Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 9
taka betra við, þegar hestarnir komu á áfangastað, og verið var að koma þeim inn í vagnana, sem fluttu þá burtu. Þar gekk á ýmsu, og tók ég sérstaklega eftir einum svipmiklum og gildum fola, sem ekki lét undan fyrr en búið var að binda fyrir augu hans og hann barinn þungum svipum. Ég hygg, að bændur myndu ekki selja hesta til útflutnings, ef þeir gerðu sér fulla grein fyrir því, hve örðugir og ómannúðlegir þessir flutningar eru. Og hví lætur Dýraverndun- arfélagið þessa flutninga afskipta- lausa? ÞAÐ er ótítt, að menn segi svo sögubrot úr flugferð, að ekki sé minnzt á flugfreyjurnar. Efcki er síður ástæða til að minnast á skips freyjumar. Ég held fáir farþegar segi svo frá ferðalagi með Goða- fossi, að þeir minnist ekki á freyj- urnar þar, þær Ólöfu Loftsdóttur og Guðrúnu Gísladóttur. Það líður engum illa um borð, sem kemst undir umsjón þeirra. Ólöf er bú- in að vera samfleytt á Goðafossi í nær 30 ár, þ.e.a.s. fyrst á Goða- fossi öðrum og svo á Goðafossi þriðja. Hún á nú vafalaust lang- lengsta starfsferil að baki allra íslenzkra skips- og flugfreyja. — Efcki ber þó á því, að henni sé far- ið að leiðast starfið, heldur er hún ótvírætt ánægðust, þegar mest er að gera. Það er henni á.- reiðanlega köllun að hjálpa og hjúkra. Lóa er engillinn á Goða- fossi, sagði einn skipverjanna við mig og það fannst mér og sam- ferðafólki mínu, er þetta barst í tal nobkru seinna, vera rétt- nefni. Hlutur Guðrúnar er einn- ig góður, þótt hún vinni sér traust og vinsældir á annan hátt en Ólöf. Hún er röggsöm og örugg, enda þarf hún á því að'halda, því að í raun og rétti gegnir hún karl- mannsstarfi, þar sem hún hefur stöðu sem þjónn, en ekki þerna. Hún ætlaði upphaflega að vera aðeins nokkra mánuði á Goðafossi, en er búin að vera þar í níu ár. Þær Ólöf og Guðrún hafa því ver- ið lengur á Goðafossi en aðrir af áhöíninni. Síðast, en ekki sízt, er svo að minnast á brytann, Karl Sigurðs- son og matsveininn, Gunnar Jóns- son. Þeir kunna vissulega vel til starfa. Það var sameiginlegt og margyfirlýst álit allra ferðafélaga minna. ÞAÐ ER skemmtileg sjón, sem blasir við augum, þegar komig er að ströndum Hollands vig mynni Maas-fljótsins, þótt ekki sé lands- sýn tilkomumikil. En þar er mað- ur sannarlega kominn í ríki far- skipanna, þar sést til skipaferða í öllum áttum. Fátt er tignarlegri sjón en að sjá mörg stór hafskip halda leiðar sinnar. Á leiðinni upp Maasfljótið er stöðugt verið að mæta kaupskipum. Þarna mætast kaupskip frá flestöllum löndum heims og kynna fána lands síns. Þag er ánægjulegt, að ísland sfculi ekki vanta þar. Rotterdam er glæsilegt dæmi um dugnað Hollendinga. Hún hef- ur náð þeirri stöðu að verða önn- ur mesta hafnarborg heimsins, næst á eftir New York, og getur vel svo farið, að hún taki fyrsta sætig innan skamms. Um höfnina í New York fara nú árlega flutn- ingar, sem nema 100 millj. smá- lestir, en um Rotterdam 90 millj. smálestir. London, sem einu sinni var mesta hafnarborgin, verður að láta sér nfegja 60 millj. smálestir. Við Rotterdam er nú verið að byggja nýja höfn og þegar hún kemur til sögu, verður forustu New York áreiðanlega hætt. Það, sem meira en nokkuð annað hef- ur gert Rotterdam að þessu stór- veldi á sviði flutninga, eru hinar miklu olíustöðvar, sem hafa verið reistar þar, enda er Rotterdam nú langmesta miðstöð olíuflutninga í heiminum. Þótt mikið sé að gera í höfn- inni í Rotterdam, verður ekki vart neinna þrengsla þar, Hvarvetna virðist ríkja röð og regla og allt er þrifalegt og snyrtilegt. Rotter- dam er án efa hreinlegasta hafn- arborg heimsins. Sjómenn láta bet ur af hafnarverkamönnum þar en í öðrum stórborgum. ENN er það ótalið, sem er kannski merkilegast við Rotter- dam. Hinn 14. maí 1940 er mikill harmadagur í sögu borgarinnar. Þýzkar flugvélar lögðu þá allan miðbærinn meira og minna í rúst- En Hollendingar misstu ekki móð- inn, þótt í kjölfarið fylgdi hernám og margvisleg kúgun. Strax í stríðs lokin voru þeir tilbúnir að hefjast handa um endurbyggingu miðbæj- arins í alveg nýjum stíl. Aðeins sögufrægar byggingar, sem höfðu ekki skemmzt, fengu að haldast. Hitt allt var rifið í burtu, en borg- arstjórnin hafði tekið allar lóðir, rústir og hús, sem eftir stóðu, eign arnámi og gat því skipul. svæðið eins og bezt hentaði. Árangurinn er sá, að nú er risin upp alveg nýr miðbær í Rotterdam. Hús unum hefur verið fækkað en þau stækkuð, eins og sést á því, að áð- ur voru götur og torg á þessu svæði ekki nema 45% - af flatar- málinu, en eru nú 70%. Áður voru þarna um 25 þús. íbúðir, en nú 10 þús. Á þessu svæði eru nú allar helztu opinberar byggingar borgarinnar, helztu bankar og stór verzlanir, kvikmyndahús og leik- hús og skrifstofur ýmissa félags- samtaka og stórfyrirtækja. Um- ferð hefur verið beint frá þessu svæði eftir því sem hægt er. Hin- ar nýju byggingar eru yfirleitt ný- tízkulegar og reynt að tryggja sem bezt samræmi og heildarstíl. Vafa lítið á engin borg í Evrópu nú eins vel skipulagðan og stílhreinan mið bæ og Rotterdam. Rotterdam ber því framtaki Hol- lendinga gott vitni. Hún er sönn- un þess, að um margt eru Hollend ingar mikil fyrirmyndarþjóð. í Hollandi ríkir t. d. góð sambúð milli stétta. Þar hafa nær engin verkföll orðið á undanförnum ár- um, enda valdhafarnir sneitt fram hjá gerðardómum, en sett sér að vinna að gagnkvæmum skiln- ingi stétta. HAMBORG er nú stærsta borg Vestur-Þýzkalands. fbúar munu vera þar um tvær milljónir. Þar urðu gífurlegar skemmdir á stríðs- árunum, en þeirra sjást orðið lítil iíi§lK merki og borgin er r\ú meiri og glæsilegri en nokkru ‘sinni fyrr. Endurbygging hafnarinnar sem var að mestu eyðilögð í stríðinu, og allar hinar miklu nýbyggingar þar, bera dugnaði Þjóðverja ótvírætt vitni. En þó fannst mér á saman- burði á Hamborg og Rotterdam, að Þjóðverjar skákuðu ekki Hollend- ingum, heldur mætti segja hið gagnstæða. Nokkuð er það, að Hamborgarmenn óttast samkeppn- ina við Rotterdam og Antwerpen, enda urðu flutningar aðeins minni um Hamborg 1961 en 1960. Ef mað ur ber saman þýzku stórþjóðina annars vegar og dönsku og hol- lenzku smáþjóðirnar hins vegar, kemur það vissulega í ljós, ag smá þjóðirnar standa ekki stórþjóðun- um að baki hvorkj í menningar- legu né verklegu tilliti, ef þær eru dugandi og stjórnsamar. Bæði hollenzkur og danskur iðnaður stendur þýzlfum iðnaði vel jafn- fætis á mörgum sviðum og þýzk- ur landbúnaður stendur langt að baki bæði dönskum og hollenzkum landbúnaði. Smáar þjóðir hafa þannig ekki síður byggt upp trausta atvinnuvegi en hinar stóru. Sannleikurinn er sá, að þetta veltur meira á framtaki og dugn- aði þjóðanna en fjölmenninu. Von Hollendinga er sú, að þeir geti haldið hlut sínum 'í samkeppn- inni á hinum sameiginlega Evrópu markaði, en þeir gera sér jafn- framt Ijóst, a^ með því eru þeir ekki að ganga inn í neitt sæluríki, heldur harðari og tvísýnni sam- keppni, en nokkru sinni fyrr. Að- stæður eru hins vegar þær, að þeir telja sig ekki geta komizt fram hjá henni. EN HVERFUM svo aftur að Goðafossi. Þegar ég skil við Goða- foss, er mér það enn ljósara en áður, að íslenzki kaupskipastóllinn er einn gleggsti og ánægjulegasti vottur jim sjálfstæði íslands. Það var merkur þáttur í sjálfstaeðisbar- áttu fslands, þegar þjóðin sam- einaðist um stofnun Eimskipafé- lags íslands fyrir nær hálfri öld síðan. fslendingum var það Ijóst af langri og biturri reynslu, að farskipalaus eyþjóð er ekki sjálf- bjarga og sjálfstæð. Fátt hefur gerzt ánægjulegra seinasta hálfan annan áratuginn en hinn öri vöxt- ur íslenzka kaupskipaflotans og fátt hefur sannað betur, að við geturn haldið hlut okkar til jafns við erlenda aðila. Efling og upp- bygging kaupskipastólsins er það verkefni, sem þjóðin má ekki van- rækja, né hindra með óeðlilegum höftum og óheppilegum ríkisaf- skiptum. Með þeim óskum kveð ég Goðafoss, að gæfan megi jafn- an fylgja íslenzkum kaupskipum og hinum vösku áhöfnum þeirra. Þ. Þ. * MYNDIN efst til hægrl er af Valdlmar Björnssyni, fyrsta stýrl. mannl. f miSið er Karl Sigurðs- son, bryti. Neðst eru þrir há- setar. (Ljósmyndir: TÍMINN-GE). TÍMINN, fimmtudaginn 4. október 1962 9;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.