Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrír augu vandlálra blaða- lesenda um alli land. TekíS er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 221. tbl. — Föstudagur 5. okt. 1962 — 46. árg. Ljósmyndari TIMANS, RE, tók þessa mynd inni í húsinu um hálf tólfley'HS í gærkvöldi, þegar slökkviliðið hafði að mestu ráðið niðurlögum eldsins, Slökkviliðsmenn biðu samt viðbúnir til vonar og vara, ef eldur- inn kynni að brjótast út að nýju, NAUM BJÖRGUN MB-Reykjavík, 4. okt. — Um Iiiílíiíulcyti'ö í kvöld varð vart við cld í kjallara hússins nr. 3415 við Laugaveg, sem er tvílyft báru- járnsklætt timburhús á steyptum | kjallara. í kjallara hússins var lampa- verkstæði, en á hæðunum fyrir | ofan bjuggu bræðurnir Ársæll og Sigursteinn, synir Gnðsteins Eyj- ólfssonar klæðskera. Enginn var heima á efri hæðinni, en Pálína kona Ársæls, sem býr á neðri hæð- inni, var í Iuísi tengdaföður síns að þvo þvott. Skrapp hún yfir í húsið, bar sem tvö börn hennar sváfu, til þess að gá að hyernig liði. Þegar þangað kom var allt fullt af reyk og tókst henni með herkjubrögðum að bjarga börnum sínum út úr húsinu, og mun þar ekki hafa mátt tæpara standa. Börnin voru 5 og 7 ára. Framh. á 15. síðu DOMI FRESTAÐ MB—Reykjavík, 4. okt. Félagsdómur tók í dag að nýju fyrir deilu Landssam- bands íslenzkra verzlunar- manna og AlþýSusambands íslands um það, hvort LÍV ætti heimtingu á því að verða að- ¦ II að ASÍ. Landssamband íslenzkra verzl unarmanna sótti um upptöku í ASÍ fyrir Alþýðusambandsþingið 1960. Þá var inntaka þess felld á þinginu samkvæmt tillögu stjórnarinnar, vegna þess að skipu lagsmál samtakanna væru enn í deiglunni, eins og það var orðað. Áður hafði Verzlunarmannafélag Reykjavíkur sótt um inngöngu í ASÍ a.m.k. tvisvar sinnum, árin 1950 og 1954, en umsókn þeirra hlaut lík örlög og umsókn LÍV. LÍV kærði neitun Alþýðusam- bandsþingsins árið 1960 fyrir Fé- lagsdómi. Úrskurður Félagsdóms varð á þá leið, að hann vísaði kröf unni frá, að kröfu ASÍ, á þeirri forsendu, ag hann væri ekki bær að fjalla um málið. í Félagsdómi eiga sætj fimm menn og voru fjór ir þeirra sammála um þessa niður stöðu, en einn var á móti. Ekki vildi LtV sætta sig við þessi málalok. Dómi Félagsdóms verður ekki áfrýjað til Hæsta- réttar, en hins vegar er hægt að kæra málsmeðferð þar fyrir Hæstarétti. Þann hátt hafði LÍV á og urðu úrslit mála þau fyrir Hæstarétti, að hann fyrirskipaði Félagsdómi ag kveða upp efnis- dóm í málinu. Verður þess því Framh. á 15. síðu TSVOR JK-Reykjavík, 4. okt. Ágreiningurinn um, hvort Reykjavík eða Akureyri beri tekjuútsvarið af verksmiðjum SÍS á Akureyri, hefur vakið athygli manna á sérkennilegu ákvæði í nýju útsvarslögun- um. Þetta ákvæði getur haft víðtækar afleiðingar, því víðs vegar um land hafa félög og fyrirtæki starfsemi á fleiri en einum stað, og getur orðið mikið álitamál, hvar eigi að leggja útsvarið á. Ákvæði þetta getur haft bein áhrif á atvinnulífið, því að það kemur misjafnt niður á sveitar- félögum og yfirleitf á kostnað hinna smærri en f þágu hinna stærri. Einnig getur það orðið til þess, að sveitarfélög setji hömlur á annan atvinnurekstur hjá sér en þann, sem er sérfyrirtæki á staðn- um. Ákvæði laganna um þetta er svona: „Á aðra aðila, en einstak- linga skal lagt í því sveitarfélagi, þar sem aðalstarfsemi þeirra fer fram. Þar f svett skal útsvar gjalda, sem það var á lagt, og i hún allt útsvarið." „Eigi verður útsvar lagt á aðila nema í einu sveitarfélagi á sama ári." Margir útgerðarmenn hafa um- svif á fleiri stöðum en einum. Vestfirzkur útgerðarmaður legg- ur á sumarsíldveiðunum e. t. v. ýmist upp á Raufarhöfn eða á Siglufirði. Á SuðurlandssíldiSnni leggja bátar hans e. t. v. upp á Akranesi, og annarri vertíð á ein- hverjum öðrum stað. Nú segja ákvæði laganna, að aðeins einum stað beri útsvar fyr- irtækis. Hvaða stað ber það? Því kauptúni á Vestfjörðum, þar sem útgerðarmaðurinn er heimilisfast- ur? Reykjavík, þar sem aðalskrif- stofur fyrirtækisins eru? Eða því plássi, þar sem mes-ta verðmætið er lagt upp? Nú hefur komið á daginn, a3 víða um land hefur ekki verið lagt á kaupfélögin í samræmi við nýju lögin. Mörg kaupfélög hafa víða útibú, og TJíminn hefur aflað sér þeirra upplýsinga, aS yfirleitt hef- ur verið lagt á þau í hverju hrepþs félagi fyrir sig, eftir verzluninni á staðnum. Selfosshreppur hefur t.d. aðeins lagt útsvar á þann hluta starfsemi Kaupfélags Árnesinga, sem fer fram á Selfossi sjálfum. Kaupfélag Héraðsbúa hefur mikla starfsemi bæði á Reyðar- firði og á Egilsstöðum, og þessir Framh. á 15. síðu RAÐHERRA MISNOTAR VALD SITT Fjárn^álaráðherra hefúr nú skip að marga skattstjóra eftir nýju skattalögunum. Hefur ráðherrann í því sambandi gert sig sekan um stórfellda hlutdrægni og látið í fieiru en einu dæmi pólitískt of- staeki ráða gerðum sínum. f Austurlandsumdæmi gengur ráðherra fram hjá Vilhjálmi Sig- urbjörnssyni, skattstjóra í Nes- kaupstað, sem gengt hefur skatt- stjóraembætti með prýði og skip- ar í staðinn fyrrverandi erindreka Sjálfstæðisflokksins á Austur- Iandi, sem ekkert hefur komið ná- lægt skattamálum. í Reykjancsumdæmi gengur ráð herra framhjá þremur ágætum skattstjórum, Eiríki Pálssyni í Ilafnarfirði, Hilmari Péturssyni í Keflavík og Guttormi Sigurbjörns- syni í Kópavogi, og skipar reynslu lausan mann í embætti skattstjóra Reykjanesumdæmis þess í stað. — Pólitík enn og ranglæti. f Suð-Vesturlandsumdæmi geng ur ráðherra fram hjá Kristjáni Jónssyni, sem rækt hefur skatt- stjórastarfið með ágætum. Það má teljast alveg nýlunda, að menn séu sviptir stöðum sínum í opinberri þjónustu og formbreyting ein not- uð til að koma slíku í framkvæmd — eins og hér er gert. Ranglæti Og pólitískt ofstæki þeirra Sjálf- stæðismanna riður ekki við ein- teyming. Félagsdómur í dómsal í gær. — Talið frá vinstri: Ragnar Ólafsson; Einar Baldvin Guðmundsson; Hákon Guðmundsson; Gunnlaugur Briem og B?nedikt Siguijónsson. . . (Ljósmjiid: TfMINN—RE).,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.