Tíminn - 03.10.1962, Side 12

Tíminn - 03.10.1962, Side 12
 Priðja deiidin á langt íiand KH-Reykjavik, 1. okt. Eins og skýrt var frá í Tímanum s.l. laugardag, fór Steindór Steindórsson, kenn ari í náttúrufræði viS Menntaskólann á Akureyri, til Sviss nýlega, þar sem hann sat þing Iíffræðikenn- ara í OECD. A3 þingi loknu ferSaðist Steindór um Norð- urlöndin og kynnti sér fyr- irkomulag náttúrufræði- deilda við skóla þar, en í athugun er að stofna slíka deild við M.A. Steindór er nú kominn heim, og hitti Tíminn hann að máli í dag og spurði frétta úr förinni. Þingið var haldið í Iya Tour de Peilz í Suður-Sviss dagana 4,—14. sept., og sátu það fulltrúar frá flestum löndum sambandsins vestan járntialds. Verkefni þings- ins var að ræða umbætur, sem gera þyrfti og unnt væri að' gera í líffræðikennslu í æðri skólum, og gerðu allir 'ulltrúar þingsins grein fyr- ir kennslufyriirkomulagi í heimalöndum sínum. í lok fundarins var gerð ályktun, jg er í henni lög áherzla í nauðsyn þess, að líffræðin fái meira rúm í námsefni, og að kennsla verði meiri tilrauna- og útikennsla og nánar tengd kennslu í efna og eðlisfræði Leggur þingið til, að kennslubækur í líffræði í hinum ýmsu löndum sam- bandsins verði kannaðar og hinar beztu teknar til fyrir- myndar eftir ástæðum hvers lands. Enn fremur að líf- fræðin verði kennd sem nið urstöður undanfarandi rannsókna í þeirri viðleitni að skilja fyrirbæri lífsins, þess vegna hljóti tilraunir og skoðun náttúrunnar að verða meginþættir í kennsl- unni. Enn fremur er í ályktun- inni rætt um þörf á bættri menntun líffræðikennara í sambandi við bætt kennslu- fyrirkomulag, og er tillaga þingsins, að í hverju landi verði stofnuð nefnd, sem fjalli um líffræðikennslu og í senn leiðbeini og hafi for- göngu um umbætur á þessu svið'i Enn fremur að stofn- u(i verði alþjóðanefnd í sama tilgangi. sem annist samræmingu framkvæmda og sjái um dreifingu á upp- lýsingum. en OECD veiti starfi þessu stuðning og 'veiti nokkurt fé til þess. Eins og fyrr segir, ferð- aðist Steindór að þingi loknu um Norðurlöndin. að- allega Danmörku, til að kynna sér fyrirkomulag náttúrufræðideilda við skóla þar. Kvaðst Steindór ekki mikið geta sagt frá þvi ferðalagi, hann hefði heim- sótt nokkra skóla í Dan- mörku, einn í Noregi og einn > Svíþjóð, talað við kennara og safnað plöggum. sem hann ætti eftir að vinna úr En hann kvaðst geta sagt það með vissu. að gífurlfigur munur væri á út- Framhald á 15 síðu I MJóBkurbar og keilubrautir í Lidó æskufólks MB — Reykjavíþ, 1. okt. Nú hefur verið ákveðið að breyta einum stærsta og glæsi legasta samkomustað borgar- innar, Lídó, í það horf, að þar skemmti æskufólk sér án áfengis. Konrág Guðmundsson fram- kvæmdastjóri skýrði blaðinu frá þessu í dag. Hann kvað þessar breytingar verða gerðar á vegum hússins og án hjálpar opinberra aðila. Standa vonir til, að þeim verði lokið í byrjun næsta mán- aðar. Breytingarnar verða margvísleg- ar. í stað vínbarsins kemur svo- kallaður mjólkurbar, þar verða seldar allar hugsanlegar mjólkur- vörur. Frammi í anddyrinu verður komið fyrir öðrum bar, þar sem seldir verða alls konar ódýrir heit ir réttir, Hamborgarar, pyl-sur o. þ.h. 'Ný húsgögn verða keypt í hlutá hússins og ný teppi sett á allt húsið. Þá verður komið fyrir tveimur keiluspilsbrautum í hús- inu, en keiluspil á nú miklum vin- sældum að fagna erlendis. Lídó tekur um 400 manns. Inn- gangseyri mun stillt mjög í hóf, svo og verði á veitingum. Gos- drykkir eru nú yfirleitt seldir á 18 krónur flaskan á vínveitinga- stöðunum, en Konráð sagði okk- ur til flæmis, að flaskan myndi ekki kósta yfir 12 ki'ónur á hinum nýja skemmtistað. Lídó verður op- ið föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, en hin kvöldin verður húsið leigt út til alls konar skemmtana, en þar mun gilda sama reglan, að áfengi verður ekki haft um hönd. Hljómsveit Svavars: Gests mun leika áfram í Lídó, a.m. k. til áramóta. Eins og fyrr segir, nýtur Lídó engrar opinberrar aðstoðar í þessu máli. Rekstur hússins mun hafa gengið ágætlega síðastliðið ár, og aldrei verið þar meira að gera. 2i síSaii skiptum. Jafnvel vinum hans svb nefndu bar saman um að frá hon um stafaði kulda og sinnuleysi um annarra hag. Hann fann varla til likamlegs sársauka. Tannlæknir hans gat ósköp vcel borað rólegur allt nið- ur í rót á tönninni án þess Kreuger kveinkaði sér hið minnsta. Af öllu sem geymist af því sem hann lét út úr sér í sam- sölum, ræðum, bréfum o. s. frv., er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið mennskur mað- ur, hvergi er huggunarorð eða úppörvun, hvergi sést örla á því að hann hafi haft meðaumkun með nökkurri lifandi véru. Oftast réð hann til sín starfsfólk, sem var alger „nóboddí11 og átti sér enga sjálfstæða hugsun en sat | ok stóð eins og foringinn vildi. j --------------7-------- j' tfföavangur undir að vinna á þessu sviði, eigi kost hagnýtrar fræðslu. verklegrar og bóklegrar, sem fiskiðnað varffiar". Þag þarf ekki a5 fjölyrða uin það, að hér er hreyft miklú þarfamáli. Við eigum meira undir vöruvöndun þessarsr meginútflutn'ingsframlei'ð'slu okkar en flcstu öðru, og það gegnir raunar furðu, hve leið- ! beiningiastarf um þá vöruvönd u.n er enn reikult og handahófs kennt. og Við e;gum allt of fátt sérlærðra og séræfðra manna til þess að >ei*beína um þessa vöruvöndun og markaðs- búnað. TVEIR ungir guðfræðikandidatar tóku prestvígslu á sunnudagí - — Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, vígði tengdason sind, Bernharð Guðmundsson prest til Ögurþinga og Ingólf Guð- mundsson til Ilúsavikur. Myndin er af hinum nývígðú prestum og konum þeirra. Til vinstri séra Bernharður ög Rannveig Sigurbjöms- dóttir kona lians og til hægri séra Ingólfur og Áslaug Eiríksdóttir kona hans. Indriði G. hlaut Lindemannsstyrkinit Úthlutun styrkja úr Rithöf- undasjóði Kelvin Lindemanns fór fram 1. okt. s.l., og er styrkupphæðin að þessu sinni 5000,00 danskar krónur á styrkþega, eða um 30 þúsund kr. íslenzkar. Styrkina hlutu fjórir rithöfundar, einn frá hverju hinna norrænu landa annarra en Danmörku. Meðal þessara fjögurra er Indr- iði G. Þorsteinsson, en hann er fjórði íslenzki styrkþeginn. Hinir rithöfundarnir, sem styrk hlutu ag þessn -sinni, eru Ebba Haslund frá Noregi, Sven O. Bergkvist frá Svíþjóð og Pertti Nieminen frá Finnlandi. Kelvin Lindemann stofnaði Rit- höfundasjóðinn árið 1946, en árið 1949 var í fyrsta skipti úthlutað úr honum. Eru styrkirnir hugsaðir , sem ferðastyrkir, se:fi eiga að veita . norrænum • rithöf undum tækifæri til að dveljast a.m.k. einn i mánuð í einhverju hinna nor- rænu landa utan heimalandsins. Sjóðstjórnin úthlutar styrkjum, án þess að um þá sé sótt. í stjórn- inni eiga sæti af íslands hálfu Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð- ur og Ólafur Jóhann Sigurðsson, rithöfundur. 17 ráðherrar NTB-Algersborg, 29. sept. Ný stjórn hefur verið mynduð í Alsír og er Ben Bella forsætisráð- herra hennar, eins og áður hefur verið skýrt frá. í gær lagði Ben Bella fram ráðherralista sinn og eni 17 ráðherrar í stjórninni. í ræðu, sem Ben Bella hélt við þetta tækifæri, sagði hann meðal annars, að stjórn hans myndi ekki bregðast trausti fólksins og myndi nú hefjast handa við uppbygging- arstefnu þá, sem hún hcfði sett sér. Sumarsýnmgunni í Ásgrímssafni að ijúka Um mánaðamótin maí—júní var opnuð sumarsýning í Ásgríms- safni. Skoðuðu sýninguna -m.a. margt erlendra gesta. Nú er þess- ari sýningu að ljúka. Verður hún aðeins opin 2 daga enn þá, fimmtu- dag og næstkomandi sunnudag. Safnið verður síðan lokað í 2—3 vikur meðan komið er fyrir nýrri sýningu. Ásgrímssafn er opið frá kl- 1,30—4. Gamli Garður (Framhald af 9. síðu.) — Hér á Hótel Garði hafa gist í sumar fleiri gestir en nokkru sinni áður og umferð almennt verið meiri og nýting góð. Er meðaltal nýtingar herbergja fyrir mánuðina júní til ágúst, að báð- um meðtöídum 80%. Skráðar gestakomur eru 3750, en að sjálf- •sögðu eru sömu persónurnar þar taldar oftar en einu sinni. Hygg ég, að ekkert eitt hótel hafi í sum ar tekið á móti fleiri fjölda er- lendra ferðamanna. Af gestafjöld anum eru frændur okkar á Norð- urlöndunum fjölmennastir með 32% gesta, næslir þeim koma Bretar og Þjóðverjar jafnjr með 12%, en siðan Bandaríkjamenn með 11%. Aðrir með minna. Þeg- ar flett er gestabókinni, sést, að gestir eru af fjölbreyttu þjóðerni og þar blasa við staðarnöfn hlið við hlið eins og Patreksfjörður og Perú eða Ástralía og Akranes. Ráðstefnur hafa einkennt sumar- ið og telst mér til, að hér hafi dvalið þátttakendur á eigi færri en 8 ráðstefnum og mótum. Fjöldi erlendra gesta fer vaxandi og fleiri þjóðir bætast í hópinn, og hefur í sumar einkum borið á Austurríkismönnum og Frökkum í vaxandi mæli. — Og hvað um hagnaðinn? — Öllum hagnaði af rebstrin- um hefur verið varið til endur- bóta og aðstaðan til hótelreksturs batnað mikið og verulegar endur bætur verið gerðar. Mun stefnt áfram á sömu braut eftir því sem fé og tækifæri leyfa. Standa reynd ar þegar yfir samningaviðræður við stjórn stúdentagarðanna um endurbætur, sem gerðar verði fyr ir næsta sumar. Þá er einnig rc*t að geía þess, að stúdentaráð vinn ur að athugun á mögulejkum á að byggja við Gamla Garð og mundi öll aðstaða lil gestamót- töku og fyrirgreiðslu gerbreytast, ef svo vel yrði. Þetta er þriðja sumarið. sem Stúdentaráð Háskóla íslands rek- ur stúdentagarðana sem sumar- hótel og er mér óhætt að fullyrða að það fyrirkomulag hafi gefið betri raun en hinir bjartsýnustu þorðu að vona. Vatnabátar úr trefjaplasti ÞESSA VIKU er til sýnis í Háskólabíói vatnabátur, gerður úr trefjaplasti af hinu nýstofnaða fyrirtæki Trefjaplast h.f. á Íllönduósi. Báturinn er tvöfaldur, 10 fet á lengd og 54 kg. á þyngd. Trefjaplast h.f. hcfur á að skipa hinum fullkomnustu vélum í þessum iðnaði, en með tilkomu þcirra er hægt að framleiða tiltölulega fáa hluti á hagstæðu verði. Bátur sá, sem til sýnis er þcssa viku í Há- skólabíói, kostar t. d. kr. 9.900,00. Auk pantana mun Trefjaplast h. f. framleiða vatnabáta, báta fyrir skipin, línuballa, fiskkassa o. m. fl. Einnig mun það taka að sér að hú'ða að innan skip og skipalestir og fiskhús. 12 TIMIN N , miðvikudaginn 3. október 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.