Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.10.1962, Blaðsíða 15
LAUNAMÁL B. S.R.B. Vísir birti í gær fregn um það, að launanefnd Bandalags starfs- manna ríkis og bæja hefði nú gengið frá tillögum sínum í launa- málum og segir m.a. í nokkrum atriðum frá því, hvernig tillögur þessar séu, þ.e. launaflokkar verði 31, kennaralaun hækki um 50% og laun í hæsta flokki 25 þús. krónur á mánuði. í tilefni þessa sneri Tíminn sér til Kri'Stj- áns Thorlacius, formanns Banda- Miðstjórnar" fundur Fundur verður í miðstjórn Framsóknarflokksins n. k. mánudag, kl. 4,30 e.h. í Fé- lagsheimili Framsóknarmanna Tjarnargötu 26. lags starfsmanna ríkis og bæja- Kristján sagði, að ekkert væri hæft f fregn Vísis. Mál þessi væru á algeru viðræðustigi enn innan bandalagsins, engar kröfur hefðu enn verið settar fram, engar við- ræður farig fram við rikisstjórn- ina eða fulltrúa hennar og eftir að ræða málin til þrautar á þingi B.S.R.B. áður en nokkuð verður endanlega ákveðið um kröfugerð. Það eru enn eingöngu vinnuáætl- anir um starfið að þessum málum, sem gerðar hafa verið og fregn Vísis því úr lausu lofti gripin. TÍminn harmar það, að mál- gagn fjármálaráðherrans skuli fara með svo staðlausa stafi um störf samtaka opinberra starfs- manna. — Þing Bandalags starfs- manna ríkis og bæja verður sett kl. 5 e.h. á föstudag f Hagaskól- anum í Reykjavík. Þingið munu sækja um 150 fulltrúar. Virki dufl Framhald ai 1 síðu. Gerðar voru ráðstafanir til þess að gera tundurduflið óvirkt og kom Gunnar Gíslason fljótlega hingað með flugvél. Einnig kom varðskipið Ægir hingað. Togarinn Júpiter kom um há- degisbilið og fór Gunnar þegar um borð, til þess að athuga hvort duflið væri virkt. í ljós kom, að svo var, og var áhöfnin þá þegar send öll í land, á meðan Gunnar fékkst við duflið. Að nokkurri stundu liðinni var flauta togarans þeytt og fór þá áhöfn hans um borð. Tundurdufl- ið var síðan sett í varðskipið, en Gunnar Gíslason kom í land til þess að fá sér sprengiefni, sem hann fór síðan með um borð í Ægi, er sigldi á brott. Var klukk- an þá um fimm. Var ætlunin að sprengja tundurduflið úti á sjó. Konungurinn iifandi CEramhald af 3. síðu) ir Lindbærg og er hann frá Hauga sundi. Hann lærði flug í Kanada á stríðsárunum, en hefur síðan verið í farþegaflugi m. a. í Nor- egi, Danmörku og Þýzkalandi. Síðustu fréttir: Útvarpið í Jemen liefur skýrt frá því, að Imamen af Jemen, Mohammed el Badr hafi ekki lát- ið Iífið í uppreisninni, heldur hafi hann komizt undan til Hajja um það bil 75 km norðvestur af höfuðborginni Sanaa. Uallal of- ursti, foringi uppreisnarmanna, hefur einnig farið þess á leit við fulltrúa erlendra ríkja í Jemen, að þeir skýri satt og rétt frá öllu, sem þar hefur gerzt, en hann hef ur sagt þeim frá áætlunum stjórn arinnar, og skýrt ástæðurnar fyr- ir uppreisninni. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs HALLDÚR SkólavörSustíg 2. Sendum um allt land. Til sölu 2ja herb. kjallaraíbúð, lítið niðurgrafin við Flóka- götu. Tilbúin undir tré- verk. 5 herb. íbúðir við Bólstað- arhlíð. Fokheldar með tvöföldu gleri og mið- stöð. Öll sameign fullfrágeng- in undir tréverk og máln ingu. , Höfum kaupendur að 2ja 3ja og 4ra herb. íbúðum. HOSA og SKIPASAUAN Laugavegt 18. m hæð Símar 18429 og 18783 Þrengslavegur Fimahald af 16. síðu austur um Þrengsli hlaut gild ingu, en Krísuvíkurleið varð fýrir valinu, er til kastanna kom. Lögin um Þrengslaveg voru svo enn samþykkt af al- þingi 1946. Framkvæmdirnar drógust svo allt til 1954, en þá var ýtt upp stuttum vegarkafla í hrauninu til að ganga úr skugga um hæfni stórra jarðýtu véla til vegargerðarinnar. — Tveim árum síðar fékk vegur- inn tillag af hækkuðum benzín- skatt; og framkvæmdir voru hafnar. Síðan hefur verig unn- ið hvert ár að þessari vegar- gerð. Að lagningu Þrengslavegar hafa margar hendur unnið og margir ráðamenn hafa lagt vegargerðinni lið. Vegamála- stjóri þakkaðj þeim öllum í ræðu. Síðan töluðu samgöngu- i málaráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur og lýstu báðir vel þóknun sinni á þeim áfanga sem i dag var náð. Slási um 580 þús. Framhald aí 1 siðu fór málið fyrir yfirskattanefnd og er búizt við úrskurði frá henni fyrir helgi. Eftir úrskurð yfirskattanefndar er líklegt að málið komi til úr- skurðar ríkisskattanefndar. í 30. grein útsvarslaganna nýju segir m.a.: „Hvert sveitarfélag leggur útsvar á sína íbúa. Á aðra aðila skal lagt í því sveitarfélagi, þar sem aðalstarfsemi þeirra fer fram. Þar í sveit skal útsvar gjalda, sem það var á lagt, og á hún allt útsvarið. Eigi verður út- svar lagt á aðila nema í einu sveitarfélagi á sama ári.“ Með þessum ákvæðum, sem virð ast skýr og ótvíræð, er því horfið frá þeirri meginreglu, sem áður gilti, um að leggja skuli á útsvar þar, sem tekjurnar verða til. Þessi ákvæði hljóta ag eiga eftir að valda mikjum ágreiningi og eiga eftir að koma illa og ranglega við ýmis sveitarfólög. KEA á Akureyri rekur t.d. úti- bú í öðrum sveitarfélögum. Niður jöfnunarnefndin á Akureyri lagði ekki útsvar á þessi útibú og ætl- aði sveitarfélögunum, þar sem úti búin störfuðu að gera það, en ef úrskurður fellur um það, að Reykjavíkurborg eigi rétt á útsvör um af verksmiðjum SÍS á Akur- eyri, getur svo farið að niðurjöfn unarnefndin á Akureyri endur- skoði afstöðu sína til útibúa KEA utan Akureyrar. Sem dæmi um það, hvað erfitt og vafasamt getur verig að fylgja fram þessum ákvæðum nýju lag- anna, má nefna fyrirtæki í Reykja vík, sem rekur þrjár síldarsötun arstöðvar í þremur sveitarfélög- um úti á landi, þ.e. eina í hverju sveitarfélaganna. Hvar fer aðal- starfsemi fyrirtækisins fram? í Reykjavík eða á síldarsöltunar- stöðvunum og þá í hverri síldar- söltunarstöðvanna? Nú geta eins og kunnugt er orði áraskipti á því á hverri síldarsöltunarstöð- inni mesta verður saltað, og fá sveitarfélögin engu þar um ráðið, heldur dutlungar síldarinnar. Á þá að flytja útsvörin af síldarsölt- uninni milli sveitarfélaganna frá ári til árs, þannig að það sveitar- félagið, þar sem mest var saltað það og það árið, skuli eitt fá allt útsvarið en hin ekkert? Þá má benda á það, að Kaup- félag Héraðsbúa hefur höfuðstöðv- ar sínar á Egilsstöðum. Það rekur útibú á Reyðarfirði. Það er eins mikil ef ekki meiri velta í úti- búinu en í höfuðstöðvunum á Eg- ilsstöðum. Hvar fer „aðalstarf- semi“ félagsins fram og hverjum ber útsvarið? Þannig mætti halda áfram að nefna dæmi og spyrja og sést bezt af því, hvað hér er um athyglis- vert og víðfeðmt mál að ræða, og mun Tíminn afla sér nánari fregna af þessum málum næstu daga. MIKILL SICUR FRAMSÚKNAR- MANNA I FRAMA B-listi, Framsóknarmanna í bifreiðastjórafélaginu Frama, vann mikinn sigur í kosning- unum til Alþýðusambands- þings, hlaut 146 atkvæði, en þetta er í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn bjóða fram í félaginu. Rúmenía Framhald af 7. síðu. fjárfesting, sem staðið hefur mörg undanfarin ár og sögð er nema um 20% þjóðartekn anna, hefur fremur beinzt að þungaiðnaði en lóttum iðnaði og landbúnaði. Samt sem áður virðist mega vænta bættra lífs kjara bæði i borg og sveit, ef framþróun efnahagslífsins held ur áfram. (Þýtt úr The Economist). Rússar kaupa ekki Framhald aí 16 síðu Á s.l. ári voru seldar héðan til Póllands 20.000 tunnur af salt- síld. Enn fremur hefur verið undir- ritaður í Berlín samningur við Austur-Þjóðverja um sölu á 30.000 tunnum af venjulegri saltaðri Sið- urlandssíld, og á sú síld að afgreið ast á tímabilinu janúar/marz 1963. Verði innflutningur á austur- þýzkum vörum til íslands, á tíma- bilinu frá 15. september til árs- loka, minni en andvirði síldarinn- i ar nemur, hafa Austur-Þjóðverj- ar rétt til að minnka samnjngs- magnið hlutfallslega Á s.l. ári keyptu Austur-Þjóð- verjar héðan 9.000 tunnur af salt- : SÍld. Áður hafði verið gerður samn- ingur við Vestur-Þjóftverja uim sölu á 25.000 tunnum af sérverk- aðri, flatlri Suðurlandssíld.' Síldarútvegsnefnd.“ Geímflug Schirra Framhald af 3. sí'ðu Um klukkan 15:05 tilkynnti Powers ofursti, að Schirra væri þá á 28.000 km. hraða á klukku stund. Þá hafði hann komizt mest í 282 km. hæð, og með þeim hraða, sem hann þá hafði áttj að taka hann 88,5 mín. að fara einn hring. Ekkert sérstakt bar við á úæstu hringjum geimfarans. Og klukkan 21:28 lenti svo fimmti geimfari Bandaríkj- anna, Walter Schirra, heilu og höldnu á sjónum um 440 km norðaustur af Midway-eyju í Kyrrahafinu. Var lending hans aðeins einni mínútu á eftir þeim tíma, sem áætlaður hafði stöðvunareldflaugarnar kl. 21:07, en þá var Sigma rétt yfir Ástrallu og stefndi með fullri ferð að strönd Bandaríkjanna. Nokkru siðar sagði Schirra, að báðar fallhlífar geimfarsins hefðu opnazt eins og ætlazt var til og aðeins fimm mínútum eftir að geimfarið lenti í sjón- um var björgunarskipið komið á vettvang og búið að ná geim- faranum. Hans fyrstu orð voru: „Mér líður ágætlega." Kosningu í bifreiðastjórafé- lagiun Frama lauk í gærkvöldi og urðu úrslit sem hér segir: A-listi fékk 215 atkvæði, B- listi 146 og C-listi 96 atkvæði. Sýna úrslit þessi mjög góða útkomu fyrir B-listann, en svo fór, að kommar tryggðu íhalds fulltrúum sæti á næsta Al- þýðusambandsþingi. Nokkur vafaatkvæði eru (auðir og ógildir seðlar) en það breytir engu. Rót á kennurum Framhald af 16 síðu ensku og latínu Jónatan Þór- mundsson stud. jur., í latínu Ragn- heiður Torfadóttir B. A., í náttúru- fvæði Úlfur Árnason fil. kand. og Gunnar Ólafsson kand. agr. í eðlis- og efnafræði Elín Ólafs- dóttir B. Sc„ Benedikt Sigurðsson lvfjafræðingur. dr. Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur og Óskar Maríasson efnaverkfræðing ur, í stærðfræði Már ÁTsælsson Baldur Sigfússon stud. med., Guð mundur Þórarinsson stud. pnlyt og Guðni Sigurðsson stud. polvt Störfum við skólann hættu Guð mundur Pálmason eðlisfræðingur Halldór Guðjónsson studl. mat Loftur Guðbjartsson viðsluptafrfp'i ingur, dr. Sigurður Þðrarinsson iarfffræðingur, Steimnm Einr-?: dóttir B.A.. Sveinn Skorri Hfs'-- udsson mag. art., Sverrir Sch - ing Thorsteinsson jarðfræðingur, Tómas Tryggvason jarðfræðing- ur, Unnur Jónsdóttir B.A. og Þór- ey Guðmundsdóttir leikfimikenn- ari. Tilkynning Frá Sjómannasambandi íslands ÁkveðiS hefur verið, að kosning fulltrúa sambands- ins til 2á. þings ASÍ fari fram að viðhafðri allsherj- aratkvæðagreiðslu laugardaginn 6 þ.m. og sunnu- daginn 7. Kosning hefst á laugardag klukkan 10 f.h. og stendur þá til kl. 22. Á sunnudag hefst kosning kl. 10 f.h. og stendur þá til kl. 22 og er þá lokið. í Reykjavík fer kosning fram i skrifstofu Sjó- mannafélags Reykjavíkur, í Hafnarfirði á skrif- stofu verkalýðsfélagsins, i Keflavík í Ungmenna- félagshúsinu uppi, og í Grindavík i Kvenfélags- húsinu. Reykjavík, 4. okt. 1962 Kjörstjórn 67 smálesta stálbátur til sölu. Vilhjálmur Árnason, hæstaréttarlögmDÍTur Laugavegi 19 — Símar 24635—16307 TÍMINN, fimmtudaginn 4. október 1962 1 J •' i 1 i • 4 t 4 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.