Tíminn - 03.10.1962, Page 9

Tíminn - 03.10.1962, Page 9
DROTTNINGIN AF KONGO BYR I Á MÖRGUM smástöðunum í hin- um stóra heimi er einhver ókrýnd drottning, sem dáð er af íbúunum fyrir fegurð, yndisþokka — eða dálaglega bankainnstæðu. Dona Isabel í smábænum Sao Salvador í norðurhluta Angola er lítil smá- borgaraleg svertingjakona, en þeg ar hún gengur um götur bæjarins hneigja allir innfæddir vegfarend- ur sig fyrir henni — því að heima á hún raunverulega kórónu í kom- móðuskúffunni. Dona Isabel ber það með sér, að stundum beri hún djásn og gersemar, en það gerir hún því að hún er síðasta eftirlif- andi drottning kongósku konungs ættarinnar, sem rekur hinar tignu ættir sínar allt til 14. aldar. Þessi smábær heitir í rauninni Sao Salvador de Congo, en hið gamla konungsríki Kongó náði bæði yfir það landssvæði, sem nú er norðurhluti Angola og allt nú- verandi Kongó og á blómatímum konungsríkisins var Sao Salvador, sem þá hét Mbanza, höfuðstaður ríkisins. Auk kórónu og djákna Dona Isa- bel, eru það rústir þær, sem minna á hina fornu frægð er gera bæinn merkilegan, og þó eru rústir sjald séðar í hinni myrku Afríku — frumskógurinn og hitabeltisloftslag ið sjá fyrir því. Kirkjurústirnar bera það með sér, að þar hafa stað ið mikil guðshús með hvelfingum, sem bergmáluðu af kristnum messu- og sálmasöng og á leiðun-. um í hinum yfirgefnu kirkjugörð- um má enn lesa konunganöfn. Og innan um þessar sömu rústir er ef til vill að finna síðustu leifar heið inna hofa, þar sem margur hefur látið lífið á blóðstallinum. Nýlenduveldið í Angola, Portúgal ir, hafa lagt mikla áherzlu á að sýna gestum þessar fornu rústir og telja þær sanna, að veldi Portú- gala í landinu hafi hafizt með frið samlegu og vinsamlegu sambandi hvítu mannanna og hinna inn- fæddu. í Angola-styrjöldinni hafa þessar rústir því fengið pólitískt gildi! Árið 1482, er Nzinga a Nkuwa var lconungur í Kongó-ríki, gerð- ust mikil tíðindi í ríkinu. Ókunnur floti sigldi upp að strönd landsins og setti menn á land. Þessar mannverur höfðu hör undslit er aldrei hafði áður sézt þar um slóðir, töluðu framandi tungur, báru skrýtin klæði og vopn þeirra spúðu eldi og brenni- steini, sem engu þyrmdi. Leiðtogi þessara hvítu gesta var sæfarinn Digo Cao, en hann og menn hans fundu það fljótt, að þörfin fyrir hin eldspúandi vopn þeirra var næsta lítil. Kongómenn tóku þeim með hinni mestu gestrisni og vin- I ANGOLA Konungshjónin af Kongó, Don Antonio og Dona Isabel. semd. Hinn portúgalski sæfari og konungur Kongó skiptust brátt á gjöfum og virðingartáknum og aðkomumenn komust brátt að því að hér var ekki að eiga við blóð- þyrsta villimenn heldur allvel skipulagt ríki, sem bauð upp á þá fólgnu fjársjóði, er Portúgalir höfðu búizt við að finna á fjar- lægum ströndum. Og konungurinn í Kongó skildi það fljótt, að örlögin höfðu hér tengt hann við siðmenningu á háu stigi er land hans gat ef til vill notið góðs af og ekki leið á íöngu þar til hin eldspúandi vopn hvíta mannsins reyndust honum betri en engin í hinu gráa silfri er hann elti við nágranna sína er ógnuðu veldi hans og áiyifum. Hvítu mennirnir tóku brátt þátt í skærum þessum og á vígvellin- um báru þeir hinn helga kross, til að njóta fulltingis þess Guðs, sem leiðtogar Kongó tóku fljótt sem leiðtoga allra guða og gerðust kristnir. Og þegar konungurinn sjálfur tók hina nýju trú á hinn hvíta guð barst sú skipun út um gervallt Kongóríki með trumbu- slætti, að frá og með þessum degi væri Kongó kristið land. Portúgals konungur gaf Kongókonungi tign- arheitið Joao fyrsti af Kongó og bauð honum mátt sinn og megin til styrktar í andlegum og verald- legum efnum. Brátt tóku að streyma til landsins trúboðar og hagir smiðir og ekki leið á löngu unz fyrstu kaþólsku kirkjurnar risu upp í höfuðstað landsins, sem nú hafði fengið nafnið Sao Salva- dor. Joao I. reyndist enginn sérstak- ur framdráttarmaður kristninnar, enda gamall heiðingi, sem talinn var hafa blótað á laun. Að Joao látnum settist í fílabeinshásætið Affonso I. og með honum komu nýir siðir eins og gjarnan með nýjum herrum. Affonso hafði um langt árabil numið trúarbrögð og trúarbragðasögu í Portúgal og snéri heim til ættlands síns fullur af áhuga og þrótti, en markmið hans var að setja á stofn í sam\ vinnu við hvíta menn fyrsta kristna ríkið í hinni myrku álfu. Ef þessi tilraun hefði tekizt er ekki að efa, að þróunin í Afríku hefði orðið önnur en á varð raunin. Víst má telja að áhrifa þessa nýja ríkis hefði gætt um alla álfuna með ó- fyrirsjáanlegum afleiðingum á komandi árum og öldum. Manuel Portúgalskonungur studdi Aff- onso með ráðum og dáð blásinn trúarlegum innblæstri. Hann sendi sérlegan sendimann sinn, Simao da Silva, til Sao Salvador með ráð leggingar og persónuleg skilaboð tii konungsins og fyrirmæli til Portúgala í ríkinu að styðja Aff- onso og gera honum ekkert til miska. Sendimaðurinn fékk enn fremur fyrirmæli um að reyna, eftir því sem tök væru á að skýra fyrir konungi, að lítil skynsemi væri í því fólgin að senda birgða- skipin tóm heim til Portúgal og ekki stóð á Affonso þegar að því kom að senda bróður sínum í Kristi, gull, gersemar og fíla- bein. Portúgölsku nýlenduyfirvöldin í Angola hampa nú mjög þessum þætti af sögu Kongó og Angóla og telja hana sanna, að Portúgalir hafi komið sem vinir til Angóla og þegar hafi hafizt vinsamleg sam skipti þeirra við hina innfæddu. En í hinni portúgölsku söguskýr ingu er mikilvægum köflum með öllu sleppt. Hin vinsamlega sam- búð hvítra manna og innfæddra leið með öllu undir lok er þræla- salan hófst og þar með einn Ijót- asti kaflinn í sögu hvíta manns- ins. Þrátt fyrir bænaskrár Affonso konungs til fyrirmanna í Portú- gal hélt þrælaveiðin áfram af vax- andi grimmd og engum var þyrmt. Affonáo reit páfanum bréf og hann kvaðst fús að hjálpa, en er Affonso bauð Portúgölum þræla í skiptum fyrir skip til að sigla til Páfagarðs, höfnuðu hinir portú- gölsku valdamenn, sem ekki kærðu sig um afskipti hins heilaga föður. Og Affonso I. lézt sem niðurbrot- inn maður, hann hafði of seint fengizt til að trúa því, að hinir kristnu, hvítu menn gætu svikið hinar háu hugsjónir, sem þeir sjálfir höfðu kennt honum. Hinir háleitu draumar um hið kristna ríki í myrkviðum Afríku voru þar með flognir út í veður og vind. Eftir dauða Affonso hófust blóð- ugar borgarastyrjaldir í Kongó og Portúgalir fóru að hafa aukinn á- huga fyrir þeim hluta Kongó, er kallaðist Ngola, er þeir síðar köll- uðu Angola. Portúgalskir prestar hurfu nú frá Sao Salvador og bær- inn komst í algera niðurníðslu. Þegar landkönnuðurinn Stanley kom til Sao Salvador á leiðangri sínum fann hann þar aðeins öm- urlegar rústir hinnar glæsilegu höfuðborgar. En kongóska konungsættin lifir enn. Arið 1814 skaut upp kollinum Don Garcia IV., s-em ritaði Portú- galskonungi bréf og bað hann senda til landsins trúboða og presta. Hann beiddist þess einnig, að konungur endurlífgaði þá forna erfðavenju, að það væri skylda Portúgalskonungs að sjá kongósku konungsættinni fyrir kórónu, sprota og hásæti. Síðasti konungurinn í Kongó, Don Antonio III. lézt árið 1957. Þó að veldi hans væri takmarkað hafði hann gaman að hinu ytra borði tignar sinnar og í hvert sinn sem hann var ljóímyndaður klædd ist hann sínu fínasta flauelsbrydd aða taui og bar sprota sinn. — Portúgalir hjálpuðu honum eitt- hvað fjárhagslega og tekjurnar drýgði hann með kaffi- og hrís- grjónarækt. Portúgalir litu á hann sem eins konar gamlan safngrip, sern síður mætti glatast, en Afríku mennirnir tignuðu hann á sama hátt og þeir nú tigna „ekkjudrottn inguna" Dona Isabel. Don Antonio sá þriðji og síðasti er nú genginn til feðra sinn, hinna heiðnu konunga er hvíla undir rústum leiðanna í Sao Salvador. En í dag er fróðlegt að hugleiða, hvernig Kongó liti út, ef konungs ætt Alfonsos hefði fengið að ráða þar ríkjum fram á okkar daga. Á hans dögum sendi fulltrúi portú- gölsku krúnunnar eftirfarandi lýs- ingu á kongósku þjóðinni í skýrslu til Lissabon: „Andlegt jafnvægi í- búanna er slíkt, að hvað sem á gengur reyna þeir framar öllu öðru að forðast innbyrðis deilur og væringar". En þetta var á 16. öld og mikið vatn runnið til sjávar síðan. (Endursagt úr Berlingi). Hyggjast byggja viö Gamla Garð Rústir fornrar kirkju í Angola. Hótel GarSur, sem stúdent-1 HagnaSi af rekstrinum verSur sr reka í StúdentagörSunum variS til endurbóta á GörSun- á sumrin hefur nú nýlega | um og meSal annars stendur hætt starfsemi á þessu ári, nú yfir athugun á möguleik- Roksturinn í sumar hefur um á aS byggja viS Gamla gengiS meS eindæmum vel.i GarS. Blaðið sneri sér til Harðar Sig- urgestssonar, hótelstjóra á Hótel Garði og innti hann frétta af rekstrinum. — Hvernig hefur þetta gengið í sumar, Hörður? Framh. á 15. síðu TÍMINN, miðvikudaginn 3. október 1962 ð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.