görðum á Akranesi laugardag- inn 15. september s. 1. Þar er hún kvödd hinztu kveðju allra þeirra mörgu, sem kynntust þessari hug- þekku konu. Eiginmaður og dæt- ur, amman aldraða, foreldrar og tengdaforeldrar, systir hennar og aðrir ástvinir signa þar leiði henn ar. Lífið heldur áfram. Stjarna skín af himni til okkar, sem enn göngum hér um garða. Sú stjarna lýsir okkur, gömlum og ungum ófarnar ævibrautir. Það er bæn okkar, sem stöndum hjá, að þessi stjarna Iýsj ástvinum dánu kon- unnar á lífsleið þeirra, hvort sem hún verður stutt eða löng. Þá mun vel fara. Páll Jónsson. 8 TÍMINN, miðvikudaginn 3. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.