Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 10
>S&,4.Uk£ 3-12. í dag er fimmtudagur- inn 4. október. Franc- iscus. Tungl í hásuðri k1!. 16.39 Árdegisháflæði kl. 8.09 © ÞormóSur Pálsson kveður: Mörg er vist og víða gist varir þyrstar, dans og kæti ein er kysst en óðar misst önnur flyzt í hennar sæti. Hedsugæzla^FlugáætLanir Slysavarðstofan í Heilsuverndar- stöðinni er opin allan sólarhring inn. — Næturlæknir kl. 18—8. Sj'mi 15030. NeySarvaktin: Sími 11510, hvern virkan dag, nema laugardaga, kl. 13—17. Holtsapótek og GarSsapótek opin virka daga kl. 9—19 laugardaga frá kl. 9—16 og sunnudaga kl. 13—10. Reykiavík: Vikuna 29.9.—6.10. verður næturvakt i Laugavegs Apóteki. Hafnarfjörður: Næturlæknir vik- una 29.9.—6.10. er Eiríkur Björns son. Sjúkrabifreið HafnarfjarSar: — Sxmi 51336. Keflavík: Næturlæknir 4. okt. er Arnbjöm Ólafsson. Árbæjarsafn er lokað nema fyrir hópferðir tiikynntar fyrirfram i síma 18000. LoftleiSir h.f.: Snorri Sturluson er væntanlegur frá N.Y. kl. 06.00, fer til Luxemburg kl. 07,30, kem- ur til baka frá Luxemburg kl. 22,00, fer til N.Y. kl. 23,30. Happdrætti UMF Kjaiarnesinga: Dregið hefur verið. Upp komu þessi númer: 613, frystikista; — 4806, húsgögn; 2760, búsáhöld; 2690, ferðaútvarpstæki. Vinninga sé vitjað til Bjarna Þorvarðar- sonar, Bakka. Sími um Brúar- land, I Leiklistarskóli Þjóðleikhússins: LÆiWistarskóli Þjóðleikhússins var settur s. 1. mánudag. Inn- tökupróf í skólann fóru fram fyr ir nokkru og stóðust 12 nemend- ur prófið og hefja þeir nú nám í skólanum. Námstími er tvö ár. Kennaxar við skólann eru leikar- arnir: Haraldur Björnsson, Gunn ar Eyjólfsson, Klemenz Jónsson, Jón Sigurbjörnsson, Kristín Magn úsdóttir og' Baldvin Halldórsson, en auk þeirra kenna við skólann Ágústsson. Skólastjóri skólans er prófessorarnir Steingrímur J. Þorsteinsson og Símon Jóhann Ágústson. Skólastjóri skólans er Guðiaugur Rósinkranz, þjóðleik- hússtjóri. F réttatilkynningar Frétt frá Háskóla fslands: — / Meistaraprófsfyrirlestur verður fluttur í I. kennslustofu Háskól- ans laugardaginn 6. október kl. 5 e. h. stundvíslega. Fyrirlesari verður ungfrú Arnheiður Sigurð ardóttir, og er þetta lokaþáttur í meistaraprófi hennar í íslenzk- um fræðum. Efni fyrirlestrarins verður Störf Benedikts Svein- bjarnarsonar Gröndals aS íslenzk um fræðum. Þess má geta, að 6. okt. er fæðingardagur Bene- dikts Gröndals og að ítæp hundr að ár eru liðin síðan hann lauk meistaraprófi í norrænum fræð- um fyrstur jslenzkra manna. — Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. aldrei að vita, hver veru! Bxddu! Madre mia! Hann er Arstraumurinn hrifur hann með — Nu faum við hann var í raun og farinn! ser — í>u skauzt villiköttinn. Hvers vegna varstu ekki kyrr í tjörninni?. Hann tiefði ekki farið út í vatnið. — Ég var ekki viss um það. — Hvers vegna kallaðirðu ekki á hjálp, Díana? — Það var enginn tími til þess. Farið nú, svo að ég geta klætt mig. — Við vorum hræddir við að láta hana fara hingað, Kirk. — Það lítur út fyrir, að hún geti séð um sig sjálf! REKKJAN í siðasta sinn. Leik- ritiS Rekkjan hefur nú verið sýnt tvisvar sinnum í Austur- bæjarbíói á vegum Félags ísl. leikara og hefur verið uppselt á báSum sýningunum og margir þurft frá aS hverfa. Nú hefur verið ákveðið að hafa eina sýn- ingu enn þá á þessu vinsæla leik riti og verður hún n. k. flmmtu dagskvöld kl. 9,15. Allur ágóði rennur til Félags íslenzkra leik- ara. Þetta verður 90. sýning leiks ins hér á landi og um leið sjð- asta sýning leiksins. — Myndin er af Gunnari Eyjólfssyni og Her dísj Þorvaldsdóttir í hlutverkum sínum. Leíbrétúngar Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að rangur texti var birtur með mynd á 12/ síðu. Myndin var tek- in við vígslu séra Bernharðs Guð mundssonar og séra Ingólfs Guð- mundssonat- s. 1. sunnudag. — Myndin sýnir, talið frá vinstri: biskupinn yfir íslands, herra Sig. urbjörn Einarsson, séra Jóhann Hannesson, séra Sigurð Guð- mundsson, séra Jósep Jónsson, séra Öskar J. Þorláksson og hina nývígðu presta, séra Bernharð og séra Ingólf. Blaðið biður viðkom andi velvirðingar á þessum leiðu "mistökum UM KVOLDIÐ komu þau niður að ströndinni. Axi varð eftir hjá hestunum, en hin héldu niður þröngan stíginn niður í fjöruna. Ervin veifaði til bátanna, og brátt kom smábátur til þess að sækja þau. Vínóna varð mjög glöð yfir að sjá þau heil á húfi, og Kindrekur tók Órisíu í sína umsjá. — Ég verð að halda af stað aftur, sagði Ei- ríkur — til þess að skipta á mönn- um okkar hjá Moru og hjálmin- um. Ervin, Axi og Sveinn koma með mér. Ég á tvo daga eftir af frestinum, sem Moru veitti mér. En fyrst ætla ég að reyna að finna fjársjóð Órisíu. Vinóna hristi höf- uðið áhyggjufullt, en Eiríkur benti á Tugval. — Látið binda þennan mann við siglutréð. Meðan við höfum hann sem gísl, geta menn haris ekkert gert okkur. Fjórmenn ingarnir lögðu af stað, og er þeir komu í skóginn, var orðið al- dimmt. Þeir héldu áfram í nokkr- ar stundir, og Eirikur áleit, að þeir væru komnir inn á yfirráðasvæði Moru. Allt í einu heyrðu þeir ó- greinilegt brothljóð í trjágreinum. w&BGtmiiwmKaKaaæsimEsz.'.________ azL’WiUUBBEB 10 T í MIN N, miðvikudaginn 3. október 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.